Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ á mbl.is „Oops!... I did it again“, nýjasta plata Britney Spears, er komin út og af því tilefni býður mbl.is þér að taka þátt í skemmtilegum leik. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á mbl.is og hægt er að vinna: • Nýjustu plötu Britney Spears. • Veggspjald og Britney Spears bol. • Sérstakar Britney Spears vörur. Britney Spears er ein af vinsælustu poppsöng- konum heimsins og hefur fyrri platan hennar, „Baby One More Time“, selst í milljónum ein- taka um heim allan. LISTIR Tónlist trúar, vonar og kærleika TOJVLIST lláskólabfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Panufnik: Sinfonia sacra. Þorkell Sigurbjörnsson: Immanúel (frumfl.). Ólöf K. Harðardóttir sópran; Bergþór Pálsson barýton; Söngsveitin Filharmónia, Selkórinn & Sinfóníuhljómsveit Islands u. stj. Bernharðs Wilkinson. Fimmtudag- inn 18. maíkl. 20. SÖNGSVEITIN Fílharmónía stendur á fertugu í ár. Hún hefur síð- an 1960 glatt landsmenn með djásn- um sígildra kórverka, lengst af í ná- inni samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Islands, og afrekaskráin fyrsta hálf- an annnan áratug myndar nærri samfellda röð frumflutninga á ís- landi, enda tónlistarmenning okkar ung en metnaður kórsins og frum- herjans Róbert A. Ottóssonar mikill. í tilefni af fertugsafmælinu var í gær frumflutt nýtt verk eftir Þorkel Sig- urbjörnsson sem söngsveitin pantaði fyrir hálfu öðru ári með styrk frá Reykjavík-Menningarborg 2000 og Kristnihátíðamefnd. Pólska tónskáldið Andrzej Pan- ufnik (1914-91) kvaddi sér fyrst hljóðs á Islandi þegar fiðlukonsert hans var fluttur fyrir nokkrum árum, en sé rétt með farið mun engin hljómkviða eftir hann hafa verið leik- in hér áður. Panufnik náði alls að semja níu, og var Sinfonia sacra sú þriðja. Hún varð til 1963 í tilefni 1000 ára kristnitökuafmælis og ríkisstofn- unar Pólveija og því vel valinn fylgi- nautrn- við trúarlegt tíaldarverk Þorkels. Hvort einhver hafi annars veitt því eftirtekt hvað upphaf elzta sálmalags Pólverja, Bogurodzica (sem verk Panufniks er byggt á) lík- ist upphafstónum “Heyr, himna smiður Þorkels, er aftur á móti óvíst, en ekki var annað að sjá af nótna- dæminu í tónleikaskránni, og má heita meiriháttar skondin tilviljun. Panufnik var meðal virtustu tón- skálda í Póllandi þegar hann flúði rit- skoðunaráráttu stjómvalda 1954 og settist að í Bretlandi. Verk hans áttu erfitt uppdráttar bæði heima og er- lendis; þóttu of framsækin austan- tjalds en of gamaldags í vestrinu. Stíllinn er engu að síður mjög pers- ónulegur, byggir á hámarksnýtingu örfárra og örsmárra hryn- eða tón- rænna frama eða „sella“ undir sam- hverfu formskipulagi, en hefur þrátt fyrir þetta ofurnjörvaða yfirbragð torskýrðan tilhöfðunarkraft sem fá- um módernistum er laginn. Heildar- form Sinfonia sacra er afar sérkenni- legt. Hún er í tveim meginþáttum, „Þrjár sýnir“ og „Hymni“, og hver sýn um sig byggð á tónbili úr upphafi fyrrgetins sálmalags, þ.e. stórri tvíund, femnd og lítilli tvíund. Trompetleikarar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar fengu eins og gefur að skilja óvenjumikið glanshlutverk upp í hendur í byrjun og enda þessa kröftuga en líka dulúðarblendna verks, dreifðir um allt sviðið frá hægri til vinstri eins og lúðrakallarar á efsta degi um öll heimshorn, og blésu flest af leiftrandi nákvæmni. Lágværir og íhugulir strengjahljóm- ar tóku völdin í 2. sýn, en herská tón- list með dunandi slagverki í hinni þriðju. í Hymnanum birtist loks Bogurodzica í heiid stig af stigi, og náði verkið tilkomumiklu hámarki í lokin með viðbættri ítrekun fanföm- blásturs fjögurra trompeta úr upp- hafssýninni. Söngverk Þorkels Sigurbjörns- sonar eftir hlé, Immanúel fyrir tvo einsöngvara, 100 manna blandaðan kór og sinfóníuhljómsveit, var mikið að vöxtum, um þrjú kortér að lengd, og því að líkindum með stærstu kristilegu tónverkum sem hér hafa verið samin frá upphafi. Texti verks- ins samanstóð af ritningargreinum völdum í samráði við Herra Karl Sig- urbjörnsson biskup, er einnig bætti við texta frá eigin bijósti. Að svo miklu leyti sem ég skildi meginboð- skapinn rétt, var þar lögð áherzla á mátt trúar, vonar og kærleika í breyskum heimi nútímans; heimi sem virtist endurspeglast í epísód- ískri frásögn fremur en samfellt dramatískri; n.k. lýsingu á firrtri vit- und einstaklingsins, þar sem fyrrget- in þrenning verður helzta haldreipið, enda gekk aftur sem stef í drápu við- kvæðið: „Guð er með oss“ - sem mun merking hebreska nafnsins. Þó að framvinda líbrettótextans virtist undirrituðum þannig ekki beint augljós við fyrstu kynni, gerð- ist það sem oft vill verða þegar við tekur markviss útlegging tóna af tali, að eyrun skynjuðu undir niðri form og stefnu sem fóru fram hjá augum. Hver hinna 11 þátta öðlaðist sín sérkenni, svo að við lá að mynduðu e.k. fyrirsögn eða “mottó“ sem ekki kom fram af textablaðinu sjálfu. Til- finningarlegt og táknrænt innihald skýrðist stóram með litun tóna og rytma, ítrekuð minni úr fyrsta þætti luku fallegu bogaformi í þeim síðasta sem ómega við alfa, og gegnumgang- andi „viðlagsstef" héldu uppi sam- tengjandi þræði. Meðal mest áber- andi þessarra stefrænu kennileita var rísandi og hnígandi strófa undir þrírödduðum fauxbourdon-rithætti við lykilorðið Immanúel og fjórtóna mótíf í löngum nótnagildum við „Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?“ sem minnti fyrst á fínale-stef Júpítersinfóníunnar, en reyndist til- brigði við tónrænt B-A-C-H fanga- mark fúgumeistarans frá Eisenach sem lézt fyrir réttum 250 árum. Þeir sem biðu eftir fúgölum tilþrif- um biðu án árangurs. Þess í stað má segja að verkið hafi mestallt verið uppfyllt af hermikontrapunkti í þéttri og nærri sinfónískri samtvinn- un við hlutfallslega einfaldari út- færslu kórs og einsöngvararadda. Það kann einnig að hafa komið sum- um á óvart hvað hljómræn meðferð þessa fyrrum stafnbúa módernis- mans fyrii- 40 árum var í heild óm- þýð. Jafnvel hvarflaði að manni hvort sönglesstaðurinn kunni úr Jólaóra- tóríu Bachs, „Immanúel, ó, sæta orð!“ hefði haft einhver meðverkandi áhrif, þrátt fyrir sumar tilvísanir textans í mannanna grimmd og kvöl. Líkast til liggur þó nær að túlka hið í meginatriðum ómblíða tónmál verks- ins sem eins konar ígildi bjargfastrar sannfæringar um mátt vonar og trúar í vitfirrtum heimi - mátt hins stöðuga og sígilda andspænis hverf- ulu afli ómstreitunnar, ímynd efans og sársaukans. Það var mikil heiðríkja yfir þessu fallega verki Þorkels, enda þótt mann gruni það um að luma á ýmsu sem fyrst verði uppvíst við ítrekaða hlustun. Sjálfur tærleiki þess gerði það mun vandasamara í flutningi en margt fornjörvað framúrstefnuverk- ið, þar sem feiltónar heyrast illa eða ekki, en hljómsveitin skilaði flestu prýðisvel í fyrstu atrennu undir skeleggri stjórn Bemharðs Wilkins- sonar, þó að sumt virtist eiga meira eftir í fínpússningu. Einsöngvararnir stóðu sig með ágætum í hlutfallslega litlum hlutverkum sínum, og þó að kórinn hefði kannski mátt vera held- ur sprækari á köflum, sérstaklega í hrynskerpu og dýnamík, söng hann í heild hreint og fallega og með skýr- um textaframburði. Ríkarður O. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.