Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 71 FÓLK í FRÉTTUM KK og Magnús Eiríksson í Salnum í kvöld Kvarta ekki á krossgötunum I kvöld ætla þeir KK og Magnús Eiríksson að halda tónleika í Tonlistarhúsi Kópavogs. Birgir Örn Steinarsson laumaði sér á æf- ingu til þeirra og komst að því að það er margt sem hann á eftir ólært. ANNAR þeirra er eldsneyti pól- fara (og næstum því pólfara). Hinn er maður sem reið á vaðið fyrir íslands hönd í Söngva- keppni evrópska sjónvarpsstöðva og er fjöldi útvarpssmella hans líklegast hærri en fólksfjöldi minnsta sjálfstæða lýðveldis heimsins. Báðir eiga þeir aragrúa af lögum sem hafa heillað þjóðina og það er eflaust hægt að fullyrða að það líður ekki sá dagur hjá án þess að lag eftir annan hvorn þeirra hljómi á einni af útvarps- stöðvum þjóðarinnar. Þeir era KK og Magnús Eiríksson og hafa þeir verið að rekast hvor á annan á krossgötum gítarblúsins síðast- liðin fjögur ár. Nú þegar eru þeir búnir að gefa út tvær geislaplötur saman, þ.e. Ómissandi fólk árið 1996 og Kóngur einn dag sem kom út í fyrra. Það eru vissulega óslitnir strengir sem liggja frá lögum þeirra til tónlistarunn- enda. Hugsanleg útgáfa Morgunblaðið/Golli Magnús Eiríksson og KK voru ekk- ert að stressa sig yfir öllum undir- búningnum sem fylgir tónleikahaldi. í kvöld ætla þeir félagar að halda tónleika í þeirri afbragðs aðstöðu sem tónlistarhús Kópavogs býður upp á. Tónleikunum verður einnig útvarpað beint um allt land. „Ef þetta verða góðir tónleikar er sjálfsagt að gefa þetta út,“ segir Magnús Eiríksson aðspurður um orðróm sem blaðamaður heyrði framfleygt á krossgötunum. „Þetta verður tekið upp á fjölrása upptökutæki þannig að við höfum möguleika á því að vinna í þessu eft- irá ef við viljum,“ segir KK og gefur þannig orðróminum byr undir báða vængi. Aðspurðir segjast þeir félagar ekki getað ímyndað sér að mikill gróði hafist af tónleikunum, eins og oft vill verða af íslensku tónleika- haldi. „Það eru margh' tónlistarmenn sem bera ekki mikið úr býtum,“ segir Magnús sem ætti að þekkja bragðið af þeim kaffibolla eftir áralangt svaml í honum. „Ég er ekki að segja að við séum í þeirra hópi. Margir af þessum ungu strákum era að spila fyrii- bjórkrúsir.“ „Það era líka margir að kvarta, bæði tónlistarmenn og aðrir,“ bætir KK við. „Við ætlum ekki að kvarta." Endurkoma blúskóngsins Hvernig lýst þeim félögum á tón- listarhúsið? „Þetta var afar skemmtileg aðkoma,“ segir KK. „Ég hélt að þetta yrði jafnstórt og í leik- húsi en svo er þetta bara ljúft, lítið og nett. Eins og í góðum klúbbi." „Tilefnið [fyrii’ því að tónleikarnir verði í Tónlistarhúsi Kópavogs] er að það eru liðin 38 ár frá því að ég spil- aði síðast í Kópavoginum," segir Magnús. „Mér fannst vera kominn tími til að spila hér aftur. Ég byrjaði minn hljóðfæraleik í Sjálfstæðishús- inu hér í Kópavogi. Ferðaðist með strætisvagni á milli með pínulítinn gítarmagnara sem ég átti ásamt gít- arnum og spilaði á mínum fyrsta launaða dansleik." Vanar aukahendur Þeim blúsbræðram til aðstoðai’ í kvöld verða þeir Þórir Baldursson, orgelleikari sem veit til hvers svörtu nótumar eru, og Ásgeir Óskarsson, trommuleikari sem heldur takti bet- ur en skeiðklukka. „Við höfum alltaf verið tveir. Þetta er svona lúxus,“ segir Magnús og er greinilega sáttur við aukahendurnar. Þetta er líkleg- ast í fyrsta skipti í lengri tíma sem KK kemur fram ásamt hljómsveit og játar hann því að hann hafi verið byrjaður að sakna þess örlítið. „Já, það er svo gaman að spila með svona „grúfboltum" eins og Þóri og Asgeiri. Það eru engar áhyggjur af neinu. Maður getur treyst því 100% að allt gengur upp í kringum mann. Maður þarf bara að hugsa um sjálfan sig,“ segir hann í rólegheitunum. „Maður á helst alltaf að spila með mönnum sem era betri en maður sjálfur," seg- ir Magnús hógvær að lokum. „Það er eina leiðin til að læra eitthvað nýtt.“ Blaðamaður leyfir sér þó að efast um það í laumi að Þórir eða Ásgeir kunni að plokka strengina jafnsnyrtilega og KK og Magnús gera. Bh r m sala Rymingar á minkapelsum /r/7J JAKOBSPELSAR *—Garðatorgi 7 - s(mi 544 8880 Opið þriðjudaga-föstudaga frá kl. 14.00-18.00 og laugardaga frá kl. 10.30-14.00 Góður strákur með f u 11 kom n u narárátt u sos SPURT OG SVARAÐ Ham urOrn sson ÞJÓÐIN fylgdist spennt með því þegar Haraldur Örn Ólafsson náði fyrstur ts- lendinga þeim merka áfanga 10. maí síðastliðinn að ganga á norðurpólinn. Þessi mikli ævintýramaöur hefur nú sigraö báða pólana sem er einkar fágætt en þar með er ei öll sagan sögð því síöan 1978 hafa einungis fimm manns náð einir síns liðs á norðurpólinn, með eða án stuðnings. Haraldur er aldrei þessu vant í byggð um þessar mundir og hvílir lúin bein. Hvernig hefur þú það í dag? Ég hef sjaldan haft það betra enda er ég að njóta lífsins eftir langan leið- angur. Hvað ertu með í vösunum í augna- blikinu? Ekki neitt. Morgunblaðið/Einar Falur Hvaða hiut myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða? Myndasafninu mínu. Hver er þinn heisti veikieiki? Fullkomnunarárátta. Hver er furðuiegasti matur sem þú hefur bragðað? Grænlenskt hvalspik (maddak) borið fram af grænlenskum veiðimanni í Is- ortoq. Ef þú værir ekki lögmaður hvað vild- irðu þá helst vera? Ég er mjög sáttur við lífiö eins og það er og langar í raun ekki að vera neitt annað en éger. Hvemig eru skilaboðin á símsvaran- um/talhólfinu hjá þér? „Þetta er hjá Haraldi og Unu Björk. Við komumst ekki í símann núna- .Vinsamlegast skildu eftir skilaboð." Hvenær táraðist þú síðast í bíó? Ég man ekki eftir að hafa tárast ný- lega í bíó nema þá á ítölsku myndinni Lífiö erdásamlegt. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Konan mín segir: einbeittur, sterkur, viðkvæmur, duglegur, traustur. Hvaða lag kveikir blossann? Hvaða plötu keyptirðu síðast? „12. ágúst 1999“ með Sálinni hans Jóns míns. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Jodie Foster. Of væmin fýrir minn smekk. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Ég séekki eftirneinu. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Stuðmenn í Laugardalshöll. Man ekki hvaða ár þetta var. „(Come on Baby) Light My Fire" með The Doors. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Égergóöurstrákur. Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég erí miklum vafa. Ég er þó alveg viss um að við munum aldrei fá að vita rétta svarið í þessum heimi. Rjómasprauta með 10OO kr. afslætti! Verð nú aðeins Hin sígilda og vinsæla loftvog með hita- og rakamæli. Sparaðu meira en 1000 kr. Verð aðeins Alveg tilvalin I bústaðinn þegar gesti ber að garði. Garðáhöld á frábæru verðil Þrjú stykki saman með 40% afslætti á aðeins Allar stærðir af rimlagluggatjöldum með Bráðnauðsynleg I (slensku miðnætursólinni. Grlmseyingar fá 5% aukaafslátt! Kælifata með 25% afslætti! Upp með kampavinið og beint I fötuna. Aðeins Hjólalás á hálfvirði! Nlðsterkur, festist beint á gjörðina, þvælist ekki fyrir og kostar aðeins Grillskál á aðeins ooy Kr. 35% afsláttur! Góð hjá grillinu. Tilvalin fyrir kjötið, kartöflurnar og grænmetið. 3 Brúðkaup - Gjafalisti • "* Útbúum skrá yfir óskir brúðhjónanna. ; , Allt fyrir heimilið á góöu verði. Sumarbústaðaeigendur! Sýndumyndaf sumarbústaðnum þínurn við kassann og verðið lækkar k um 10% af MajfpffSidji SW öllum vörum! Rýmingarsala á ferðaspilurum og vasadiskóum! Sími 568 9400 Opið sunnudag 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.