Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Menning óhófsins Hófleysið, sem einkennir þessi hátíðar- höld, er hirtingarform sama menning- arskortsins og mótar„neysluœðið“. Tölumar verða sífellt ógnvænlegri. Þeir, sem muna hörmungar íslenskrar efnahags- stjómunar, hverfa í huganum aftur í tímann, þegar sí- fellt bámst nýjar og skelfilegri töl- ur. Þá var það verðbólgan, sem æddi áfram stjómlaust, þannig að ráðlegast var að eyða öllu, áður en peningamiryrðu verðlausir. Nú era það skuldir heimilanna, sem þenjast út líkt og verðbólgupúkinn forðum, með tilheyrandi við- skiptahalla við útlönd. Islendingar munu vera á „neyslufylleríi". Gáfaðir menn og vel menntir segja að „neysluæði" hafi gripið ís- lensku þjóðina. Afleiðingamar verði skelfilegar; sumir ganga svo langt að spá því að „hrun íslenska hagkerfisins“ sé skammt undan. Hagfræðingar og talsmenn at- vinnulífsins gagnrýna stjómvöld íyrir að grípa ekki til neinna þeirra aðgerða, sem fallnar séu til að stöðva VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson „neyslufyll- eríið“ og koma viti íyrir al- menning. Ætla mætti að þessir ágætu fræðimenn hefðu eytt stærstum hluta ævi sinnar fjarri fóstuijörð- inni. „Neysluæði" hefur einkennt samfélag Islendinga áram saman. Margir halda því fram að djúp- stæða efnishyggju landsmanna megi rekja til ára seinni heims- styijaldarinnar þegar útlendir peningar tóku að streyma um hag- kerfið. Líkt og framandi menningu hafi verið þröngvað upp á ýmsar frambyggjaþjóðir með skelfileg- um afleiðingum hafi íslendingar einfaldlega ekki fengið höndlað þetta mikla stökk. „Neysluæði" íslendinga kann að eiga sér sögulegar skýringar en mestu skiptir að í því birtist vera- leikasýn þjóðarinnar. Sú sýn til heimsins mótast aftur á móti af mörgum þáttum, m.a. af sérlega fjandsamlegu loftslagi sem kallar á mikla inniveru með margvísleg- um afleiðingum fyrir þjóðlíf, efna- hag, verðmætamat og sálarheill. Akveðin efnishyggja fylgir því óhjákvæmilega búsetu við svo erf- ið skilyrði. Erfiðara er að greina nákvæm- lega hvenær og af hvers konar völdum neysluhyggjan verður gjörsamlega stjómlaus. Hvað er það, sem fær umtalsverðan hluta almennings til að steypa sér í óvið- ráðanlegar neysluskuldir? Hvers vegna skilja íslendingar sig frá flestum þeim þjóðum, sem teljast þróaðar, að þessu leyti? Með hvaða hætti verður menn- ingarleysi hinnar hamslausu neyslu skýrt á íslandi? Við hæfi er að horfa til stjóm- valda og framgöngu þeirra, þegar þess er freistað að bregða ljósi á þetta ástand, sem svo margir hafa áhyggjur af. Hvaða fyrirhyggja og verðmætamat felst í meðferð stjómvalda á almannafé? Hvaða forgangsröðun birtist í þeim ákvörðunum sem teknar era um útgjöld? Hvert er það fordæmi sem ráðamenn skapa? Hvaða „skilaboðum er komið á framfæri" eins og sagt er á máli nútímans? Innan ekki langs tíma munu menn reka upp stór augu á ís- landi. Þegar reikningar vegna landafundahátíðarhalda, kristni- tökuhátíðar, menningarhátíða og -kynninga heima og erlendis liggja fyrir verður spurt hvemig það gat gerst, að milljörðum króna væri varið í þessu skyni. Islenskir ráðamenn hafa sumsé einnig verið á óvenju heiftarlegu „neyslufylleríi" þótt ólíkt al- þýðufólki eyði þeir annarra manna peningum. Og því fer víðs fjarri að af þeim sé rannið. Hvers vegna ætti almenningur í þessu landi að taka þá, sem stjóma, hátíðlega, þegar þeir hvetja tfl aukins spamaðar? Hvers vegna ætti alþýða manna að draga úr neyslu sinni þegar fréttir fjöl- miðla í landinu snúast flestar um linnulaust fjárstreymi úr rfldssjóði og þátttöku fyrirmenna í upp- skrúfuðum og innihaldslausum há- tíðum heima og erlendis? Hvers vegna á almenningur t.a.m. að ef- ast um réttmæti þess að fjár- magna sumarleyfi erlendis með rándýram lántökum þegar mökk- ur fólks dvelst stóran hluta ársins í útlöndum vegna land- og menn- ingarkynninga af ýmsum toga á kostnað skattborgaranna? Hófleysið, sem einkennir þessar hátíðir menningar og kristni, er birtingarform sama menningar- skortsins og mótar íslenska „neysluæðið". Meðferð stjómvalda á fjármun- um almennings er jafnan til marks um þá forgangsröðun, sem ákveð- in hefur verið á hveijum tíma. í henni birtist m.a. veraldarsýn for- ustumanna þjóðarinnar og skiln- ingur þeirra á siðrænum grand- velli stjórnmála. Heldui' einsleitur hópur ís- lenskra valdsmanna hefur ekki séð ástæðu til að breyta þeirri for- gangsröðun að nokkra marki. Kröfur um nýja forgangsröðun í útgjöldum stjómvalda era raunar yfirleitt hundsaðar, líkt og fram kom glögglega í grein, er birtist í Morgunblaðinu 16. þessa mánaðar eftir Ólaf Ólafsson, fyrrum land- lækni og formann Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Þar fjallar Ólafur Ólafsson um þá forgangsröðun, sem birst hefur í framkomu við eldra fólk í þessu landi á síðustu áram og virðist þá engu skipta hverjir fara fyrir menningarþjóðinni einstöku. í þessari grein, sem er þvflíkur áfellisdómur yfir núverandi og íyrrverandi ráðamönnum, að skömm þeirra ætti að vera yfir- þyrmandi, segir m.a: „En við bjuggumst við betri og sanngjarn- ari afgreiðslu frá því miðaldra fólki er tók við góðu búi af okkur og sit- ur nú við stjómvölinn. Allar götur reiknuðum við með því, að okkur yrði ekki sýnd lítilsvirðing og yfir- gangur. Svo lengi lærir sem lifir.“ Þessj er sú mynd, sem blasir við fólki á Islandi. Virðingar- og smekkleysi einkennir meðferð á opinberam fjármunum. Tilbún- ingi, ásýnd og yfirborði er haldið á lofti í stað inntaks og veraleika. Menningarlaus sýndarmennska, upphafning hégómans og grát- brosleg þjóðremba hefur breyst í stórútgerð, sem rekin er á kostnað almennings. Á sama tíma sér eldra fólk á Islandi sig tilneytt til að kvarta á opinberam vettvangi undan þeini lítilsvirðingu, sem ráðamenn sýna því. í öðram löndum er framkoma við eldra fólk höfð til marks um menningarstig einstaklinga og þjóða. Á Islandi er „neyslustigið" eitt mælanlegt. MINNINGAR INGIGESTS SVEINSSON + Ingi Gests Sveins- son fæddist í Reykjavík 4. nóvem- ber 1919. Hann lést 12. maí siðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Helgason, f. 22. apríl 1890 á Ket- ilsstöðum, Kjalarnesi yfirprentari í prent- smiðjumii Gutenberg og kona hans Björg Sigríður Þórðardótt- ir, f. 15. nóvember 1890 í Sperlahlíð Arn- arfirði. Þeirra börn voru: 1) Sóiey, dó ný- fædd. 2) Margrét, f. 16.12. 1913, látin. 3) Helgi Kalman, f. 14.1. 1916, látinn. 4) Ingi Gests, f. 4.11. 1919, sem nú er kvaddur. 5) Guð- laug Helga, f. 26.9.1929. Árið 1941 kvæntist Ingi Guðrúnu Gfcladóttur, f. 26.12. 1918, d. 17.2. 1988. Foreldrar hennar voru Gísli Ólafsson, skáld frá Eiríksstöðum, f. 2.1. 1885 og Jakobina Þorleifsdótt- ir, f. 28.6. 1890. Systkini Guðrúnar voru: Ólafur, f. 16.3.1916, látinn og Hulda, f. 8.8.1913, látin. Ingi og Guðrún skildu. Böm Inga og Guðrúnar eru: 1) Jakobúia, f. 1.2. 1942, maki Erling- ur Lúðvíksson, þau eiga þijú böm. 2) Sveinn, f. 3.1. 1947, maki Bima Ólafsdóttur. Böm hans af fyrri hjónaböndum era fimm, eitt er Iát- ið. Böm Bimu af fyrra hjónabandi era þijú. 3) Gylfí, f. 16.5.1949, hann á þrjú böm. 4) Bjöm, f. 30.11.1950, maki Elísabeth du Pond, þau eiga eitt bam. Bjöm á eitt bam frá fyrra hjónabandi og Eh'sabet tvö böm. Eftirlifandi eiginkona Inga er Lilja Eygló Karlsdóttir, f. 29.10. 1921. Foreldrar hennar voru Karl Jónsson og Guðrún Eyjólfsdóttir. Systur Lilju era Sigriður, Ingi- gerður og Ingibjörg. Lilja á fimm böm frá fyrra hjónabandi: 1) Ragna Gísladóttir, f. 27.7. 1942, maki: Bryngeir Vattnes þau eiga þijú börn. 2) Karl Gíslason, f. 10.4. Elsku pabbi minn. Mig langar með nokkram orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gef- ið og kennt mér. Þú varst sem klettur í lífi mínu, stór og sterkur og barst höfuðið hátt, alltaf traustur og trygg- ur. Þú hafðir ekkert mörg orð um hversdagslega hluti, hugsaðir þeim mun meira um lífið og tilverana á heimsvísu. Þú fylgdist alltaf vel með öllum stjómmálum hér heima og úti í hinum „stóra heimi“. Ekki varst þú gamall þegar þú fórst að sendast hjá Johnson & Kaab- er á reiðhjóli með grind framan á og þú fórst að læra morse aðeins 13 ára gamall og grúska í radíóblöðum tfl að geta búið til tæki svo þú gætir haft sambönd úti í himingeimnum, þú hugsaðir alltaf hátt og stórt. Þú lagðir það einnig á þig að læra tungumál svo þú gætir sinnt áhugamálunum. Skátahreyfingin átti einnig hug þinn á yngri áram og með þeim fórst þú einnig að kanna heiminn. Þú fórst einnig ungur að árum að iðka sund- íþróttina þótt það yrði að æfa í sjón- um til að byrja með. Og mikið fannst manni kassinn flottur sem þú áttir með öllum verðlaunapeningunum. En þú varst ekki að hafa hátt um afrekin. Ég man hvað þér þótti mikið vænt um systkini þín og saknaðir allt- af mikið Helga Kalman bróður þíns sem var þremur áram eldri og dó að- eins átta ára gamall úr heilabólgu, hann var yndislegur lítill drengur sem var í huga þínum allt til enda. Eg man hvað þér þótti alltaf gaman að gefa. Þú fórst nú ansi margar ferðimar til útlanda, hafðir komið í nær allar heimsálfumar og alltaf komst þú með gjafir handa þínum nánustu. Elsku pabbi minn, ég mun sakna þfn mikið en þú munt alltaf verða í huga mínum sem kletturinn og ég veit að þú ert aðeins lagður af stað í hinstu ferðina og búinn að hitta alla ættingj- ana og vinina og að þér líður vel og að við hittumst aftur. Jakobúia Ingadóttir. 1944, maki María Einarsdóttir þau eiga tvö börn. 3) Ól- afur Gi'slason, f. 10.3. 1946, maki: Sigur- björg Þorleifsdóttir þau eiga fimm börn, Ólafur átti eitt bam áður. 4) Jón Gunnar Gíslason, f. 8.4. 1956, maki Margrét Árna- dóttir, þau eiga þijú börn. 5) Gísli Gísla- son, f. 16.6. 1957, maki: Anna Haukdal þau eiga fjögur böm. Árið 1941 lauk Ingi námi i' rennismíði frá Landssmiðjunni í Reykjavfk, meistararéttindi í vélvirkjun- og bif- vélavirkjun hlaut hann síðar. 1945- 1947 sá hann um byggingu slippsins á Neskaupstað. 1948 gerðist hann verkstæðisformaður á vélaverk- stæði Kaupfélags Skagfirðinga og vann hann þar til ársins 1958 er hann stofnaði eigið verkstæði. Ingi kenndi eðlis- og efnafræði við Iðnskólann á Sauðárkróki um tíma. Árið 1963 var Ingi vélsijóri á Hamrafellinu. 1964-1966 vann Ingi við Búrfellsvikjum. 1967 hóf Ingi störf hjá Islenska álfélaginu er það hóf göngu súia og vann þar sem verkstæðisformaður á far- tækjaverkstæðinu allt til ársins 1989 er hann hætti störfum sökum aldurs. Á yngri áram var Ingi einn af bestu sundmönnum Islands. Ingi tók mikinn þátt í skátastarfi sem unglingur og ungur maður. Sótti skátamót heima og erlendis. Árum saman tók Ingi virkan þátt í Róta- rýstarfí á Sauðárkróki. Aðal- áhugamál Inga vora radíósam- skipti sem hann var virkur í frá yngri árum. Hann hafði náð sam- bandi við öll lönd þegar hann hætti. Ingi var heiðursfélagi í ís- lenska radíóamatörafélaginu. Útför Inga fer fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ingi Gests Sveinsson fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1919. Foreldr- ar hans vora Sveinn Helgason prentari og Björg Þórðardóttir. Ingi var næst- yngstur fjögurra systkina en eldri bróður sinn missti hann í æsku og mátti merkja, að allt sitt líf saknaði hann Helga. Ingi byrjaði að keppa í sundi ungur að árum og sagði hann mér að súi fyrsta keppni hefði verið í Örfirisey 1932. Ingi tók þátt í sínu síð- asta móti árið 1944 og setti hann tugi íslandsmeta á sundferli sínum. Ingi varð snemma hugfanginn af radíóam- atöram, og sinnti þessu áhugamáli sínu nánast allt sitt líf meðan heilsa entist, enda uppskar hann ríkulega, hlaut mn- lendar og erlendar viðurkenningar, enda eini íslendingurinn og einn ör- fárra manna í heiminum, sem hefur komið á staðfestu radíósambandi við öll lönd veraldarinnar. Fyrir nokkram ár- um sagði hann mér að fall jámtjaldsins hefði bjargað þessu, þar hefði hann átt eftir nokkur lönd þar á meðal Albaníu, sem var alveg lokað þar til jámljaldið féll. Ingi lærði rennismíði og einnig vél- virkjun og bifvélavirkjun. Hann starf- aði við störf tengd þessum iðngreinum aUt sitt líf. Hann starfaði við dráttar- brautina í Neskaupstað, hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, rak srna eigin smiðju þar, vann við bygg- úigu Búrfellsvirkjunar, en síðustu 20 árin starfaði Ingi sem verkstjóri hjá ís- lenska álfélagmu. Þar voru Inga falin ýmis sérverkefni, m.a. starfaði hann um tíma á vegum móðurfyrirtækis IS- AL, í Suður-Afríku og niður við Persa- flóa. Ingi var ákaflega dulur maður og flíkaði nánast aldrei tilfinningum sín- um við böm sín, samstarfsmenn eða aðra. Þrátt fyrir þetta hafa samstarfs- menn hans til fjölda ára sagt mér að fáa yfirmenn hafi þeir þekkt sem hafi haft betri skilning á mannlegum þátt- um, og verið raunbetri að leysa úr vandamálum, ef til hans var leitað. Ingi dvaldi síðustu mánuðina á hjúkranarheúnilinu Holtsbúð í Garðabæ, þar naut hann umönnunar góðs starfsfólks, einnig naut hann ástúðar og hlýju eigmkonu sinnar, Lilju Karlsdóttur, sem dvaldi lang- túnum saman hjá honum er heilsu hans tók að hraka. Mig langar að kveðja þig, pabbi minn, með þessum ljóðlínum. Hvarégferumæviárm aldrei gleymi ég þér. Þegar hjartans svíða sárin sælþínminninger. Þótt ég heyri ei óm af orðum ógni fjarlægðin. Eg veit þú leiðir Ikt og forðum litladrengmnþinn. (Gísli Ólafsson.) Sveinn Ingason. Sásemeftirlifir deyrþeimsemdeyr enhinndánilifir íhjartaogminni mannaerhanssakna Þeireruhimnarmr honumyfir. (Hannes Pét.) Sendum öllum ættingjum ogvmurn dýpstu samúðarkveðju. Guðrún Birna Gylfadóttir og fjölskylda. Kveðja frá íslenskum radíóamatörum Merki Inga Sveinssonar, TF3SV, hins mikla aldna öðlings okkar radíó- amatöra, er hljóðnað á okkar bylgju- lengdum. Ingi Sveinsson var heiðurs- félagi Islenskra radíóamatöra, IRA. Hann var um árabil í hópi okkar bestu DX-manna og náði æðstu alþjóðlegu viðurkennmgunni „DXCC Honor Roll“ og var fremstur okkar á þeún vettvangi. Hann fékk áhugann 13 ára og lærði þá mors hjá Gísla Ólafssyni loft- skeytamanni, fór að ná sér í túnarit og byggja tæki næstu árin. Hann mun hafa verið virkur fyrir stríð, en 1943 flyst hann úr Reykjavík til Norðfjarð- ar og þaðan til Sauðárkróks árið 1947. Þar byggði hann fyrstur íslenskra radíóamatöra loftnetstum með snúanlegu stefnuvirku loftneti. Á Sauðárkróki var hann virkur, með heúnasmíðuð tæki eingöngu, eúikum á árunum 1951-1956 undir kallmerk- úiu TF5SV. Hann flyst aftur suður 1963, en um 1970-1971 gengur hann til liðs við félagið og verður virkur aft- ur, nú undir kallmerkinu TF3SV. Fljótlega gnæfði endurbættur loftnetsturninn hans yfir Hafnarfirði, eða þar til hann flutti í Garðabæ, en þá gaf hann félaginu tuminn. Hann hafði meira gaman af morsi, fannst það skemmtilegra og persónu- legra. I upphafi, þegar hann var að læra mors, tók hann á móti því ómót- uðu. Hann notaði í þrjú ár viðtæki án „beat oscillators," og sagðist í gegn- um þá þjálfun ekki hafa átt í neinum vandræðum eftir það. Þjálfunin í hinum knappa en hnitm- iðaða talsmáta morsins mótar með vissum hætti hugsun og tjáningu í þá vera að segja frekar það sem segja þarf án óþarfa málskrúðs. E.t.v. átti þetta þátt í að kjami hvers máls sem hann tjáði sig um kom fram í skýrum og skemmtilegum dráttum, settum fram á hógværan og hnitmiðaðan hátt, sem alltaf hitti í mark. Við sem fylgdumst með Inga í loftúiu tókum eftir hans íþróttamannslegu framkomu í loftúiu og að hann var alltaf með einn „stóran“ á hinum endanum. Hvemig hann fór að þessu var okkur hinum aðdáunar- og undrunarefni. Nota eyrun rétt, hlusta meúa, kalla minna og á réttum tíma, þekkja skil- yrðin og vera með góð loftnet. Þetta kunni Ingi öðram betur. Alltaf var hann reiðubúinn að miðla okkur hinum af reynslu súini og þekkingu í þessum efhum, hvetja okkur hina og ryðja brautína. Við sem urðum þeúrar gæfú aðnjót- andi að kynnast heiðursmanninum Inga Sveinssyni munum aldrei gleyma þeirri hugljómun sem hann veitti okkur og þeúri íyrúmynd sem hann var okk- ur. íslenskú radíóamatörai- senda aðstandendum Inga Sveinssonar innilegar samúðarkveðjur. Kristján Benediktsson, TF3KB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.