Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Sverrir
Tryggvi Ólafsson: Sjálfur hef ég alltaf haft þá afstöðu að ég sé eins og hver annar maður að vinna sína vinnu.
V erstur er hinn
„góði“ smekkur
✓
Tryggvi Olafsson opnar afmælissýningu í
Galleríi Fold á morgun kl. 14 en hann verð-
ur sextugur 1. júní næstkomandi. Orri Páll
Ormarsson ræddi við hann um aldur, aga,
yfírsýn, innblásna klaufa og sitthvað fleira.
Maraþon-
sönghátíð
á Selfossi
UNGLINGAKÓR og barnakórar
Selfosskirkju efna til söngs á
sunnudag frá kl. 13.30 sem stend-
ur uppstyttulaust allt til kl. 18, en
þá hefst aftansöngur í kirkjunni.
TVeir gestakórar taka þátt í
söngnum, Litlir lærisveinar
Landakirkju og Kór Hvassaleitis-
skóla í Reykjavík.
Ágóði tónleikanna rennur í
ferðasjóð Unglingakórsins sem
leggur af stað til Bandaríkjanna
mánudaginn 22. maí. Par verður
hann fulltrúi Islands við opnun
þeirrar sýningar á íslenskum
handritum, sem landafundanefnd
stendur fyrir í Washington. Síðan
heimsækir kórinn söfnuði og held-
ur tónleika í Princeton í Phila-
delphiu og húsi Sameinuðu þjóð-
anna í New York.
---------------
Kór Hjalla-
kirkju á
Akranesi
KÓR Hjallakirkju í Kópavogi held-
ur vortónleika í Safnaðarheimilinu
Vinaminni á Akranesi, þriðjudag-
inn 23. maí kl. 20.30.
Á dagskrá kórsins er kirkjuleg
og veraldleg tónlist af ýmsu tagi,
bæði innlend og erlend. Auk
venjubundins kórsöngs verður
boðið upp á karlakvartettsöng,
einsöng, tvísöng og kvennakór.
Einsöngvarar eru María Guð-
mundsdóttir sópransöngkona,
Gréta Jónsdóttir mezzosópran,
Hákon Hákonarson tenór og
Gunnar Jónsson bassi, þau eru öll
úr röðum kórfélaga. Undirleikari
með kórnum er Lenka Mátéová.
Kór Hjallakirkju hefur um ára-
bil haldið tvenna tónleika á ári auk
þess sem hann flytur ýmis verk við
kirkjulegar athafnir í Hjallakirkju.
Á síðasta ári fór kórinn í 10 daga
söngferð til Svíþjóðar og Dan-
merkur.
Raddþjálfari kórsins eru söng-
konurnar og kórfélagarnii- María
Guðmundsdóttir og Gréta Jóns-
dóttir. .Söngstjóri og organisti
Hjallakirkju er Jón Ólafur Sig-
urðsson.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn, 1.000 kr., og 400 kr.
fyrir aldraða og öryrkja. Frítt fyr-
ir börn innan fermingar.
Háskóla-
kórinn í
Bologna
NÚ er Háskólakórinn stadd-
ur í Bologna þar sem hann
tekur þátt í kóramóti með há-
skólakórum frá menningar-
borgum Evrópu árið 2000.
Kórinn lagði af stað þriðju-
daginn 16. maí og kemur aft-
ur fimmtudaginn 25. maí, en
að kvöldi þess dags frumflyt-
ur hann vinningslagið í sam-
keppni um nýjan háskólasöng
við erindi úr ljóði Jónasar
Hallgrímssonar, „Til herra
Páls Gaimard" sem byrjar á
orðunum „Vísindin efla alla
dáð“. Kórinn, sem er undir
stjórn Egils Gunnarssonar,
fer í boði Háskólakórsins í
Bologna og syngur ásamt
kórum menningarborganna
og einsöngvurum, Requiem
eftir Verdi og heldur svo tón-
leika með Háskólakórnum í
Bologna þann 18. maí.
ARNA stendur hann í
frakkanum sínum, að-
hnepptum, mitt í mynda-
hrúgunni og leggur drög
að upphengingu. Raunar hefur ljós-
myndari Morgunblaðsins truflað
hann rétt sem snöggvast, stillt hon-
um upp. ,Á ég að líta upp, eins og
Mussolini?" spyr hann sposkur á
svip. Alltaf stutt í spaugið á þessum
bænum. Síðan er það búið. „Hvað,
ertu búinn? Ekki var þetta erfitt."
Ljósmyndarinn er kvaddur með
virktum. Þá kemur röðin að blaða-
manni.
Tryggvi Ólafsson er kominn heim,
rétt eina ferðina. Raunar efast maður
alltaf um að hann hafi nokkurn tíma
farið. Hver trúir því að þessi maður
hafi búið í Danmörku í bráðum fjöru-
tíu ár? Svo íslenskur er hann. Þannig
er það nú samt. Og Tryggvi er ekki á
leiðinni heim. ,;Það er ekkert sem
bendir til þess. Eg væri að skrökva ef
ég segði að svo væri. Eg er samt ekki
á nokkum máta minni íslendingur
fyrir það. Maður hleypur ekki frá því
að vera fæddur austur á fjörðum."
En þá að sýningunni. Vettvangur-
inn er Baksalur Gallerís Foldar við
Rauðarárstíg og tilefnið ekki af lak-
ara taginu - kappinn er að verða
sextugur. Nánar tiltekið 1. júní.
„Það átti ekki að vera sýning núna.
Eg hélt afmælissýningar héma fer-
tugur og fimmtugur en bjóst ekki við
að gera það að þessu sinni. Síðan
gekk einhver úr skaftinu og ég var
beðinn um að koma. Þetta em miklir
vinir mínir hérna í Galleríi Fold
þannig að ég lét slag standa."
Afmælisveisla í garðinum
- Eru þetta þá verk sem þú áttir í
fórum þínum?
„Bæði og. Sumt átti ég en annað er
glænýtt. Eg er alltaf með svona tutt-
ugu til þrjátíu myndir í gangi í einu.“
- Ertu búinn að halda afmælissýn-
ingu úti í Danmörku ?
„Já, hún var í mars. Nú er bara eft-
ir að halda veisluna í garðinum
heima, 3. júní. Ég er búinn að hringja
í Tuborg og fá þrjá dunka af öli og
pípu. Síðan mætir hljómsveit. Djass.
Það verður líf í tuskunum!"
- Jæja Tryggvi, svo þúertað verða
sextugur. Erþað ekki ógnvekjandi?
„Ég finn ekki fyrir því en auðvitað
er það það,“ svarar listamaðurinn
hlæjandi. ,Ánnars er tíminn svo af-
stæður, maður. 39 ár í Danmörku -
ég botna ekkert í því heldur. Það var
aldrei planlagt. Fólk spyr mig oft af
hverju ég sé alltaf þarna og ég svara
því jafnan til að ég fái að vera í friði.
Ég hef allt til hlutanna í Danmörku,
húsnæði og vinnustofu. Mig vantar
ekki neitt. Það er kannski ágætt að
það komi fram. Fólk þarf alls ekki að
koma með pakka á sýninguna - ekki
nema hann gutli!“
- Þú málar alla daga ?
„Já, blessaður vertu. Mála og juða.
Það er mitt líf. Ef ég fæ að vera í friði
þá er ég glaður. Hvunndagurinn er
dýrmætastur. Ég er sannfærður um
það. Sennilega kemst maður á þá
skoðun þegar maður fer að hugsa um
dauðann. Hann er áhugaverður.
Birtan gefur skuggann og skugginn
gefur formið."
Að fylgja sinni sannfæringu
- Það hlýtur að hafa sína kosti að
eldast?
„Það má nú segja. Það er um
margt þakklátt hlutskipti. Maður
þarf að fara skemmri veg til að hríf-
ast. Ég fór til dæmis að tína fyrstu
túnfíflana í Danmörku um daginn og
féll í stafi - æskan kom til mín.“
- Er æskan alltaf á næstu grösum ?
„Já, af því hún hefur kontrastinn.
Maður fær yfirsýn með aldrinum.
William Heinesen sagði einhverju
sinni að maðurinn væri ekki endilega
gáfaðastur gamall en hann hefði aft-
ur á móti yfirsýn."
- Ertu öruggari með þig að feng-
inni þessari yfírsýn?
,Að mörgu leyti- Ég er til dæmis
öruggari á því en áður að ég hef alltaf
,gétt fyrir mér“. Þá á ég ekki við að
ég viti betur en aðrir, heldur að ég
verð að íylgja eigin sannfæringu -
standa og falla með mínum verkum.
Ég hefði ekki hugsað svona þrítugur.
Menn mega þó gæta sín á því að
verða ekki „of meðvitaðir", þá eiga
þeir á hættu að verða hrokanum að
bráð. Það er eitur. Sjálfur hef ég allt-
af haft þá afstöðu að ég sé eins og
hver annai' maður að vinna sína
vinnu."
- Hvert sækirðu hugmyndir?
„Hingað og þangað. Ég skil ekkert
í mönnum sem æða á fjöll til að mála
myndir. Fyrir mig er nóg að fara í
næstu götu. Það kveikir svo margt í
mér. Á leiðinni hingað í flugvélinni
var ég að skoða Ferðablað Morgun-
blaðsins og sá þar gamlan ítalskan
haus sem ég greip strax. Þú átt ef til
vill eftir að sjá hann aftur.“
- Heldurðu þrútinn af hugmynd-
um frá Islandi?
„Ekki segi ég það en það kemur
alltaf eitthvað út úr þessum ferðum.
Ég ligg yfirleitt nokkuð lengi á melt-
unni. Þannig var ég nýlega í Færeyj-
um og Flórens og er enn að vinna úr
hugmyndum sem kviknuðu á þeim
stöðum," segir Tryggvi og dregur úr
pússi sínu minnisbók, uppfulla af
„krassi“, og myndavél. „Ég skil þessa
hluti aldrei við mig.“
Tryggvi greinir blaðamanni líka
frá steypujárnum sem hann kom
auga á einhvers staðar, sennilega í
Árbænum, og óteljandi möguleikum
sem í þeim felast.
- Þú ert alltaf á vai-ðbergi?
,Að sjálfsögðu. Þegar menn gapa
upp í loftið og bíða eftir innblæstri
eru þeir komnir á villigötur."
- Það er ekkert þema á þessari
sýningu. Ertþú lítið fyrirþemu?
„Já, ég hef aldrei haldið þemasýn-
ingu. Það kemur þó fyrir að ég geri
tilbrigði við sama stefið. Það eru
dæmi um það hér enda þykir mér
áhugavert að velta fyrir mér spurn-
ingunni „hvenær er hugmynd búin?“
Á síðari árum hef ég minni trú á því
sem er „perfekt". Hlutir eiga að hafa
einhverja opnun þótt þeim sé lokið.
Galli Thorvaldsens er til dæmis sá að
hann er svo „perfekt“ að hann er
blóðlaus. Flinkur andleysingi segir
þér ekki neitt. Þá bið ég frekar um
klaufa sem hefur eitthvað að segja.
Innblásnir klaufar eru áhugaverðir.“
Það er alltaf eitthvað
- Hvað tekur við hjá þér að lokinni
afmælishátíð?
„Það stendur til að ég verði með
myndir á sýningu í Washington í
október. Ég verð líka með tíu grafík-
myndii' á norrænni sýningu sem á að
fara hringinn, eins og sagt er. Síðan á
ég sex litmyndir í ljóðabók sem verið
er að prenta í Danmörku. Það er allt-
af eitthvað. Ég hef líka orðið fleiri
járn í eldinum í seinni tíð, kem víðar
við. Ég hef gaman af því. Þetta hreyf-
ir hvað við öðru, svo maður horfi ekki
endalaust á naflann á sér.“
- Krefst það ekki aga að koma
svona víða við?
„Jú, það gerir það. Og aginn er vin-
ur þinn! Einn sá besti.“
- Hver er verstur óvinur?
„Hinn „góði“ smekkur. Vegna þess
að hann er háður normum og norm
eru alltaf háð stýringu eða valdi. Ég
er ekki anarkisti - og hef aldrei verið
- en maður sem málar blóm má ekki
gera það út frá öðru sjónarmiði en
sinu eigin. Evróvisjón söngvakeppn-
in er gott dæmi um þetta. Hún er
ekkert annað en tónlistarlegt vændi.
Allt samkvæmt sömu formúlu."
- Þú gleðst þá ekkiyfír sigri Dana í
keppninni?
„Það dugar ekki að bjóða upp á
vatn fyrir vín!“