Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ I- FRÉTTIR Opinberri heimsókn forsætisráðherra til Slóvenfu lokið Fagurt ríki og þróað Opinberri heimsókn Davíðsöddssonar for- sætisráðherra til Slóveníu lauk í gær en þá átti hann m.a. fund með forseta ríkisins. Sigrún Davíðsdóttir fylgdist með heim- sókninni og ræddi við forsætisráðherra. Ljósmynd/Bobo Davíð Oddsson forsætisráðherra og Milan Kucan, forseti Slóveníu, í gær. LANDIÐ er ofboðslega fal- legt og virðist þróaðra en ég átti von á,“ sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í gær og bætti við að landið hefði ekki á sér sama blæ og mörg önnur fyrrum kommún- istaríki. Davíð er um þessar mund- ir staddur í opinberri heimsókn í Slóveníu, en kemur heim í kvöld. í gærmorgun heimsótti forsætis- ráðherra Milan Kucan, forseta Slóveníu, og Jenez Podobnik, for- seta þingsins, auk þess sem hann heimsótti höfuðstöðvar slóvenska verslunarráðsins. Heimsókn forsætisráðherra ber upp einmitt þegar stefnir í að landið fái nýjan forsætisráðherra, Andrej Bajuk, í stað Janez Drnovsek, sem verið hefur forsæt- isráðherra síðan 1992. I gær var þó enn ekki ljóst hvort og hvenær Bajuk tæki við en Ijóst er að stjóm hans verður að öllum líkind- um aðeins bráðabirgðastjórn, þar sem gengið verður til kosninga í haust. Ekki er þó um neinn stefnuágreining að ræða og Ijóst er að stjóm Bajuks mun halda fast við stefnu núverandi stjórnar í efnahagsmálum og eins að hún muni stefna á aðild að NATO og Evrópusambandinu, ESB, við fyrsta tækifæri. Fyrir íslendinga á ferð í Slóven- íu er ekki hægt annað en að taka eftir hve oft er minnst á að íslend- ingar voru í hópi þeirra allra fyrstu til að viðurkenna Slóveníu í desember 1991. í ferðinni hefur ekki verið haldin sú ræða af hálfu Slóvena að þessa hafi ekki verið minnst. í gær lauk degi forsætis- ráðherra og fylgdarliðs hans með kvöldverði hjá Milan Kucan. Góður hagvöxtur en verð- bdlga áhyggjuefni „Umhverfið og bílarnir bera vott um velmegun, sem svipar til þess sem gefur að líta í landi eins og Italíu,“ sagði Davíð og sagði að heimsóknin hefði gefið gott tæki- færi til að sjá hvað margt merki- legt hefði verið gert í Slóveníu á undanförnum árum. Hagtölur sýna að slóvenska hagkerfið nálgast nú fátækustu lönd ESB eins og Portúgal og Grikkland, en verð- bólga er enn örlítið áhyggjuefni, hefur verið um 5 prósent. Hag- vöxtur hefur undanfarin ár verið á bilinu 3-5 prósent. „Pað er athyglisvert að sjá hvað þeir binda opinberlega miklar von- ir við að komast í ESB árið 2003, þó þeir taki undir það í einka- samtölum að vísast verði það síð- ar.“ Davíð benti á að í Slóveníu gætti sama kvíða og til dæmis í Póllandi um að ef loforð um skjóta aðild gengju ekki eftir og aðild drægist fram til 2007-8, væri hætta á að almenningur missti áhugann og töfin skapaði andúð á ESB meðal þeirra. Eins og er sýna skoðanakannanir að um 65 prósent slóvenskra kjósenda eru hlynntir aðild. „Það er líka merkilegt að sjá hversu Slóvenar eru komnir vel á veg efnahagslega. Hlutabréfa- markaðurinn er reyndar vanþróað- ur og það er undarlegt miðað við að það eru 55 þúsund fyrirtæki í landinu. Við fengum að heyra það hjá forseta verslunarráðsins að slóvensk fyrirtæki leita gjarnan á erlenda hlutafjármarkaði og það er slæmt, því þá fæst engin mæl- ing á því heima fyrir hvar fyrir- tækin standa," sagði Davíð og benti á að þessi atriði væru kannski vísbending um að Slóven- um hefði ekki tekist nægilega vel að opna hagkerfið. Þeir væru því komnir aftur fyrir lönd eins og Tékkland og Pólland í röðinni yfir efnahagslega framvindu. Tækifæri sem ekki má glata Slóvenar eru mjög áhugasamir um NATO-aðild og af þeim áhuga hefur Davíð mjög fengið að heyra í heimsókninni. Það kemur reyndar ekki á óvart, því Slóvenar hafa iðu- lega rætt þetta áhugamál sitt við Davíð og aðra íslenska stjórnmála- og embættismenn á alþjóðlegum fundum um varnar- og öryggismál. „Gagnstætt því sem Pólverjar láta í veðri vaka, segja Slóvenar að þeim liggi ekki mikið á um NATO- aðild,“ sagði Davíð. „Þeir tala um að vonandi fái þeir aðild 2002-4; aðalatriðið sé að þessi þróun í átt til aðildar stöðvist ekki. Við höfum lýst yfir stuðningi við óskir þeirra og álítum að tækifæri til stækkun- ar NATO eigi ekki að glata. Aðild Slóveníu myndi einnig breyta þeirri aðstöðu sem nú er að ein NATO-þjóð, Ungverjaland, er eins og eyland innan um lönd, sem eru ekki í NATO.“ Davíð benti á að þótt Slóvenar væru vel á veg komnir með undirbúning að NATO-aðild ættu þeir enn eftir að skipuleggja heri sína upp á nýtt og vopnbúa þá. I viðræðum sínum við ráðamenn í Slóveníu hefur Davíð ekki farið varhluta af þeirri stjórnarkreppu sem ríkir í Slóveníu. Hann benti á að þrátt fyrir hana, væri engan bilbug á þeim að finna varðandi aðild að ESB og NATO og óvissan í innanríkismálum hefði engin áhrif á þau mál. Það væri reyndar athyglisvert að sjá að þrátt fyrir að bæði forsetinn og forsætisráð- herrann væru sammála um að best væri að skýra línunarnar með því að efna til nýrra kosninga væri það ekki hægt þar sem þingið væri á móti því. Eins virtust það líka vera mistök að þingmenn væru 90 og fjöldinn stæði því á jafnri tölu. Heppilegi-a væri að hafa oddatölu eins og þekktist víðast annars staðar. Áhugavert ferðamannaland Þrátt fyrir óvissu í stjórnmálum þessa dagana sagði Davíð að það ríkti almennt bjartsýni í landinu enda mikill uppgangur í samfélag- inu að mörgu leyti. Eitthvað hefði þó dregið úr erlendum fjárfesting- um, sem huganlega stafaði af því að ekki hefði tekist að losa nógu snarlega um höft í bankakerfinu. Það hlyti líka að draga úr fjárfest- ingum ef hlutabréfamarkaðurinn væri ekki nógu virkur. í ferðinni hefur Davíð farið víða um landið, bæði verið á Miðjarðar- hafsströnd Slóveníu og upp til fjalla. Fegurðin er mikil og Davíð benti á að líklega gerðu fæstir Is- lendingar sér grein fyrir hvað Slóvenía væri fallegt land og hefði upp á mikið að bjóða. „Ég hef á til- finningunni að íslendingar hafi ekki tekið upp þráðinn í ferða- mennsku til Slóveníu frá því sem var einu sinni. Þangað er margt að sækja, verðlag í meðallagi og allt er snyrtilegt og vel skipulagt." Forstjóri Europol telur ekki lfklegt að innflytjendur streymi til landsins FORSTJÓRI Evrópulög- reglunnar Europol, Júrg- en Storbeck, sem er áheyrnarfulltrúi á Evr- ópuþingi Interpol í Reykjavík, segir nokkrar ástæður fyrir því að ólíklegt sé að straumur ólöglegra innflytj- enda muni beinast til íslands í mikl- um mæli, nánar aðspurður um þróun innflytjendavandans sem hann minntist á í lok fyrirlesturs síns um starsfemi Europol á þriðjudag. Storbeck spáir því engu að síður að margir innflytjendur muni milli- lenda á Islandi á leið sinni til annarra landa en telur ólíklegt að ísland sjálft sé fyrirheitna landið. „Hvert færirðu ef þú værir inn- flytjandi?“ spyr Storbeck í samtali við Morgunblaðið. „Aðalatriðið er að komast af og þess vegna flyttirðu til þess lands sem þú teldir það vera mögulegt, sem þýðir að þú þyrftir að læra tungumálið í viðkomandi landi,“ segir hann og tekur dæmi um inn- flytjendur frá Pakistan og Sri Lanka sem kjósa yfírleitt enskumælandi lönd eins og Bretland og Bandaríkin. „Fólk sem flytur frá löndum, sem áð- ur voru franskar nýlendur kýs sér á sama hátt Frakkland eða Belgíu ef það vill fara til Evrópu því það er auðvelt að komast af í þeim löndum.“ Innflytjendur laðast að samfé- lagi samlanda sinna í útlöndum Storbeck segii- að það samfélag löglegra innflytjenda sem fyrir sé í viðkomandi landi hafi ennfremur talsvert aðdráttarafl fyrir ólöglega innflytjendur af sama þjóðerni. „Ef það hefur t.d. myndast Rússaný- lenda í Antwerpen eða Berlín, þá er ljóst að ólöglegir rússnenskir inn- flytjendur leita þangað, enda von um meiri aðstoð þar en annarsstaðar. Island millilending- arstaður en ekki fyrirheitna landið Það er líka minni hætta á því að ólög- legir innflytjendur þekkist úr þeim hópi sem fyrir er í viðkomandi landi. Tyrkneskir innflytjendur fara t.d. til Þýskalands, Hollands og Belgíu þar sem mest er af Tyrkjum en ekki til Portúgal - jafnvel þótt þeir fengju góða vinnu þar í landi.“ Að sögn Storbecks hefur eftir- spurn fyrirtækja eftir vinnuafli einn- ig áhrif á það hvert straumur ólög- legra innflytjenda beinist í heiminum. „Kínversk fyrirtæki í N- Ameríku og Evrópu greiða t.d. glæpasamtökum fyrir vinnuafl eftir séróskum og þannig getur markað- urinn stundum kallað á ólöglegan innflutning fólks milli landa þar sem fólk er sett í láglaunastörf eða selt í vændi.“ Storbeck segist þó ekki geta úti- lokað að glæpasamtök beini ólögleg- um innflytjendum hingað til lands en telur engu að síður að kjöraðstæður fyrir slíkan innflutning séu ekki fyrir hendi hérlendis. Ef marka má upplýsingar lett- neska Interpol-mannsins Jurisar Jasinkevics, sem situr Evrópuþing- ið, er ekki útilokað að erlend glæpa- Jurgen Storbeck Juris Jasinkevics forstjóri Europol, lögreglumaður hjá löggæslustofnunar Intcrpol. Evrópu. samtök hafi augastað á íslandi. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að óstaðfestar upplýsingar hermdu að fluttar væru inn lett- neskar nektardansmeyjar til að dansa á íslenskum næturklúbbum og málið hafi borist Interpol. Það eigi þó eftir að kanna hvort um ólöglega skipulagða starfsemi sé að ræða en ef svo reynist að grunurinn sé á rök- um reistur verði að öllum líkindum hafin rannsókn lettneskra lögreglyf- irvalda í samvinnu við íslensku lög- regluna. Hann segir að skýr skil hafi mynd- ast í heimalandi sínu á glæpasviðinu fyrir um áratug en þá hafi skipulögð glæpastarfsemi tekið talsverðum breytingum. „Skipulögð glæpastarfsemi fyrir tíu árum var sýnileg, hafði „andlit“. Þar var um að ræða ofbeldi, rán, fjárkúgun og svo framvegis. Nú er skipulagðri glæpastarfsemi beint gegn efnahagskerfinu með peninga- þvætti eða því sem við köllum fjár- málahryðjuverk og Lettlandi stafar mikil hætta af,“ segir Jasinkevics. „Vissulega stöndum við frammi fyrir skipulagðri verslun með fólk og vændisiðnaði sem ógnar mjög lett- neskum konum.“ Hann segir að þrátt fyrir vaxandi fíkniefnasmygl í gegnum landið til annarra landa geti það þó ekki talist mikið og meðal annarra verkefna lettnesku lög- reglunnar sé vaxandi áfengis- og tóbakssmygl og bílasmygl í gegnum landið. Innflytjendur sækjast ekki eftir dvöl í Lettlandi í nóvember í fyrra settu lettnesk yfirvöld á fót framkvæmdamiðstöð skipaða m.a. lögreglu, tollgæslu og saksóknurum sem stefnt er gegn glæpastarfsemi í landinu og tals- verðar væntingar eru gerðar til. „Fyrir 5 til 6 árum stóðum við frammi fyrir alvarlegum vanda vegna straums ólöglegra innflytj- enda í gegnum Lettland á leið til Norðurlandanna. Innflytjendur sækjast ekki eftir því að setjast að í Lettlandi enda eru lífskjör kröpp. Innflytjendur sækjast eftir því að komast inn í Danmörku, Þýskaland Svíþjóð og Noreg,“ segir Jasinkevics og bætir við að mikil og góð lögreglu- samvinna eigi sér stað á milli Lett- lands og Noregs, sem sé Lettum afar mikilsverð. Hann segir að að tengsl Interpol og Europol séu efst í huga sér í augnablikinu en samvinna þessara tveggja lögreglusamtaka hefur verið rædd á Evrópuþinginu. Nokkur munur er á starfsemi Interpol og Europol, sem lýsir sér m.a. í því að Interpol, sem rekur sögu sína allt aftur til ái-sins 1914 ef allt er talið með, fylgir sakamálum ekki eins langt eftir og Europol eins og Júrgen Storbeck útskýrði í fyrir- lestri sínum á þriðjudag. Europol er mun yngri stofnun en Interpol og tók að fullu til starfa í fyrra. Starf- semi Europol hófst árið 1994 með stofnun Eiturlyfjadeildar Europol en á næstu árum bættust fleiri glæpaflokkar við. Nú vinnur Euro- pol m.a. gegn hryðjuverkastarfsemi, verslun með manneskjur og bama- klámi, peningafölsun, ólöglegum inn- flutningi fólks frá öðrum löndum og ólöglegri verslun með geislavirk efni og kjarneðlisfræðileg efni svo dæmi séu tekin. Evrópuþingi Interpol lýkur í dag, föstudag, en ýmsir Interpol-fulltrúar og áheyrnarfulltrúar hyggjast lengja dvöl sína á Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.