Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 21
VIÐSKIPTI
Viðta.1 við Skúla Mogensen, forstjóra OZ.COM, í sænska dagblaðinu Náringsliv
Upplýsingatækni-
geirinn vex dag frá degi
„NÚ vinna rúmlega 5.000 af þeim
280.000 manns sem búa á Islandi
við upplýsingatækni og veltan í
greininni var um 700 milljónir dala
í fyrra og fer vaxandi dag frá degi,“
segir í inngangi að viðtali sænska
blaðins Náringsliv við Skúla Mog-
ensen, forstjóra Oz.com, en til
stendur að skrá 10% af hlutafé fé-
lagsins í kauphöllinni í Stokkhólmi í
sumar. „A íslenska hlutabréfamark-
aðinum, sem er mjög lítill á sænska
vísu, eru enn skráð mjög fá fyrir-
tæki í upplýsingatækni en búast má
við að þeim eigi eftir að fjölga til
muna á næstu misserum. Upplýs-
ingatækni er þriðja mikiivægasta
útflutningsgi'ein Islendinga á eftir
fisk- og ferðamannaiðnaði og hún
er sú grein sem vex langhraðast og
mai-gir sérfræðingar spá því að hún
eigi eftir að komast á listann innan
fátra ára,“ segir í Náringsliv.
í viðtali blaðsins við Skúla er
rakin saga Oz og vöxtur fyrirtækis-
ins á síðustu árum og mánuðum og
samstarfs þess við Ericsson. Og
rætt um framtíðarhorfurnar: „Evr-
ópa, Asía og umfram allt Japan,
þar ætlum við að færa út kvíarnar,"
segir Skúli, „og fjölga starfsmönn-
um um allt að 200.“ Aðspurður um
mögulega veltu fyrirtæksins í fram-
tíðinni vildi Skúli ekki nefna neinar
tölur en lét þó á sér skilja að fyrir-
tækið hyggist sækja fram á næstu
árum. „Það er engin tilviljun að
Oz.com varð til á Islandi,“ segir í
grein blaðsins. „Þar ríkir mikill
uppgangur í upplýsinga- og tækni-
geiranum og Islendingar eru ein
mestu tæknifrík í heiminum og
segja má að hver einasti íslending-
ur sé stöðugt með farsíma í hend-
inni. Við Islendingar erum nýj-
ungagjarnir,“ segir Skúli. „Og
vegna einangrunarinnar hentar það
okkur að rannsaka nýja hluti. Mað-
ur hittir marga ævintýramenn á
Islandi og fyrir mitt leyti væri ég
ekki par hrifinn af því að vita fyrir-
fram hvað ég mun fást við eftir
nokkur ár.“
Ertu q leið til útlanda?
Samruni
kjötvinnslu-
fyrirtækja í
byrjunjúlí
SAMRUNI Kjötumboðsins hf„
Norðvesturbandalagsins hf. á
Hvammstanga og kjötsviðs Kaupfé-
lags Héraðsbúa tekur gildi 1. júlí
næstkomandi. Arsvelta hins samein-
aða félags er áætluð um 2 milljarðar
króna og starfsmenn verða vel á ann-
að hundrað, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Þar segir að tilgangurinn með
sameiningunni sé að auka arðsemi,
gera fyrirtækið betur hæft til að
þjónusta viðskiptavini, ásamt þvi að
ná hagræðingu í slátrun og vinnslu.
Kjötumboðið hf. hóf starfsemi sína
árið 1993 er það yfirtók rekstur Goða
hf. A síðustu þremur áram hefur sala
á unnum kjötvörum aukist um 40%
og það sem af er þessu ári um rúm
20%. Kjötumboðið hf. var rekið með
hagnaði á sl. ári og er það verulegur
viðsnúningur frá fyrra ári, að því er
fram kemur í tilkynningunni. Félag-
ið er skuldlaust og eigið fé þess 118
milljónir króna um sl. áramót.
Um nokkurt skeið hefur legið fyrir
að Helgi Óskar Óskarsson, sem verið
hefur framkvæmdastjóri Kjötum-
boðsins hf„ myndi hverfa til annarra
starfa. Valdimar Grímsson rekstrar-
tæknifræðingur hefur verið ráðinn
til þess að gegna starfi fram-
kvæmdastjóra hins nýja sameinaða
félags. Stjórn Kjötumboðsins hf. er
þannig skipuð að formaður er Ingi
Már Aðalsteinsson, aðrir í stjóm eru
Jón E. Alfreðsson, Jón Sigurðsson,
Kristján Jóhannsson og Þorsteinn
Benónýsson.
I tilkynningunni segir að nú sé
helmingur yfirmanna Kjötumboðs-
ins hf. konur, í samræmi við starfs-
mannastefnu. Vörumerki Kjötum-
boðsins hf. eru m.a. Goði og EKTA.
o
pgBC Kemur upp um
lacoste þinn góoa smekk!
fenu
GARÐURINN
-klæðirþigvel §
KRINGLUNNI OG LAUGAVEGI »
„L' aerogare de Leifur Eiriksson est certainement moins cher"*
Islandica
Fríhöfnin
Optical Studio
Saga Boutique
Fríhöfn-Sport
Búðin á hominu
Landsbankinn
Change Group
Securitas
Flybus
Gleraugu í Optical Studio
m
ifs EÍríkssonar
inódýmsfa
71
Lloyd's skór f Saga Boutique
er ei
verslunarmidstöd í heimi
Stundum er sá sem er ódýr, besti og glæsilegasti kosturinn hvert
sem þú ferð. Þú þarft ekki að versla í framandi umhverfi á flðru
tungumáli heldur getur þú einfaldlega valið ódýrasta kostinn
alveg við bæjardyrnar.
I nýlegri verðkflnnun á vegum PricewaterhouseCoopers,
kemur fram að Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ein ódýrasta
flugstöðin í Evrópu.
(samanburði við Schiphol og Heathrow var Leifsstöð með
hagstæðasta vöruverðið f 56% tilfella. Leitaðu því ekki of langt
yfir skammt, heldur gerðu góð kaup í þægilegu umhverfi.
FLHGSTOÐ
LEIFS EIRfKSSONAR
-gefdu þér tíma
Adidas fþróttafatnaður (Frfhöfn-Sport