Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 29
ERLENT
Bronsstytta af hergfuöinum Mars er meðal þeirra fornminja
sem fundist hafa við uppgröft Zeugma.
Unnið í kapp við tímann til að bjarga fornminjum borgarinnar
Zeugma undan ánni Efrat.
Stíflugerð ógn
við tyrkneskar
fornmini ar
Bclkis. AP.
UNNIÐ er í kapp við tímann við
uppgröft rómversku borgarinnar
Zeugma í Tyrklandi því yfirborð
árinnar Efrat hækkar um hálfan
metra á hverjum degi vegna
stíflugerðar. Mehmet Onal, sem
stjórnar uppgreftrinum, hefur far-
ið þess á leit við yfirvöld að því
verði frestað um nokkra mánuði
að fylla stíflulónið af vatni meðan
lokið er við uppgröftin. Skiptar
skoðanir eru hins vegar í Tyrkl-
andi um mikilvægi Zeugma og
kostnaðinn sem frestun fylgi.
Fjórtán merkar
mósaíkmyndir
„Mósaikmyndirnar í Zeugma
standast samanburð við þær sem
sjá má í stærstu söfnum heims,“
sagði Onal. Þegar hafa fundist 14
mósaíkmyndir, 60.000 leirinnsigli,
vandaðar rómverskar súlur, fresk-
ur, bronsstytta af herguðinum
Mars og 3.700 gull- og silfurmynt-
ir. Meðal mósaíkverkanna er tjöm
skreytt myndum af sjávarguðinum
Poseidon, Ókeanosi, litríkum fisk-
um í tugatali, álum og rækjum.
„Þetta er bara dropi í hafið,“
sagði Yusuf Yavas, einn fornleifa-
fræðinganna. „Enn höfum við
bara grafið upp tvö setur og það
sem finnst þar er ótrúlegt."
Kostnaðarsamar
framkvæmdir
Zeugma, eða a.m.k. hluti borg-
arinnar, mun þó lenda undir
vatnsborði Efrat innan tveggja
vikna samþykki tyrknesk yfirvöld
ekki frestun frekari stífiufram-
kvæmda. Nú þegar er vatnsborðið
einungis um 27 m frá uppgraftar-
staðnum.
Yfirvöld í Tyrklandi eru hins
vegar ófús að fresta því að taka
stifluna í notkun og segja kostnað-
inn sem því nemur vera um 30
milljón dollara, eða 2,3 milljarða
kr. á mánuði. „Ég tel ekki að
þjóðin hafi efni á þeim munaði að
fresta þessu,“ sagði Yuksel Onar-
an, framkvæmdastjóri Birecik A.S.
sem sér um stífluframkvæmdina.
Þrýst er nú í auknum mæli á
Istemihan Talay, menningarmála-
ráðherra landsins. Hann hefur lof-
að að fjarlægja akra með pistasíu-
trjám úr efri hlíðum Zeugma með
fjárgjöfum frá Birecik A.S. og
breyta þeim hluta borgarinnar
sem bjarga má í útilistasafn.
Þriðjungur Zeugma mun með
þessu móti eigi að síður hverfa
undir vatn og þar með fjöldi forn-
minja.
Ekki eru hins vegar allir á því
að fornminjar Zeugma séu mikil-
vægur hluti tyrkneskrar menning-
ar. Toni Cross við bandarisku
rannsóknarmiðstöðina í Tyrklandi
segir m.a. mörg önnur svæði
áhugaverðari og lærdómsríkari.
Forngríska, rómverska eða býs-
antinska fornmuni má, vegna sögu
landsins, finna í flestum héruðum
Tyrklands.
Zeugma þýðir brú á grísku og
var borgin útvarðstöð rómverska
hersins á tímum heimsveldisins.
Talið er að borgin hafi á hápunkti
sínum verið stærri en bæði Pomp-
eii og London á tímum Rómverja.
Leifar
„fyrstu
Evrópu-
mannanna“
fundnar
London. The Daily Telegraph.
HÖFUÐKÚPUR, sem fundist
hafa í Georgíu, hafa hugsanlega
tilheyrt „fyrstu Evrópumönn-
unum“ auk þess sem þær segja
ákveðna sögu um ferðir fyrstu
manntegundanna frá Afríku
fyrir um tveimur milljónum ára.
Kúpurnar eru elstu manna-
leifar, sem fundist hafa á evras-
íska meginlandinu, og bera ým-
is afrísk einkenni. Grefur
fundurinn einnig undan þeirri
kenningu, að aukin kunnátta í
gerð steinverkfæra hafi gert
mönnum kleift að leggja land
undir fót og aldurinn, 1,7 millj-
ónir ára, bendir til, að þessi
manntegund hafi komið til
Georgíu ekki löngu eftir, að hún
kom fram í Afríku.
Kúpurnar eru tvær og er
önnur þeirra talin vera af ung-
um karli en hin af ungri konu.
Hafa georgískir, þýskir, fransk-
ir og bandarískir vísindamenn
rannsakað kúpumar.
A Italíu hefur fundist mjög
brotin höfuðkúpa, sem er
900.000 ára, en þær georgísku
eru miklu eldri og styðja kenn-
inguna um „Ferðina löngu“, að
menn hafi fyrst farið frá Afríku
til Kína og Jövu en siðar i norð-
ur og aftur í vestur. Höfuðkúp-
umar em þær fyrstu utan
Afríku, sem sýna augljós, afrísk
einkenni.
MUNAR ENGU NEMA
364.000 KR. í VERÐI
Þér er óhætt að bera nýjan Accent saman við bíla af svipaðri stærð.
Hann gefur þeim ekkert eftir og er betur búinn ef eitthvað er.
Og þegar verðið er skoðað hefur hann alltaf vinninginn.
HYunom
Hyundai söludeíld, sími 575 1280
\.
1 ■
COROLLA
LIFTBAG
vél 1,5 1,6
hestöfl 102 110
dyr 5 5
lengd 4200 4270
breidd 1670 1690
haeð 1395 1385
skottrými 480 372
ABS Já Já
loftpúðar 2 2
CD Já Já
áfelgur Já Nei
stuðarar Já Nei
samlæsingar Já Já
rafmagn í rúðum Já Já
verð 1.195.000 1.559.000
.... 1
Grjóthálsi 1, sími 575 1200