Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 33 LISTIR Glæpasaga frá Ffladelfíu Biskupi fært fyrsta eintakið ERLENDAR BÆKUR Spennusaga „Tlie Bluest Blood“ eftir Gillian Roberts. Ballantine Books 1999.285 síður. GILLIAN Roberts er dulnefnið á bandarískum spennusagnahöf- undi sem heitir í raun Judith Greber. Hún skrifar líka öðruvísi bækur og útgefandanum fannst að hún ætti að nota annað nafn í spennusagnaskrifin til þess að trufla ekki lesendur sína. Þetta gerði hún og hefur nú sent frá sér átta sögur í bálki sem fjallar um bókmenntakennarann knáa Am- öndu Pepper og gerast allar í stór- borginni Fíladelfíu. Attunda bókin kom nýlega út í vasabroti hjá Ball- antine Books og heitir „The Bluest Blood“ og vísar til peningaaðalsins í Fíladelfíu en sagan er ekki skemmtileg, óspennandi með öllu og aðalpersónan, Pepper, eiginlega líflaus að kalla. Uppsveifla Að undanförnu hefur maður les- ið margar af þeim spennubókum sem konur skrifa en mikil upp- sveifla hefur verið í þeirri útgáfu bæði í Bretlandi og ekki síst Bandaríkjunum. Bækur þessar eru mjög misjafnar að gæðum eins og gengur. Yfirleitt er sagt frá í fyrstu persónu, við upplifum at- burðina með augum aðalsöguhetj- unnar, sem er kona um þrítugt en ekki miklu eldri, á gjarnan gælu- dýr, móðirin spilar stundum rullu, það er karlmaður í spilinu en hann er mismikilvægur, glæpur er fram- inn en skiptir kannski ekki mestu máli, söguhetjan er oft áhugaspæj- ari sem flækist í vond mál fyrir til- viljun, en stundum atvinnumaður og þarf að sanna sig sem kona í karlaveröld glæparannsókna. „The Bluest Blood“ á sitthvað sameiginlegt með þessum sögum. Amanda Pepper segir mikið frá sjálfri sér og er með alls konar at- hugasemdir um lífið og tilveruna sem ekki eru sérlega frjóar eða merkilegar. Karlmaðurinn í spilinu er rannsóknarlögreglumaður að nafni Mackenzie en er alltaf kall- aður CK; það kemur aldrei í ljós fyrir hvað þeir stafir standa og er það gegnumgangandi stef í bókun- um. Hann er stoð og stytta Am- öndu. Gæludýr kemur við sögu. Amanda er áhugaspæjari, kennari fyrst og fremst, og flækist inn í vond mál í gegnum starf sitt. Höf- undurinn, Gillian Roberts/Judith Greber, skrifar um það sem hún þekkir. Hún kenndi áður við fram- haldsskóla m.a. í Los Angeles. Svoleiðis að „The Bluest Blood“ tekst fyrir það fyrsta hvergi að koma manni á óvart. Hún sver sig mjög í ætt við þær spennusögur eftir konur sem fást hér í bóka- búðunum nema hún er á flestum sviðum leiðinlegri. Margar þessara bóka eru ágætlega heppnaðar og oft húmorískar en það er „The Bluest Blood“ ekki. Amanda Pepper flækist inn í glæpamál eftir heimsókn á heimili þekktrar millafjölskyldu í Fíladelf- íu. Þar eru samankomnar nokkrar af þeim persónum sem flækjast inn í plottið. Utan við húsið eru mótmæli áhugafólks um bætta les- menningu, eins og það mundi sjálf- sagt kallast í þeirra augum. Það vill bækur eins og The Color Purp- le og Slaughterhouse Five út úr skólakerfinu, jafnvel Dagbók Önnu Frank. Astæðan fyrir mótmælun- um er sú að húseigendurnir ríku hafa veitt fjárstuðning til bóka- safnsins við skólann þar sem Am- anda kennir. Eftir nokkurt japl, jaml og fuður kemur í ljós að forsprakki mót- mælendanna hefur verið myrtur á hroðalegan hátt og þar sem stjúp- sonur hans og fóstursonur milla- hjónanna eru nemendur Amöndu tekur hún að sér rannsókn málsins og verður talsvert meira ágengt en lögreglunni. Ur þessu spinnur Gillian/Judith lítt áhugaverða sögu um van- rækslu í sambandi foreldra og barna, um svindlara sem teygja anga sína til Kanada, um grugg- uga fortíð og leyndarmál sem ekki þola dagsljósið. Höfundinum er fyrirmunað að búa til hina minnstu spennu eða persónur sem vekja snefil af forvitni og kæfir söguna í kjaftavaðli sem engu máli skiptir. Arnaldur Indriðason NÝLEGA sendi Háskólaútgáfan frá sér bókina Kristnitakan á ís- landi eftir Jón Hnefil Aðal- steinsson. Bókin er ein þriggja bóka sem útgáfan sendir frá sér í tilefni 1000 ára afmælis kristni- tökunnar og er gefin út í 1000 tölusettum eintökum. Af þessu til- efni færðu höfundurinn og Jörundur Guðmundsson, for- stöðumaður Háskóiaútgáfunnar, biskupi, herra Karli Sigur- björnssyni, fyrsta tölusetta ein- takið. Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 AKRANES: Bllver sf„ slmi 431 IS8S. AKUREYRI: HSIdur hf„ slmi 4813000. KEFLAVÍK: Bílasalan Bllavlk, sími 421 7800. VESTMANNAEYJAR: Bílaverkstæðið Bragginn, slmi 481 1535. HONDA HR-V 5 DYRA [HONDA HR-V 1.61 4x4 5 DYRA 105 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúöar, rafdrifnar rúður og speglar, hiti I sætum og speglum, fjarstýröar samlæsingar, samlitaður. I verðfré 1.890.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.