Morgunblaðið - 28.05.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 55
FÓLK í FRETTUM
ELTON JOHN, sem
væntanlegur er hing-
að til lands til tón-
leikahalds næstkom-
andi fimmtudag, er
einn þekktasti tónlistarmaður
poppsögunnar. Frá því að hann
kom fram á sjónarsviðið, fyrir
rúmum þrjátíu árum, hefur hann
komið fleiri lögum á vinsældalista
en gott er að henda reiður á og
selt vel yfir 250 milljón breiðskíf-
ur, en hann hefur gefið út á
fimmta tug þeirra.
Elton John fæddist 25. mars
1947 og var gefið nafnið Reginald
Kenneth Dwight. Hann var farinn
að Ieika á píanó fjögurra ára gam-
all, en hafði ekki neinn sérstakan
áhuga á tónlist, vildi helst af öllu
verða atvinnumaður í knatt-
spyrnu, en hann var of feitur til að
komast í lið og því tók tónlistin við.
Segja má að hann hafi fengið útrás
fyrir fótboltaáhugann þegar hann
keypti Watford orðinn fullorðinn
og var tíður gestur á leikjum liðs-
Gekk með gleraugu
Buddy Holly til heiðurs
Ellefu ára gamall sendu for-
eldrar Eltons hann í prufu hjá kon-
unglegu tónlistarakademíunni sem
varð til þess að hann var tekinn
þar inn með sérstökum meðmæl-
um. Þar stundaði hann nám næstu
fjögur árin og tók á þeim tíma upp
á þvf að ganga með gleraugu,
Buddy Holly til heiðurs, en þurfti
ekki á þeim að halda fyrr en löngu
síðar.
Ekki leið á löngu þar til að hann
var farinn að spila skemmtitónlist
og fékk meðal annars fasta vinnu
sem píanóleikari á hóteli, en hann
hefur ósjaldan greint frá því
hversu góður skóli það var að spila
og syngja lög úr öllum áttum þrjú
kvöld í viku.
Eftir því sem honum óx ásmegin
sem píanóleikari freistaði hann
þess að komast í hljómsveit. Árið
1962 keypti hann sér rafpíanó og
réð sig í hljómsveitina The Corv-
ettes, sem lék í barnaafmælum, við
opnun stórverslana og annað í
þeim dúr. Næsta sveit var öllu
veigameiri, en hún kallaðist Blues-
ology og spilaði bandaríska soul-
tónlist. 1966 sá sveitin um undir-
leik fyrir Long John Baldry, en
þeim lynti illa saman Baldry og
Elton og svo fór að Elton hætti.
Hann leitaði sér að starfi í öðrum
hljómsveitum og féll meðal annars
í raddprófun fyrir King Crimson
og Gentle Giant. Næst féll hann í
prufu hjá Liberty-útgáfunni en
eigandinn sá aumur á honum, rétti
honum bunka af textum eftir ann-
an ungan mann sem svarað hafði
auglýsingu, Bernie Taupin, og bað
hann um að semja Iög við nokkra
textanna.
Þeir Elton og Taupin skrifuðust
svo á næsta hálfa árið og ákváðu á
endanum að hefja samstarf, en um
líkt leyti hafði Reginald Kenneth
Dwight tekið sér listamannsnafnið
Elton Hercules John, en miðnafnið
hvarf snemma. Hann breytti nafn-
inu endanlega árið 1971 í Elton
John, og enginn man eftir Hercul-
es lengur.
Samband þeirra Eltons og Taup-
in hefur ekki alltaf verið dans á
rósum, en þó hafa þeir haldið sam-
an frá því að fyrsta breiðskífa
Eltons kom út árið 1969. Elton
ræðir aldrei texta Taupin og segist
iðulega ekki hafa hugmynd um
hvað hann sé að syngja.
Fyrsta platan vakti
litla athygli
Fyrsta platan vakti litla athygli
en sú næsta sem hét einfaldlega
„Elton John“ seldist prýðilega.
Síðan eru plöturnar orðnar nokk-
uð á fimmta tuginn og hafa selst f
ríflega 250.000.000 eintökum eins
og getið er.
BÍómaskcið Eltons var áttundi
áratugurinn, en hann hefur alla tíð
haldið velli og kom t.d. lagi eða
lögum inn á helstu vinsældalista
vestan hafs og austan á hverju ári
frá 1970 fram til 1996, og ekki var
hann lengi utan vinsældalistanna
því minningarlagið um Dfönu
prinsessu af Wales sem kom út ár-
LAGASMIÐUR
AF GUÐS NÁÐ
Breski píanóleikarinn og söngvarinn
Elton John heldur tónleika á Laugar-
dalsvelli næstkomandi fímmtudag.
Hann er næstvinsælasti tónlistarmaður
poppsögunnar, aðeins EIvis Presley
stendur honum framar.
ið 1998 er mest selda smáskffa sög-
unnar, náði 32 milljón eintaka
sölu. Að öllu þessu töldu telst Elt-
on John vera næst vinsælasti tón-
listarmaður poppsögunnar, aðeins
Elvis nær að skáka honum og fáir
tónlistarmenn hafa samið annan
eins aragrúa af grfpandi popplög-
um. Það má geta þess að Elton er
enn að og gæti því sigið framúr
Elvis á næstu árum eða áratugum.
Hann hefur reyndar sagt að það
veitist sér létt að semja grípandi
laglínur: „Ég er með laglínurnar á
hreinu svo mér finnst ekkert mál
að semja lög eins og „Your Song“ á
hverjum degi,“ sagði hann í viðtali
fyrir nokkrum árum, en bætti því
«A
við að öllu erfiðara þætti honum
að semja stuðlög, því pianóið hent-
aði ekki vel til þess.
Árið 1976 lét Elton þau orð falla
í viðtali við tónlistartímaritið Roll-
ing Stone að hann væri tvíkyn-
hneigður sem dró nokkuð úr vin-
sældum hans vestan hafs en enn
meiri áhrif á vinsældirnar hafði of-
þreyta, því að hann var nánast
búnn að vera, útkeyrður af sí-
felldri vinnu og ferðalögum, og
ekki bætti taumlaus fíkniefna-
neysla úr skák. Frægðinni fylgdi
nefnilega gjálífi og eftir því sem
vinsældirnar jukust og kröfumar
urðu meiri leitaði Elton sér hugg-
unar í flöskunni og ánetjaðist síðar
kókaíni. Þó að hann hefði lagt
heiminn að fótum sér reyndi hann
tvívegis að svipta sig Iífi og fræg
er sagan af því þegar Bernie Taup-
in kom að honum þar sem hann
hafi lagst með höfuðið inn í gasofn >
á heimili sínu með kodda undir
höfðinu svo ckki færi illa um hann.
Þegar fíkniefnin náðu ekki að
gleðja hann reyndi hann að öðlast
hamingju með því að kaupa nýtt
hús, flytja milli landa eða kaupa
sér bfla. Á áttunda og níunda ára-
tugnum varð hann alræmdur fyrir
óstöðvandi söfnunaráráttu. Hann
kom sér mcðal annars upp einu
stærsta plötusafni heims, sem
fyllti heila vöruskemmu, en seldi
það loks fyrir nokkrum árum, þeg-
ar hann hafði ekki komið inn í
skemmuna í áraraðir.
Við þessi vandamál bættist síðan
lotugræðgi, en hann eyddi oft
nokkrum dögum 1 eiturvimu, án
þess að matast og belgdi sig síðan
út af hjartaskel og flesksamlokum,
át vanilluis og ældi svo öllu saman
til þess að geta byrjað upp á nýtt.
Hreinsað til í lífinu
Það varð Elton til lífs að einn
daginn bráði af honum æðið og
hann ákvað að leita sér lækninga á
fíknunum öllum. Hann hreinsaði
líka til í einkalífinu, lýsti því yfír
að hann væri hommi, en að sögn
hafði hann átt erfítt með að viður-
kenna það fyrir sjálfum sér, eftir
að hafa verið haldinn hommafælni
svo að segja alla ævi. Hann kvænt-
ist reyndar á áttunda áratugnum,
en það hjónaband var hugsað til
tilbreytingar, eftir því sem hann
segir sjálfur frá, enda taldi hann
að þar með yrðu öll hans vandamál
úr sögunni.
Undanfarin ár hefur Elton John
veitt miklu fé til baráttunnar gegn
alnæmi, enda hafa margir vinir
hans fallið fyrir veirunni skæðu.
Oll höfundargjöld af smáskífum
hans renna þannig til alnæmis-
stofnunar hans sem aðstoðar þá
sem haldnir eru sjúkdómnum.
Hagnaðurinn af sölu plötusafnsins,
sem áður var getið, rann til stofn-
unarinnar svo og andvirði frægs
gleraugnasafns hans og helstu
skartklæða úr fataskápnum, en
alls hefur hálfur milljarður runnið
úr vasa hans til stofnunarinnar.
Þrátt fyrir skrautlegt líferni
nýtur Elton John meiri velvildar á
Bretlandseyjum en dæmi eru um
með svo áberandi menn. Gjarnan
nefna menn sem dæmi um það að
þegar síðdegisblaðið The Sun birti
ósanna rætna frétt um hann sögðu
200.000 áskrifendur blaðinu upp,
en síðan þurfti að greiða honum
hundrað milljónir króna í miska-
bætur, sem runnu til líknarmála.
Byrjað upp á nýt,t
Eftir meðferðina lét Elton þau
orð falla að hann væri að að byrja
tónlistarferil sinn upp á nýtt, full-
ur orku og starfsgleði, og má það
til sanns vegar færa, því að undan-
farin ár hefur sannast að vinsældir
hans eru samar við sig. Fyrir
nokkrum árum sló til að mynda
tónlist hans við teiknimyndina
„Lion King“ rækilega í gegn, seld-
ist í tíu milljón eintökum og fékk
hann Grammy- og Óskarsverðlaun
fyrir, og sömuleiðis hafa þær plöt-
ur sem hann hefur sent frá sér
selst bráðvel. Einnig hefur hann
verið iðinn við tónleikahald og
þykir með skemmtilegustu mönn-
um á tónleikum. Því fá fslendingar
Iiklega að kynnast næstkomandi
fimmtudag á Laugardalsvelli og
væntanlega verður þar margt um
manninn ef að líkum lætur.
Maestro
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
ikemmtistaðurinn Bohem
Opið alla daga vikunnar frd kl. 20.
BOHElM
Grensósveg 7 • Simqr: 553 3311 / 896 3662
Erótískur skemmtistaður
Nú einnig opið á mánudagskvöldum.
Enginn aðgangseyrir.