Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 114. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS / Attræðis- afmæli páfa MEIRA en 7.000 prestar, biskupar og kardinálar fógnuðu í gær 80 ára afmæli Jóhannesar Páls páfa II við hátíðarmessu á Péturstorg- inu í Rómaborg. Talið er að aldrei áður hafi jafnmargir geistlegir menn verið saman komnir í Yatík- aninu við messu. Páfi þakkaði við athöfnina guði fyrir að leyfa sér að lifa svo lengi. „Þetta er þakkarsálmur minn til föður lffsins, sem hefur lofað mér að syngja þessa messu með ykkur í dag ... í tilefni af 80 ára afmæli mínu,“ sagði páfi. Um nokkurt skeið hafa verið uppi vangaveltur um hvort heilsu- leysi páfa muni senn verða til þess að hann láti af embætti. Hann gaf þó ekkert slíkt til kynna f ræðu sinni í gær. Jóhannes Páll páfi II fæddist í bænumWadowice í Póllandi árið 1920 og bar nafnið Karol Wojtyla áður en hann varð höfuð kaþólsku kirkjunnar. Mikið var um dýrðir í Wadowice í gær og fögnuðu íbúar innilega afmæli fyrrverandi sveit- unga þeirra. Meðal annars voru haldnir rokkhljómleikar í tilefni dagsins. Jóhannes Páll páfi II biðst fyrir við afmælismessuna í gær. Erfðabreytt kálfræ selt fynr mistök Sáð í þusundir hektara lands London. AFP, Reuters. FYRIR mistök hafa erfðabreytt repjufræ verið seld til evrópskra bænda og plantað í þúsundir hektara akurlendis allt frá árinu 1998. Talið er að erfðabreyttum repjufræjum hafi verið sáð í akra í a.m.k. íjórum ríkjum í álfunni: Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð. Fyrirtækið sem vegna mistaka seldi fræið, Advanta Seeds, segist hafa látið viðkomandi ríkisstjórnir vita fyrir nokkrum vikum en þær hafi ekki séð ástæðu ti! að grípa til að- gerða þar sem hlutfall erfðabreyttra fræja hafi verið innan við 1% af seldu magni. Fyrirtækið telur að í repjuak- ur þess í Kanada hafi borist ftjókorn úr nærliggjandi akri þar sem erfða- breyttar repjur voiix ræktaðar og „mengað“ uppskeruna. Mikil reiði ríkir meðal andstæðinga erfðabreyttra matvæla í Evrópu vegna þeirrar ákvörðunar stjómvalda að tilkynna ekki um mistökin fyrr. Ætla ekki að eyða uppskeru Yfirvöld n'kjanna fjögurra til- kynntu í gær að ekki stæði til að láta eyða uppskeru af ökrum þar sem Blendin viðbrögð við tillögum Pútíns um stjórnkerfísbreytingar Ottast að forsetinn muni taka sér alræðisvald Reuters Fagurgulur repjuakur í Skot- landi. Ekki er hægt að koma í veg fyrir útbreiðslu erfða- breyttra afbxágða eftir að þeim hefur einu sinni verið „sleppt" út í umhverfíð. erfðabreyttum repjum hefur verið sáð. Gordon Brown, landbúnaðarráð- hen-a Bretlands, sagði að breska rík- isstjómin hygðist heldur ekki lög- sækja Advanta Seeds né bænduma sem í hlut eiga. Bresk stjórnvöld hafa bannað ræktun erfðabreyttra plantna þar til árið 2003. Repja er káltegund og er matarolía unnin úr fræjum hennar. Það repjuaf- brigði sem er einna mest ræktað í heiminum nefnist Canola og það ræktaði vísindamaður af íslenskum ættum, Baldur Stefansson, fyx-stur manna árið 1974. Reuters Reiður ungur mótmælandi steytir hnefa framan í serbneska óeirða- lögreglu í miðborg Belgrad í gærkvöldi. Afram hörð mót- mæli í Belgrad Belgrad. Reuters. Moskvu. AP, Reuters, AFP. VIÐBRÖGÐ stjómmálamanna og fjölmiðla í Rússlandi við tillögum Vladímírs Pútíns forseta um breyt- ingar á stjómkerfinu til að efla ríkis- valdið vom blendin í gær. Nokkrir fjölmiðlanna vöraðu við því að tillög- urnar gætu orðið til þess að forsetinn fengi alræðisvald. Pútín leggur m.a. til að gerðar verði breytingar á Sambandsráðinu, efri deild þingsins, sem er nú skipað héraðsstjóram og forsetum héraðs- þinganna. Forsetinn vill að hvert héraðanna 89 eigi tvo fulltrúa í þing- deildinni eins og verið hefur en leggur til að þeir verði á þinginu í fullu starfi. í tillögunum er gert ráð fyrir því að héraðsstjóramir og þing héraðanna skipi þingmennina. Forsetinn vill einnig fá vald til að víkja héraðsstjórunum úr embætti og leysa upp þing héraðanna ef þau bijóta stjórnarskrá Rússlands. Pútín skýrði frá tillögunum í sjón- varpsávarpi í fyrradag og þær eru lið- ur í tilraunum hans til að styrkja tök rússneska ríkisvaldsins á héraðun- um. Héraðsstjórarnir hafa fengið mikil völd frá því að Sovétríkin leystust upp. Mörg héraðanna hafa sett lög sem ganga í berhögg við níssnesku stjómarskrána og nokkrir héraðs- stjóranna hafa stjómað héraðum sín- um líkt og alráðir konungar, kveðið niður alla andstöðu og virt mannrétt- indi að vettugi. „Setja verður þessi lög til að minna alla á að Rússland er sambandsríki, ekki ríkjasamband þar sem héraðin hafa næstum ótakmörkuð réttindi," sagði Gennadí Seleznjov, forseti dúm- unnar, neðri deildar þingsins. Báðar þingdeildirnar þurfa að sam- þykkja tillögurnar og Seleznjov sagði að þær myndu að öllum líkindum mæta harðri andstöðu nokkurra hér- aðsstjóra. „Þetta er tilraun til að stjóma öllu frá Moskvu, aftui-hvarf til vafasamrar iðju miðstjómar [sovéska] kommún- istaflokksins," sagði Rúslan Aushev, leiðtogi Ingúsetíu. „Þessai' tillögur era til marks um vantraust á því fólki sem kaus leiðtoga héraðanna. Enginn hefur rétt til að reka leiðtoga sem al- menningur kýs.“ Nokkur dagblaðanna vöraðu við því að tilraunin til að efla ríkisvaldið kynni að ganga út í öfgar og forsetinn kynni að fá alræðisvald í landinu. Frjálslyndir þingmenn í dúmunni sögðust styðja margar af tillögum Pútíns en efuðust um að rétt væri að veita forsetanum vald til að víkja kjömum héraðsstjóram úr embætti. Samkvæmt tillögunum fá héraðs- stjóramir einnig vald til að reka borg- arstjóra gerist þeir brotlegir við lög. Nýr íjármálaráðherra skipaður Pútín skipaði í gær Alexei Kúdrín, sem hefur verið aðstoðarfjármálaráð- herra, í embætti fjármálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra. Kúdrín er 39 ára hagfræðingur, aðhyllist mark- aðsumbætur og er frá Sankti Péturs- borg eins og Pútín. SERBNESK óeirðalögregla beitti táragasi og kylfum í gærkvöldi gegn mótmælum stjórnarandstæðinga í miðborg Belgrad, nálægt ráðhúsi borgarinnar. Nokkur þúsund manns vora þar samar, komin til að mót- mæla aðgerðum ríkisstjómarinnar gegn fjömiðlum í landinu á miðviku- dag, m.a. lokun vinsællar sjónvarps- stöðvar, Studio B. Stjórnvöld hafa sakað fjölmiðla um að hvetja fólk til að steypa valdhöfum landsins. Nokkrir mótmælendur slösuðust og sáust sjúkrabílar flytja þá burt af svæðinu. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar ásamt fréttamönnum fengu skjól inni í ráðhúsinu þar sem borg- aryfirvöld era andvíg ríkisstjórninni. Stjórnarandstaðan hefur boðað til frekari mótmælaaðgerða í dag. Bandarískar eldflaugavarnir Setja kerfið upp þótt ekki semjist BANDARÍKJAMENN era reiðubúnir að koma á fót gagn- eldflaugakerfi til að verjast kjarnorkuárás, enda þótt ekki semjist við Rússa um breyting- ar á sáttmála frá 1972 sem bannar þess konar kerfl. Þetta hafði AFP-fréttastofan eftir ónafngreindum starfsmanni bandaríska utanríkisráðuneyt- isins í gær. Kerfinu er ætlað að verja Bandaríkin gegn hugsanlegri árás ríkja á borð við Norður- Kóreu og Irak en Rússar hafa lýst áhyggjum vegna áætlan- anna. Starfsmaðui'inn sagði að síðar á þessu ári tæki Banda- ríkjaforseti ákvörðun um hvort af uppsetningu verður. MORGUNBLAÐIÐ 19. MAÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.