Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 41 son RE 200 í heimahöfn í Reykjavík eftir fjögurra vikna siglingu frá Chile tjóri í stjórnklefa vélarrúmsins. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra afhendir Jóhanni Siguijónssyni, forstjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar, skipið. Fjölmargir gestir fögnuðu komu Árna Friðrikssonar til Reykjavíkur, md - við erum komnir heim“ tnundur Bjarnason skipstjóri stjórnar Árna Friðrikssyni RE 200 til hafnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Þorkell hafið og leggja grunninn að því hvernig nýta ætti stærstu auðlind þjóðarinnar. Því væri mikils vænts af starfi vísinda- manna í skipinu. „Það er því með mik- illi gleði og eftirvæntingu að ég afhendi Hafrannsóknastofnuninni rannsókna- skipið Arna Friðríksson og vil biðja forstjóra stofnunarinnar Jóhann Sig- uijónsson að taka við þessum skildi því til staðfestingar." Áætlaður kostnaður um 1.650 milljónir króna Jóhann Siguijónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, sagðist skynja mikilvægi þessarar stundar fyrir íslenska þjóð sem falið hefði stofnuninni hið vandasama verkefni að varða veginn um vemd og skyn- samlega nýtingu auðlinda hafsins. „Skip þetta sýnir stórhug þjóðar sem er svo mjög háð vexti og viðgangi fiski- stofnanna við landið, skilning og stuðn- ing útvegsaðila í landinu við haf- og fiskirannsóknir, og það sýnir framsýni og velvilja stjómvalda til rannsókna- starfsins undir forystu ráðherranna Þorsteins Pálssonar, sem ýtti smíði þessa skips úr vör, og Árna M. Mathiesen, sem kemur verkinu í höfn.“ Jóhann gat þess að skipið hefði verið í ASMAR-skipasmíðastöðinni í Talchu- ano í Chíle og að undangengnu útboði hefði verið gengið frá samningi um smíðina í byijun árs 1998. Aðalhönnun skipsins var í höndum Skipasýnar und- ir forystu Sævars Birgissonar, skipa- tæknífræðings og áætlaður smíða- kostnaður, að viðbættum sérútbúnaði, væri um 1.650 milljónir króna. „Það er nánast sama upphæðin og gert hefur verið ráð fyrir eftir að ákvarðanir um allan útbúnað skipsins lágu fyrir og er þá einnig meðtalinn sá kostnaður sem hlaust af seinkun smíð- innar. Þess skal getið að skipið er Lloyds flokkað, sem táknar að á bygg- ingarstigi fylgdust fulltrúar þessa virta skoðunaraðila með því að gæðastöðlum væri fylgt.“ Jóhann sagði að margir hefðu komið að smíði skipsins og of langt mál væri að telja alla upp. Þó sagði hann ekki hjá því komist að nefna smíðanefndina sem skipuðu Eiríkur Tómasson, formaður, Ari Edwald, þá aðstoðarmaður sjávar- útvegsráðherra, og Jakob Jakobsson, þáverandi forstjóri. Stjóm stofnunar- innar hefði falið þáverandi forstjóra að sjá um framkvæmd verksins en um mitt ár 1998 tók Jóhann við því starfi. Á byggingartímabilinu var Guðmund- ur Svavar Jónsson, starfsmaður á Hafrannsóknastofnuninni, verkefnis- stjóri og tengiliður við ýmsa fram- kvæmdaraðila og fulltrúi forsfjóra á byggingarstað í Chile. Þar voru einnig um lengri eða skemmri tíma við eftir- litsstörf þeir Páll Reynisson verkfræð- ingur og Bjami Sveinbjömsson yfir- vélstjóri, ásamt aðstoðarmönnum. Jafnframt var Gunnar Sæmundsson véltæknifræðingur ráðinn sérstaklega sem tæknilegur ráðgjafi síðari hluta byggingartímans, m.a. við lokauppgjör við ASMAR, en þar kom Vignir Thor- oddsen, fjármálalegur aðstoðarfor- stjóri, einnig að málum. Hann færði öllum, sem lagt hafa hönd á plóg, bestu þakkir fyrir gott samstarf og þakkaði hafnaryfirvöldum í Reykjavík fyrir nauðsynlegar dýpk- unarframkvæmdir í höfninni, ásamt úthlutun og endumýjun aðstöðu fyrir hið nýja skip við Faxagarð þar sem jafnframt hefði verið haft í huga það svigrúm sem stofnunin þarf til starf- semi sinnar á svæðinu í framtíðinni. Jóhann áréttaði að Árni Friðriksson RE 200 væri nefndur eftir fyrsta for- stöðumanni fiskideildar atvinnudeildar Háskólans, sem síðar varð Hafrann- sóknastofnunin. Hann gat þess að gert væri ráð fyrir að Ámi Friðriksson hinn eldri, sem byggður var árið 1967, yrði seldur á næstunni þannig að áfram yrðu þrjú skip í rekstri stofnunarinnar, þ.e. nýi Árni, sem er 4.500 hestöfl, Dröfn og gamla flaggskipið Bjami Sæ- mundsson, sem er 55 m langur og um 1.800 hestöfl. Jóhann sagði að hinn hljóðláti vélbúnaður gæfi skipinu mik- ilsverða eiginleika til bergmálsmæl- inga og fellikjölurinn væri merkileg nýjung. Skipið markaði því sannarlega tímamót við mælingar og rannsóknir á uppsjávarfískastofnum okkar, einkum loðnu og síld. Með tilkomu þess gjör- breyttust aðstæður til slíkrar vinnu sem og vinnuöryggi starfsmanna. Skipið gjörbreytti aðstöðu við aðrar fisldrannsóknir á djúpslóð þar sem toggeta þess væri sambærileg við bestu veiðiskip Islendinga. „Togkraft- ur og aðstaða gerir einnig kleift að bera saman tvö veiðarfæri samtímis, en Ijóst er að slíkt mun hafa mikla þýð- ingu við rannsóknir og þróun útbúnað- ar til veiða á komandi ámm. Mesta nýmælið við komu skipsins er þó án efa fjölgeisladýptarmælirinn, sem gerir kleift að kortleggja með mikilli ná- kvæmni botnlag niður á 2 til 3.000 metra dýpi, en sárlegur skortur er á slíkum gögnum í dag, sem kalla mætti almenna náttúrufarslýsingu hafs- botnsins, jafnvel á grunnslóð. Átak á þessu sviði mun bæði nýtast fiski- mönnum í veiðihug og vera til öryggis öllum sjófarendum ef rétt er á haldið en áætlun þar um liggur nú þegar fyr- Jóhann sagði ennfremur að jafn- framt væri ljóst að vaxandi áhersla yrði lögð á rannsóknir á hugsanlegum áhrifum veiða á lífríki botnsins, en miklir möguleikar væru í notkun mæli- búnaðarins á því sviði. „Um allar þess- ar rannsóknir viljum við nú sem fyrr eiga sem nánast samstarf við sjómenn, útvegsmenn og aðra rannsakendur, svo öll reynsla og þekking sem til stað- ar er leggist á eitt og árangur náist.“ Jóhann gat þess að fyrir tæpum eitt hundrað árum hefði hinn kunni nátt- úrufræðingur Þorvaldur Thoroddsen skrifað mikilsvert rit um náttúru landsins sem hann nefndi Lýsing ís- lands. „Við lestur ritsins má sjá hve fræðin um sjóinn voru takmörkuð þó að viska og elja frumherjanna hafi vissulega verið aðdáunarverð. Ekki er vafi á að miklai' framfarir hafa orðið á liðinni öld varðandi þekkingu á vist- fræði sjávar. Enn er þó margt óþekkt í hafdjúpunum og það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir takmark- aðri þekkingu okkar og að okkur sé jjóst hvert stefna skuli í leit að meiri vitneskju. Víst er að með bættri tækni og aukinni veiðigetu flotans eykst þörf- in fyrir nákvæmari rannsóknaniður- stöður og áreiðanlegri fiskveiðiráðgjöf. Það er því okkur starfsmönnum á Hafrannsóknastofnuninni hvatning og fagnaðarefni að hafa nú fengið í hendur nýtt rannsóknaskip. Án efa markar Árni Friðriksson RE 200 þáttaskil í viðleitni okkar til að Ijúka Lýsingu ís- lands með sómasamlegum hætti á komandi árum. Starfsmenn Hafrann- sóknastofnunarinnar eru staðráðnir í að nýta til hins ítrasta hið nýja skip til sóknar á ný þekkingarmið öllum til hagsbóta.“ Stuðningiir útvegsmanna Séra Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur flutti blessunarorð en síðan voru flutt þrjú ávörp. Kristján Ragnarsson, stjómarfor- maður LIU, var fulltrúi útvegsmanna. Hann sagði að skipið myndi bæta alla aðstöðu til hafrannsókna, og þá ekki hvað síst aðstöðu til begmálsmælinga á fiskistofnum og til könnunar á lítt þekktri djúpslóðinni kringum landið. „Hafrannsóknir hljóta ávallt að skipa veglegan sess hjá þjóð sem á allt sitt undir fiskveiðum," sagði hann. „Góð umgengni við náttúruna og sjálf- bærar veiðar, með góðum afla og stór- um fiskistofnum, eru mikilvæg for- senda stöðugleika í efnahagslífi þjóð- arinnar. Þessum árangri verður ein- ungis náð ef mikil og góð þekking er til staðar á fiskistofnunum og umhverfi þeirra í hafinu." Kristján sagði að skoðanir hefðu verið skiptar á fiskveiðiráðgjöf vísinda- manna í gegnum tíðina. „Reynsla og þekking fiskimanna kennir þeim að fiskgengd er mjög mismunandi og oft greinir þá og vísindamenn á um ástand fiskistofna. Mikilvægt er að vísinda- menn notfæri sér reynslu og þekkingu fiskimannanna. En því má ekki gleyma, að reynsla fiskimanns hlýtur ávallt að miðast við þær aðstæður sem hann þekkir og mótast af því hvar hann stundar veiðar og hvaða veiðarfærum hann beitir. Heildaryfirsýn verður ein- ungis náð með því að stunda mælingar með skipulegum hætti allt í kringum landið og nýta upplýsingar veiðimanna af öllu landinu og vinna úr upplýsing- um á skipulegan hátt. Þetta er ekki á færi annarra en sérfræðinga sem lært hafa til verka, og þá aðeins að þeim sé sköpuð góð vinnuaðstaða. íslenskir út- vegsmenn telja mikilvægt að ákvarð- anir um aflamark byggist ávallt á bestu vísindalegri ráðgjöf." Kristján sagði áhyggjuefni hversu fátt ungt fólk hefur kosið að afla sér menntunar á sviði sjávarútvegs undan- farin ár. „Undanfarin tvö ár hefur Landssamband íslenskra útvegs- manna styrkt unga vísindamenn til að halda út í lönd og afla sér þekkingar í fiskifræði og skyldum greinum. Því miður hefur engin umsókn borist um slíkan styrk á þessu ári.“ Kristján sagði að íslenskur sjávar- útvegur væri þróttmikil grein með gnótt tækifæra og mikla þörf fyrir fólk með sérþekkingu. Nýja rannsókna- skipið myndi enn auka á tækifærin og yrði vonandi til þess að hvetja ungt fólk til að mennta sig til hafrannsókna. Hann sagði ennfremur að íslenskir útvegsmenn hefðu til margra ára sýnt skilning og lýst stuðningi við störf Hafrannsóknastofnunar. „Slíkur stuðningur er einstakur af hálfu hags- munaaðila þegar litið er til annarra þjóða. Þennan stuðning undirstrikum við með því að greiða þann hluta af kostnaði þessa skips sem kemur í hlut Þróunarsjóðs, en tekjur hans koma eingöngu frá útgerðinni. Það er einnig einsdæmi, þegar litið er til systursam- taka okkar í nálægum löndum, að við höfum ráðið vísindamann til starfa fyr- ir samtök útvegsmanna og byggjum þannig brú milli vísindanna og atvinnu- greinarinnar.“ Fyrir hönd íslenskra útvegsmanna færði Kristján Hafrannsóknastofnun og allri þjóðinni hamingjuóskir með þetta glæsilega skip. „Gefist stund milli stríða er gott að tengja saman nú- tíð og þátíð með því að bregða kvik- myndinni „Verstöðin ísland“ í mynd- bandstækið og bið ég því skipstjórann að þiggja hana að gjöf.“ Einhuga þjóð Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags Islands, flutti ávarp fyrir hönd sjó- manna. Hann tók undir hamingjuóskir þeirra sem á undan töluðu. Hann sagði Islendinga þeirrar gerðar að mjög breytilegt væri eftir einstaklingum, fé- lögum og fyrirtækjum, hvað þeir létu sig varða í lífinu. „Þrátt fyrir það er ég . sannfærður um að þegar kemur að því að varðveita lífríkið í hafinu umhverfis landið þá er þjóðin einhuga um að láta sig það varða. Einfaldlega vegna þess að hafið umhverfis landið og það sem í því býr er okkar langstærsta auðlind. Auðlind sem gerir þetta land byggilegt og skilar okkur tekjum sem eru með þeim hæstu á mann í árum.“ Hann sagði að forsenda þess að auð- lindin væri nýtt af skynsemi og henni skilað til næstu kynslóðar væri að halda úti öflugum haf- og fiskirann- sóknum með vel menntuðu og hæfu starfsfólki sem hefði yfir að ráða þeim j tólum og tækjum sem nútímarann- sóknir krefðust. Aðeins á grundvelli faglegra upplýsinga sem unnar væru í samstarfi við sjómenn og útvegsmenn gætu menn vænst þess að nýta auð- lindina af skynsemi þannig að hún héldi áfram um ókomin ár að tryggja landsmönnum lífskjör sem væru með þeim bestu í heiminum. v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.