Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Gylfi Gunnarsson
fæddist hinn 28.
descmber 1920. Hann
lést á Landspitalanum
í Reykjavík hinn 10.
maí siðastliðinn. Gylfi
var sonur hjónanna
Gunnars Sigurðssonar,
f. 14.7. 1888, lögfræð-
ings og alþingismanns
frá Selalæk, d. 13.12.
1962 og konu hans Sig-
ríðar Siggeirsdóttur, f.
_ 13.2. 1891, bókara, d.
13.10. 1979. Systkini
Gylfa: Geir, f. 9.4.
1916, d. 10.7. 1978,
Gerður, f. 21.6. 1917, d. 25.8. 1961,
Helga, tvíburasystir Gylfa, f. 28.12.
1920 og Sigurður, f. 10.8. 1923, d.
6.8. 1980. Helga er ein systkinanna
sem eftir lifir.
Hinn 13. desember 1947 kvæntist
Gylfi Maríu Rebekku Sigfúsdóttur,
f. 21.8. 1922, verslunarmanni, d.
18.4.1985, dóttir hjónanna Sigfúsar
Guðfinnssonar, f. 9.8. 1895, skip-
stjóra og kaupmanns, d. 6.2. 1980
og konu hans Maríu Önnu Krist-
jánsdóttur, f. 8.10. 1896, húsmóður,
d.9.12.1981.
Sonur Gylfa er Glúmur, f. 1944,
organisti á Selfossi. Barnsmóðir:
Kristín Vigfúsdóttir. Maki Glúms:
Conny Skaale skrifstofumaður. Þau
eru búsett á Selfossi og eiga tvö
börn. Dætur Gylfa og Maríu: 1) Sig-
ríður, f. 1946, forstöðumaður, maki
Helgi Ingvarsson, framkvæmdastj.,
búsett í Garðabæ. Börn Sigríðar og
Stjúpfaðir minn, Gylfi Gunnars-
son, hefur fengið hvfld sem hann
hefur þráð um nokkurn tíma. Hann
var alla sína ævi duglegur og hugs-
andi maður og undi því ekki vel
þegar þrek hans þvarr og hann gat
lítið annað en lesið og haldið kyrru
fyrir. Hann hélt þó til hinstu stund-
ar skýrri hugsun sinni og daginn
fyrir andlát sitt fór hann yfir farinn
æviveg með dætrum sínum.
Gylfi var sonur þekkts manns úr
þjóðlífinu á sínum tíma, Gunnars
Sigurðssonar frá Selalæk, sem var
alþingismaður og jafnframt safnaði
hann og skráði Islenska fyndni,
sem varð fleyg og á landinu í fjölda
ára. Móðir Gylfa var Sigríður Sig-
geirsdóttir og náði ég að kynnast
þeirri sómakonu áður en hún lést.
Gylfi Gunnarsson var sem ungur
maður glæsilegur fulltrúi samtíðar
sinnar, vel menntaður, stoltur og
með skýr markmið, starfaði sem
deildarstjóri hjá Eimskipafélagi ís-
lands mestan hluta starfsævi sinnar
og hafði m.a. yfirumsjón með Me
Cormack-skipum bandaríska hers-
ins, sem komu til Reykjavíkur með
varning fyrir herinn. - Hann eign-
aðist glæsilega konu og börn sem
hann átti með henni svo og stjúp-
börn sín og einkason. Þau áttu
miklu láni að fagna, eignuðust 20
barnabörn og 26 barnabarnabörn
áður en yfir lauk. Hann var strang-
ur en þó nærgætinn uppalandi og
gætti þess að halla ekki á neitt
barnanna og gefa öllum sömu tæki-
færi, hvort sem það voru hans eigin
börn eða stjúpbörn, hann leit á öll
börn sem eigin börn og þá ekki síð-
ur barnabörnin, er þau fóru að
koma. Lengst af bjó Gylfi með fjöl-
skyldu sinni í Holtagerði 1 í Kópa-
vogi, hann hugsaði vel um fjöl-
skyldu sína og átti fallegt heimili.
Síðar fluttu þau móðir mín til
Reykjavíkur, bjuggu á Asvallagötu
og síðan á Klapparstíg 37.
Gylfi var mikill bridgespilari og
spilaði lengi með Bridgefélagi
Kópavogs, hlaut hann fjölda viður-
kenninga gegnum árin. Sérstaklega
á yngri árum stundaði hann stang-
t veiði, veiddi sjó- og vatnableikju og
lax. Hann hafði yndi af ferðalögum
og ferðuðust þau hjón víða innan-
lands og erlendis, um Evrópu og
Ameríku. Þau dvöldust vetrarlangt
á Mallorca til margra ára, þangað
til móðir mín lést þar árið 1985. Eft-
ir það hélt hann heimili á Klappar-
stíg þar til árið 1998 er hann fluttist
£ að Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem
fyrri eiginmanns
hennar Þóris Guð-
mundssonar eru
fjögur. 2) Helga, f.
1949, löggiltur
sjúkranuddari, maki
Hafsteinn Guðmun-
dsson, tónlistarmað-
ur, búsett í Kópavogi
og eiga þau tvo syni.
3) Þorgerður, f. 6.9.
1950, d. 18.2. 1951.
4) Þorgerður María,
f. 1952, fjármála-
stjóri, maki Stefán
V. Jónsson, trésmið-
ur, búsett í Kópavogi
og eiga þau þijú börn. Börn Maríu
og fyrri eiginmanns hennar Guð-
jóns Halldórssonar, skipstjóra: 1)
Svanfríður, f. 1940, kennari, maki
Reynir G. Karlsson, íþróttafull-
trúi ríkisins, búsett í Reykjavík og
eigaþau tvö börn, 2) Gylfi, f. 1944,
ökukennari, maki Elfa S. Guð-
mundsdóttir, röntgenstarfsmað-
ur, búsett í Mosfellsbæ og eiga
þau þrjá syni. 3) Selma, f. 1945,
matráðskona, maki Vilmar H.
Pedersen, tæknistjóri, búsett í
Reykjavík og eiga þau fjögur
börn.
Gylfi stundaði nám við Verzlun-
arskóla íslands og hóf störf hjá
Eimskipafélagi íslands að loknu
námi og starfaði þar mestan hluta
starfsævi sinnar sem deildar-
sljóri.
Útför Gylfa fór fram í Kópa-
vogskirkju 17. maí í kyrrþey.
honum leið vel í umönnun góðs
starfsfólks.
Örlögin gáfu mér það að eignast
sex foreldra, þ.e. föður minn og
móður, Guðjón Halldórsson og
Maríu Sigfúsdóttur, Gylfa, stjúp-
föður minn seinni mann Maríu,
Karlottu Einarsdóttur, seinni konu
Guðjóns og fósturforeldra mína á
Hallsstöðum við Isafjarðardjúp,
Engilbert og Ólafíu. Þessu fólki
ásamt tengdaforeldrum mínum
Guðrúnu og Guðmundi frá Króki í
Grafningi reyndum við hjón að ná
til okkar í heimareykt hangikjöt frá
Isafjarðardjúpi hvern jóladag í
fjölda ára og gekk vel, enda um ein-
staka foreldra að ræða. Nú hefur
þynnst hópurinn og aðeins Karlotta
eftir, en hún býr á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Eg og fjölskylda mín ásamt
systrum mínum og mökum þökkum
Gylfa Gunnarssyni vegferðina sem
var góð og endaði fallega á allan
hátt.
Gylfi Guðjónsson, Mosfellsbæ.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Elsku afi okkar, þá er komið að
kveðjustundinni. Nú sjáum við þig
fyrir okkur uppáklæddan, með hatt
á höfði og glæsilegan eins og þú
ávallt varst. Nú heldur þú til ást-
vina þinna sem farið hafa á undan
þér yfir móðuna miklu. Minning-
arnar um stundirnar sem við áttum
með þér streyma fram í huga okk-
ar, en þær ætlum við að geyma og
deila með langafabörnunum, svo
minningin um þig, hlýja og góða af-
ann, lifi. Það var ekki þinn háttur að
flíka tilfinningum þínum, en þér
tókst að láta okkur finnast við sér-
stök hverju á sinn máta. Þú varst
mikill fjölskyldumaður. Það var þín
hinsta ósk að halda fjölskyldunni
saman.
Núna er það okkar sem eftir lif-
um að viðhalda því. í fjölskyldunni
eru komnar árvissar hefðir, s.s.
skötuveisla á Þorláksmessu, þorra-
blót hjá Gylfa frænda og nú síðustu
árin útilega á sumrin. I huga okkar
verður þú áfram með okkur þegar
fjölskyldan kemur saman. Við
kveðjum þig nú, elsku afi, og þökk-
um þér samfylgdina og við vitum að
þér líður vel núna.
Hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson.)
Við biðjum Guð að vaka yfir
börnum þínum, systur og öðrum
ástvinum þínum.
Blessuð sé minning þín.
Hrefna Björk, Karlotta Lind,
Harpa María, Vilmar
Hafsteinn og fjölskyldur.
Kæri afi, nú er víst komið að því
að kveðja þig. Það er svo skrítið
eins og þú varst búinn að vera
hress. En þú þurftir endilega að
fara og það í miðjum úrslitum. En
þú hefur víst þína hentisemi á því
eins og svo mörgu öðru. Svona
verður þetta bara að vera en ég
vonast til að heyra frá þér og þá lát-
um við bara mörkin tala.
Þinn vinur,
Jón Gunnar.
Elsku afi, við minnumst þín með
gleði í hjarta og minning þín mun
gefa okkur styrk um ókomna fram-
tíð.
Við erum þakklát fyrir þær ynd-
islegu stundir sem við áttum með
þér og ömmu í gegnum árin, þá sér-
staklega í Seli og á Eyrarbakka.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgrimur J. Hallgrímsson.)
Guð geymi þig.
Gylfí, María, Birna og
fjölskyidur.
Vinur minn og mágur Gylfi
Gunnarsson er látinn og viljum við
hjónin minnast hans með þakklæti
og virðingu og minningar frá fyrstu
kynnum sækja á.
Gylfi var staddur á heimili okkar
hjónanna fyrir 54 árum ásamt mági
sínum Finni Torfasyni, sem lést
fyrir aldur fram. Finnur var kvænt-
ur Helgu tvíburasystur Gylfa, sem
er eina eftirlifandi systkini hans.
Þarna sem við sitjum félagarnir og
röbbum saman, kemur María systir
mín í heimsókn og þegar Gylfi og
María heilsast, kviknaði ást við
fyrstu sýn, sem entist þeim ævina
út. Það var ekkert skrýtið, því þau
voru glæsilegt fólk í sjón og raun.
Við bjuggum í sama húsi árum
saman á sitthvorri hæðinni og féll
aldrei skuggi á okkar vináttu.
María systir mín og Gylfi eignuð-
ust fjórar dætur, en misstu eina
dóttur á fyrsta ári. Gylfi átti einn
son fyrir hjónaband og einnig voru
þrjú börn Maríu systur minnar af
fyrra hjónabandi eins og hans eigin
börn, því Gylfi var sérstaklega
barngóður maður.
Gylfi var Verzlunarskólagenginn
og hans ævistarf var hjá Eimskip
hf. og var hann mjög hæfur og virt-
ur í sínu starfi, vel gefinn og sér-
staklega skemmtilegur penni og
sannaðist það á bréfaskriftum, sem
fóru okkar á milli þegar þau hjónin
voru á Mallorca og við í Torremol-
inos.
María systir mín lést óvænt á
Mallorca fyrir 15 árum, enda orðin
heilsulítil og raunverulega hefur
Gylfi aldrei verið samur maður síð-
an og smátt og smátt dró úr heilsu
hans núna sl. þrjú ár.
Gylfi gekkst undir aðgerð og lést
10. maí sl.
Þegar við hjónin kvöddum hann í
vetur, áður en við fórum hingað út,
var hann mjög hress, kátur og
bjartsýnn og ekki var hann að
kvarta. Við ákváðum að halda upp-
teknum hætti með bréfaskriftir eft-
ir því sem heilsa hans leyfði og þess
vegna kom lát hans okkur á óvart.
Gylfi minn, ég veit að ég mæli
fyrir hönd okkar systkinanna,
barna okkar og þeirra fjölskyldna
þegar ég segi að þín sé sárt saknað.
Eg er þess fullviss að á strönd-
inni handan „hafsins" mun María
eiginkona þín taka á móti þér. Við
hjónin þökkum þér samfylgdina og
vináttu liðins tíma um leið og við
biðjum góðan guð að leiða og
styrkja alla eftirlifandi ástvini þína,
börn, stjúpbörn, tengdabörn og afa-
börn, sem voru svo hænd að afa sín-
um og honum þótti svo vænt um.
Guð blessi minningu hans.
Kristján Páll Sigfússon,
Guðbjörg Lilja Guðmunds-
dóttir, Torremolinos.
Elsku afi minn, mig langar að
skrifa til þín nokkur orð. Hugurinn
reikar og aldrei er minningin um
ömmu Mæju langt undan. I æsku-
minningunni voruð þið auðvitað
bara amma og afi en þegar ég
hugsa til baka voruð þið svo mikjir
heimsborgarar og nútímaleg. Ég
var svo heppin að búa í sama húsi
og þú þrjú íýrstu ár ævi minnar og
þó ég muni lítið eftir þeim tel ég
víst að þá hafi myndast þau tengsl
sem ég fann að voru alltaf á milli
okkar. Eftir að ég varð fullorðin var
eins og við fjarlægðumst en
kannski kunnum við bara ekki að
tala „fullorðinsmál". Það er svo
margt sem ég man og gæti sagt frá
en ætla bara að minnast nokkurra
brota. Mér fannst svo gott elsku afi
minn að fá að kveðja þig á spítalan-
um og veit að nú ert þú komin til
ömmu Mæju, sem hefur beðið eftir
þér síðustu fimmtán árin og hjálpar
henni að fylgjast með okkur hérna
megin.
Egman...
„Afi áttu nokkuð gosillu."
„Obladí Oblada" með Bítlunum
sem við sungum helst í bílnum.
Anddyrið í Eimskipshúsinu þar
sem skipalíkönin voru, lyftan og svo
auðvitað þú sjálfur og þá leið ekki á
löngu áður en manni var boðið upp
á bæjarins bestu og kók.
Ég man líka Prins Póló, þið áttuð
oftast kassa af því svona eins og
flest börn sáu bara í sjoppunum.
Herbergið þitt í Holtagerðinu og
þá óskráðu reglu að þangað fór
maður ekki inn óboðinn en þegar
inn var komið var koddinn þinn
yndislegur „afa lyktin“ var svo góð
og sængin þín var létt og mjúk, að
ógleymdum græna og gula djúsí-
frúttinu. Seinna var ekki laust við
að ég væri afbrýðisöm út í Labba
kött því að hann fékk að taka blund-
inn með þér, og þá lá hann ofan á
maganum á þér.
Tumasel (efni í heila bók) og hvað
ég var stolt þegar við settum hengi-
lásinn á hurðina og enginn kunni
tölurnar nema ég og þú. Á þeim
tíma kenndir þú mér líka að þekkja
stjörnurnar þegar gott var veður og
stjörnubjart í sveitinni.
Ferðirnar sem ég fór með þér í
skipin og fékk oftast eitthvað í nesti
eins og gos í dós sem ekki var til á
Islandi þá.
Þegar þú sendir mér epli frá út-
löndum á stærð við melónu í sveit-
ina, ég geymdi það í nokkra daga og
fór svo með það í skólann til að sýna
vinkonunum en það var orðið frekar
þurrt þegar við fengum okkur bita.
Þegar við fórum til Kanarí og þú
varst svo duglegur og samvisku-
samur að hjálpa mér að læra, ekki
síst enskuna.
Þegar mamma fékk svipuna
hennar ömmu Sirrýjar (lang). Og
ég bað þig um að gefa mér svipuna
þína alls ómeðvituð um að hún væri
erfðagripur til þín, en svipuna fékk
ég eftir að þú lést grafa nafnið mitt
á hana.
Öll bréfin sem að ég á frá þér og
mörg er viskan og lífsreynslan sem
þú miðlaðir til mín í þeim.
Eftir einu skipti sem þú varst
reiður og skammaðir mig en það
var á Eyrarbakka og ég orðin hálf-
fullorðin; ég ætlaði að opna lítinn
glugga en það hepnaðist ekki betur
en svo að ég braut rúðuna. Skamm-
irnar voru þær að ég fór með hönd-
ina í glerið sjálft og hefði getað
stórslasað mig - það skildi ég eftirá.
Öll skötuboðin á Þorláksmessu
sem þú verst svo duglegur að halda
eftir að amma var dáin.
Eftir gula prjónadressinu sem þú
og amma keyptuð handa Jónu Mar-
íu og þú gafst henni svo einn þegar
hún fæddist.
Hvíl í friði afi minn, hafðu þökk
GYLFI
GUNNARSSON
fyrir allt og allt.
Guðný Inga Þórisdóttir.
„Já, já, Sigga, uppáhaldsfrænka
mín, auðvitað kem ég til þín,“ sagði
hann gjarnan þegar ég bauð honum
heim á tyllidögum fjölskyldu minn-
ar. Hann hafði eitthvert lag á því,
hann Gylfi föðurbróðir minn, að
gefa til kynna að maður væri mikil-
vægur í hans augum og að maður
skipti máli. Og svo kom hann í
fermingar- og stúdentsveislurnar,
alltaf glaður og hress, alltaf jafn
myndarlegur svo að sópaði, þessi
sjentilmaður hann Gylfi frændi
minn.
Þegar ég var stelpuhnokki í mið-
bænum var alltaf jafn gaman að
heimsækja hann á skrifstofuna
hans hjá Eimskip, það var alveg
sama hvort ég kom ein eða með ein-
hverja hersingu með mér, alltaf var
tekið á móti mér og mínum vinum
eins og við værum þarna í opinberri
heimsókn. Alltaf var eins og hann
væri mjög stoltur af þessari kot-
rosknu frænku sinni sem sýndi hon-
um þann heiður að heimsækja
frænda sinn og þiggja hjá honum
macintosh-mola eða aðrar veitingar
og spjalla við samstarfsmenn hans.
Það var aldrei kannað hvað sam-
starfsmönnunum fannst um þessar
heimsóknir sem voru alltíðar.
Ég átti því láni að fagna að alast
upp í nábýli við stórfjölskyldu föður
míns. Ekki aðeins bjuggum við í
sama húsi og amma Sigríður og Ör-
lygur frændi, Gerður föðursystir og
Lára ömmusystir, heldur bjuggu í
næstu húsum Kristján og Tryggvi
Siggeirssynir ömmubræður mínir
og einnig Helga og Geir föðursystk-
ini mín. Gylfi og hans fjölskylda
bjuggu reyndar í Kópavogi, en sam-
gangur var alla tíð mjög mikill við
þau. Gylfi kom yfirleitt daglega til
ömmu Sigríðar og Maja heitin kona
hans og stelpurnar eru stór þáttur
bernsku minnar. Það var mikið að
gerast á Hverfisgötunni, oft glatt á
hjalla, sungið og spilað og aldrei
leiddist neinum þótt ekki væri
sjónvarp. Aðal tómstundagaman
fullorðna fólksins var að spila brids
og mér er sagt að Gylfi hafi verið
góður bridsspilari. Það var reyndar
spilað í tíma og ótíma svo okkur
krökkunum þótti stundum keyra úr
hófi fram, en eldri kynslóðin var
líka dugleg að spjalla við okkur um
lífið, og við Gylfi áttum oft merki-
legar samræður um mikilvæg mál-
Oefni. Það sem mér finnst minnis-
vert núna er að þarna í
stórfjölskyldunni mátti allt, það var
rifist og glaðst, hlegið, grátið og
sungið, Gunnar afi kom allt í einu
með strigapoka fullan af silungum
og slengdi honum inn á stofugólf og
lagðist svo upp í sófa að lesa Heim-
skringlu vitandi það að silungurinn
eldaði sig sjálfur. Allir sögðu sína
skoðun, allt var leyfilegt nema ókn-
yttir, og börnum var treyst fyrir lífi
og limum, það var klifrað á svölum
og húsþökum og stigakapphlaup
voru daglegt brauð, m.a. við Siggu
Gylfa. Og svo var alltaf hægt að
heimsækja ömmu eða Lárurnar eða
Ragnhildi Hjalta. Eða þá að maður
skokkaði í vinnuna til pabba og
hjálpaði honum smá. Allir voru vin-
ir - þetta var barnvænt samfélag,
börn voru jafnrétthá og fullorðnir
og það var talað við þau.
Foreldrar mínir og Gylfi og Maja
voru góðir félagar. Fjölskyldurnar
fóru saman í ferðalög og brölluðu
ýmislegt saman. Og alltaf var jafn-
gaman að koma í Kópavoginn að
heimsækja þau þótt manni þætti nú
ferðalagið þangað býsna langt og að
þau gætu bara alveg eins búið á
Hverfisgötunni eins og við hin.
En nú er hún Snorrabúð stekkur
og gamla húsið við Hverfisgötuna
hýsir nýtt fólk sem vonandi elur
upp hamingjusöm börn. Stórfjöl-
skyldan hefur dreifst og þynnst,
nýjar myndast og þjóðfélags-
mynstrið breyst. Föstu punktarnir
í tilverunni hverfast og ekki fáum
við breytt tímans rás, öll skulum við
hans veg ganga. Við Helgi og börn-
in okkar og Sissa mamma sendum
börnum Gylfa frænda og þeirra
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Sigríður Sigurðardóttir.