Morgunblaðið - 19.05.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.05.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 21 VIÐSKIPTI Viðta.1 við Skúla Mogensen, forstjóra OZ.COM, í sænska dagblaðinu Náringsliv Upplýsingatækni- geirinn vex dag frá degi „NÚ vinna rúmlega 5.000 af þeim 280.000 manns sem búa á Islandi við upplýsingatækni og veltan í greininni var um 700 milljónir dala í fyrra og fer vaxandi dag frá degi,“ segir í inngangi að viðtali sænska blaðins Náringsliv við Skúla Mog- ensen, forstjóra Oz.com, en til stendur að skrá 10% af hlutafé fé- lagsins í kauphöllinni í Stokkhólmi í sumar. „A íslenska hlutabréfamark- aðinum, sem er mjög lítill á sænska vísu, eru enn skráð mjög fá fyrir- tæki í upplýsingatækni en búast má við að þeim eigi eftir að fjölga til muna á næstu misserum. Upplýs- ingatækni er þriðja mikiivægasta útflutningsgi'ein Islendinga á eftir fisk- og ferðamannaiðnaði og hún er sú grein sem vex langhraðast og mai-gir sérfræðingar spá því að hún eigi eftir að komast á listann innan fátra ára,“ segir í Náringsliv. í viðtali blaðsins við Skúla er rakin saga Oz og vöxtur fyrirtækis- ins á síðustu árum og mánuðum og samstarfs þess við Ericsson. Og rætt um framtíðarhorfurnar: „Evr- ópa, Asía og umfram allt Japan, þar ætlum við að færa út kvíarnar," segir Skúli, „og fjölga starfsmönn- um um allt að 200.“ Aðspurður um mögulega veltu fyrirtæksins í fram- tíðinni vildi Skúli ekki nefna neinar tölur en lét þó á sér skilja að fyrir- tækið hyggist sækja fram á næstu árum. „Það er engin tilviljun að Oz.com varð til á Islandi,“ segir í grein blaðsins. „Þar ríkir mikill uppgangur í upplýsinga- og tækni- geiranum og Islendingar eru ein mestu tæknifrík í heiminum og segja má að hver einasti íslending- ur sé stöðugt með farsíma í hend- inni. Við Islendingar erum nýj- ungagjarnir,“ segir Skúli. „Og vegna einangrunarinnar hentar það okkur að rannsaka nýja hluti. Mað- ur hittir marga ævintýramenn á Islandi og fyrir mitt leyti væri ég ekki par hrifinn af því að vita fyrir- fram hvað ég mun fást við eftir nokkur ár.“ Ertu q leið til útlanda? Samruni kjötvinnslu- fyrirtækja í byrjunjúlí SAMRUNI Kjötumboðsins hf„ Norðvesturbandalagsins hf. á Hvammstanga og kjötsviðs Kaupfé- lags Héraðsbúa tekur gildi 1. júlí næstkomandi. Arsvelta hins samein- aða félags er áætluð um 2 milljarðar króna og starfsmenn verða vel á ann- að hundrað, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir að tilgangurinn með sameiningunni sé að auka arðsemi, gera fyrirtækið betur hæft til að þjónusta viðskiptavini, ásamt þvi að ná hagræðingu í slátrun og vinnslu. Kjötumboðið hf. hóf starfsemi sína árið 1993 er það yfirtók rekstur Goða hf. A síðustu þremur áram hefur sala á unnum kjötvörum aukist um 40% og það sem af er þessu ári um rúm 20%. Kjötumboðið hf. var rekið með hagnaði á sl. ári og er það verulegur viðsnúningur frá fyrra ári, að því er fram kemur í tilkynningunni. Félag- ið er skuldlaust og eigið fé þess 118 milljónir króna um sl. áramót. Um nokkurt skeið hefur legið fyrir að Helgi Óskar Óskarsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Kjötum- boðsins hf„ myndi hverfa til annarra starfa. Valdimar Grímsson rekstrar- tæknifræðingur hefur verið ráðinn til þess að gegna starfi fram- kvæmdastjóra hins nýja sameinaða félags. Stjórn Kjötumboðsins hf. er þannig skipuð að formaður er Ingi Már Aðalsteinsson, aðrir í stjóm eru Jón E. Alfreðsson, Jón Sigurðsson, Kristján Jóhannsson og Þorsteinn Benónýsson. I tilkynningunni segir að nú sé helmingur yfirmanna Kjötumboðs- ins hf. konur, í samræmi við starfs- mannastefnu. Vörumerki Kjötum- boðsins hf. eru m.a. Goði og EKTA. o pgBC Kemur upp um lacoste þinn góoa smekk! fenu GARÐURINN -klæðirþigvel § KRINGLUNNI OG LAUGAVEGI » „L' aerogare de Leifur Eiriksson est certainement moins cher"* Islandica Fríhöfnin Optical Studio Saga Boutique Fríhöfn-Sport Búðin á hominu Landsbankinn Change Group Securitas Flybus Gleraugu í Optical Studio m ifs EÍríkssonar inódýmsfa 71 Lloyd's skór f Saga Boutique er ei verslunarmidstöd í heimi Stundum er sá sem er ódýr, besti og glæsilegasti kosturinn hvert sem þú ferð. Þú þarft ekki að versla í framandi umhverfi á flðru tungumáli heldur getur þú einfaldlega valið ódýrasta kostinn alveg við bæjardyrnar. I nýlegri verðkflnnun á vegum PricewaterhouseCoopers, kemur fram að Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ein ódýrasta flugstöðin í Evrópu. (samanburði við Schiphol og Heathrow var Leifsstöð með hagstæðasta vöruverðið f 56% tilfella. Leitaðu því ekki of langt yfir skammt, heldur gerðu góð kaup í þægilegu umhverfi. FLHGSTOÐ LEIFS EIRfKSSONAR -gefdu þér tíma Adidas fþróttafatnaður (Frfhöfn-Sport
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.