Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 25 Viðskiptin við Kína rædd á Bandaríkjaþingi Þingnefndir sam- þykkja tollfríðindi Washington, Peking. AP, AFP, Reuters. TVÆR mikilvægar þingnefndir í Bandaríkjunum samþykktu í gær með miklum meúihluta að mæla með tillögu um að veita Kína sams konar frjálsræði og tollfríðindi í viðskiptum við Bandaríkin og flest önnur ríki heims njóta nú. Talið er víst að tillag- an verði samþykkt í öldungadeildinni en í fulltrúadeildinni eru skoðanir mjög skiptar og hart deilt um málið í báðum flokkum. Atkvæði verða greidd í þingdeildunum í næstu viku. Fjármálanefnd öldungadeildarinn- ar samþykkti tillöguna með 18 at- kvæðum gegn einu, í fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar fóru leikar 34-4. Undanfarin 20 ár hefur á hverju ári þurft að samþykkja sérstaka tillögu um þessi fríðindi með tilliti til Kína. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði niðurstöðunni í gær en hann hyggst ávarpa þjóðina á sunnudag- skvöld til að reyna að afla aukins fylg- is við tillöguna. Forsetinn er ákafur talsmaður aukins viðskiptafrelsis þótt veruleg andstaða sé við þau sjónar- mið innan flokks demókrata. Clinton sagði að þingmenn gætu með afstöðu sinni átt sinn þátt í að ákveða hvort Kína yrði „samstarfsaðili eða óvinur" í framtíðinni. Ef tillagan yi'ði felld myndi slík niðurstaða auka óstöðug- leika í samskiptum Kína og Taívans og almennt í heimsmáium. Alan Greenspan seðlabankastjóri, sem að jafnaði tjáir sig ekki um deilur af þessu tagi, lýsti í gær yfir ein- dregnum stuðningi við að viðskiptin við Kína yrðu færð í eðlilegt horf. Meðal repúblikana eru margir and- vígir því að Kína fái umrædd fríðindi og benda á að einræðisstjórn komm- únista brjóti mannréttindi á borgur- um landsins, selji árásargjömum rík- isstjómum flugskeyti og vinni oft gegn stefnu Bandaríkjamanna á al- þjóðavettvangi. Mikilvægara er að margir demókratar em einnig á móti því að liðka fyrir innflutningi á kín- verskum vömm vegna þess að verka- lýðsfélögin, sem em meðal bakhjarla margra demókrataþingmanna, em á móti innflutningnum og segja að ódýr, kínversk vara geri innlenda vöm ósamkeppnishæfa. Fjöldi manna muni því missa vinnuna. Segja aukin viðskipti bæta kjör og mannréttindi Stuðningsmenn aukinna viðskipta fullyrða á móti að í staðinn muni bandarískir neytendur njóta lækkaðs vöraverðs og bandarísk fyrirtæki, m.a. á sviði landbúnaðar og fjar- skipta, geti haslað sér völl á kínversk- um markaði ef gagnkvæmt viðskipta- frelsi verði tryggt. Því nánari sem tengsl kínversks samfélags verði við umheiminn þeim mun meirilíkur séu á að kjör Kínverja batni, lýðræðisþró- un festi rætur og mannréttindi verði tryggð. Repúblikaninn George Bush, vænt- anlegur forsetaframbjóðandi, hefur mælt eindregið með samþykkt tillög- unnar og er talið ljóst að afstaða hans hafi verið mikilvægur stuðningur fyr- ir Clinton í málinu. A1 Gore varafor- seti, líklegur frambjóðandi demó- krata, hefur ekki verið jafnákveðinn í stuðningi sínum enda á hann mikið undir stuðningi stéttarfélaganna. Verði tillagan samþykkt á Banda- ríkjaþingi er talið víst að niðurstaðan auld líkumar á að Kína fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. Kínverjar og fulltráar Evrópusam- bandsins hófu í gær viðræður til að finna lausn á deilum um skilyrði fyrir aðild Kínverja að WTO. Talsmaður kínverskra stjómvalda fagnaði í gær niðurstöðunni en and- mælti einnig að þingmenn repúblik- ana skyldu beita sér fyiir að settar yrðu reglur til að hamla gegn skyndi- legri aukningu á vöminnflutningi og að stofnuð yi'ði sérstök nefnd til að fylgjast með ástandi mannréttin- dmála í Kína. „Báðir aðilar hagnast á því að veita Kína viðvarandi við- skiptafríðindi, “ sagði talsmaðurinn, Zhang Qiyue. „Hér er ekki um að ræða einhliða gjöf af hálfu Banda- ríkjamanna til Kínverja,“ sagði hún og kvaðst vona að þingið sýndi visku Reuters Alan Greenspan, scðlabankastjóri Bandaríkjanna, ásamt Bill Clinton forseta í Rósagarði Hvíta hússins í gær. Greenspan lýsti yfir fullum stuðningi við þá stefnu forsetans að veita ætti Kína sömu viðskiptafríð- indi og nær öll önnur ríki njóta í Bandaríkjunum. og leysti fljótlega deiluna um við- skiptafríðindin. Afríkuþjóðir fá fríðindi Clinton forseti undirritaði í gær lög sem munu aúðvelda Afríkuríkjum sunnan Sahara og þjóðum í Karíba- hafinu að selja vörrn' sínar í Banda- ríkjunum. Lagasetningin hefur verið til umfjöllunar í fimm ár í þinginu en var loks samþykkt með mikíum meiri- hluta í liðinni viku. Felldir verða niður tollar á fatnaði sem er framleiddur í löndunum og er talið að árlegur út- flutningur Afiíkuþjóða á þessum vamingi til Bandarílg'anna geti aukist úr 250 milljónum dollara, um 19 mil- ljörðum króna, í 4,2 milljarða dollara. Húsgögr Sjónvarpsskápur 24.995 kr 89 x 64 x 123 sm. Vínrekki 8.995 kr fyrir 16 flöskur og 12 glös Kommóður frá 16.995 kr Margar stærðir Símabord 14.995 kr 64 x 54 x 84 sm. Náttborð 9.995 kr 50 x 40 x 72 sm. Bókaskápur 29.995 kr 104 x 43 x 190 sm. Geisladiskastandur 7.995 kr 60 diska, 41 x 28 x 45 sm. Sófaborð 12.995 kr 110x61 x 39 sm. Húsgögnin eru ut lútaðri furu, vaxborin og lökkuð. Skúffur eru geirnegldar HAGKAUP ííf ' : . o rt.ís ■; ýpti'ímai j fSfvr?: : . JjMÍ5Í$ Smáratorg og Kringla Meíra ÚlVal - betfí kaUp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.