Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsetinn greiðir skatt frá 1. ágúst en heldur húsnæðis- og bifreiðahlunnindum: Ekki til höfuðs Dorrit — segir fyrsti flutningsmaður — sendiráðsstarfsmenn næstir r Nei, nei, Dorrit mín, strákarnir þurfa bara að hífa upp launin sín. Dabbi er að byggja og Dóri þarf að skrapa saman fyrir útför flokksins. Grafarvogskirkj a vígð eftir mánuð FRAMKVÆMDIR við seinni hluta Grafarvogskirkju eru komnar á lokastig og verður kirkjan vígð eftir rúman mánuð. Séra Vigfús Þór Arnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að nú sé unnið af krafti við byggingarfram- kvæmdir, en það er byggingarfyr- irtækið Eykt hf. sem sér um verk- ið. Utan og innan á kirkjuna er ver- ið að festa sérstaka granítsteina frá Spáni. Vígsla kirkjunnar 18. júní í sumar verður hluti af Kristnitökuhátíðinni. Kirkjan verður næst- stærsta kirkja landsins í fjölmennustu sókninni. Fyrri hluti kirkjunnar var vígður árið 1993, en framkvæmdir við bygg- ingu hennar hófust árið 1991. Morgunblaðið/Kristinn Þegar haldið er í sveitina er yndislegt að geta slappað af og hvílst f góðu rúmi. í Húsgagnahöllinni finnur þú margar góðar svefnlausnir. SCANDI SLEEP boxdýnurnar eru einstök lína af úrvals boxdýnum frá Norðurlöndum. Til eru margar gerðir sem henta við mismunandi aðstæður. KUTM0LLER - rúm úr hvítkalkaðri, gegnheilli furu. B180 x L200 sm, með SCANDI SLEEP 3010 boxdýnum kr. 46.250,-. Fæst einnig B140 x L200 sm, með SCANDI SLEEP 3010 boxdýnum kr. 43.370,-. KLITM0LLER - náttborð B46 x H62 x D34 sm, kr. 11.190,- Fyrirlestur um mannfræði og fornieifafræði Breytt viðhorf Cliris Gosden Mannfræðistofnun Háskóla íslands stendur fyrir fyr- irlestri í dag klukkan 13.00 í stofu 101 í Odda. Þar mun dr. Chris Gosden ræða um tengsl fomleifa- fræði og mannfræði, eink- anlega í Bretlandi. Jafn- framt mun hann fiytja fyrirlestur á Akureyri miðvikudaginn 24. maí nk. klukkan 17.00 í boði Minjasafnsins og Háskól- ans á Akureyri. Þess má geta að kona Gosden, Jane Kaye, er um þessar mund- ir að vinna að doktorsrit- gerð um lagarammann í tengslum við íslenskan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði og er hún hér í för með manni sínum. Chris Gosden var spurður hvað hann ætlaði að fjalla um í fyrirlestri sínum. „Eg mun fjalla um breytt við- horf hvað varðar samstarf forn: leifafræðinga og mannfræðinga. í Bretlandi hafa þessir fræðihópar löngum verið aðskildir af sögu- legum ástæðum, en upp á síðkast- ið hafa fræði þeirra átt vaxandi samleið og þar kemur tvennt til. Annars vegar hefur mannfræðin lagt aukna áherslu á sögu, en mannfræðin hefur löngum sýnt hinu liðna lítinn áhuga. Hins veg- ar hefur fornleifafræðin í vaxandi mæli seilst inn á ný svið, m.a. rannsóknir á listmunum og skiln- ingi fólks á landi og rými. Það má því segja að greinarnar hafi færst nær hvor annarri. Fornleifafræð- in leitar til mannfræðinnar sem veitir skilning á hvernig fom samfélög hafa starfað og mann- fræðin leitar til fornleifafræðinn- ar til þess að öðlast vitneskju um mannvistarleifar frá fyrri tíð. Báðar greinarnar leggja áherslu á fjölbreytni mannlegra samfé- laga og breytingar, þær hljóta því að hafa gagn af náinni samvinnu." - Hvernig telur þú að mætti hafa gagn af samþættingu fom- leifafræði og mannfræði við rann- sóknirá víkingatímanum? „Aðstæður eru mjög breytileg- ar á ýmsum svæðum jarðarinnar. Á Kyrrahafssvæðinu þar sem ég hef unnið mikið við rannsóknir er lítið vitað um söguna, skammt er frá því að menn tóku að rita um það efni þar, þess vegna hefur fornleifafræðin sérstöku hlut- verki að gegna á því svæði en mannfræðin að sama skapi gegnir mikilvægu hlutverki vegna þess að hún hefur fengist við að lýsa í smáatriðum samfélögum á þessu svæðj síðustu eitt hundrað ár eða svo. I Evrópu hins vegar er mun meira vitað og skráð um söguna, m.a. um víkingatímann og ís- lenska þjóðveldið. Hér held ég að þríþætt samstarf skipti sköpum, samstarf sagnfræði, fornleifa- fræði og mannfræði. Mannfræð- ingamir hjálpa okkur að skilja framandi lifnaðarhætti og hugs- unarhátt og fomleifafræðingarn- ir draga fram í dagsljósið vitn- eskju um mannvist sem ekki er hægt að öðlast með öðram hætti.“ -Er mikill áhugi á fornleifa- fræðirannsóknum í þínu umhverfí? „Já áhugi á forn- leifafræðirannsóknum hér fer vaxandi. Þess má geta að um þessar mundir er mikill áhugi í Bretlandi á víkingatímanum. Erfðafræðingar og líffræðimenn- taðir mannfræðingar era að kort- leggja ferðir manna um Norður- lönd og Bretlandseyjar og skyldleika mannhópa. Þetta helst í hendur við vaxandi áhuga meðal Skota, íra, Walesbúa og Eng- lendinga á uppruna sínum, sögu og þjóðerni. Af þessum ástæðum ► Chris Gosden fæddist 6. sept- ember 1955. Hann er breskur og ástralskur ríkisborgari. Hann er lektor og safnvörður við Pitt Rivers-fornleifasafnið við Oxford-háskóla í Bretlandi. Hann lauk doktorsprófi frá Sheffield-háskóla árið 1983 og hefur starfað að kennslu og rannsóknum á sviði forn- leifafræði m.a. í Ástralíu, Vest- ur-Þýskalandi, Englandi og Nýju-Gíneu. Hann hefur ritað nokkrar bækur og fjölda greina um fræðigrein sína. Nýjasta bók hans nefnist Anthropology & Archaeology - A Changing Rclationship sem kom út hjá Routledge-forlaginu 1999. Gosden er kvæntur Jane Kaye, doktorsnema við Oxford- háskóla, og eiga þau tvö börn. er endurvakinn áhugi á Bret- landseyjum á víkingatímanum og ferðum norrænna manna. I Oxford era t.d. a.m.k.tveir rann- sóknarhópar að rekja erfðasögu Breta og norrænna manna og hafa niðurstöður þeirra vakið töluverða athygli, meðal annars niðurstöður Agnars Helgasonar, sem vinnur að doktorsritgerð við Oxfordháskóla um þetta efni.“ - Hvaða fornleifarannsóknir ert þú að fást við um þessar mundir? „Eg vinn nú við rannsóknir í Suður-Englandi en áður vann ég mikið á Papúa Nýju-Gíneu. Ég er að kanna hvernig landnýting breyttist á fimmtán hundrað ára tímabili, frá um það bil 1000 f.Kr. og þar til rómverska skeiðinu lauk um 400 e.Kr. Athygli okkar beinist að skiptingu akurlendis og landamerkjum og m.a. byggjum við á tölvutækni og loftmyndum. Komið hefur í ljós að sum af þeim landamerkjum sem enn eru í fullu gildi era allt að 3.000 ára gömul. Einn mikilvægur þáttur þessara rannsókna á Suður-Englandi, sem Islendingar kynnu að hafa sérstakan áhuga á, varðar hug- myndir fólks um landið sem það byggir. Rannsóknirnar miða m.a. að því að grafast fyrir um skoðan- ir fólks á því hvernig beri að um- gangast landið og fornminjar í jörðu og hvað fornminjar merki. Við leggjum ríka áherslu á íræðslugildi fornminja- og fom- leifarannsókna. Við hvetjum fólk til þess að koma í heimsókn á svæðið til að kynna sér hvað fram fer og koma fram með sínar hug- myndir um hvaða þýð- ingu fornminjarnar hafi og hvern- ig eigi að umgangast þær.“ Þess má geta að dr. Gosden dvelst á Islandi í eina viku og hefur mik- inn áhuga á að kynna sér forn- leifarannsóknir og fornminjar á meðan á dvöl hans stendur. Hann hefur einnig áhuga á að kynna sér samskipti almennings og forn- leifafræðinga hér. Vaxandi áhugi á vík- ingatímanum í Bretlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.