Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðstefna norrænna augnlækna
haldin í Borgarleikhúsi
Góð rækt í
augnrannsókn-
um á Islandi
RÁÐSTEFNA norrænna augn-
lækna stendur yfir í Borgarleik-
húsinu um þessar mundir en rúm-
lega 600 vísindamenn frá öllum
Norðurlöndunum taka þátt í ráð-
stefnunni. Þórður Sverrisson,
augnlæknir, segir í samtali við
Morgunblaðið að íslendingar eigi
góðan skerf af þeirri vísindalegu
umfjöllun sem þarna fer fram og
sýnilegt sé að mjög góð rækt sé í
rannsóknum í augnlækningum á
íslandi.
Tvennt hefur borið hæst á góma
á ráðstefnunni að sögn Þórðar.
Annars vegar meðferð við ellirým-
un í augnbotnum, sem er algeng-
asta ástæðan fyrir sjóndepurð í
hinum vestræna heimi, og hins
vegar sjónlagsaðgerðir við
nærsýni, fjærsýni og sjónskekkju,
sem er ein helsta byltingin í augn-
lækningum seinni tíma.
Samspil lyfja og
leisermeðferðar
Ellirýrnun í augnbotnum leggst
á eldra fólk og skerðir lestrarsjón
þess en Þórður segir að þar til fyr-
ir skemmstu hafí eingöngu verið
hægt að bjóða upp á meðferð í
undantekningartilfellum og þá í
formi leisermeðferðar. „Ný tegund
meðferðar byggir á samspili lyfja
og leisermeðferðar. Hún gagnast
fleirum og gefur mikla og góða
von“, segir Þórður. Aðferðin hefur
verið notuð á augndeild Landspít-
aians frá því í september og ár-
angurinn hefur verið framar von-
um. Að sögn Þórðar er meðferðin
ekki fær um að bæta sjónmissi eða
sjónsköddun heldur er hún fyrst
og fremst varnaraðferð sem kemur
í veg fyrir að sjónin versni enn
meir.
Umræður um sjónlagsaðgerðir,
þar sem beitt er leisertækni, hefur
einnig borið hátt á góma á ráð-
stefnunni.
Ný meðferð við fjarsýni,
nærsýni og sjónskekkju
Að sögn Þórðar eru slíkar að-
gerðir alltaf að verða öruggari og
betri og fer þeim þar af leiðandi
fjölgandi. Þeir sem eru nærsýnir,
fjarsýnir eða eru með sjónskekkju
geta nú gengist undir aðgerð sem
bætir sjón þeirra varanlega, en að
sögn Þórðar verður farið að fram-
kvæma slíkar aðgerðir innan tíðar
á Islandi.
Á ráðstefnunni hefur talsvert
verið fjallað um rannsókn sem
unnin var í samstarfi Háskóla Is-
lands og Kanasawa-háskólans í
Japan, undir stjórn Friðberts Jón-
assonar, augnlæknis. Rannsóknin
er gríðarlega umfangsmikil og
fjallar meðal annars um skýmynd-
un á augasteini og samband henn-
ar við útfjólubláa geislun. Rann-
sóknin hefur vakið mikla athygli í
vísindaheiminum en þar kemur
meðal annars fram að útfjólubláir
geislar auki hættuna á skýmyndun
í augasteini. Japanir eru líklegri til
þess að fá þann kvilla en íslend-
ingar, sem oft kvarta undan sólar-
leysi.
Ráðstefna norrænna augnlækna
á 100 ára afmæli í ár, en hún mun
standa yfir fram á næstkomandi
miðvikudag. Þórður Sveirisson
segir að samvinna Norðurlanda á
sviði augnlækninga styðji og hjálpi
íslenskum vísindamönnum og á
hann von á því að ýmis verkefni
verði í framtíðinni unnin í sam-
vinnu við starfsfélaga á Norður-
löndum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá vinstri, Louis Bardollet, sendiherra Frakka á Islandi, Michelle Bardollet sendiherrafrú, Thierry Babey,
skipstjóri Belle Poule, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri.
Komu gólettnanna fagnað
Morgunblaðið/Jim Smart
Önnur af frönsku gólettunum sigiir hér inn Reykjavíkurhöfn.
FRÖNSKU góletturnar Belle Poule
og Etoile komu Reykjavíkurhafnar
að morgni 17. júní og sést önnur
þeirra hér á myndinni. Góletturnar
fylgdu víkingskipinu Islendingi út
úr Reykjavíkurhöfn, við upphaf
Ameríkuferðar skipsins, síðar hinn
sama dag, en áður hafði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri
Reykjavíkur flutt ræðu vegna komu
gólettnanna.
Þá lék lúðrasveitin Svanur nokk-
ur lög við þetta tækifæri og áhafn-
armeðlimir Belle Poule og Etoile
léku á horn og kölluðust skipin á
líkt og hefð er fyrir á Brittan-
íuskaga.
Koma gólettnanna til Islands er
hluti af siglingakeppni á milli
Paimpol og Reykjavíkur, en gólett-
ur á borð við þessar voru kunnug-
leg sjón við strendur Islands á síð-
ustu öld og framan af þessari.
Skipin sem sigla til Islands að þessu
sinni eru eftirlíkingar þeirra sem
áður sigldu á Islandsmið og voru
smíðuð 1932 í skipasmíðastöðinni í
Fécamp í Normandí. Bæði Etoile og
Belle Poule eru nákvæmar eftir-
líkingar af svo nefndum Paimpola-
gólettum sem þróuðust við hérlend-
ar aðstæður á 19. öld, utan þess að
rýmt hefur verið til um borð fyrir
áhafnir skipanna.
íslendingum gafst tækifæri á að
skoða seglskipin sl. sunnudag og
verða þau einnig opin almenningi í
dag og á miðvikudag.
Góletturnar dvelja við Reylqavík-
urhöfn til 24. júní, en að morgni 23.
júní afhenda fulltrúar Paimpol-
borgar borgarstjóra Reykjavíkur til
minningar um samskipti borganna
tvo bryggjupolla frá Paimpol sem
komið verður fyrir á Miðbakkanum.
Rætt um samruna
Annar
fundur á
næstu
dögum
FORSVARSMENN verka-
lýðshreyfingarinnar komu
saman til fundar í gær til að
ræða hugsanlegan samruna
landssambandanna. Fundin-
um lauk án niðurstöðu og hef-
ur annar fundur verið á
næstu dögum. Á fundinum
var rætt um samruna Verka-
mannasambands Islands,
Landssambands iðnverka-
fólks og Þjónustusambands-
ins.
Sigurður Bessason, formað-
ur Eflingar, kveðst vonast til
þess að starfinu verði komið í
gang. „Ég held að það sé það
mikið til að vinna og töluvert
á sig leggjandi til þess að
koma málinu í þann farveg að
hægt verði að steypa þessu
saman í eitt samband. Ég
held að það sé almennur vilji
til þess að gera þetta en ýms-
ir hlutir hafa á undanförnum
vikum verið að trufla þessa
vinnu. Það skýrist á næstu
dögum hvort þetta sé vinnan-
legur vegur,“ segir Sigurður.
Dræmt
í Vatns-
dalnum
VEIÐI hófst víða um helgina, t.d. í
Vatnsdalsá og Haffjarðará og eru
nú fyrstu laxarnir komnir á land úr
báðum ám þótt ekki hafi verið mikil
veiði. í gærdag voru komnir sex lax-
ar á land úr Vatnsdalsá og sagði
Pétur Pétursson leigutaki árinnar
að það væri nokkuð eðlileg staða
miðað við aðstæður.
„Þetta eru 12 til 18 punda laxar og
allir veiddir fyrir neðan Flóð, í Hóla-
kvörn og Hnausastreng. Þetta er
frekar dræmt en ekki annað en við
var að búast. Það gæti farið að glæð-
ast, talsvert sást af laxi á silunga-
svæðinu í gær, við Brandanes og
Akurhólma og sá fiskur gæti farið
að skila sér. Annars er mjög kalt hjá
okkur, norðan bál og menn eru dúð-
aðir upp fyrir haus. Þetta byrjai-
mjög svipað og sumarið 1998, það
fór illa af stað, en síðan tók vertíðin
við sér og veiði var prýðileg þegar
upp var staðið,“ sagði Pétur.
Héðan og þaðan
Sem fyrr segir eru fyrstu laxarnir
komnir úr Haffjarðará og einnig
Kjartan Örn Ólafsson með 13
punda Iax af Brennunni. Á há-
degi í gær voru komnir 14 laxar
á land á svæðinu.
Gljúfurá í Borgarfirði sem óvænt
var opnuð 19. júní en ekki 21. júní
eins og til stóð. Tveir laxar voru
komnir á land eftir tvær fyrstu vakt-
imar sem er ekki slæm byrjun þar
eð Gljúfurá er smálaxaá og smálax
gengur jafnan mun seinna en sá
stóri. Laxarnir voru báðir 4 pund.
Sogið var opnað þann 14. júní og
hafði Ólafur K. Ólafsson formaður
árnefndar ekki frétt af laxi í gær-
dag. Hins vegar höfðu nokkrar væn-
ar bleikjur lotið í gras.
Hollið sem opnaði Víðidalsá fékk
8 laxa og þótt menn yrðu laxa varir
víða í ánni veiddust þeir flestir á ein-
um stað, í Kerinu í Éitjá.
Á hádegi sunnudags voru komnir
96 laxar á land úr Norðurá og þá
lauk hollveiðum með 23 laxa sem er
það besta til þessa.
Að kveldi laugardags voru komnir
10 laxar úr Elliðaánum, átta fleiri
heldur en á sama tíma í fyrra.
Andlát
Bjarni V.
Magnússon
BJARNI Viðar Magn-
ússon, forstjóri og að-
aleigandi íslensku um-
boðssölunnar, lést á
Landspítalanum aðfar-
anótt 17. júní. Bjarni
fæddist á Akureyri 8.
september 1924 og var
hann sonur hjónanna
Magnúsar Pétursson-
ar, kennara á Akur-
eyri, og Guðrúnar
Bjamadóttur húsmóð-
ur.
Bjarni útskrifaðist
sem stúdent frá
Menntaskólanum á
Akureyri 1946 og hélt að því loknu til
Svíþjóðar þar sem hann nam land-
búnaðarhagfræði við landbúnaðar-
háskólann í Ultuna á ámnum 1946-
48. Bjarni útskrifaðist sem Cand.
oceon frá Háskóla íslands 1953, var
við hagfræðinám við háskólann í
Múnchen 1953-54 og útskrifaðist
sem M.A. í rekstrarhagfræði frá Col-
umbia-háskólanum í New York 1955.
Bjami starfaði sem framkvæmda-
stjóri Iceland Products inc., sölufé-
lags S.Í.S. í Bandaríkjunum árin
1957-1963, var framkvæmdastjóri
útflutningsdeildar frystra fiskafurða
og síðan sjávarafurðadeildar S.Í.S. á
sjöunda áratugnum. Þá var Bjami
framkvæmdastjóri söluskrifstofu
S.Í.S. í Bretlandi 1968-1969. Hann
hóf eigin viðskiptastarfsemi 1969 er
hann stofnaði íslensku
umboðssöluna og starf-
aði sem forstjóri henn-
ar frá 1970, jafnframt
því sem hann starfaði
sem framkvæmdastjóri
Sameinaðra framleið-
enda frá 1971.
Bjarni átti sæti í
framkvæmdastjórn
S.Í.S. frá 1964-68 og
var í verðlagsráði sjáv-
arútvegsins. Hann átti
sæti í atvinnumálan-
efnd Norðurlands
vestra 1964 og var í
ýmsum viðskipta-
nefndum til Rússlands, Póllands og
Tékkóslóvakíu á ámnum 1964-68 og
til Ítalíu og Nígeríu frá 1971.
Auk þessa sat Bjarni í stjórn Sölu-
sambands íslenskra fiskframleið-
enda, Stéttarsambandi íslenskra
fiskframleiðenda, Félags ísl. fiski-
mjölsframleiðenda, Félags ísl. nið-
ursuðuverksmiðja, íslenska vöru-
skiptafélaginu, Sjöstjömunnar h.f.,
Netasölunnar h.f., Loðskinns h.f.,
Hafnar h.f., Langeyrar h.f., Haf-
skips h.f., Búrfells hf., Verðjöfnunar-
sjóðs fiskiðnaðarins, Þríhyrnings hf.
og Vélar og þjónstu hf.
Eftirlifandi eiginkona Bjarna er
Stefanía Þóra Ámadóttir hús-
mæðrakennari. Bjarni lætur eftir sig
fimm uppkomin börn.