Morgunblaðið - 28.05.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 29
Tizian; Isabella af Portúgal, spúsa Karls V, olía á Eftir Conrad Meit (um 1485-1551); Brjóstmynd af Karli V, 1515/ Innsigli Ágsborgarfriðsins 1555, með undirskrift Ferdin-
léreft, 117 x 98 sm. Prado, Madrid. 16, málað terracotta. ands I, fulltrúa Karls V.
Krýning Karlamagnúsar í Róm á jólunum árið 800. Nú spyrja menn
hver um annan þveran; hvar eru sporin eftir skartríkið mikla sem hann
lét eftir sig?
Hluti af vefnum mikla af orustunni í Túnis 1535. Hvcrt teppi 5,32 m að
hæð og allt að 9,46 að lengd. Jan Cornelisz Vermeyen (1500-1559).
Ríkiskórónan, frumgerð 2, frá fyrri hclmingi
tíundu (?) aldar. Eftirgerð 1914 og til um það bil
1918, eðalsteinar, perlur, ennisplata. Hæð 15,5,
hæð kross 9,9 sm. Ráðhúsið í Aachen, krýning-
arsalur. Frumgerðin varðveitt í listsögusafninu
í Vínarborg.
rómverska keisaradæmið; lést í
spænsku klaustri og var grafinn í
(San Lorenzo de El) Escorial..." Lífs-
ferill Karls skarar ekki svo lítið sögu
sjónmennta, eins og má vera giska
auðvelt að gera sér í hugarlund í ljósi
tímanna, endurfæðingin á íúllu og
hvert ódauðlega myndlistarverkið af
öðru leit dagsins Ijós í ríkjum hans.
Væri lítið mál að fylla heila síðu í
blaðinu með upptalningu á þeim ein-
um, Michaelangelo, Leonardo, Rafa-
el og Tizian í blóma lífsins og hinn síð-
astnefndi gerði frægar myndir af
Karli, konu hans Isabellu af Portúgal
og mörgum fleiri úr hirð hans. Fáir
einvaldar í sögunni hafa verið málað-
ir oftar, gerðar af þeim fleiri sam-
tímamálverk, teikningar og stungur,
myndastyttur og lágmyndir í tré,
gifsi sem marmara og koma hér helst
til sögunnar á sýningunni auk Tizian,
Diirer, Seisenegger, van Orley,
Leoni og Cranach auk fjölda annarra
minna þekktra og þó yfirburða lista-
manna, að ekki sé minnst á óviðjafn-
legt handverkið, þá ekki síst í hinum
stórkostlegu veílistaverkum sem
sýna herleiðangurinn í Túnis 1535,
einn frækilegasta sigur Karls V.
Teppin tólf, eign spönsku krúnunnar,
eru 5,30 metrar að hæð en samtals
110 metrar að lengd og teljast meðal
öndvegisverka 16. aldar. Þau hafa
nýlega verið yfirfarin af forvörðum.
Níu þeirra eru á sýningunni og í
fyrsta skipti sýnd utan Spánar, sem
markar vægi sýningarinnar, og eitt
sér þess virði að gera sér ferð til
Bonn, eða Vínarborgar, þótt svo hin
frábæru málverk Tizians tækju hug
rýnisins allan. Frumdrögin að tepp-
unum eru gerð af Jan Cornelisz Ver-
meyen (1500-1559), niðurlenskum
málara og grafíklistamanni sem var í
fylgdarliði Karls V í Túnis og sjónar-
vottur að orrustunum,. Hann útfærði
þau á árunum 1545-’48 og þau voru
ofin á verkstæði Villem Pannemaker
í Brussel, sem fékk greidd 33.000
flæmsk pund fyrir aðra og minni út-
gáfu þeirra af Maríu af Ungverja-
landi, systur keisarans og ríkishald-
ara á Niðurlöndum. Þau skyldu vera
sem áróður fyrir keisaraveldið þótt
svo þau væru fyrst fullgerð 1554 eða
19 árum eftir herleiðangurinn til
Túnis. Keisarinn lét flytja frumútgáf-
una til Englands strax eftir að lokið
var við hana, sem tákn hávirðingar
við brúðkaup sonar síns Fillipusar II
og Maríu Túdor. Seinna héngu þau í
Dómkirkju heilagrar guðsmóður í
Antwerpen, en komu til Spánar 1556
og þjónuðu þar við allar hátíðlegar
athafnir hirðarinnar. Hertoginn af
Alba, sem tók þátt í herleiðangrinum
til Túnis, lét gera nýja útgáfu fyrir
sig 1560 og loks lét austurríski stór-
hertoginn og þýski keisarinn Karl VI
(1712-1721) gera enn aðra útgáfu fyr-
ir sig, eftir frumdrögunum sem varð-
veitt eru í Vínarborg, þá spænski arf-
ur Habsboragaranna tapaðist.
Dýrgripimir sem eru til sýnis eru
þess eðlis, að allur innbyrðis saman-
burður er út í hött, enda allt svið
sjónlista tekið til meðferðar, allt frá
peningum, vopnum, herklæðum,
skjölum og skrift, aðskiljanlegasta
handverki til hálista. Til að auka við
veggrými sýningarinnar og jafn-
framt auðvelda áhorf á teppin hafði
verið reistur hár ferhyrndui- pallur
og þar uppi var prýðileg sýn til þeirra
á þrjá vegu. Útskýringar á atburða-
rásinni í hverju og einu voru þarna
beint fyrir framan áhorfandann,
þannig að vart gat skilvirki verið
meiri, fyrirkomulag sýningarinnar
og framsetning muna jaðraði á köfl-
um við snilld. Einkum var svo í ljósi
þess að rýmið var af skornum
skammti miðað við umfangið, en fleiri
sýningar voru í gangi eins og vikið
verður að í næstu grein.
Þrátt fyrir að Karl V lifði á þessum
mikilfenglegu uppgangstímum end-
urreisnarinnar og að hann sóttist eft-
ir að vera málaður af fremstu lista-
mönnum samtímans, mun hann ekki
hafa haft sérstaklega mikinn áhuga
eða vit á listum. Andstætt afa sínum
Maximilían I og syni sínum Fihppusi
II var hann htill fagurkeri, öllu frekar
maður raunsæi og athafna, hins veg-
ar sá hann í Tizian snilling og einn
hæfasta mannamyndamálara
Evrópu. Ýmsar sögur fara af sam-
bandi þeirra og á það að hafa byrjað
frekar vandræðalega við hirð Feder-
ico Gonzagna í Mantua. Eftir að hafa
lokið við andhtsmynd af Karli á
keisarinn að hafa rétt að málaranum,
sem hann þekkti þá lítið, eitt gyllini
(!), en Gonzagna er sagður hafa
bjargað málum með því að bæta 150
við úr eigin vasa! Önnur segir frá því
að eitt sinn er Tizian var að mála há-
tignina missti hann pensil á gólfið.
Keisarinn á að hafa beigt sig niður og
tekið hann upp og þá á málarinn að
hafa fallið á kné og sagt: Herra,
þjónn yðar verðskuldar ekki slíkan
heiður. Karl á að hafa svarað: Mál-
arinn Tizian er þess verður, að njóta
sömu þjónustu og Sesar! Slíkum sög-
um skal tekið með nokkrum íyrir-
vara, en bregður þó vissu Ijósi á sam-
band þeirra, keisarans og
málarafurstans.
Af þeim mörgu myndum sem Tizi-
an málaði af Karh V hefur einugis ein
varðveist í frumútgáfu, hin frábæra
mynd af honum með víghundinn frá
Ulm, sem er í eigu Prado-safnsins í
Madrid. Allar aðrar eru eftirgerðir,
ein eftir sjálfan Rubens, og er þá ekki
í kot vísað. Sumir hafa haldið því
fram að myndin af Karh V með víg-
hundinn sé eftirgerð málverks efth-
hinn ágæta endurreisnarmálara frá
Linz, Jakob Seisen-
egger (1505-1567), en
margt er þó sagt
mæla gegn þeirri til-
gátu, þá helst að eftir
fyrstu myndimar sem
Tizian málaði af Karli
vildi keisarinn ein-
ungis láta hann mála
sig. Svo ánægður var
hann. Þá voru þeir í
þeim mæh nánir, að
Tizan hafði fijálsan
aðgang að hátigninni,
sem virðist hafa verið
mjög opinn í návist
málarans. í öhu falli
hermdi Tizian síðar
frá hræðslu og þung-
lyndi er á köflum
þjakaði keisarann og
hann hefði ekki farið
dult með.
Atta myndir sem
Tizian málaði af
keisaranum eru á
sýningunni í Bonn og
þótt 7 þeirra séu eftir-
gerðir, skynjar maður
meistarataktana. Það
er af og frá að myndin af Karh með
víghundinn frá Ulm geti verið eftir-
gerð málverks Seiseneggers; til þess
er mynd Tizian með yfirburðum bet-
ur máluð. Næstum jafn fráleitt og til
að mynda að eftirgerðir Hans van
Meegeren séu eftir Vermeer en ein-
ungis glámskyggnir fræðingar gátu
haldið því fram á sínum tíma. í mynd-
um Tizian og Vermeer er einfaldlega
svo mikil nálgun lifunar, sem hinar
skortir. Hins vegar má vera að Tizian
hafi notfært sér sömu stöðu og um-
hverfi og Seisenegger, sem er allt
annað en eftirgerð og algengt á þess-
um tímum, en það má einnig telja
vafasamt. Mun líklegra er að hér sé
um þjóðsögu að ræða til að rýra hlut
málarafurstans frá Feneyjum,
kroppa í snillinginn. Heimurinn er
hins vegar mörgum meistaraverkum
fátækari hvað hinar glötuðu myndir
Tizians af Karli áhrærir.
Karl V hefur verið gott en erfitt
myndefni þótt reffilegur væri og fag-
urlimaður, einkum fyrir hið sérkenni-
lega einkenni habsborgaranna, sem
hann var ríkulega prýddur, en það
lýsti sér í óeðhlega framstæðum
neðri kjálka, svonefndri skúffúhöku.
Karl V barðist af óbilgimi og heift
gegn mótmælendum og það hafði
mikil áhrif á hann, er hann neyddist
til að semja frið við þá í Ágsborg
1555. Það mun hafa átt sinn þátt í því
að hann afsalaði sér völdum árið eftir
sem var einstakur atburður, og trú-
lega einnig flýtt fyrir dauða hans
1558.
Kristinn Sigmundsson
Afmælistónleikar í Borgarleikhúsinu laugardaginn 3. júní kl
Dagskráin er helguð sjómannadeginum.
6 o ára afmælistónleikar Karlakórsins Stefnis. Forsala miða er hafin