Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 74
MORGUNBLAÐIÐ 74 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 FÓLK í FRÉTTUM Darren Emerson sneri skífum á Tónlistarhátíðinni í Reykjavík Ég er far- innað brosa aftur Plötusnúðurinn Darren Emerson gekk til liðs við Underworld árið 1993 og átti drjúg- an þátt í að gera sveitina að einu frægasta tæknóbandi allra tíma. Nýlega sagði hann skilið við sveitina og hefur glaðbeittur tekið til við fyrri iðju sem plötusnúður. Arnar Eggert Thoroddsen hitti kappann á Tón- listarhátíðinni í Reykjavík og þeir félagar settust á rökstóla. Morgunblaðið/ísar Logi Arnarsson Darren Eraerson lék listir sínar í Skautahöllinni á Tónlistarhátíðinni. „ÉG held að ég hafi komið héma þrisvar eða fjórum sinnum áður,“ segir afslappaður Emerson. „Og það er alltaf jafn notalegt.“ l°8tasIáBnki 552.3000 Sjeikspír eins og hann leggur sig lau. 24/6 kl. 20 fös. 30/6 kl. 20 530 3030 „í þau skipti sem ég hef spilað hér hafa viðbrögð áheyrenda farið fram úr björtustu vonum,“ bætir hann við. „Fólkið virtist virkilega finna sig og mér finnst klúbbamenningin hér vera til stakrar fyrirmyndar." Emerson er af þeirri kynslóð tón- listaraðdáenda sem bjó við mikla flóru dægurtónlistar í uppvextinum og leiðimar sem hægt var að fara bæði margar og mismunandi. Það er til að mynda ekki vottur af rokk- sköddun í manninum. „Það má segja að raftónlistin sé upphaf og endir alls hjá mér. Áður en hip-hoppið og menningin sem var í kringum það náði tökum á mér var það fyrri tíma raftónlist sem heillaði, Kraftwerk og slíkt. Húsplötur fóru síðan að streyma frá Chicago þegar ég yar 16 ára og þá vom örlögin ráðin. Ég var svo búinn að vera að plötusnúðast í um fimm ár er ég gekk til liðs við Underworld, þá nítján ára.“ Breska tónlistarvikuritið Melody Maker lýsti innihaldi tímamótaverks- ins „Dubnobasswithmyheadman", breiðskífu Underworld frá 1993, sem „danstónlist sem þú þarft ekki að dansa við“. Platan þótti brjóta blað í sögu tónlistarfoimsins, á þann veg- inn að jafnt rokkhundar sem dansfífl gátu sameinast um snilld verksins. „Mér finnst sú plata ennþá vera besta platan sem við gerðum saman,“ segir Emerson. „Þar kemur margt til, fyrir það fyrsta naut maður þess í botn að vera i Underworld á þessum tíma. Þá skemmdi ekki fyrir að Rick (Smith) og Karl (Hyde) höfðu ein- göngu úr rokkbakgrunni að moða, þeir höfðu ekkert vit á danstónlist. Ég held að sameiginlega hafi þessi atriði náð að gera plötuna sígilda. Það er sjarmerandi hráleiki sem leikur um plötuna, þær seinni eru dálítið of- unnar að mínu mati. Tónlist Und- erworld hefur líka verið að færast nær hreinni danstónlist á síðustu ár- um, sem er ekkert sérstaklega ákjós- anleg þróun að mínu mati.“ Naut mín ekki í Underworld Á þessu ári tók Emerson þá ákvörðun að hætta í Underworld, eft- ir tíu ára farsælan feril. „Ég naut mín einfaldlega ekki lengur. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum náð að áorka á ferlinum en fyrir mína parta var ákveðinni endastöð náð tónlistar- lega séð. Svo var ég farinn að kvíða tónleikaferðum og aldursbilið á milli mín og hinna bætti ekki úr skák, ég er nýorðinn 29 ára en Karl og Rick eru komnir fast að fertugu. Þannig að sameiginlegt partístand og slikt var jafnan í lágmarki innan sveitarinn- ar.“ Emerson er stoltur af listgreininni sem hann stundar. „Ég er plötusnúð- ur og hef alltaf verið. Það starf gefur mér mesta fyllingu. Nú er ég er far- inn að sinna því á fullu á nýjan leik og nú líður mér vel. Ég er farinn að brosa aftm-," segir Emerson glaður á svip og það er greinilegt að maðurinn hefur fundið hamingjuna á ný. „Um daginn var ég að vinna lag með Sasha (velskur plötusnúður sem nýtur þó- nokkurrar hylli um þessar mundir), þrumudanslag sem éjg vona að eigi eftir að ganga vel. Eg er á haus í verkefnum um þessar mundir og stefni að því að gefa út breiðskífu bráðlega. Maður lifu’ nú bara einu sinni og því er um að gera að reyna að nýta tímann vel.“ MYNDBOND Frábær fullorðins- mynd (The Girl Next Door) Dóttir nágrannans II e i 111 i I «1 u r 111 y 11 d ★★★% Leikstjóri: Christine Fugate. Fram koma: Stacy Valentine og þekkt andlit í klámmyndabransanum. (82 mín) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. STACY Valentine segir í þessari heimildarmynd að í Bandaríkjunum einum séu gerðar yfir tíu þúsund klámmyndir á ári svo það hlaut að koma að því að menn gerðu þennan mikla iðnað að við- fangsefni sínu. Saga Annabel Chong var að vissu leyti um sama efni en á meðan Chong var haldin sjálfs- eyðingarhvöt og fræg fyrir lítið ann- að en að taka þátt í hópreið er Valen- tine ein af skærustu stjörnum iðnað- arins og ánægð með lífið og starf sitt. Skýringuna segir hún þá að hún hafi bæði gaman af starfi sínu og sé góð í því. Hún tekur líka skýrt fram að ekk- ert hafi ýtt sér nauðugri út í iðnaðinn. En þrátt fyrir þessar ánægjuyfirlýs- ingar Valentine sjáum við hinn raun- verulega klámmyndabransa sem fær fólk til að eyðileggja á sér líkamann og verða snarraglað tilfinningalega. Stacy fer reglulega í fitusog, lætur minnka á sér brjóstin og stækka á sér varimar til þess að framlengja feril- inn um smá tíma. Hún segist vera listakona sem sé ekki í bransanum vegna peninganna, en þegar auðugur franskiu’ aðdáandi býður henni pen- inga fyrir kynlíf er hún snögg að segja já. Hefði kona ekki verið við stjörn- völinn hefði Valentine örugglega ekki verið eins opin á tilfinningar sínar. Einnig tekur myndin enga afstöðu með eða á móti klámi heldur gefur okkur innsýn í þennan heim á hlut- lausan hátt. Eftir myndina veit maður varla hvort eigi að vorkenna Valen- tine vegna yfirborðsleikans sem hún býr við alla daga eða virða hana fyrir að nýta „hæfileiká' sína til fullnustu. Ottó Geir Borg Stjörnur á morgunhimni fim 22/6 kl. 20 laus sæti Síðasta sýning í sumar BJÖRNINN - hádegisleikhús frumsýning fim. 22/6 kl. 12 uppselt fös 23/6 kl 12 nokkur sæti laus mið 28/6 kl 12 laus sæti lau 1/7 kl 12 laus sæti Miðasalan er opin frá kl. 12—18 alla virka daga, kl. 14-18 laugardaga og fram að sýningu sýningar- daga. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendíð VISA (slandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vfsa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Valtað yfír viðstadda TONLIST Kakóbarinn KLINK OG MÍNUS Klink og Mínus á tónleikum á Kakó- barnum f Geysishúsinu. Áhorfend- ur um 300. HARDCORE lifir góðu lífi og reyndar betra lífi en flestar tegundir rokks meðal ungra rokkvina. Fremsta hardcoresveit landsins er Mínus, sem hefur það meðal annars fram yfir félaga sína í sömu grein að vera dugmeiri og áhugasamari um framgang tónlistarinnar. Það mátti meðal annars sjá á því góða framtaki að halda ókeypis tónleika á Kakó- barnum, meðal annars til að gera sem flestum kleift að komast inn, án tillits til aldurs eða efnahags. Frá- bært framtak. Klink hóf leikinn á Kakóbarnum á laugardagskvöld og byrjaði á fullri ferð. Keyrslan var hreint afbragð, en þeir félagar áttu í einhverjum erfið- leikum með hljóminn í fyrstu lögun- um og þvf var krafturinn ekki eins mikill og annars hefði getað orðið. Það hrökk þó snemma í gang og út- koman fín. Klink leikur óreiðukennt hardcore og boginn víða spenntur heldur hátt, en þegar sveitinni tekst vel upp er hún í fremstu röð. Mínus-menn komu vel stemmdfr til leiks, greinilega búnir að undir- búa sig rækilega, vel hvíldir og þyrstir í rokk eftir þriggja mánaða spilahlé. Þeir byrjuðu leikinn með skemmtilega skerandi gítarsíbylju; hlóðu upp rafmögnuðum hljómaflek- um sem mögnuðu upp spennu og til- hlökkum ... og völtuðu svo yfir við- stadda. Nýtt efni fékk að fljóta með og lofar einkar góðu fyrir sjötomm- una sem Krummi lofaði í sumar. Aðal Minuss er magnaður trommuleikur á vasaútgáfu af trommusetti, en bassaleikur og gít- arsamleikur er líka til mikiliar fyrir- myndar og Krammi með bestu fram- línumönnum sem sést hafa á sviði hérlendis. Áheyrendur voru og út- taugaðir eftir keyrsluna og hama- ganginn og eflaust ljúfir sem lömb í margar vikur á eftir. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Jón Svavarsson Mínus og Klink kveiktu vel í tónleikagestum á Kakóbarnum. Árni Matt. segir að Krummi sé með bestu framlínumönnuni sem sést hafa hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.