Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ársreikningur Reykjavíkurborgar ræddur í borgarstjórn Agreining’ur um árangur Uppsögn yfír- læknis ógild ÁRSREIKNINGUR Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1999 var lagður fram til fyrri umræðu í borgarstjóm í gærkvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri fylgdi reikningn- um úr hlaði og sagði meðal annars að hann fæli í sér staðfestingu á að árangur hefði náðst í fjármálastjórn- un Reykjavíkur sem vart ætti sér hliðstæðu. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjóm, sagði ársreikninginn hins vegar bera eyðslu- og útþenslustefnu yfírvalda borgarinnar vitni. Þrátt fyrir mikla tekjuaukningu borgarinnar, meðal annars í formi skatta, tækist ekki enn að lækka skuldir borgarinnar. Borgarstjóri hafnaði þessari túlk- un Ingu Jónu á niðurstöðum árs- reikningsins og benti á að nú hefði í fyrsta sinn verið hægt að nota hluta af skatttekjum borgarinnar til að greiða niður skuldir borgarsjóðs. Lítið frávik frá fjárhagsáætlun í skýrslu Borgarendurskoðanda með ársreikningnum segir að sé horft framhjá gjaldfærslu á hækkun h'feyrissjóðsskuldbindinga sem staf- aði af breyttri framsetningu reikn- ingsskila sveitarfélaga hafí rekstur málaflokka borgarinnar aðeins farið 0,07 % fram úr fjárhagsáætlun. Skuldir borgarsjóðs em greiddar niður um tæplega 1,4 milljarða króna. Þar af er um 1 milljarður króna sem Orkuveita Reykjavíkur greiddi til borgarsjóðs en afgangur- inn er greiddur með skatttekjum. I ársreikningi nú er í fyrsta sinn samstæðureikningur reksturs borg- arsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Reikningurinn sýnir að skuldir sam- stæðunnar hafa aukist um ríflega 1,2 milljarða milli ára. Helstu ástæður þess eru tilteknar lántaka Orkuveit- unnar og Reykjavíkurhafnar vegna framkvæmda, lántaka vegna íbúða- kaupa Félagsbústaða og yfirteknar skuldir vegna kaupa Vélamiðstöðv- arinnar á Gylfaflöt. Erfiðleik- ar vegna hálku FLUTNIN G ABÍLL fór útaf vegin- um á Tjöraesi í gærmorgun vegna hálku. Dráttarvagn bilsins stór- skemmdist. Vegurinn um Tjörnes er einnig erfiður vegna aurbleytu. Bílar lentu víða í erfíðleikum vegna hálku á Norðausturlandi og víða varð Vegagerðin að ryðja snjó. Aðeins var jeppafærttil Siglu- fjarðar í gærmorgun og moka þurfti einnig Kísilveginn. Þá voru hálkublettir á heiðum á Vestfjörð- um. Hvasst var einnig á Mýrdals- sandi og þar var sandfok. Kalt verður áfram víðast hvar á landinu. Hiti norðanlands verður vart meiri en við frostmark og sums staðar er gert ráð fyrir tveggja stiga frosti. Sunnanlands er spáð eins til fimm stiga hita. Ekki er spáð neinni úrkomu að ráði. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt upp- sögn yfirlæknis á Landspítala, há- skólasjúkrahúsi, ógilda. Rétturinn staðfestir þar með niðurstöðu hér- aðsdóms, en málinu var vísað aftur heim í hérað í vetur, þar sem Hæstiréttur sagði héraðsdóm ekki hafa tekið afstöðu til allra þátta í málflutningi mannsins. Sjúkrahús Reykjavíkur, sem nú heitir Landspítali - háskólasjúkra- hús, sagði Gunnari Þór Jónssyni upp starfi yfirlæknis slysa- og bæklunarlækningadeildar í júlí í fyrra, en starfinu gegndi hann jafn- framt því að vera prófessor í slysa- lækningum við læknadeild Háskóla íslands. Staðan hluti af prófessorsstöðu Hæstiréttur segir ekki vafa leika á því að út frá því hefði verið gengið að yfirlæknisstaða á slysadeild sjúkrahússins yrði hluti prófessors- embættis í slysalækningum og að starfi prófessors yrði ekki sinnt eins og til var ætlast nema umrædd staða á spítalanum fylgdi því. Það hafi eingöngu verið á valdi þeirra sem veittu prófessorsembættið að víkja honum úr starfi. Hafi forráða- mönnum spítalans því borið að snúa sér til læknadeildar Háskóla Is- lands með ósk um atbeina hennar, teldu þeir nauðsynlegt að maðurinn yrði færður úr starfi við spítalann. Sjúkrahúsið hefði ekki verið réttur aðili til að segja honum upp störf- um. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms um ógild- ingu uppsagnarinnar og dæmdi sjúkrahúsið til að greiða lækninum 300 þúsund krónur í málskostnað. * Islenskir og breskir sérfræðingar ræða næst um Hatton Rockall í haust Breyttar forsendur vegna áhuga olíufélaga VIÐRÆÐUR hafa verið teknar upp við Breta um Hatton Rockall og hafa embættismenn landanna þegar hist einu sinni. Frekari fundir eru ráð- gerðir í haust. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að hann hafi tekið málið upp við John Prescott, varaforsætis- ráðherra Bretlands, þegar þeir hitt- ust á Þingvöllum síðastliðið sumar og á fundi hans með Robin Cook, utan- ríkisráðherra Bretlands, í febrúar hefði orðið að samkomulagi að sér- fræðingar landanna myndu hittast til að ræða málið. Fundað í mars og aftur í haust „Viðræður embættismanna land- anna fóru fram í London 23. mars,“ segir Halldór. „Voru þær að mínu mati afar gagnlegar og komu aðilar sér saman um að halda þeim áfram á haustmánuðum. Báðir aðilar gera sér grein fyrir því að til þess að ná sam- komulagi í málinu þurfa hinir tveir aðilamir, Færeyjar og írland, einnig að koma að því.“ Halldór segir að í utanríkisráðu- neytinu hafi verið talið tímabært, m.a. í ljósi þróunar mála á undanföm- um árum, að koma aftur á viðræðum milli aðila Hatton Rockall-málsins, þ.e. Islands, Færeyja, Bretlands og Irlands, og endurmeta stöðu þess. Breyttar forsendur „I því sambandi má nefna í fyrsta lagi að landgrunnsnefndin hefur nýverið tekið til starfa á grundvelli hafréttarsamningsins, sett sér starfs- reglur og samþykkt tæknilegar og vísindalegar viðmiðunarreglur," seg- ir Halldór. „Nefndin er nú reiðubúin til að taka á móti greinargerðum frá strandríkjum um mörk landgrunns þeirra utan 200 mílna. í öðm lagi eru nú þrír af fjórum aðilum Hatton Rockall-málsins, þ.e. ísland, írland og Bretland, aðiíai- að hafréttarsamn- ingnum og því með sameiginlegan lagalegan grundvöll. í þriðja lagi hef- ur, sem kunnugt er, náðst töluverður árangur á undanförnum árum í af- mörkun hafsvæða á Norðaustur-Atl- antshafi og hafa ísland, Bretland og Færeyjar meðal annars komið þar við sögu. Síðast en ekki síst hefur að undanfömu orðið vart við aukinn áhuga olíufélaga á Hatton Rockall svæðinu, m.a. hér á landi." Samkvæmt ákvæðum hafréttai’- samningsins gerir landgrunnsnefnd- in tillögur um ytri mörk landgrunns (þ.e. gagnvart alþjóðlega hafsbotnin- um). Þegar um ytri mörk land- grunnssvæðis er að ræða, sem tvö eða fleiri ríki gera kröfu til, er hugs- anlegt að þau hafi samstarf við fram- lagningu greinargerða til land- grunnsnefndarinnar. Landgrunnsnefndin fjallar hins vegar ekki um afmörkun landgrunns milli tveggja eða fleiri ríkja. Þetta er staðfest í starfsreglum nefndarinnar. Viðkomandi ríki fara því sjálf með af- mörkun landgrunns sín á milli og nefndin má ekki gera neitt sem hefur áhrif þar á. Þarf samkomulag’ um skiptingu eða sameiginlega nýtingu Halldór segir að annars vegar sé ljóst að nást þurfi niðurstaða um af- mörkun ytri marka landgrunnsins á Hatton Rockall-svæðinu, á grundvelli tillagna landgrunnsnefndarinnar, og hins vegar að aðilar þurfi að ná sam- komulagi um skiptingu svæðisins sín á milli eða um að svæðið verði sam- eiginlegt nýtingarsvæði. „Málið er býsna flókið og viðbúið að erfitt verði að finna lausn á því,“ segir Halldór. „Við munum ekki láta okkar eftir liggja í því efni, enda er hætt við því að nái aðilar ekki sam- komulagi muni kostnaðarsamar greinargerðfr aðila til landgrunns- nefndarinnar verða unnar fyrir gýS og hugsanlegar auðlindir á svæðinu liggja ónýttar í jörðu.“ Rockall er granítklettur í Atlants- hafí, um 400 kílómetra norðvestur af Irlandi. Bretar slógu eign sinni a klettinn árið 1955. Kletturinn er að- eins um 100 metrar að ummáli og óbyggður. í Rockall-troginu svokall- aða er nú talið vera eitt mest spenn- andi olíuleitarsvæði í okkar heims- hluta. Krafa byggð á hafréttarsamn- ingi Sameinuðu þjóðanna Kletturinn leikur stórt hlutverk í deilum Islands, Færeyja, Bretlands og írlands um fiskveiðilögsögu og hafsbotnsréttindi. ísland gerir kröfu til víðáttumikils svæðis á landgrunn- inu, sem nær allt suður undir fimw- tugasta breiddarbaug. Krafa íslands er byggð á hafréttarsamningi Sam- einuðu þjóðanna, meðal annars ákvæðum um „eðlilega framleng- ingu“ landsvæðis strandrílds að ytri mörkum landgrunnsins. Kröfugerð íslands byggist á að fundnar séu ræt- ur landgrunnshlíðarinnar og dregin lína 60 sjómflur þar fyrir utan, eins og hafréttarsamningurinn heimilar. I Sérblöð í dag ' MS> BÍÓBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM MEÐ Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá Sólheimum í Grímsnesi, „Hreindís". s mmm Ríkharður og Auðun með tilboð frá Lokeren/Bl,B5 Guðmundur skoraði fyrsta markið í Kef lavík/B8 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.