Morgunblaðið - 28.05.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.05.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 37 —--------------------* steinn kenndi sér þess meins sem síðar reyndist sá erfíði sjúkdómur sem MND-sjúkdómurinn er. Við gerðum okkur ekki í fyrstu grein fyrir hvað var að gerast og hvílík breyting væri fram undan hjá Haf- steini. Árið 1996 lét Hafsteinn af störf- um sem skólameistari vegna veik- inda sinna. Hófst þá hetjuleg barátta við sjúkdóminn. Þau Bryndís gerðu heimili sitt sem best úr garði til þess að hann gæti dvalið heima sem lengst. Eftir að hann varð eingöngu að nota hjólastól var Bryndís óþreytandi við að styðja manninn sinn. Þau voru dugleg að drífa sig í ökuferðir, bíó, leikhús og að hitta vini, að ógleymdum ferðum í sumar- húsið á Þingvöllum. Þangað heim- sóttum við þau nokkrum sinnum og nutum gestrisni þeirra hjóna. Hafsteinn hafði lag á því að gleðj- ast með glöðum, þrátt fyrir erfið veikindi, og áttum við margar góðar stundir saman, vinahópurinn. Við erum öll innilega þakklát fyr- ir allar góðu stundirnar sem við höf- um átt saman. Þetta er fyrsti hlekk- urinn sem hverfur úr þessum góða vinahópi. Bryndís mín, við vinkonur þínar, eiginmenn og fjölskyldur okkar vottum þér og fjölskyldu þinni okk- ar innilegustu samúð og biðjum Guð að gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Þínir vinir, Saumaklúbburinn L-iði. Auð né heilsu ræður engi maður, þótt honum gangi greitt; margan það sækir, er minnst um varir, engi ræður sættum sjálfur. Ósjálfrátt leita Sólarljóð á hug- ann nú þegar Hafsteinn Þ. Stefáns- son er allur eftir hetjulegt stríð við lömunarsjúkdóm sem dag frá degi svipti hann mætti. Heljar reip komu harðlega sveigð að síðum hans, svo aftur sé vitnað í vísdómsorð Sólar- ljóða. Hafsteinn var þrekmenni að burðum á manndómsárum, glað- sinna, jákvæður og einbeittur og þessir eiginleikar hjálpuðu honum að takast á við ólæknandi sjúkdóm. Og ekki má gleyma henni Bryndísi sem studdi við bak hans með ein- stakri elju og umhyggjusemi unz yf- ir lauk; raunar var Hafsteinn far- lama heima miklu lengur en margur annar hefði getað og naut þar atlæt- is og nærgætni Bryndísar, annarra vandamanna og hjúkrunarfólks. Hann kvartaði aldrei við þá sem heimsóttu hann, en víst hefur hann átt erfiðar stundir þegar líkams- þróttur þvarr, en skynjun og skiln- ingur voru ótrufluð; hvað þá þegar hugaraflið eitt var eftir. Mér er þó kunnugt um það að hann vildi að hjúkrunarfólk sinnti fremur þeim sem þurftu meiri hjálp en hann. Hafsteinn var menntaður í landa- fræði og sögu og kenndi lengst í Lindargötuskóla og á Núpi í Dýra- firði unz hann varð skólastjóri við Lindargötu og síðan ráðinn fyrsti skólameistari Fjölbrautaskólans við Armúla þegar hann var stofnaður 1981; hafði raunar stýrt skólanum áður þegar hann var undir öðrum hatti. Undirritaður kom að þessari stofnun haustið 1979 og kynntist þá Hafsteini og varð síðar staðgengill hans. Upp frá því áttum við daglegt samstarf allt þar til hann lét af störfum 1996. Vitaskuld er í mörg horn að líta þegar nýjum skóla er ýtt úr vör, jafnvel þótt byggt sé á gömlum grunni eins og hér var raunin; fram- haldsdeildir gagnfræðaskóla í Lind- argötu og Laugalæk sameinuðust smám saman undir merkjum Fjöl- brautaskólans við Ármúla undir for- ystu Hafsteins. Skólinn var fyrst í samrekstri Reykjavíkurborgar og ríkis, síðan einungis á vegum menntamálaráðuneytisins og smám saman hefur skólinn - eins og aðrir framhaldsskólar - tekið að sér sí- fellt flóknari umsýslu. Námsfram- boð hefur verið í stöðugri endur- skoðun og Hafsteinn hafði forystu um sérhæfingu skólans; hann er nú kjarnaskóli í starfsmenntun fyrir heilbrigðisstéttir og þróunarskóli í upplýsingatækni auk þess sem þar er boðið upp á almennar brautir til stúdentsprófs. Það var gott að vinna með Haf- steini, því að hann var íhugull að eðlisfari, glaðlyndur og vildi velta við sem flestum steinum áður en hann tók ákvörðun, kaus jafnan að sjá jákvæðar hliðar í fari fólks frem- ur en hinar neikvæðu, var friðsamur og vildi leysa öll mál með sáttum, en fastur fyrir; stundum jafnvel þrjózkur. Hann var ekki stjórnsam- ur í formlegum skilningi, en mörg mál voru leyst með spjalli yfir kaffi- bolla. Skólameistarar þurfa að taka afstöðu til margra mála á degi hverjum og um fjarska ólík efni; sumar ákvarðanir varða fjármál, aðrar námskrá eða ýmsar fram- kvæmdir og rekstur. I þeim efnum má aldrei leika vafi. Vissulega þarf að ígrunda mál áður en afstaða er tekin, en fátt veldur meiri óróa og vandræðum í skólastarfi en að taka enga ákvörðun. Stundum tók Haf- steinn sér góðan tíma til að höggva á hnúta, einkum þegar viðkvæm mál komu til kasta hans, enda er þá aldrei einhlítt um ákvörðun og allt orkar tvímælis þá gert er. En að jafnaði komst hann að niðurstöðu að lokum. Auðvitað greindi menn stundum á um hana, enda ómögu- legt að gera öllum til hæfis. Hann stóð við það sem ákveðið hafði verið og ræddi við menn í rólegheitum ef honum þótti sem hann hefði gengið fram af þverúð. Það er kostur á hverjum manni að ganga hreint til verks. Þá berast þau mál á borð skóla- meistara sem mestu varðar að vel greiðist úr, og það eru álitaefni sem varða nemendur eða starfsfólk. í þeim efnum lærði ég eina reglu af Hafsteini sem ég hef reynt að virða, en hann sagði þegar samstarf okkar hófst: „Mundu að þú hefur tvö eyru, en eina tungu.“ Ónærgætni, af- skiptaleysi eða flaustur við nem- endur og starfsmenn eru í raun höf- uðsynd, og eftir megni á skólafólk að sýna hverjum og einum þá virð- ingu sem honum ber. Menn verða að hafa þolinmæði til þess að hlusta af gaumgæfni áður en kveðið er upp úr. Ég undraðist stundum hvað Hafsteinn gat sýnt mikið langlund- argeð, því að hann var skapmikill og gat verið býsna þungur á bárunni þegar svo bar við, jafnvel fuðrað upp, en hann var í eðli sínu sáttfús og sanngjarn. Milli skrifstofa okkar var einungis þunnt þil og ég rifja stundum upp með sjálfum mér þeg- ar hitnaði í kolum á skrifstofu skólameistara og menn höfðu hátt; jafnvel voru orðin áréttuð með traustu banki í borðið. Gjaman lauk slíkum samtölum þó með þéttu handtaki til marks um að menn væru sáttir. Honum þótti miður og tók nærri sér ef menn fóru ósáttir af fundi hans - sem hlaut þó stund- um að verða. Engi ræður sættum sjálfur, segir í Sólarljóðum. Hafsteinn tókst á við alvarlegan heilsubrest fyrir hart- nær tveimur áratugum og fór utan í hjartaaðgerð og fékk bót meina sinna. Hann var þá reykingamaður meiri en ég hef kynnzt og lagði þann ósið af í öðru eða þriðja áhlaupi, auk þess sem hann tók af festu á öðrum þáttum sem trufluðu hann í starfi. Hann var kjarkmaður, eins og áður sagði, mikill gleðimaður á góðri stund og ýmsar uppákomur - og hér verður ekki fjölyrt um - hafði hann í hugskoti og ræddi ekki nema við Bryndísi sína. Ég votta henni virð- ingu mína fyrir einstaka umhyggju sem hún sýndi Hafsteini og sendi henni hugheilar samúðarkveðjur. Hafstein vin minn kveð ég með loka- orðum Sólarljóða: Hérviðskiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. Sölvi Sveinsson. Kveðja frá Skólameistarafélagi Islands. I dag kveðjum við félaga okkar, Hafstein Stefánsson, skólameistara. Harmafregnin kom ekki óvænt. Langvinnu stríði er lokið. Hetja er fallin. Eftir standa ættingjar og vinir, hnípnir og hljóðir. Hafsteinn Stefánsson var braut- ryðjandi í starfi. Hann mótaði grunninn að mjög öflugu skólastarfi í Fjölbrautaskólanum við Armúla. Það var öllum ljóst er fylgdust með þeim miklu breytingum sem urðu á gerð og hlutverki framhaldsskólans fyrir tæpum tveimur áratugum. Margir þeir, sem fetuðu svipaða braut í mótun nýrra framhalds- skóla, fundu fljótt að þeir áttu hauk í horni þegar leita þurfti úrræða við erfiðar aðstæður. Ég minnist margra samtala við Hafstein þar sem ýmis vandamál voru til umræðu og það var eftirtektarvert að flest þeirra hafði Hafsteinn glímt við og oft fundið einkar áhugaverðar lausnir. Sérstaklega er mér minnis- stætt að í mörgum vandamálum í fé- lagslífi nemenda lét Hafsteinn til sín taka og leysti þau með þeim hætti að aðrir skólar tóku sér til fyrir- myndar. Það er þakkarvert að hafa fengið að kynnast góðum dreng. í hugan- um geymum við minningar um vel- viljaðan stjórnanda og skemmtileg- an félaga á fjölmörgum fundum og í hinum mörgu ferðalögum sem farin voru á vegum félags okkar. I nafni Skólameistarafélags ís- lands flyt ég eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum og vinum innileg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hafsteins Stefánssonar. Þorsteinn Þorsteinsson. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilaírestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast íyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. + Elskuleg móðursystir mín og frænka okkar, KRISTBJÖRG ÞORVARÐARDÓTTIR, Fannborg 1, Kópavogi, lést á Landspítalanum föstudagskvöldið 26. maí. Heiðveig Guðmundsdóttir og frændsystkin hinnar látnu. + Elskuleg eiginkona mín, móðir og dóttir, BRYNDÍS ERNA GARÐARSDÓTTIR, Frostafold 131, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 23. maí slðastliðinn. Jarðarför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. maí kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Gennady Tereshenko, Magnús Þór Guðjónsson, Guðrún Magnúsdóttir. + Ástkær móðir mín, amma og langamma, RAGNHILDUR ELÍASDÓTTIR, Marklandi 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 24. maí. Eiías Gíslason, Ólafur Elíasson, Elsa Herjólfsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og amma, GERÐUR BRYNHILDUR ÍVARSDÓTTIR, Brekkustíg 17, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 23. maí sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 31. maí kl. 15.00. Gestur Þorkelsson, Kristinn Gestsson, Sigríður Gröndal, Ásta Gestsdóttir, Garðar Þorsteinsson, Gunnlaugur Gestsson, Hulda Haraldsdóttir, Helena Rut Gestsdóttir, Jóhann Viðar ívarsson og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN ÞÓR STEFÁNSSON fyrrverandi skólameistari, Skúlagötu 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu- daginn 29. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á MND-félagiö. Bryndís F. Guðjónsdóttir, Auður A. Hafsteinsdóttir, Þorbjörn Gestsson, Kristín María Hafsteinsdóttir, Stefanía Ó. Hafsteinsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, dóttur okkar, systur og mágkonu, EYRÚNAR JÓNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Stigahlíð 32. Sérstakar þakkir til starfsfólks Námsgagna- stofnunar fyrir hjálpsemi og hlýhug á liðnum árum. Ingvar Jón Hlynsson, Fríða Guðbjartsdóttir, Valur Thoroddsen, Guðmundur Magnússon, Þorbjörg Gísladóttir, Haukur Valsson, Kristín Einarsdóttir, Hildur Valsdóttir, Snædís Valsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Anna Valsdóttir, Árni Magnússon, Magnús Valsson, ' Guðrún Ásgeirsdóttir og aðrir aðstandendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.