Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Rangfærslur um Tyrkjaránið Samsæriskenningar hafa aðdráttarafl. Mörg flókin fyrirbæri liggja ljós fyrir með einni skýringu. Vondu kallarnir og góða fólk- ið eru á sínum stað. Allt gengur upp. I Ríkisútvarpinu er verið að endurtaka þáttaröð Úlfars Þor- móðssonar um Tyrkjaránið frá 1998 sem hann nefnir „Eina hræðilega guðs heim- sókn“. Eftir fyrsta þátt er ljóst hver Þorsteinn skúrkurinn er í frá- Helgason sögninni. Það eru ekki ræningjarnir. Það er yfírvaldið. Undir því samheiti er íslenska kirkjan þó aðalsökudólgurinn en í leiðinni fá ýmsir aðrir að fljóta með svo sem veraldlegir embættis- menn, kennslubókarhöfundar og fræðimenn. Sökin er sú að þessir aðilar hafi stungið vitneskju undir stól, þagað um óþægilega hluti, rangfært og logið. Ekki er þetta beinlínis fullyrt í þáttum Úlfars en „því má gera skóna“ eða „allar lík- ur benda til þess“ eins og hann orð- ar það. Nú mega menn að sjálfsögðu segja álit sitt á sögulegum málum án þess að hafa prófskírteini upp á kunnáttu sína. En ég get ekki orða bundist af. tveim ástæðum. Annars vegar hef ég orðið var við að fólk á förnum vegi er farið að taka getgátur Úlf- ars sem viðtekinn sannleika um Tyrkja- ránið. Hins vegar hef ég fengist við sagn- fræðilega rannsókn á sama ráni í mörg ár og ber því nokkur skylda til að benda á það sem sannara má telja. Vondir menn skemma skjöl Úlfari verður tíðrætt um bréf og frásagnir af Tyrkjaráninu árið 1627 sem hafi glatast. Þetta sé lík- lega kirkjunnar mönnum að kenna sem hafi vísvitandi eyðilagt heim- ildir. Þarna þykir mér hlutunum snúið á hvolf. Það sem er merkilegt við Tyrkjaránið á íslandi er hve mikið er til af bréfum og frásögn- um af því. Fyrir utan heildstæðar frásagnir Kláusar Eyjólfssonar, Ólafs Egilssonar og Björns Jóns- sonar á Skarði eru m.a. varðveitt fjögur sendibréf íslendinga frá Al- geirsborg. Ég veit tæpast annað dæmi um slíkt frá öðrum löndum þó að margra þjóða fólk sæti í ^Oðkaupsveislur — Otisamkomur — skemmtanir—tónieikar—sýningar — kynningar og fl. og fl. og fl. ..og ýmslr fylgihlutir Ekki á eftirminnilegan viðbunb - _ jið ykkur og leigið stórt tjald á stdðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700 m* Einnig: Borð, stólar, tialdgólf og tjoldhitarar. Qdlsa) sQsáto ..meo skátum á heimavelli sfml 5621390 • fax 552 6377 • bis@scout.is GLÆSItEG SÍRVHRSLUN MEÐ ALLT í BAÐHERBERGIÐ BAÐSTOFAN BÆJARUND 14, SÍMI S64 57 OO HORNBAÐKER Stærð 140 x140 Verð með nuddi og svuntu kr. 115.536,- Verð án nudds með svuntu kr. 73.572,- VATNSVmKINN ohf. Ármúla 21-108 ReykJavlk www. vatnsvlrkinn.ls Sfml: 533 2020 - Bréfsfmi: 533 2022 Tyrkjaránið Eitt er að greina að ránsmenn og ræningja- borgirnar hafí haft nokkra jákvæða þætti, segir Þorsteinn Helga- son, og annað er að álykta að landsmenn hafí þráð að komast í barbaríið. ánauð í borginni á sama tíma. Vissulega týndust heimildir. Einn kafli í magistersritgerð minni fjallar um glataðar heimildir Tyrkjaránsins, þær sem vitað er um. Segja má að þau fjögur sendi- bréf, sem varðveittust, hafi hangið á bláþræði vegna þess að þau eru aðeins varðveitt í einu eða tveimur eintökum. Þau virðast því ekki hafa farið á flakk um landið í afskriftum en það var vísasta „líftrygging“ heimildanna. Þannig var t.d. um ferðasögu Ólafs Egilssonar sem enn er varðveitt í 36 afskriftum víðs vegar af landinu. Mikill skaði er af því að rit Ein- ars Loftssonar frá Vestmannaeyj- um og Halldórs Jónssonar frá Grindavík skuli ekki hafa geymst eins og ferðasaga Ólafs. Báðir voru þeir herteknir en komust heim og Til sölu hestaleiga Rótgróið fyrirtæki með mikla viðskiptavild. Tilvalið fyrir ferðaþjónustuaðila eða hestamenn og hestakonur. Frumupplýsingar í síma. Fasteignasalan Hreiðrið, símar 551 7270 og 893 3985. lýstu reynslu sinni í skrifum. Úlfar „gerir því skóna“ að kirkjunnar menn hafi eyðilagt ritin af því að þeim hafi ekki líkað jákvæðar lýs- ingar þeirra á „barbaríinu". Hvað hefði átt að vera svona jákvætt við tilvist Einars í Algeirsborg? Hon- um var refsað fyrir helgispjöll með því að skorið var framan af nefi hans og eyrum, partarnir þræddir upp á band og hengdir honum um háls. Þrátt fyrir þetta og fleiri hörmungar tókst honum með harð- fylgi að slá sér lán til að leysa sig úr þrældómi. Lánin þurfti hann að borga og vann því um skeið í Al- geirsborg fyrir afborgunum og komst ekki heim á meðan. Úlfari finnst líklegt að Einar hafi líkað vel í ránsmannaborginni, þess vegna hafi hann ekki haft sig strax heim þegar hann var orðinn frjáls. Hafa skal það sem ósennilegast er. Synd og refsing í útvarpsþættinum er talað um „guðrækilegt sífur“ í bréfum ís- lendinga úr herleiðingunni. Þetta sé skiljanlegt þar sem opinber og „klerkleg" skýring á ráninu hafi verið syndugt líferni landsmanna. Þarna finnst höfundi hann vera kominn í feitt: Þarf frekari vitna við um kúgunarvald kirkjunnar á Islandi? Gallinn er sá að hér er komið að kenningu samanlagðrar kristninnar um synd, hirtingu og náð en ekki sérskoðanir nokkurra íslenskra kennimanna. Maðurinn var álitinn syndugur og allar þján- ingar, sem hann þurfti að líða, voru því verðskuldaðar. Þetta er grunn- tónn kenningarinnar en blæbrigði hennar eru mörg og skilningur manna nokkuð misjafn eftir tíma- skeiðum, lærdómi og háttalagi. Þessi blæbrigði fletur Úlfar út og gerir syndaskilninginn að einka- vopni í höndum biskupanna Þor- láks Skúlasonar og Brynjólfs Sveinssonar og fræðimannsins Björns Jónssonar sem tók saman Tyrkjaránssögu. Hvers á Björn að gjalda? Björn á Skarðsá fær á baukinn hjá Úlfari við þónokkur tækifæri. Ekki veit ég hvers Björn á að gjalda. Hann var sannast sagna ekki mjög sleipur í guðfræðinni. Sumar útleggingar hans eru áreið- anlega hans einkamál en ekki sam- særi biskupsins. Til dæmis kemur hann nokkrum sinnum þeirri skoð- un á framfæri að Islendingar eigi að vígbúast. Þetta er minnihluta- áiit Björns. Á prestastefnu og Al- þingi árið 1663 var ályktað gegn vígbúnaði, að undirlagi Brynjólfs biskups. Tyrkjaránssaga Björns er sam- antekt úr ferðasögu Ólafs Egils- sonar og fleiri ritum. Vissulega er sagan lituð. Hann svertir hlut Tyrkjans þar sem hann getur og snyrtir frásögnina. Þetta er allt samkvæmt aldaranda og slíkar hagræðingar eiga sér stað enn í dag. En Björn stingur ekki beinlín- is hlutum undir stól. Það er Björn sem endursegir lýsingar Einars í Vestmannaeyjum og Halldórs í Grindavík og vísar síðan mönnum að lesa þau ef þeir vilja ítarlegri upplýsingar. Ef hann hefði viljað uppræta þessi rit hefði verið nær að þegja um þau. Afbökun á Arngrími Með einföldunaraðferð og sam- særiskenningu að bakhjarli verður syndakenningin að einradda kór. Þar syngur Arngrímur lærði sama rómi og hinir að mati Úlfars því hann kallaði Tyrkjaránið „hræðileg guðs heimsókn". Það sem Arn- grímur er hins vegar að fara með þessu, og hann útskýrir nánar með Biblíuvitnun, er að þeir sem lentu í ráninu hafi ekki verið syndugri en þeir sem sluppu. Þess má finna stað í öðrum heim- ildum að þeirri hugsun hafi skotið upp kollinum meðal landsmanna að Vestmannaeyingar hafi verið svo syndugir að þeir hafi átt ránið skil- ið. Gegn þessu er Arngrímur að tala. Hér er með öðrum orðum boð- skapur um samkennd og sameigin- lega ábyrgð. Auk þess var Arn- grímur raunsæismaður. Hann vissi að konungur var of önnum kafinn í stríði á meginlandinu til að geta varið Island, ránsmenn í Afríku séu „margir sem mý“ og að opið haf var á milli Afríku og Islands. Þetta er pólitísk greining á vand- anum og lausnin er við þessar að- stæður „aleinasta hjá þeim sem sínum aldrei bregst, guði almáttug- um drottni alsherjar". Að stinga undir stól Ýmsar fleiri rangfærslur og ann- arlegar túlkanir í þessum fyrsta þætti mætti taka til umræðu. Hér skal aðeins nefnt til viðbótar að til- tekin eru ummæli Gísla biskups í Skálholti frá 1633 um erfiðleikana við að kaupa fólk úr ánauð. Hætt sé við að féð fari mest í milliliði, segir Gísli, og þegar loks sé komið að því að losa fólk úr prísund leysist þeir loks „sem engin eftirsjá er að“. Þetta eru kaldranaleg ummæli og engan veginn í kristilegum anda. En i útvarpsþættinum er þetta hik- laust tekið sem lýsandi dæmi um almenna afstöðu kirkjunnar. Þá er stungið undir stól og þagað um það sem prestastefna samþykkti norð- an lands um svipað leyti, undir handleiðslu Þorláks Skúlasonar, þar sem hvatt er til þess að litið sé á herleidda fólkið sem „samband- ingja... svo sem þér séuð limir þess sama líkama". En útvarpshöfund- urinn hefur ekki áhuga á fjölþættri mynd heldur því sem hentar fyrir- fram ákveðinni kenningu. Skref aftur á bak Margt er verið að endurskoða í íslenskri sagnfræði um þessar mundir. Sautjánda öldin er í endur- skoðun og er ekki auðveld við- fangs. Hér þarfað gæta hófs og losna út úr klisjukenndum dólga- marxisma og gróusögustíl. Út- varpsþátturinn, sem hér um ræðir, er því miður skref aftur á bak sem tefur viðleitnina til að skapa fjölþættari mynd af Tyrkjaráni, lútherskum rétttrúnaði, sautjándu öldinni almennt og lífinu í landinu. Eitt er að greina að ránsmenn og ræningjaborgirnar hafi haft nokkra jákvæða þætti og annað er að álykta að landsmenn hafi þráð að komast í barbaríið. Eitt er að taka eftir hagræðingum í sumum frásögnum ránsins og annað er að draga þá ályktun að kirkjan hafi gengið í að útrýma heimildum. Slík öfgastefna veitir litla stoð. Útvarpsþátturinn, sem hér um ræðir, var þó aðeins sá fyrsti af fimm og ég óttast að framhaldið gefi tilefni til frekari athugasemda. Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.