Morgunblaðið - 28.05.2000, Page 40

Morgunblaðið - 28.05.2000, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 W"""......... . ... MINNINGAR SIGURLAUG ÓLAFSDÓTTIR + Sigurlaug Ólafs- dóttir fæddist á Læk í Viðvíkursveit í Skagafirði 26. sept- ember 1927. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 12. maí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 19. maí. Silla, móðursystir - mín, fæddist norður í Skagafirði en fluttist tU Reykjavíkur ung að ár- um. Á sumrin dvaldi hún gjarnan nokkum tíma hjá for- eldrum mínum í Hofstaðaseli, fyrst ein en síðar ásamt Óskari, manni sín- um, og tveimur eldri sonum. Ég hlakkaði ávallt tU þessara heimsókna því návist þeirra var þægileg. Þau SUla og Óskar tóku þátt í störfunum í sveitinni þann tíma sem þau stóðu við og tóku tU hendinni við heyskap og fleiri búverk. Óskar, sem er vélfræð- ingur, er sérlega úrræðagóður og út- sjónarsamur við öll verk. Hann hefur aUa tíð verið foreldrum mínum mjög hjálplegur við viðgerðir og hvers kon- ár lagfæringar. Stundum fékk ég það hlutverk að passa strákana, Óla og Rúnar, en ég er nokkrum árum eldri en þeir. Það gat varla tahst erfitt því Silla var á bakvakt ef svo mætti að orði komast. Að launum fékk ég sælgæti en Silla átti öðruvísi sælgæti en ég átti að venjast þama í sveitinni og forvitni- legt að vita hvað næst kæmi upp úr töskunni hennar. Þetta vom góðir tímar og bjart yfir þeim í minning- unni. Öll skólaár mín í Reykjavík bjó ég 'á heimUi þeirra SiUu og Öskars og á þeim ámm fæddist yngsti sonurinn, Valdimar. Vekjaraklukku þurfti ég ekki á þessum áram því Silla vakti mig alltaf á morgnana og þá stóð morgunmaturinn tilbúinn á borðinu. Það þarf ekki að taka það fram að ég kom aldrei of seint í skólann. Margt er mér minnisstætt frá þessum áram en helgarspilamennsk- una ber þar hæst. Silla og Óskar kenndu mér að spUa brids en fjórði maður var Sigurður, bróðir Óskars, einstakt ljúf- menni, sem ég minnist með mikilli ánægju, en hann lést fyrir hartnær þrjátíu árum. Spilað var tU miðnættis flest laug- ardagskvöld og að lok- inni spilamennsku bar Silla fram kaffi og vöffl- ur eða pönnukökur. Ég hef oft undrast að þetta fólk skyldi nenna að spUa við mig. Kannski hefur frænka mín hugs- að sem svo að ég gerði þá enga vit- leysu á meðan nema þá vitleysur í vöm og úrspili sem ekki drógu langan slóða. Einnig vora bfitúrar með fjöl- skyldunni eftirminnilegir en þá var stundum ekið niður að höfn og Óskar fræddi okkur hin um ýmislegt varð- andi skipin en hann var um skeið vél- stjóri á skipum Eimskipafélagsms. Silla lét sér aUa tíð mjög umhugað um fjölskyidu sína enda var heirmlið hlýlegt og þar ríkti góður andi. Þegar ég kom inn á heimili þeirra Óskars naut ég sama atlætis og synir þeirra og var þar enginn munur á gerður. Að því atlæti hef ég búið æ síðan og fæ aldrei fullþakkað. Frænka mín fylgdist með því sem á daga mína dreif upp frá þessu og viðburðir í lífi dætra minna, svo sem fermingar og útskriftir, fóra ekki fram hjá henni þótt ég væri löngu fluttur á annað landshom og samfundum fækkaði í samræmi við það. Þegar við Olla fóram að búa saman áttum við heima í Reykjavík tvö fyrstu árin. Þá heimsóttum við Sillu og Óskar oft, einkum um helgar en Ólafur, afi mmn, var þá hjá þeim og var gjaman spilað við hann. Okkur era þessar heimsóknir hugstæðar og Olla er þakklát fyrir hversu vel fjöl- skyldan tók henni og fyrir þá hlýju og velvfid sem hún varð aðnjótandi. SUla var hefisugóð lengst af og man ég ekki til að henni yrði nokkum tíma misdægurt. Óskar gekkst undir hjartaaðgerð fyrir nokkru og fékk góðan bata. Vonir stóðu því tU að þau BlónuMstofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opíð öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. . V ,í~, ( OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN jj AIMI.SIIM.il lhri'/rí Utfartirstj. Inger Útfararstj. Ólitfttr l Jtfarahlj. 1 .ÍK KIST l J Ví N NIJSTO FA EYVINDAR ÁRNASONAR LEGSTEINAR s ' , * {'■■ ' :• H HVnfrv :iíÁút; £ -■ % 1 ‘ i Komið og skoðið í sýningarscd okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 ættu mörg góð ár fram undan þegar reiðarslagið skall yfir og Silla greind- ist með ólæknandi sjúkdóm sem nú hefur rannið sitt skeið. SUla, frænka mín, var dagfarsprúð og hæglát, flanaði aldrei að neinu og virtist aldrei vera að flýta sér en kom þó meira í verk en margir þeir sem fyrirferðarmeiri era. Snyrtimennska var áberandi í fari hennar og bar heimUi þeirra Óskars þess glöggt vitni. Hún var viðmótsþýð og jafnan glöð í sinni. Fastari var hún fyrir en ætla hefði mátt í fljótu bragði og kom flestu því tU leiðar sem hún ætlaði sér þótt ekki hækkaði hún röddina. Laust eftir síðustu áramót þegar hún fékk þann dóm, sem flestir óttast, brást hún við með þeim hætti að koma ýms- um málum, sem vörðuðu nánustu skyldmenni, í það horf sem hún taldi hentast. Lausir endar vora henni lítt að skapi. Eftir að ljóst var orðið að hverju stefndi taiaði ég stöku sinnum við hana í síma. Hún sagðist sætta sig við það sem í aðsigi væri og hún væri ánægð með það líf sem hún hefði lif- að. Gott er til þess að vita og raunar augjjóst að hún gat litið með ánægju yfir farinn veg. Síðustu mánuðir vora þolraun sem enginn getur gert sér í hugarlund nema sá sem reynt hefur. En ég veit að frænka mín hugsaði fyrst og fremst um það að undirbúa fjölskylduna sem best undir það sem verða vildi. Við Olla, dætur okkai- og foreldrar mínir sendum Óskari, sonum hans og fjölskyldum þeÚTa, innfiegar samúð- arkveðjur og þökkum að lokum Sillu fyrir það trygglyndi sem hún ávallt sýndi okkur. Sveinn Herjólfsson. + Guðmundur Val- geir Jóhannes- son, skipstjóri og út- gerðarmaður, fæddist á Flateyri hinn 17. desember 1905. Hann lést á öldrunarstofnuninni Sólborg á Flateyri hinn 9. mai síðastlið- inn og fór útfor hans fram frá Flateyrar- kirkju 20. mai. Kæri Gummi Valli. Ég var rétt nýkominn til Flateyrar í desem- bermánuði 95 þegar ég frétti af þér í gegnum hana Auju, sem var þá að vinna á Sólborg, þar sem þú bjóst. Hún sagði að ég yrði endilega að hitta á þig og kannski taka viðtal við þig, þar sem þú sætir við öngla- hnýtingar og litir með öðra auganu á gervihnattasjónvarpið þitt, sem var þinn tengiliður við umheiminn. Samt þurftirðu ekki þennan hnatt- ræna miðil til að tengja þig, þar sem þú sjálfur þrátt fyrir þín níutíu ár á þessum tíma, af undangenginni lífsreynslu og lífsins áföllum, gast miðlað og hvatt aðra með þinni ein- skæru hlýju, kankvísi og drifkrafti sem einkenndi þig. Viðtalið sem ég tók við þig eftir okkar fyrstu kynni þá varð ekki hið síð- asta sem ég tók við þig, því alltaf varstu að brydda upp á ein- hverju nýju, og ætíð í þágu samferðamanna þinna. Minnisstætt er mér og öðrum þegar þú safnaðir fyrir svöl- um og síðar meir yfir- byggðri sólstofu á svölunum á Sólborg. Upphaflega var þetta til þess gert að vist- menn gætu setið úti og notið dásemda sólar- daganna í Önundar- firðinum. En þú varst framsýnn og hugsaðir til þess að það gæti verið notalegt að sitja einnig úti þegar haustaði og því þá ekki að yfir- byggja svalirnar með plexigleri. Þannig varst þú, alltaf að hugsa um eitthvað í þágu annarra. Þó svo að ég hafi búið á Flateyri í fjögur ár og við þekkst þennan örstutta tíma, þá fannst mér sem við værum aldavin- ir þegar við mættumst á götu úti á Flateyri. Mig langar til að þakka þér fyrir þau kynni, Gummi Valli minn. Ástvinum þínum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar og far- sældar. Egill Egilsson. GUÐMUNDUR VALGEIR JÓHANNESSON HANNA GUÐRUN JÓHANNESDÓTTIR + Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir fæddist á Akranesi 9. september 1920. Hún lést á Landspítalan- um 14. maí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 24. maí. Elsku Hanna amma hefur kvatt þennan heim. Mínar ljúfustu minningar tengdar ömmu á ég frá þeim tíma sem hún og afi bjuggu í Hraunbænum. Þangað fluttu þau 1973 aðeins viku áður en ég fædd- ist. Mamma og pabbi bjuggu hjá ömmu og afa þar til ég var tæpra tveggja ára. Þar sem mamma var enn í menntaskólanámi kom amma mikið við sögu á þessu fyrstu árum mínum, hún var í raun mín önnur móðir því það kom í hennar hlut að Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. í3lómabAðin öa^ðskom v/ Fossvogskii*l<jugar3 Símh 554 0500 gæta mín þegar mamma var í skólan- um. Mínar fyrstu minningar um ömmu á ég frá því að ég var þriggja til fjögurra ára. Eg man að ég fór oft með henni í srætó niður í bæ, en amma hafði mjög gaman af að skreppa á Lauga- veginn þar sem hún fór í búðir og hitti kunningja á röltinu. Mér þóttu þessar ferð- ir skemmtilegar og sérstaklega spennandi að fá að fara með ömmu í strætó. Amma og afi voru alltaf einstak- lega ljúf og góð við okkur systkinin. Heimili þeirra stóð ávallt opið fyrir okkur og það vora ófáar helgar sem við Maggi bróðir gistum hjá þeim. Þær stundir sem við áttum þá með þeim era mér afskaplega dýrmætar því aldrei hefur mér liðið jafn vel á ævinni. Þessar næturgistingar hóf- ust yfirleitt á því að við fóram í freyðibað. Svo klippti afi á okkur neglurnar en á því þótti venjulega ekki vanþörf! Amma eldaði mat og við borðuðum alltaf yfir okkur því allt sem amma bjó til var svo gott. Svo fórum við í ilmandi hrein nátt- föt og settumst fyrir framan sjón- varpið. Þá var föst regla að amma sendi afa út í sjoppu með lítra gler- skál sem fyllt var af ís. Við héldum því ísveislu, horfðum á bíómynd helgarinnar og fórum svo að sofa södd og sæl. Eg svaf yfirleitt á milli ömmu og afa en þar fann ég fyrir fullkomnu öryggi. Á sunnudags- morgnum fór svo afi með okkur systkinin í glerjaleit og einnig oft niður að Elliðaánum. Á meðan eld- aði amma sunnudagssteikina og bjó til graut eða búðing í eftirmat. Mamma og pabbi laumuðu sér oft með í sunnudagsmatinn. En við vorum ekki bara oft hjá ömmu og afa um helgar. Að fara í kaffi til ömmu var næstum daglegur við- burður hjá okkur. Þá brást ekki að amma steikti handa okkur pönnu- kökur sem við fengum að borða beint af pönnunni. Við Maggi bróðir veltum því oft fyrir okkur hvernig hún færi að því að útbúa pönnukök- urnar án þess að nota nokkra upp- skrift. En amma átti ekki í erfið- leikum með að galdra pönnsurnar fram. Amma var einstaklega gjafmild kona. Hún naut þess að gefa okkur systkinunum eitthvað fallegt sem hún dró oftar en ekki upp úr skúff- unni hjá sér. Ef eitthvað stóð til hjá okkur, svo sem utanlandsferð, var amma ekki sein á sér að ná í budd- una, rétta okkur nokkra þúsund- kalla og segja: „Kauptu þér nú eitt- hvað fallegt.“ Það er reyndar ekki nema um mánuður síðan amma gaf mér síðast peninga með þessum orðum en ég var þá nýbúin að eiga afmæli. Það skipti hana engu hvort barnabörnin voru sjö eða tuttugu og sjö ára, hún hafði alltaf jafn gaman af að gefa okkur eitthvað. Hanna amma var líka afskaplega geðgóð kona. Aldrei minnist ég þess að hún hafi reiðst okkur systk- inunum þótt eflaust höfum við verið óstýrilát á köflum. Það sem ein- kenndi heimili og framkomu hennar og afa gagnvart okkur var rósemi, góðlyndi og væntumþykja. Við vor- um alltaf öragg hjá þeim. Ég kveð ömmu með söknuði og trega en þakka fyrir það að ég á fullt farteski af góðum minningum tengdum henni. Elva Sverrisdóttir. Okkur systkinin langar til að skrifa nokkur orð um Hönnu ömmu sem lést 14. maí síðast liðinn. Við eldri systkinin eigum margar góðar minningar úr Barmahlíðinni þar sem Hanna amma, Magnús afi og Vigdís langamma bjuggu. Öll eigum við margar góðar minningar úr Árbænum. Góður matur, dansað og sungið í kringum jólatréð, súkk- ulaði með rjóma um jólin, álfa- steinninn góði úti í garði, allar fjöl- skylduferðirnar og margt fleira. Amma var oft á ferðinni niðri í bæ og þá sérstaklega á Laugaveg- inum. Þegar við sáum glitta í rauða alpahúfu þá vissum við að Hanna amma var þar á ferðinni. Oft var þá farið með ömmu í tíunni upp í Árbæ til að fá eitthvað gott í gogginn. Nú síðastliðið ár bjuggu amma og afi í Hjallaseli 45. Þangað komum við oft í heimsókn og nú með barna- barnabörnin. Ekki vantaði gestrisn- ina, allir drifnir í kaffi og kökur. Með þessum fáu orðum langar okkur að kveðja ömmu okkar. Blessuð sé minning þín. Hanna Guðrún, Markús, Andrea og Gunnlaugur Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.