Morgunblaðið - 28.05.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.05.2000, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Cesaria Evora í gríska leikhúsinu í Barcelona síðasta sumar. „Fæddist berfætt og dey berfætt“ Söngdrottningin ber- fætta frá Grænhöfða- eyjum, Cesaria Evora, heldur tvenna tónleika hér á landi í byrjun næstu viku. Árni Matt- híasson segir frá söng- konunni og morna- söngvum hennar. RÆNHÖFÐAEYJAR kallast eyjaklasi í austan- verðu Atlantshafi skammt undan ströndum Vestm-- Afríku. Eyjarnar lutu áður stjórn Portúgala sem nýttu þær sem fanga- nýlendu og sem miðstöð þrælaversl- unar. Eftir því sem fjaraði undan henni misstu Portúgalir áhuga á eyj- unum og mánuðir eða ár gátu liðið milli þess að skip þaðan kæmu til eyjanna. Aftur á móti tóku skip ann- arra þjóða upp á því að staldra við á eyjunum, aðallega Bandaríkjamenn sem stunduðu umfangsmiklar hval- veiðar í suðurhöfum. Þeir komu sér upp birgðastöðvum og í hönd fór uppgangstími á Grænhöfðaeyjum. Það stóð þó ekki lengi því hvalveiðar drógust saman eftir því sem gekk á hvalastofna og aðrar olíuvörur komu í stað hvalspiks. Eftir því sem veiði minnkaði og úthald varð lengra fækkaði bandarískum sjómönnum á hvalskipunum og í þeirra stað réðust Grænhöfðaeyingar á skipin. Smám saman fækkaði heimsóknum hval- veiðiskipanna til eyjanna og margir skipverjanna settust að með fjöl- skyldur sína á austurströnd Banda- ríkjanna, í hafnarborgum Nýja-Eng- lands, þar sem enn er fjölmenn byggð Grænhöfðaeyjarskeggja, fleiri en búa í heimalandinu. Margir búa fjarri heimahögunum Það er snar þáttur í menningu eyj- arskeggja hve margir búa fjarri heimahögunum, því ekki er bara að fjölmenni þeirra búi í Bandaríkjun- um heldur hafa margir flust til Port- úgals, Hollands og Frakklands. Að sögn á hver einasta fjölskylda á eyj- unum náinn ættingja í útlandinu, enda býr ekki nema þriðjungur þeirra sem telja sig eyjaskeggja á eyjunum sjálfum. Tregi vegna þeirra sem horfnir eru á braut og söknuður er áberandi yrkisefni í tónlistinni sem frá eyjun- um hefur borist á síðustu árum og áratugum, vitanlega helst í tónlist Cesariu Evoru, sem er þekktasti talsmaður eyjanna í heimi nú um stundir. Helstu Grænhöfðaeyjar eru níu, Brava, Fogo, Santiago, Maio, Boa- Vista, Sal, Sao Nicolau, Sao Vieente, og Santo Antao, mjög ólíkar og með óhkar menningarhefðir. Á eyjunum er töluð sérstök mállýska sem kall- ast kríóla, blanda af portúgölsku og vesturafrískum mállýskum, en nokk- ur mállýskumunur er á milli eyja. Afrísk áhrif eru áberandi í tónlist eyjanna, en einnig eru sterk áhrif frá portúgalskri þjóðlaga- og fado-tón- list og frá Brasilíu. Helstu tónlistar- form kallast batuco og funana, sem eru mjög afrísk, og morna, sem er evrópskari, í evrópskum eyrum að minnsta kosti, en einnig eru sterk áhrif frá kúbverskri tónlist, en ekki má gleyma því að hún var gríðarlega vinsæl í Vestur-Afríku á sjötta og sjöunda áratugnum. Þannig má oft heyra habanera-takt í morna-lögum, flest í mollhljómum og sungin á kríóla. Moma-söngvar hafa lítið breyst í áranna rás, en á móti hefur fuana þróast í átt að fjörugri há- tæknivæddri danstónlist Antilles- eyja sem kallast zouk. Heldur tryggð við heimalandið Cesaria Evora býr á Grænhöfða- eyjum og heldur tryggð við heima- landið þó henni standi allar dyr opn- ar utan þess. Til að sýna samstöðu með löndum sínum erlendis, sem margir hafa ekki litið heimalandið augum í áratugi og eiga jafnvel ekki eftir að sjá það framar, stígur hún alltaf berfætt á svið sem hefur gefið henni viðumefnið berfætta söng- drottningin. „Ég fæddist berfætt og dey berfætt," segir hún með áherslu við blaðamann í París fyrir tveimur árum. Hún er fædd í ágústlok 1941 og ólst upp við tónlist því faðir hennar lék á hljóðfæri og bróðir einnig, þó hún segist vera sú eina í fjölskyld- unni sem syngi. Hún byrjaði snemma að syngja fyrir fjölskylduna og fjölskylduvini, var farin að skemmta heimilisgest- um fimm ára gömul og söng síðar í kór klausturskóla og lærði þar söng. Sextán ára gömul kynntist hún svo ungum tónlistarmanni sem taldi hana á að syngja með sér lög sem hann samdi og upp frá því hefur hún framfleytt sér með söng. Fyrsta sólóskífan Fyrstu árin söng hún í brúðkaup- um, á samkomum og skemmtifund- um stjómmálaflokka og einnig söng hún við skipskomur og tók þannig á móti fólki sem sneri heim til eyjanna. Smám saman jukust vinsældir henn- ar, en hún segir svo frá að hún hafi staðið á sviði á opinberri söng- skemmtun í fyrsta sinn 1985. Ekki var að finna á eyjunum hljóðver til að taka upp og því fór Cesaria til Port- úgals 1985 til að taka upp og syngja á nokkrum tónleikum. Plöturnar urðu enn til að auka vinsældir hennar heima fyrir og tveimur árum síðar fór hún aftur til Portúgals, til frek- ara tónleikahalds og að taka upp fleiri lög. I ferðinni komst hún í sam- band við upptökustjórann og söngv- arann Bana sem var náinn sam- starfsmaður mornahöfundarins þekkta Fransico Xavier da Cruz sem er fatlaður og semur mornatexta undir skáldnefninu B.Leza, sem er gráglettinn leikur að portúgalska orðinu beleza, fegurð. Bana, sem var einn helsti tónlistarmaður Græn- höfðaeyja á sjötta og sjöunda ára- tugnum, var við stjórnvölinn á fyrstu sólóskífu Cesariu og hafði töluverð áhrif á hana sem söngkonu, en sú skífa, sem heitir Berfætta söng- drottningin, kom út 1988. Plötumar eru nú orðnar níu. Þegar Cesaria Evora var að hefja sinn tónlistarferil var morna ríkjandi tónhstarstefna á eyjunum og þegar við bættist dálæti Bana á morna- forminu og það að B.Leza er föður- bróðir Cesariu skyldi engan undra að hún hafi lagt mornasöng fyrir sig nánast eingöngu. Hún lét þau orð falla í viðtali við Morgunblaðið fyrir tveimur árum að mornan hafi hrifið hana vegna textanna sem fjalli um daglegt líf, áhyggjur af ástinni, börn- unum, vinnunni og hversdagsleik- ann. „Flestir íbúar Grænhöfðaeyja búa erlendis um lengri eða skemmri tíma og hugsa alltaf heim og langar til að fara heim. Þegar ég er á tón- leikaferð um heiminn hitti ég fólk frá eyjunum sem langar heim. Ég syng fyrir þetta fólk því ég veit hvað það er að hugsa og hvemig því líður. Ég sný ævinlega aftur heim og leita í uppsprettuna, sæki næringu og kraft í mitt heimaland." Yfirgefur aldrei eyjarnar Fjölmargir tónlistarmenn frá Grænhöfðaeyjum setjast að erlendis til að vinna að tónlist sinni, en Ces- aria segist aldrei munu yfirgefa eyj- amar. „Ég er þakklát fyrir það hversu vel útlendingar taka mér, en samt sem áður vil ég hvergi annars staðar vera en heima á Grænhöfða- eyjum. Þegar ég er í útlöndum hugsa ég ekki um annað en eyjarnar, heim- ili mitt og fjölskyldu og þegar ég kem heim hrópa ég hallelúja.“ MITSUBISHI CRRI5MR - demantar í umferð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.