Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Ragnar Jónsson
fæddist í Austur-
ey í Laugardal í Ár-
nessýslu 28. júní
1921. Hann lést á
Landspítalanum í
Reykjavík 10. raaí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Magnea Steinunn
Jónsdóttir, f. 11. júní
1892, d. 31. október
1934, og Jón Brands-
son, f. 1. október
1886, d. 22. febrúar
1977. Þau voru bú-
sett í Keflavík frá
1924. Ragnar var fjórði í röð níu
systkina, sem voru: Júb'a Guðrún,
f. 15. febrúar 1918, Þorgeir, f. 19.
janúar 1919, Jóhann Pétur, f. 9.
maí 1920, Gunnar, f. 7. maí 1923,
Birna, f. 7. september 1924, Anna
Jóna, f. 2. október 1927, Ólöf Guð-
steina, f. 6. júlí 1930, Auður Hall-
dóra, f. 12. nóvember 1931 og
Magnea Steinunn, f. 31. október
1934. Auk Ragnars eru þau Jó-
hann Pétur og Birna látin.
Ragnar fór þriggja nátta að
Laugardalshólum í Laugardal og
ólst þar upp, hjá hjónunum Ing-
vari Grítnssyni og Ingveldi Þor-
steinsdóttur. Hann var í Hólum
fram um tvítugt, fluttist þá til
Reykjavíkur og starfaði hjá Fálk-
anum hf.
Hinn 20. september 1952 giftist
Ragnar Ásdísi Sigurðardóttur, f.
29. október 1920, d. 3. október
1998. Hún var dóttir hjónanna
Stefaníu Guðnadóttur, f. 22. júní
„Eigum við ekki bara að hringja í
afa?“ segir níu ára sonur minn við föð-
^ ur sinn og klappar honum hughreyst-
' “ andi á herðarnar. Faðir hans er að
negla niður sóplista í eldhúsinu og af-
inn sem um er rætt er Ragnar afi á
Holtsgötu sem hefur hlaupið undir
bagga með allt sem lýtur að smíða-
vinnu á heimilinu og auðheyrt er að
drengurinn treystir ekki öðrum til
þeirra verka.
Tengdafaðir minn, Ragnar Jóns-
son, var sá fyrsti sem ég hitti af fjöl-
skyldu Guðna þegar hann ákvað að
kynna konuefni sitt fyrir fjölskyld-
unni og þeir komu báðir saman á
Landrovernum hans Ragnars tii þess
að sækja mig og var ferðinni heitið
austur í Hólabrekku, þar sem þau
bjuggu þá Ragnar og Ásdís. Kvíðinn,
sem blundaði í bijóstinu yfir því að
standa frammi fyrir væntanlegri
tengdafjölskyldu, hvarf eins og dögg
fyrir sólu við traust og hlýtt handtak
Ragnars þegar hann heilsaði mér í
fyrsta sinn.
Hann hafði ekki mörg orð um hlut-
ina og hafði sig ekki mikið í frammi í
samkvæmum en í góðra vina hóp lék
hann á alsoddi og skemmtilegt var að
rifja upp ýmislegt um menn og mál-
efni úr Laugardalnum við þá sem þar
þekktu til mála. Ótal ferðalög koma
líka upp í hugann, tjaldútilegur frá því
fyrr á árum og bfltúrar austur um
sveitir, að ógleymdum glaðværum
fjölskylduboðum.
Arin liðu, h'til bamaböm komu með
bilaða dúkkuvagna og hjól í viðgerð,
-l borð og hillur og alls kyns hlutir voru
smíðaðir eftir þörfum á heimilum
bamanna og synimir nutu aðstoðar
við bflaviðgerðir eða þegar dytta
þurfti að húsum þeirra.
„Þetta verða nú síðustu gripimir
sem ég smíða,“ sagði hann um nýliðna
páska þegar hann lauk við að smíða
borð fyrir litlu sonardætumar, Önnu
og Maríu.
Ekkert verður af ferðalögunum
sem fyrirhuguð vora á þessu sumri.
_*** Handrit afmælis- og minningargreina skulu
1 vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
1897, d. 17. nóvem-
ber 1973, og Sigurð-
ar Sigurðssonar, f.
28. mars 1892, d. 9.
maí 1968. Þau Ásdi's
og Ragnar bjuggu í
Hólabrekku í Laug-
ardal 1952-1970, en
fluttu þá til Reykja-
víkur og bjuggu þar
síðan. Ragnar starf-
aði lengst af hjá
Fálkanum hf. en síð-
an í sjö ár hjá Prent-
stofu Reykjavíkur.
Börn Ásdísar og
Ragnars: 1) Ingveld-
ur, f. 26. mars 1953, gift Guð-
mundi Ægi Theodórssyni. Börn
þeirra: Theodór, Stefán Örn og
Gunnar Ingi. 2) Hilmar Árni, f. 9.
júní 1955, giftur Guðrúnu Lang-
feldt. Börn þeirra: Ragnar Viktor,
Vilhjálmur Árni, Jóhannes ívar,
Dóróthea Ruth og Elísabet Olga.
3) Stefanía Kolbrún, f. 17. ágúst
1959, gift Bernd Beutel. Dóttir
þeirra: Laura Silvia. 4) Sigurður,
f. 16. september 1962, giftur Júl-
íönu Grigorovu Tzankovu. Dætur
þeirra: Anna og María Oddný.
Fóstursonur Ragnars, sonur Ás-
dísar og Kolbeins Grímssonar, of-
fsetiðnaðarmanns f Reykjavík:
Guðni, f. 28. maí 1946, giftur Lilju
Bergsteinsdóttur. Börn þeirra:
Hilmir Snær, Ásdís Mjöll, Bergdís
Björt og Kristín Berta.
Útför Ragnars fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.00.
Þegar við heimsóttum Ingu dóttur
hans um páskana var farið að draga
úr þrekinu, tíminn varð naumari en
við hugðum. En gott er að hugsa til
þeirra ferðalaga sem hann fór síðast-
liðið ár, t.d. með Geira bróður sínum
austur í Landeyjar í heimsóknir til
ættingja og vina og ferðalagið með
Stebbu og Bemd og Láru litlu sem
búið er að rifja upp til gleði og ánægju
á hörðum vetri.
„Við hittumst hinum megin.“ Þann-
ig kvaddi hann Björgvin svila sinn fá-
um dögum fyrir andlátið. Ragnar
minn, í minningu minni ertu eins og
fyrsta handtakið þitt sem sagði alltaf
meira en mörg orð, traustur og hlýr.
Eg þakka þér samveruna þessi ár.
Lilja Bergsteinsdóttir.
Ég sagði einu sinni frá því, þó
nokkuð stolt, að ég ætti þijá afa. Eitt-
hvað fannst viðmælendum mínum
það skrýtið. Vinkona mín, sem var ári
eldri, tók að sér að útskýra þetta og
sagði að Ragnar afi minn væri ekki al-
vöru afi minn. Sú skýring fannst mér
út í hött og ég hætti að monta mig af
öfunum mínum þremur og kom þann-
ig í veg fyrir einkennilegar útskýring-
ar.
Ragnar afi, eða afi á Holtsgötunni,
eins og við kölluðum hann, var einmitt
mikill alvöra afi. Hann var mikill fjöl-
skyldumaður og stoltur af bömum
sínum og bamabömum.
Við amma áttum sama afmælisdag
og ég var vön að koma við á Holtsgöt-
unni á afmælisdaginn og fá kaffi hjá
afa og ömmu. Mér fannst því tilhugs-
unin um fyrsta afmælisdaginn stuttu
eftir að hún féll frá 1998 heldur dap-
urleg. En við afi ákváðum að halda
upp á daginn saman og hann bauð
mér í veislumat. Við höfðum um
margt að tala og ég naut þess að
hlusta á hann tala um lífið og tilver-
una. Hann var mjög opinn í samtölum
við mig og átti auðvelt með að tjá sig
hvort heldur sem var um lífið almennt
eða eigið lífshlaup. Við áttum nokkur
svona kvöld saman árið eftir að amma
dó. Þá borðuðum við góðan mat, sem
hann töfraði fram án vandræða, og við
sátum svo á spjalli fram eftir kvöldi.
Stundum dró hann fram koníaksiögg
eða sérrí með kaffinu eftir matinn.
Mikið voru þetta dásamlegar stundir.
Þegar við sátum saman á afmælis-
daginn minn fyrir einu og hálfu ári
hélt ég að við ættum mörg ár fram
undan með mörgum svona kvöldum.
En kvöldin sem við áttum era mér
ómetanleg nú. Hann ræddi við mig
um líf sitt og væntanlegan dauða og
það er mikils virði að vita hvað hann
var sáttur við hvort tveggja. Það var
gott að þekkja mann sem mat lífið
eins og hann gerði. Þau áttu aldrei
mikla peninga og ekki vora stigin stór
skref á einhverri framabrautinni. En
hann var stoltur af að hafa komið
fimm börnum til manns og hafði
mikla ánægju af að fylgjast með þeim
og þeirra bömum. Hann mat mikils
þær gjafir sem honum voru gefnar í
þessu lífi.
Fyrir hönd okkar systkinanna kveð
ég góðan „alvöru afa“ og ómetanlegan
vin.
Ásdís Guðnadóttir.
í dag er kært kvaddur góður vinur
og mágur, Ragnar Jónsson.
Þau hverfa nú eitt af öðra, systkini,
mágkonur og mágar, þetta fólk sem
var svo stór hluti af lífsvefnum, og eft-
ir stendur maður fátækari að sam-
fylgd en með auðæfi minninganna
enn sem betur fer í farteskinu.
Ég sá Ragnar fyrst stelpa í Kefla-
vík og af hvíslingum mátti greina, ef
grannt var hlustað, að hann og Dísa
systir væru að draga sig saman. Þetta
var þéttur maður á velli og sýndist al-
vörugefinn, en svo heyrði ég hann
hlæja. Hann hafði einn þann mest
smitandi hlátur sem ég hafði heyrt,
það var ekki hægt annað en fara að
hlæja líka og ég vonaði bara að Dísa
hefði vit á að sleppa ekla manni sem
gat hlegið svona. Hún hafði vit á því
og saman hófu þau Ragnar og Dísa,
ásamt Guðna litla frænda, búskap í
Hólabrekku í Laugardal.
Mikið lifandi ósköp var alltaf gam-
an og gott að koma til þeirra í Hóla-
brekku. Það var alltaf veisla. Gg
hvergi var betra að setjast á þúfu eða
stein í kjarri og dreypa á glasi eftir
góða máltíð, tala um heima og geima
eða jafnvel taka lagið. Ég veit að efnin
vora ekki mikil, en gestum var alltaf
fagnað sem höfðingjar væru og taldir
tilefni til veislu. Þær veislur urðu oft
síðar uppspretta stórra hlátra og
skemmtilegra sagna eftir að þau
fluttu suður á Holtsgötuna,
því á miðjum aldri ventu þau lífs-
fleyinu og sigldu suður. Þau settust að
á Holtsgötunni og Ragnar fór að
vinna í Fálkanum. Aldrei man ég til
að ég heyrði æðraorð frá honum, og
reyndar hvorugu þeirra, þótt þau
hefðu orðið að bytja að mestu upp á
nýtt. Reyndar fór ekki mikið fyrir
æðraorðum hjá mági mínum, Ragn-
ari. Honum voru þau ekki töm. Hann
talaði frekar um bamalán þeirra
hjóna, um þá gæfu sína að hafa fengið
Dísu, og öll barnabömin og bama-
bamabömin. Og víst áttu þau bama-
láni að fagna. Fjögur böm eignuðust
þau, Ingveldi, Hilmar, Stefaníu og
Sigurð, og það fimmta, Guðni, sonur
Dísu sem fyrstur kom, varð auðvitað
einnig bam Ragnars. Öðravísi gat
það ekki orðið.
Mér varð það á eitthvert sinnið er
við Ragnar vorum að spjalla saman
þessa síðustu daga sem hann lifði, að
segja við hann þegar hann var eitt-
hvað óánægður með sjálfan sig, að
hann skyldi ekki láta svona því hann
væri gull af manni. Hann fussaði, eins
og landans er siður við hrósi, en hló
svo við þegar ég sagði að einu sinni
yrði hann nú að leyfa mér að segja
eins og satt væri: hann væri gull af
manni.
Nú þegar hann getur ekki ritskoð-
að orð mín lengur langar mig að segja
að hann var einn vandaðasti maður
sem ég hef kynnst. Hann gat vissu-
lega verið stífur á meiningunni, jafn-
vel funað upp, einkum ef pólitík bar á
góma, og spillingu, þá var stundum
hart mælt, enda linka í þeim málum
ekki honum að skapi. Óheiðarleiki var
ekki til í hans orðabók, og alltaf var
hann reiðubúinn að hjálpa og rétta
hönd, gleðjast með glöðum og hryggj-
ast þegar sorg sótti að. Heilshugar
gekk hann lífsgönguna, og höndin var
alltaf jafn hlý, hláturinn alltaf jafn
smitandi. Nú er sá hlátur þagnaður.
Kannski ómar hann hinum megin
þar sem hann vonaðist eftir að Dísa
biði sín.
Mitt er að þakka samfylgdina um
leið og ég votta bömum hans og ást-
vinum öllum mína dýpstu samúð.
Fríða Á. Sigurðardóttir.
RAGNAR
JÓNSSON
ANNA ÞORBJÖRG
SIGURÐARDÓTTIR
+ Anna Þorbjörg
Sigurðardóttir
fæddist i' Reykjavík
18. september 1900.
Hún lést á hjúkrun-
ardeild Hrafnistu í
Hafnarfirði 6. maí
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskirkju
16. maí.
Mig langar með
nokkrum orðum að
minnast Önnu, föður-
systur minnar, með
þakklæti til Guðs fyrir
að hafa átt hana sem frænku svo
lengi sem ég man eftir mér.
Þegar ég var lítil hittumst við oft á
sunnudögum heima hjá afa og
ömmu, systkini pabba með fjölskyld-
ur sínar. Þar áttum við frændsystk-
inin ljúfar og góðar stundir. Árið
1933 fluttumst við systurnar með
pabba og mömmu til Akureyrar og
bjuggum þar í sex ár, en fluttumst
svo aftur til Reykjavíkur 1939. Elsta
systirin var þá gift á Akureyri svo
við tvær yngri systumar fluttum aft-
ur suður með foreldrum okkar. Við
urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að
fá leigða íbúð á Vífilsgötu 15, en þá
áttu Anna og Þorkell ásamt börnum
sínum heima neðst á Bergþórugöt-
unni svo það var stutt að skreppa til
Önnu frænku. Það fannst móður
okkar ánægjulegt, því þær vora ekki
bara mágkonur heldur góðar vinkon-
ur. En það var ekki langur tími sem
þær nutu samvista því í desember
1940 lést móðir okkar, þá tæplega 51
árs að aldri. Kom það þá í minn hlut
að vera heima við í eins konar hús-
móðurhlutverki, en pabbi og Kristín,
eldri systir mín, unnu bæði í prent-
smiðju. Ég var þá aðeins 16 ára og
saknaði mömmu afskaplega mikið.
Ég vissi lítið um matargerð og ann-
að. Þá var það ómetanlegt að geta
skroppið til Önnu frænku sem
kenndi mér svo margt og fræddi
mig. Ég veit ekki hvernig það hefði
orðið ef ég hefði ekki átt hana að.
Síðar, þegar pabbi gifti sig aftur
og mér auðnaðist að fara í hús-
mæðraskóla Reykjavíkur, var það
hápunkturinn hjá okkur þegar við
vorum búnar að undirbúa mikla
veislu með alls kyns kræsingum að
bjóða í mæðraboð. Þá gat ég ekki
hugsað mér aðra en Önnu frænku
sem komið gæti í boðið í stað móður
minnar. Ó, hvað ég var stolt af henni
frænku minni þegar hún kom til
þessarar veislu uppábúin í íslenska
búningnum.
Ég var ekki í fastri vinnu á þessum
árum. Fór ég þá oft í hús til frænd-
fólks og vann við
saumaskap og annað.
Oft bað Ánna mig að
koma og vinna fyrir sig,
t.d. að þvo þvottinn
með sér eða gera við
föt. Þar lærði ég að
bæta og gera við fatnað
sem alltaf kom sér vel.
Meðan við systumar
héldum heimili með
pabba kom það fyrir að
Anna og Þorkell vora
með pabba og Stefáni
bróður sínum og konu
hans á ferðalögum að
sumri til. Þá var Krist-
ín, yngsta dóttir Önnu og Þorkels,
eða Stína, hjá okkur á meðan. Við
höfðum mikla ánægju af því. Einu
gleymi ég ekki, hvernig Stína fór fal-
lega með bænaversin á kvöldin, allar
bænirnar sem mamma hennar hafði
kennt henni.
Það var auðfundið hve mikla alúð
Anna hafði lagt í að kenna litlu dótt-
ur sinni. Þannig urðu þessar stundir
með Stínu mér líka heilagar.
Anna var ung að árum þegar hún
gerðist meðlimur í KFUK eins og
móðir hennar og eldri systir. Þar
mætti hún á hátíðarstundum, og
meðan hún gat kom hún þegar basar
var haldinn til að leggja félaginu lið
með fjármunum. Síðustu árin hefur
hún verið elsta félagskonan okkar.
í gegnum öll árin var gott að heim-
sækja Ónnu og alltaf varð maður að
drekka kaffi. Eftir að hún fór á
Hrafnistu í Hafnarfirði hafði hún
eldunaraðstöðu í herberginu sínu og
alltaf tilbúin með kaffi þegar við
systurnar komum í heimsókn. Þegar
hún var farin að missa kraftana
fannst okkur alveg óþarfi að fá kaffi.
Þá sagði hún við mig: „Viltu ekki
laga handa okkur kaffi?“ Ég sagði
það alveg óþarft. Við þyrftum ekki
kaffi.
Þá sagði hún: „Borga mín, ertu
orðin svona löt að þú nennir þessu
ekki?“ Svo auðvitað hitaði ég kaffi og
drakk það með ánægju. Þannig var
gestrisnin alltaf í fyrirrúmi. Síðasta
skiptið sem ég heimsótti hana fór ég
með Ingu dóttur hennar og þá var
hún komin á sjúkradeildina. Inga var
búin að gefa okkur kaffi. Þá fekk ég
að eiga heilaga stund með þessari
kæra frænku. Þá las ég fyrir hana úr
Guðs orði og bað með henni og fyrir
henni og öllum hennar ástvinum. Og
enn steig upp þakklæti til Guðs míns
og frelsara að hafa notið leiðsagnar
hennar og kærleika.
Guð blessi ástvinina alla. Drottinn
gaf og Drottinn tók. Lofað veri nafn
Drottins.
Vilborg Jóhannesdóttir.
OLIJOHANN
KRISTINN
MAGNÚSSON
+ Óli Jóhann Krist-
inn Magnússon
fæddist í Reykjavík
16. febrúar 1948.
Hann lést á Land-
spftalanum í Foss-
vogi 3. maí síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Háteigs-
kirkju 11. maí.
Mig langar að minn-
ast Óla vinar míns með
nokkrum línum. Þetta
var erfitt krabbamein
sem hann þurfti að
stríða við, en ég sakna
hans mikið. Ég veit að læknarnir
hjálpuðu honum sem þeir gátu. En
ég veit að honum líður vel þar sem
hann er núna. Þegar ég hitti hann
niðri á Hlemmi síðast sagði hann við
mig: „Gulla mín, þú skalt ekki hafa
áhyggjur af mér.“ Og þegar ég kom
niður á Lækjartorg og hann lagði
vagninum sá hann mig
og kom til mín og talaði
við mig, og vildi hann
að ég kæmi með sér
eina ferð og gerði ég
það. En ferðimar urðu
fleiri, og stundum fór
ég með honum nokkrar
ferðir. Þegar ég ætlaði
að gera eitthvað, þá
sagði Óli mér: „Þú
skalt ekki gera það.“
Hann leiðbeindi mér
alltaf.
Ég vil þakka þér fyr-
ir ferðirnar sem þú
gafst mér. Óli minn, ég
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig. Blessuð sé minning þín,
guð leyfi þér að hvílast í friði. Ég
samhryggist Guðnýju og börnum
ykkar. Guð styrki þau í sorg þeirra.
Blessuð sé minning þín.
Þín vinkona,
Guðlaug.