Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Söngskólinn 1 Reykjavík
Lokatónleik-
ar í Islensku
operunni
TUTTUGASTA og sjöunda starfs-
ári Söngskólans í Reykjavík er nú
að ljúka og hafa hátt í 200 nemend-
ur stundað nám við skólann í vetur.
Skólaslit og afhending prófskír-
teina verða sunnudaginn 21. maí kl.
14.30 í Islensku óperunni og loka-
tónleikar verða kl. 16.
Fram koma nemendur allt frá
unglingadeild til útskriftarnema.
Flutt verða íslensk sönglög og er-
lendir Ijóðasöngvar, lög úr söng-
leikjum og óperettum og aríur og
samsöngsatriði úr óperum. Alls
koma um 40 söngvarar fram ásamt
píanóleikurum skólans. Skólinn út-
skrifar að þessu sinni fjóra nem-
endur með burtfararpróf og próf-
gráðuna AC, „Advanced
Certificate“: Bryndísi Jónsdóttur,
Hjálmar P. Pétursson, Kristínu R.
Sigurðardóttur og Ingibjörgu Al-
dísi Ólafsdóttur. Þau eiga þó öll
eftir lokaáfanga prófsins, einsöngs-
tónleika. Einnig útskrifar skólinn
nú einn söngkennara, Nönnu Maríu
Cortes, með prófgi'áðuna LRSM,
„Licentiate of the Royal Schools of
Music“. Lokapróf úr almennri
deild, 8. stigi, luku átta nemendur.
Söngskólinn fær árlega prófdóm-
ara á vegum „The Associated
Board of the Royal Schools of Mus-
ic“ í London. Að þessu sinni próf-
dæmdi Mark Wildman, yfirmaður
söngdeildar The Royal Academy of
Musie í London, próf nemenda.
Innritun fyrir næsta vetur stend-
ur yfir og verða inntökupróf mið-
vikudaginn 24. maí nk.
Ljósmynd/ Marisa.
Hólmfríður Árnadóttir textflhönnuður afhendir Hönnunarsafninu kirkjuliöklana. Á myndinni eru, auk hennar,
Aðalsteinn Ingólfsson, umsjónarmaður safnsins, Laufey Jóhannsdóttir, fulltrúi Garðabæjar í stjórnarnefnd, og
Stefán Snæbjörnsson, formaður sljórnarnefndar.
Söngvarahópurinn sem Söngskólinn í Reykjavík útskrifar í vor. Aftari röð f.v. Hjálmar P. Pétursson, Auður
Guðjohnsen, Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, Garðar Cortes skólastjóri, Kristveig Sigurðardóttir, Áslaug Helga
Hálfdánardóttir, Jónas Guðmundsson. Fremri röð: Kristín R. Sigurðardóttir, Nanna Helgadóttir, Nanna María
Cortes, Bryndís Jónsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Þóra S. Guðmannsdóttir, Þórhildur Örvarsdóttir.
Opið hús
hjá Hönnunar-
safninu
í TILEFNI af alþjóðlega safnadeg-
inum verða húsakynni Hönnunar-
safns Islands í Lyngási 7 í Garðabæ
(hús Þjóðminjasafnsins) opin al-
menningi laugardaginn 20. maí frá
kl. 11-16. Gefst þá gestum og gang-
andi tækifæri til að skyggnast inn í
geymslu safnsins og skrifstofu og
gaumgæfa þá muni sem safninu
hafa borist að gjöf eða langtímaláni
frá því það hóf starfsemi sína fyrir
rúmu ári. Má þar nefna töluvert
magn húsgagna eftir marga helstu
húsgagnahönnuði og arkitekta Is-
lendinga, lampa, textfla, leirmuni
og ýmsa aðra nytjahluti eftir mis-
munandi hönnuði.
Einnig verða kynnt bæði hús-
gögn og smærri hlutir, eftir ýmsa
hönnuði í Danmörku og Finnlandi
sem safninu hafa borist.
Kirkjuhöklar að gjöf
f þann mund sem undirbúningur
þessa „opna húss“ stóð sem hæst,
barst Hönnunarsafninu tveir
kirkjuhöklar með stólum sínum að
gjöf frá Hólmfríði Árnadóttur text-
flhönnuði. Höklana gerði Hólmfríð-
ur sérstaklega fyrir kvenpresta um
1970, þegar íslenska kvennabarátt-
an stóð sem hæst. Höklarnir verða
einnig til sýnis á „opnum degi“.
Umsjónarmaður safnsins, Aðal-
steinn Ingólfsson listfræðingur,
verður á staðnum og veitir upp-
lýsingar um það sem fyrir augu
ber.
TÖNLIST
Safnaðarsalur
Akureyrarkirkju
LJÓÐ ATÓNLEIKAR
Tónlistarfélag Akureyrar efndi til
ljóðatónleika fimmtudagskvöldið
17. maí. Flytjendur voru þau Rósa
Kristín Baldursdóttir sópran-
söngkona og Daníel Þorsteinsson
pianóleikari. Á söngskránni voru
lög og lagaflokkar eftir Purcell,
Haydn, Brahms, Bernstein og
spænska tónskáldið Montsalvatge.
EITT af þeim vandasömu verk-
um sem tónlistarmenn þurfa að
inna af hendi er að setja saman
tónleikaefnisskrár.
Uppröðun og val verkefna verð-
ur að taka mið af ótalmörgum
þáttum, sem bæði eru huglægir og
hlutlægir. Slíkt val er auðveldara
þegar ákveðið þema er haft að leið-
arljósi, árstíðir, verk frá afmörk-
uðu tímabili sögunnar eða heilu
lagaflokkarnir. Röðun verka á efn-
isskrá þarf að gera hvort tveggja í
senn, að tónlistarmaðurinn njóti
sín á réttum stöðum og að áheyr-
andinn verði snortinn samtímis.
Að vissu leyti er þarna hliðstæður
vandi og kennarans með bekkinn
sinn, þar sem rifjuð eru upp þekkt
námsefni sem krakkarnir hafa
gaman af og taka hið nýja fyrir
þegar móttökuskilyrði þeirra og
einbeiting er mest. Rósa Kristín
Út í kalt vorið
með hita í hjarta
valdi efnisskrá sem uppfyllti slík
skilyrði ágætlega, enda þekkt fyrir
frábæran árangur sem tónlistar-
uppalandi og kórstjóri. Hún valdi
lög og ljóð sem henni lét vel að
syngja og við hæfi raddarinnar.
Jafnframt varð fjölbreytni í efn-
isskránni og breidd í túlkun
áheyrandanum gleðiefni. Rósa
Kristín hefur verið búsett í Svarf-
aðardal um tíu ára skeið, og sam-
einað það að afla sér ágætrar
söngmenntunar hjá úrvalskennur-
um og jafnframt verið lyftistöng í
tónlistarlífi þessa svæðis og víðar.
Þar nægir að benda á Tjarnar-
kvartettinn sem sungið hefur vítt
um heim og hún stofnaði, stjórnaði
og söng í frá upphafi. Ekki var
henni í kot vísað að hafa sér við
hlið jafn góðan og vandvirkan
píanóleikara og Daníel Þorsteins-
son. Hann hefur svo sannarlega
unnið til starfslauna listamanna
hjá Akureyrarbæ, sem hann hlaut
nú nýverið. Skemmtilegar munn-
legar kynningar þeirra Daníels og
Rósu Kristínar og þýðingar í efnis-
skrá á textum sönglagaflokka
þeirra Bernstein og Montsalvatge
gerðu tónleikana áhrifameiri og
náðu vel til áheyrenda. Fram að
hléi var haldin leið krónólógíunn-
ar, sögulegrar tímaröðunar, frá
þeim enska Pureell og komið við
söngvaslóð Haydns og síðan sótt í
söngvasjóð Johannesar Brahms.
Rósa Kristín hefur lýríska rödd,
fallega en ekki kraftmikla. Hún
túlkar eins og góðum ljóðsöngvara
sæmir efni ljóðanna, mótar hend-
ingar einkar fallega með breytileg-
um blæ raddar og spennir boga
styrkleikabreytinga frá því
mýksta og veikasta til hins þrótt-
mikla og heldur sig ávallt innan
marka smekkvísinnar. Hlutur
Daníels í sannfærandi túlkun var
mikill og samleikur þeirra einstak-
lega góður. Söngkonan opnaði tón-
leikana með laginu „Music for a
while“ eftir Purcell og þar náði
hún sannfærandi mjúkum crec-
endo-söng, vaxandi styrk, á löng-
um liggjandi tónum þessa unaðs-
lega lofsöngs um tónlistina. Það er
ljóst þegar maður hlýðir á ljóðalög
Haydns hversu mikil fyrirmynd
tónskáldið hefur orðið helstu
ljóðatónskáldum sögunnar, s.s.
Beethoven og Schubert, enda
stundum nefndur „pabbi Haydn“.
Lag Beethovens Adelaide sver sig
býsna sterkt í ætt lagsins „Fidel-
ety“ eftir Haydn, sem þarna var
ágætlega flutt. Eftir flutning á
þremur lögum eftir Haydn komu
jafn margir söngvar eftir Brahms,
með þessu meistarahandbragði
höfundarins sem er aldrei fjarri
rót þjóðlaga, þrátt fyrir sína há-
lærðu útfærslu. Flutningur var
sannfærandi, þó fannst mér Rósa
Kristín ekki kveða nógu sterkt að
þýsku orðunum svo merking
þeirra yrði skýrari í okkar eyrum.
Túlkun þeirra á þremur írskum
þjóðlögum í einkar skemmtilegum
útsetningum Howard Hughes var
frábær og líður vandræðagangur
stamandi elskendanna í loka-
söngnum seint úr minni. Eftir hlé
kom lagaflokkurinn sem ber þetta
músíkfjandsamlega nafn „Ég þoli
ekki tónlist", sem er í senn ein
mesta ástarjátning til tónlistarinn-
ar, enda er „gaman að syngja" seg-
ir Barbara litla í ljóðinu, en hatrið
nær aðeins til þessara svart-
klæddu manna sem leika tónlist
sem hún getur ekki kallað tónlist.
Hér er að sjálfsögðu átt við fimm
barnalög eftir Bernstein og ber
heitið „I hate music“ og frumflutt
var af honum og vinkonu hans og
söngkonunni frægu Ann Turrell
árið 1943. Það gildir bæði um
þennan lagaflokk og fimm negra-
söngva eftir Montsalvatge að þar
risu tónleikarnir hæst. Heillandi
tónlist, litríkir textar og túlkun
sem gerði herlegheitunum bestu
skil. Bernstein er óefað einn fjöl-
hæfasti listamaður 20. aldarinnar
og varð heimsfrægur sem tón-
skáld, hljómsveitarstjóri, píanó-
leikari, kennari og rithöfundur.
Montsalvatge fæddist 1912 og hef-
ur ekki notið heimsljóssins á sama
hátt.
Söngvasveigurinn, fimm negra-
lög, hefur þó notið verðskuldaðra
vinsælda og er einnig til í hljóm-
sveitarbúningi. Negrasöngvum
þessum má ekki rugla saman við
negrasálma. Montsalvatge sækir í
þann brunn sem er afró-ameríska
tónlistin á Karíbaeyjunum. Hann
blandar listilega saman ljúfum
dönsum og ómstríðum hljómum,
habanera-hljóðfall og flamengo,
spænsk-arabísk blanda sem er
alltaf smekkleg og hrífandi. Rósa
Kristín og Daníel þökkuðu góðar
viðtökur áheyrenda og fluttu hið
ágæta lag Atla Heimis, Vorið góða,
við ljóð Jóhannesar úr Kötlum.
Út í kalt vorið fór maður með
hita í hjarta.
Jón Hlöðver Áskelsson