Morgunblaðið - 28.05.2000, Side 30

Morgunblaðið - 28.05.2000, Side 30
30 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arni Sæberg Hansína B. Einarsdóttir er stofnandi, eigandi og forstjóri starfsþróunarfyrirtækisins Skref fyrir skref ehf. A HRAÐRISIGLINGUINNI ALÞJÓÐLEGT UMHVERFI VIÐSKIPnAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Skref fyrir skref (Sfs) er eitt fárra fyrirtækja sem sér- hæfa sig í starfsþróunarverkefnum; að þjálfa starfsfólk og þjónusta fyrirtæki á þekkingarsviðinu. Fyrirtækið hefur vaxið mjög að undanförnu, fyrir rúmum ellefu árum var stofnandi þess og eigandi Hansína B. Einarsdóttir stjórnar- og afbrotafræðingur ein að störfum en nú starfa hjá Sfs sextán manns. Hansína er Cand. polit. í afbrotafræði og stjórnunarfræðum frá háskólanum í Osló og hefur mikla reynslu af rannsóknar- og þróunarverkefnum innanlands sem erlendis. Hansína er fædd og uppalin í Kópavogi elst 8 alsystkina auk tveggja hálfsystkina. Eftir stúdentspróf hóf hún nám við HÍ en fór tveimur árum síðar til náms í Noregi. Hún á fimmtán ára son. Fyrst var fyrirtækið til húsa í einu herbergi á heimili hennar á Hjarðarhaga 56. Árið 1997 flutti fyrirtækið að Suðurlandsbraut 12 - þá voru starfsmenn orðnir níu, en nú eru starfsmenn 16 og fyrirtækið er rekið í Armúla 5 í Reykjavík. Fyrirmynd að fyrirtækinu sótti Hansína upphaflega að hluta til til stjórnunardeildar háskóians í Osló og þar kynntist hún mikilvægi tengsla atvinnulífs og háskóla. Starfsmenn hjá Skrefi fyrir skref leggja á ráðin. eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur. KREF fyrir skref heitir íyr- irtæki sem rekið er á fimmtu hæð í Armúla 5. Þegar inn er komið rekur aðkomumaður fljótlega augun i skilti og alls kyns muni sem fá hann til að bjóða í grun um að hann sé kominn um borð í veglegt fley sem siglir hraðbyri í ölduróti hins íslenska at- hafnalífs. Á „dekkinu“ er fólk að störfum, þar fer m.a. móttaka fram. Jakkinn er hengdur upp þar sem stendur: „fatan“. „Káetan" er ekki langt frá, það er undirbúningsher- bergi starfsmanna, t.d. fyrir nám- skeið og fyrirlestra. „Stefni" heitir næsta herbergi, það ber nafn með rentu, þar er oftar en ekki mótuð stefna í hinum aðskiljanlegustu mál- um og teknar ákvarðanir. I „vélinni“ pakka menn í töskur áður en haldið er til starfa utan fyrirtækisins, í hill- um þar eru fjölmargar möppur sem hafa að geyma skjöl sem tengjast ýmsum stórfyrirtækjum sem sækja þjónustu til Sfs. Lýsispillur og bækur um vinnumarkaðsþróun í bókasafni fyrirtækisins eru fjög- ur hundruð titlar, efni bókanna teng- ist vinnumarkaðsþróun, starfs- mannastjómun, breytingastjórnun og rannsóknavinnu - auk alls kyns tímarita. Þegar sverfa tekur að fólki við lesturinn getur það stungið upp í sig lýsispillum eða leyst upp C-víta- mín-töflur, eða þá bara fengið sér kaffi eða te upp á gamla móðinn. „Karlinn“ í „brúnni" stendur við hlið mér - hann er reyndar kvenkyns og heitir Hansína B. Einarsdóttir. Hún er stofnandi, eigandi og for- stjóri starfsþróunarfyrirtækisins Skref fyrir skref ehf., sem stofnað var árið 1989 og hefur starfað við rannsóknir, starfsþróun og stjórnun fyrir fyrirtæki og stofnanir um allt land síðan. Hansína býður aðkomn- um blaðamanni að skoða „messann", þar sem bryti ræður ríkjum. „Auk þess að annast allar veitingar og matseld fyrir fundi og ráðstefnur hjá okkur sér brytinn um okkur öll sextán sem hér vinnum saman, hann eldar mat fyrir starfsfólkið og vandar um við það ef umgengni er ekki í lagi,“ segir Hansína. Á veggjum „messans“ eru myndir af starfsfólk- inu og skírteini um hæfni þess - ekki hvað varðar háskólamenntun, sem flestir hafa aflað sér sem hér vinna, heldur hvað varðar ýmislegt annað, svo sem sundskírteini, bólusetning- arvottorð, myndir úr fegurðarsam- keppni, viðurkenningar frá golfmót- um og margt fleira. í „kompásnum" er rannsóknar- skrifstofa fyrirtækisins, en í „kilin- um“ sitja fjármálastjóri og gæða- stjórí. Að lokinni þessari vettvangs- skoðun vísar Hansína blaðamanni inn í „brúna“, þar sem hún ræður ríkjum. Eg byrja á að spyrja hvers vegna allar þessar tilvísanir séu innandyra hjá fyrirtækinu í skip og sjó- mennsku. „Nú, þetta er útgerð, það þarf gott skip og góða áhöfn,“ svarar Hansína að bragði. „Þegar fyrirtæk- ið flutti í þetta 600 fermetra húsnæði var haldinn fundur og þingað um hugsanlegt þema í innréttingum þess. Ymsar hugmyndir komu fram en vísun í sjómennsku og skip varð ofan á. Mér fannst það skemmtilegt því árið 1974 sótti ég um að komast í Stýrimannaskólann, ég ætlaði alltaf að verða skipstjóri, en ég komst ekki inn því að ég hafði ekki nema 60% sjón. Það er ekki hægt að hafa karl- inn í brúnni sjónlausan. Eigi að síður er ég nú komin í „brúna“. Raunar er ég ekki óvön sjómennsku, ég sigldi t.d. með mörgum skipum Eimskipa- félagsins á árabilinu 1994 til 1997 þegar ég var að þjálfa skipstjóra, vél- stjóra og bátsmenn í stjómun." Kynnumst innviðum - greinum aðstæður „Liðsheild starfsfólks Skref fyrir skref er lykillinn að allri vinnu sem fram fer í fyrirtækinu. Allt okkar starfsumhverfi miðar að sveigjanleg- um og persónulegum samskiptum og störf okkar felast í að veita viðskipta- vinum okkar innsýn í nýja þekkingu og kynna fyrir þeim ný vinnubrögð með velgengni þeirra að leiðarljósi. Þetta fyrirtæki vinnur þannig; við kynnumst innviðum hjá viðskiptafyr- irtækjum, ræðum við stjómendur og starfsmenn, greinum aðstæður á hverjum stað, komumst að hvemig fólk starfar og hvemig því líður - hvernig samskiptin em. Síðan hönn- um við verkefni til þjálfunar sem m.a. miða að því að fólk undirbúi sig undir breytingar í starfi. Það em gríðarlegar breytingar framundan á vinnumarkaði. Áfdrifa- ríkasta breytingin er vafalaust sú að starfsmenn hvar sem er á vinnu- markaði þurfa í ríkari mæli að bera ábyrgð á sínu eigin starfsöryggi. Það er liðin sú tíð að menn geti bara farið í ævistarfið eftir nám. Við emm á hraðri siglingu inn í alþjóðlegt um- hverfi sem krefst þess að það séu stöðugar breytingar á umhverfinu. Það er verið að breyta verkefnum, vinnuferlum - fram fer sameining, hagræðing, fyrirtæki stækka eða minnka, ný tækni, aukinn hraði og gríðarleg samkeppni er um allt, verkefni, hugvit eða sjálfan starfs- manninn. Við þjónustum hátt í sextíu „Ég ætlaði alltaf að verða skip- stjóri, en ég komst ekki inn þvi að ég hafði ekki nema 60% sjón. Það er ekki hægt að hafa karlinn i brúnni sjónlausan.“ fyrirtæki, stór og smá, allt frá fimm manna fyrirtækjum upp í 2.200 manna fyrirtæki. Það skiptir engu máli við hvað er verið að starfa - allir era að glíma við örar breytingar, auknar kröfur, hraða og aukna arð- semiskröfu. Við þurfum hinsvegar að glíma við það að fólk hér á landi hefur almennt minni starfsþjálfun en í þeim samfélögum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Við greinum þetta hvort heldur sem er hjá fyrirtækjum með háskólamennt- aða starfsmenn eða almenna starfs- menn. Mörg samstarfsfyrirtæki okkar erlendis þjálfa bara toppstjómendur eða bara millistjórnendur o.s.frv., en við emm oft með þjálfunarverkefni fyrir alla hjá fyrirtækinu. Flestöll verkefni sem við emm með em byggð upp sem ferlisverkefni. Meg- instefna okkar fyrirtækis er sú að að- stoða önnur fyrirtæki við að undir- búa og takast á við breytingar og samkeppni." Starfsemi Sfs þríþætt „Starfsemi Sfs er þríþætt: - stjórnunar- og ráðgjafarsvið, starfs- þróunarsvið og rannsókna- og þróun- arsvið. Það em ekki mörg einkafyrir- tæki sem era með hið síðasttalda. Við höfum t.d. verið þátttakendur í stór- um Evrópurannsóknarverkefnum, auk ýmissa rannsóknarverkefna sem íslenskir aðilar, stórir og smáir, eiga aðild að með okkur. Þetta er hluti af því að vera aðeins á undan þróuninni, vera viðbúinn því sem á eftir að ger- ast. Við þjálfum t.d. leiðtogahugsun hjá mörgum fyrirtækjum í dag. Hug- myndafræðin á bak við þá þjálfun er að við þurfum að axla persónulega ábyrgð á okkur sem stjórnendum og finna leið til þess að takast á við vandamálin þannig að aðrir innan fyrirtækisins skilji ástæðurnar fyrir erfiðri ákvörðunartöku. Fyrirtæki em sífellt að glíma við breytingar og það þýðir að þeim verkefnum fjölgar sem erfitt er að leysa. Menn eiga kannski um tvo eða þrjá kosti að velja og þeir era allir slæmir. Þá er spurningin: hvemig á að glíma við það? Stundum era kost- irnir spennandi á einu sviði en ekki öðm og þannig mætti áfram telja. Við vinnum talsvert með fyrirtækj- um sem em að sameinast og vinnum þá aðallega með mannlega þáttinn." Tveir plús tveir = fimm! „Tvö fyrirtæki era kannski að sameinast vegna þess að tveir plús tveir era fimm! Það er eðlilegt og skynsamlegt, en það gæti verið að þessi fyrirtæki ættu sér ólíka menn- ingu, ólík vinnuferli og e.t.v. ólíkt kjaraumhverfi. Til þess að sameining gangi vel fyrir sig þarf að huga sér- staklega að þessum þáttum. Ef þessi fyrirtæki ætla sér að skila árangri sem ein heild þurfa menn að þjálfa saman hina ólíku heima þannig að úr verði einn góður. Stærsta verkefnið við þessar aðstæður varðar mannleg samskipti. I eðli okkar líkar okkur ekki við breytingar og við eram alltaf að glíma við að halda stöðugleika. Ef við tökum t.d. reynslu undanfarinna tuttugu ára hafa menn komið til starfa og skipt um störf og eftir sex mánuði í hverju starfi vita þeir nokk- um veginn hvað bíður þeirra á vinnu- stað. Þeir þekkja verkefnin og um- fang þeirra og vita hvemig á að takast á við þau. Þetta er hins vegar að breytast. I stað þess að hafa þessi vissu.verkefni sem áður vora þurfa starfsmenn nú kannski allt í einu að glíma við verkefni af gjörólíku tagi á allt öðrum stað en áður. Hvernig eiga menn að takast á við slíkt og það að starfsumhverfi þelrra sé kannski

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.