Morgunblaðið - 19.05.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMEINING
SVEITARFÉLAGA
SÉRSTÖK nefnd, sem starfað hefur á vegum Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í nóvember
sl. leggur til að ítarleg könnun fari fram á sameiningu þeirra
í eitt eða tvö sveitarfélög eða að lögbundið verði sameigin-
legt svæðisskipulag þeirra. Jafnframt leggur nefndin til, að
atkvæðagreiðsla fari fram á meðal íbúa sveitarfélaganna
um þessar tillögur að ári liðnu og að kosið verði á grundvelli
þeirrar niðurstöðu, sem þar fæst í borgar- og sveitarstjórn-
arkosningum að tveimur árum liðnum.
Nefndin hefur sett fram þrjár hugmyndir. Ein er sú, að
öll sveitarfélögin á þessu svæði verði sameinuð undir einn
hatt. Hinar tvær snúast um tvö sveitarfélög á svæðinu en
munurinn á þeim byggist á því hvort Kópavogur yrði sam-
einaður Reykjavík og öðrum sveitarfélögum eða Garðabæ,
Hafnarfírði og Bessastaðahreppi.
Það er fagnaðarefni, að mál þetta er komið til umræðu á
ný. Það var töluvert rætt fyrir nokkrum árum og þá lýsti
Morgunblaðið þeirri skoðun, að eðlilegt væri að sameina í
eitt sveitarfélag, Reykjavík, Seltjamarnes, Kópavog, Mos-
fellsbæ og Kjalarneshrepp. Og síðan Hafnarfjörð, Garðabæ
og Bessastaðahrepp í annað sveitarfélag. Frá því að þær
umræður fóru fram hefur Kjalarneshreppur sameinast
Reykjavík en nú leggur nefndin til að Kjósarhreppur sam-
einist höfuðborginni einnig.
Skoðun Morgunblaðsins er óbreytt. Skynsamlegt er að
tvö sveitarfélög verði á þessu svæði. Rökin fyrir þeirri
skiptingu eru bæði efnisleg og tilfínningaleg. Samstarf og
samskipti og söguleg tengsl Hafnarfjarðar, Garðabæjar og
Bessastaðahrepps hafa lengi verið með þeim hætti, að eðli-
legt er að þar verði til eitt sveitarfélag, sem hugsanlega
mundi sameinast byggðunum sunnan Hafnarfjarðar og þar
með teygja sig langleiðina til Suðurnesja.
Þótt Kópavogur hafi eflzt mjög á undanförnum árum er
eðlilegt engu að síður, að bæjarfélagið sameinist Reykjavík
eins og hugmyndir komu raunar upp um fyrir nær hálfri öld
og urðu þá ekki að veruleika af pólitískum ástæðum. Kópa-
vogur er jafnmikill hluti af Reykjavík og Breiðholtshverfí
eða Grafarvogur í skipulagslegu tilliti.
Samstarf sveitarfélaganna á þessu svæði er orðið svo
mikið og náið og hagsmunir þeirra samantvinnaðir að engin
rök eru l'engur fyrir núverandi skiptingu. Það er alveg ljóst,
að hún hefur í fór með sér mikinn kostnað fyrir íbúa og
skattgreiðendur í sveitarfélögunum.
Það er ekkert vit í því að halda uppi mörgum sveitar-
stjórnum með öllum þeim sérstaka kostnaði, sem þeim fylg-
ir í byggðum, sem hafa runnið saman.
Það er tæpast hægt að fínna nokkur rök gegn sameiningu
sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. I minni sveitar-
félögunum er fyrst og fremst um að ræða tilfinningaleg rök
um sjálfstæði og í einhverjum tilvikum er hægt að halda því
fram, að minni sveitarfélög og það návígi sem í þeim er
kunni að tryggja betri þjónustu en ella og betri þekkingu
embættismanna og þjónustuaðila á þörfum íbúanna.
Þessi rök vega hins vegar ekki þungt þegar litið er á
heildarmyndina. Þar blasir við, að kostnaður vegna yfir-
stjórnar minnkar. Skipulagsmál verða einfaldari viðureign-
ar og margvíslegt hagræði er af því, að ein sveitarstjórn eða
tvær fjalli um mál en ekki átta sveitarstjórnir.
Það eru ekki fyrst og fremst íbúar sveitarfélaganna, sem
hafa lýst andstöðu við þessar hugmyndir, þegar þær hafa
komið til umræðu. Það eru stjórnmálamennirnir og að ein-
hverju leyti embættismenn, sem hafa lagzt gegn þeim.
Þeir aðilar geta hins vegar ekki verið andsnúnir því, að
íbúarnir ákveði þetta sjálfír í atkvæðagreiðslu eins og nefnd
Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lejggur til.
íbúarnir eru hinn endanlegi dómari í þessu máli. I aðdrag-
anda slíkrar atkvæðagreiðslu mundu fara fram miklar um-
ræður, þar sem röksemdir með og móti yrðu dregnar fram
og lýðræðið réði ferðinni. íbúum í öllum sveitarfélögunum
mundi gefast tækifæri til að koma skoðunum sínum á fram-
færi. Slíkar umræður mundu áreiðanlega verða mjög gagn-
legar fyrir sveitarfélögin öll. Vel má vera, að einhver sveit-
arfélaganna kæmust að þeirri niðurstöðu, að þau vildu enga
sameiningu en önnur mundu sameinast í kjölfar atkvæða-
greiðslunnar.
Vonandi bera forystumenn umræddra sveitarfélaga gæfu
til að taka þessum hugmyndum vel og efna til slíkrar at-
kvæðagreiðslu. Þeir eiga ekki að taka frá íbúunum réttinn
til þess að taka þessa grundvallarákvörðun sjálfír.
Nýja hafrannsóknaskipið Árni Friðriksi
Guðmundur Bjamason skipstjóri staðfestir komu skipsins í bók hafnsögu-
mannsins Helga Magnússonar.
Bjarni Sveinbjömsson yfirvéls
Þetta er stór sti
Guðmundur Bjarnason, skipstjóri á nýja
hafrannsóknaskipinu Arna Friðrikssyni
RE 200, var að vonum ánægður, þegar
hann hafði lagt því við Miðbakkann í
Reykjavíkurhöfn í gær. Steinþór
Guðbjartsson, blaðamaður, og
Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari, fóru
með hafrannsóknaskipinu Dröfn út í
nýja skipið og voru með Guðmundi í
brúnni síðasta spölinn.
EIR voru hressir, karlarnir á
Árna, þegar Dröfnin lagðist
upp að hlið nýja skipsins upp
úr hádeginu í gær, enda ekki
nema von, loksins komnir heim eftir að
hafa verið tvo mánuði í burtu, Guð-
mundur skipstjóri reyndar heldur
lengur eða síðan í lok febrúar. Þeir
buðu gesti velkomna en horfðu annars
til lands og biðu rólegir eftir stóru
stundinni.
Fullkomið og gott skip
Guðmundur segir að heimferðin hafi
verið mjög ánægjuleg. „Við fórum frá
Talcahuano í Chile, þar sem ASMAR-
skipasmíðastöðin er, 20. apríl, vorum
29. apríl við Panamaskurðinn og fórum
þaðan tveimur dögum síðar. Það var
mjög heitt við miðbauginn og í Karíba-
hafinu og það var helst hitinn sem fór í
menn en eftir að það fór að kólna var
ekki yfir neinu að kvarta. Við lentum í
mikilli brælu, meira en 10 vindstigum, í
Suðurdjúpi rétt áður en við komum inn
í íslensku lögsöguna en skipið gekk
mjög vel.“
Bjarni Sveinbjömsson, yfirvélstjóri,
tók í sama streng. „Þá voru aðeins
þrjár af fjórum dísilvélunum í gangi en
við keyrðum samt á 11 til 12 mílna
hraða.“
Dröfnin er aðeins um 25 metra langt
skip og nánast hverfur við hliðina á
nýja skipinu sem er 69,9 m að lengd,
13,8 m að breidd. Það djúpristir 6,5 m
og ganghraði er 16 sjómílur. Ibúðir eru
fyrir 33 skipveija og rannsóknamenn
og hefur hver skipveiji sérsturtu og
salerni. I skipinu eru fjórar dísilraf-
stöðvar, 1.080 KW hver, sem framleiða
rafmagn íyrir 3300 KW rafmótór sem
knýr skrúfu skipsins. Sérstök áhersla
hefur verið lögð á að vélar skipsins hafi
sem lægstan mengunarstuðul. I botni
skipsins að framan og aftan eru tvær
hliðarskrúfur sem hægt er að snúa í
360 gráður og geta drifið skipið áfram
á 7 sjómflna hraða. Við hönnun á bol
skipsins og vali á vélbúnaði var sérstök
áhersla lögð á að hávaði frá skipinu
yrði sem minnstur og truflaði ekki fisk
eða bergmálstæki.
Skipið er hannað sem rannsókna-
skip með fullkomnum togbúnaði. Það
er með fjórum heilum þilförum og
bakkaþilfari. Á brúarþaki er útsýnis-
turn í mastri. Ibúðir yfirmanna og leið-
angursstjóra, ásamt tækjaklefa og
sjúkraklefa, eru á bakkaþilfari. Tog-
þilfarið er opið stafna á milli og fjórum
grandaraspilum er komið fyrir fremst.
Á þriðja þilfari eru rannsóknastofur og
sameiginlegar vistarverur áhafnar, svo
sem matsalur, setustofa, og fundarsal-
ur. Aðgerðar- og vinnslurými er þar
aftast. Ibúðir áhafnar eru á öðru þilfari
og þar aftast er 140 rúmmetra frysti-
og kælilest. N eðst er vélarrúm.
Nýja skipið verður búið rúmgóðum
rannsóknastofum og nýjustu tækjum
til söfnunar og úrvinnslu gagna um eðl-
is- og efnafræðilega eiginleika sjávar,
þörunga- og dýrasvif.
Á undan áætlun
Smíði skipsins dróst um nokkra
mánuði en skipveijar létu það ekki á
sig fá og Guðmundur leit á björtu hlið-
amar. Eftir því sem skipið nálgaðist
höfnina meir jókst spennan í brúnni.
„Það er ótrúlegt að vera kominn heim
og ég melti þetta ekki almennilega
ennþá en við erum aðeins á undan
áætlun,“ sagði Guðmundur skipstjóri
eftir að hafa sagt Ama Sverrissyni
stýrmanni að láta heyrast fjóram sinn-
um í skipsflautunni þegar skipið kom
að hafnargarðinum. „Það var mjög
gott að vera í Chile, fólkið vingjamlegt
og þægilegt, en það er líka ánægjulegt
að vera kominn heim.“ I því kom
Bjami vélstjóri upp í brú, klæddur í
sitt fínasta tau. „Bjami minn, velkom-
inn heim. Það er gott að hafa vélstjór-
ann hjá sér til halds og trausts.“
Lúðrasveitin Svanur lék lög á Mið-
bakkanum og þegar skipverjar urðu
þess varir sagði Guðmundur Árna að
gefa þeim tóninn og langt flaut kom í
kjölfarið. „Þama er Gunni á Svanin-
um,“ sagði Guðmundur og veifaði út
um gluggann. „Eg hef ekki siglt héma
inn síðan í janúar. Þá voram við að
koma úr síldarleiðangri á litla Ama,
voram í sfld vestur af Jökli. En ég
hlakka til að fara á þessu skipi í leið-
angra og til stendur að byrja í júlí á
kolmunna, makrfl og sfld.“
Tólf skipveijar vora í áhöfn á leið-
inni heim, tveir menn frá skipasmíða-
stöðinni og franskur sérfræðingur í
rafbúnaði skipsins auk eiginkonu
kokksins. Þau biðu spennt eftir að hitta
ættingja og vini. „Andskoti er kulda-
legt hérna,“ sagði Árni stýrimaður og
reyndi að finna fjölskylduna í mann-
fjöldanum á bakkanum. „Þetta er gríð-
arlega skemmtilegt skip, stórt, mikið
og öflugt og ég hlakka til að starfa á því
en það er gaman að koma heim og hitta
ættingjana."
„Er skuturinn sloppinn?" spurði
skipstjórinn. Svarið var jákvætt og þá
Guði
var ekkert annað eftir en að kvitta fyrir
komu skipsins í bók hjá hafnsögu-
manninum. „Þetta er flott, þetta er
búið. Þetta er stór stund - við eram
komnir heim.“
Sennilega fullkomnasta skip
sinnar tegundar í heiminum
Ráðamenn gengu um borð, heilsuðu
skipstjóranum og Brynjólfur Bjama-
son, stjórnarformaður Hafrannsókna-
stofnunar, færði honum blómvönd
fyrir hönd áhafnarinnar. Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra flutti
því næst ávarp og afhenti skipið á tákn-
rænan hátt með áletruðum skildi.
Hann sagði ánægjulegt að skipið héti í
höfuðið á Áma Friðrikssyni fiskifræð-
ingi sem hafði forystu fyrir skipulögð-
um hafrannsóknum bæði hér á landi
sem erlendis. Hann gat þess að skipið
ætti eftir að fara um stórt svæði og
rannsaka dýpra en íslendingar hafi
hingað til getað gert. „Því er skipið ein-
stakt um allan búnað og sennilegast
fullkomnasta skip sinnar tegundar í
heiminum í dag,“ sagði ráðherrann og
bætti við að hann teldi að það væri líka
einstakt fyrir það að hagsmunaaðilar,
þ.e.a.s. útvegsmenn, stæðu straum af
kostnaði við smíði þess. „Það undir-
strikar þá miklu samstöðu sem er með-
al þjóðarinnar um það að byggja fisk-
veiðstjóm okkar á bestu fáanlegu
vísindalegu upplýsingum. Enda kost-
um við kapps um það að vera þar í
fremstu röð með Hafrannsóknastofn-
unina í fylkingarbijósti. Við skulum
samt sem áður umgangast móður nátt-
úru af fullri tillitssemi og hógværð því
að þótt við vitum margt, vitum við
aldrei allt og náttúran mun halda
áfram að koma okkur á óvart.“ Hann
sagði endalaust verkefni að rannsaka