Morgunblaðið - 28.05.2000, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Þýðverjar og fleiri
þjóðír halda um
þessar mundir upp á
söguleg tímamót
tveggja keisara, sem
í senn skóku og mót-
uðu Evrópu um sína
daga, þeirra Karls
mikla, eða Karla-
magnúsar, konungs
frankaríkis, sem
krýndur var til keis-
ara í Róm árið 800,
svo og 500 ára fæð-
ingarafmæli Habs-
borgarans Karls V.
Bragi Asgeirsson
hermir hér eitt og
annað af hátíðar-
ljómanum í kringum
þessa fræknu ör-
lagavalda álfunnar.
Gullslegin kista Karlamagnúsar, sem forvörðurinn Meyer fer höndum um á myndinni er samkvæmt nýjustu rannsóknum ekki í stíl frankískrar stein-
smiði, frekar að henni hafi verið stolið í Ravcnna á Ítalíu!
Orlagavaldar Evrópu
ÞAÐ hefur farið framhjá
mér ef eitthvað hefur
birst á prenti hér á landi
um það sögulega atvik er
Karl mikli, sennilega
betur þekktur undir nafninu Karla-
magnús, var krýndur í Róm fyrir
1200 árum. Er vitaskuld meira í
verkahring sagnfræðinga en mínum
að minna á það. En í kringum þennan
merkisatburð hafa spunnist miklar
umræður og deilur í Þýskalandi þar
sem margt skrítið hefur komið í ljós
og fékk ég nasasjón af þeim í tíunda
hefti tímaritsins Der Spiegel á sl. ári,
þar sem sagt var frá undirbúningi
ýmissa framnínga til að minnast
tímamótanna, forvitni mín um leið
vakin.
Upphafsreiturinn mun hafa verið
mikið hafarí í Paderbom, er hefjast
skyldi 23. júlí með stórri sýningu og
500 uppákomum, allt frá karólínskri
matargerð til snemmmiðaldalegrar
tískusýningar. Þá var ábóti nokkur,
Michael Hermes að nafni, að þjálfa
kór eftir 1200 ára gömlum nótum og
fyrirhugað að kyrja þá litúrgisku
söngva eins og þeir hljómuðu í
kirkjum Karls um hans daga. Frá öll-
um heimshomum streymdu dýrgrip-
ir á væntanlega sýningu og var vá-
tryggingarmatið 450 milljónir marka,
sem óhætt er að margfalda með 36 til
að fá rétta upphæð í krónum. Fimm
borgir í Evrópu ráðgerðu sameigin-
lega farandsýningu, Carlemagne -
The Making of Europe; Paderbom,
Brescia, Split, Barcelona og York.
Sagan af Karli mikla, eða Carolus
Magnus, sem er latneska nafnið, hef-
ur verið sveipuð dýrðarljóma frá því
að farið var að skrá hana af fyrsta
æviritaranum, Einhard nokkmm, á
níundu öld og í áranna rás virðist öllu
frekar hafa verið stómm aukið við
gloríuna en dregið úr. Hinn frækni
keisari, Friðrik I rauðskeggur Barb-
arossa (1123?-’90) lýsti hann heilagan
og árið 1215 var beinum Karls komið
fyrir í gullsleginni kistu í Aachen og
hafa þar háir og lágir kropið og tár-
fellt í andagt og virðingu í aldanna
rás, til að mynda Napoleon Bonapar-
te, sem væntanlega hefur fundið til
nokkurs skyldleika við forverann.
íslenzka alfræðibókin hefur þetta
að segja um Karl mikla (742-814);
„Konungur Frankaríkis; kom til
valda 768 eftir Pepin litla föður sinn
og jók mjög við ríkið; átti í langvinn-
um ófriði við Saxa 772-774, gerði
Tékka, Sorba og Viltsa sér skatt-
skylda, tortímdi ríki Avara í Ung-
verjalandi 796 og lagði undir sig NA-
Spán. Karl var einvaldur jafnt í and-
legum og veraldlegum efnum og á
jólanótt árið 800 lét hann Leó páfa 3.
krýna sig til keisara í Róm. Karl
studdist mjög við kirkjuna og kvaddi
helstu lærdómsmenn hennar til hirð-
ar sinnar í Aachen, er varð mistöð
lista- og menningarlífs, s.k. karlung-
alistar. Karl fékk höfðingjum sínum
jarðeignir krúnunnar að léni í því
skyni að koma á fót tryggum riddara-
her eiðsvarinna lénsmanna en það
greiddi íyrir lénsveldinu..."
Þetta er mikil upptalning og væri
ástæða til að taka margofan fyrir hin-
um mikla keisara sem menn hafa dáð,
prísað og dýrkað í á annað þúsund ár,
ef ekki kæmi til nokkur fyrirvari sem
ollið hefur miklu róti í hugum manna
og leitt af sér írafár, skrif og deilur.
Ekki hef ég enn verið svo lánsamur
að standa augliti til auglitis við grip-
ina á sýningu, kynna mér hlutina af
sjón og raun né hef ég heimildir um
framhaldið. Mál er, að eftir nýjustu
rannsóknum og samanburðargögn-
um kunna gripimir að vera meira og
minna falsaðir. Ekki nóg með það,
heldur kann svo einnig að vera, að
sagan af Karlamagnúsi sé þjóðsagan
ein og mörg afrek hans klár útópía.
Þetta er í það minnsta fullyrðing list-
sagnfræðings nokkurs, Herbert Illig
að nafni, sem hefur leyft sér að strika
yfir söguna frá 614-911, segir hana
hugarsmíð og að Karl hafi aldrei ver-
ið til. Fram hefur komið, að hægt er
að leiða rök að því að margt sé rang-
snúið og ýkt og gamanið fer heldur
betur að káma er menn beita nýjum
hátæknimeðölum til aldursgreining-
ar. Því meira sem menn rannsaka því
erfiðara verður að finna spor efir
þetta stórríki Karls. Jafnvel gull-
slegna kistan sem geymir leyfar hans
er sögð seinni tíma verk, samsvarar í
öllu falli ekki þeirra tíma steinsmíði í
Frankaríki; öllu sennilegra að henni
hafi verið stolið í Ravenna á Ítalíu!
Það hlýtur að vera mikið mál og
spennandi fyrir áhugasama um sög-
una að fara gaumgæfilega í saumana
á öllu saman. Mikið vatn mun óefað
hafa mnnið til sjávar síðan þessi
grein í Der Spiegel var skrifuð og ég
sem fyrr segir ekki nægilega inni í
málum. Ég nefni þetta einungis
Tizian, Karl V með víghundinn frá Ulm, 1533, olía á léreft 192 x 111 sm.
Prado-safnið Madrid.
vegna þess að mér hlotnaðist sú gæfa
að skoða ofan í kjölinn nýopnaða sýn-
ingu á lífsferli Habsborgarans mikla
Karls V, Vald og vanmáttur Evrópu, í
aðalsýningarhöll Sambandslýðveldis-
ins Þýskalands í Bonn í febrúarlok.
Þar var vel að merkja allt ekta, enda
Habsborgarinn 700 ámm nær okkur
í tíma, meira að segja svo ekta og lif-
andi, að á stundum rann kalt vatn
milli skinns og hömnds; í þeim mæli
skynjaði rýnirinn afstæði tímans.
Aformin um sýningarhöllina miklu
litu dagsins ljós áður en múrinn féll.
Ákveðið var að flytja ríkisþingið til
Berlínar, sem sameinuð varð eðlilega
aftur höfuðborg Þýskalands. Var lið-
ur í því að auka reisn Bonn, þá höfuð-
borgar Sambandslýðveldisins V-
Þýskalands. Saga og listir em í önd-
vegi í þessu landi og samkeppnin
hörð milli borga og ríkja um að gera
betur en aðrir í þeim efnum.
Sýningunni í Bonn lýkur að vísu
21. þessa mánaðar, en heldur áfram
til Vínarborgar, verður opnuð í list-
sögusafninu, Kunsthistorisches Mus-
eum, 15. júní og stendur til 20. sept-
ember.
Karl V (1500-1558), var mikill bóg-
ur í þýskri sögu og jafnframt einn
áhrifamesti persónuleiki og drottnari
í allri sögu Evrópu, lifði á mikilvæg-
um tímum hemaðarátaka og landa-
funda. Hann var konungur Spánar,
Napóh' og Sikileyjar, keisari hins
Heilaga rómverska ríkis, þýsku þjóð-
arinnar, drottnari Flandurs og Nið-
urlanda og stórra landsvæða í Mið-
og Suður-Ameríku. Segja má að sóhn
hafi aldrei gengið undir í tíð hans, slík
vom umsvifin, eins og marka má af
íslenzku alfræðaorðabókinni: „Karl
varð konungur Spánar 1516 eftir lát
afa síns, Ferdinands 2. af Aragóníu,
konungur og keisari Þýskalands eftir
lát afa síns Maximilíans I., tryggði
sér yfirráð yfir Ítalíu í fjómm stríð-
um við Frakka 1521-44. A þýska rík-
isþinginu í Worms tók Karl afstöðu
gegn Lúter og sigraði bandalag mót-
mælenda, Schmalkaldíska bandalag-
ið, í stríði 1546-47. Árið 1551 gerðu
tveir mótmælendafurstar bandalag
við Frakka og neyddist Karl til að
láta undan kröfum mótmælenda með
Ágsborgarfriðnum 1555. Árið 1556
skipti hann ríkjum sínum milli einka-
sonar síns, Filippusar II, sem fékk
Niðurlönd, Spán og Napóh og bróð-
ur, Ferdínands I, sem fékk Heilaga