Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Orkupara- dísin Island st.rs-- " legíð \_/ \ Láttu nú ekki freistast, Eva mín, mundu að þetta er ekki epli, bara ljósapera, góða. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Árekstur og bflvelta á Reykjavíkurvegi í Hafnarfírði á mots við nr. 68. Endaði á hvolfí á umferðaeyju UNGUR maður var fluttur á slysa- deild á sunnudagskvöld eftir árekstur tveggja bfla á Reykjavík- urvegi í Hafnarfirði. Rákust þá saman bfll sem ekið var norður Reykjavíkurveg og bfll sem ekið var inn á götuna í veg fyrir hinn. Við áreksturinn valt annar bfllinn nokkrar veltur og endaði á hvolfi á umferðareyju. Ökumaðurinn var einn í þeim bfl og er talið að hann hafi beinbrotnað. Tvær konur voru í hinum bflnum en að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði sluppu þær ámeiddar. Tilvalid í tækifærisgjafir Sumarhátíð Sólstöðuhópsins I hjartans einlægni Margrét Kristmannsdóttir Sólstöðuhópurinn heldur sumarhátíð- ina „í hjartans ein- lægni“ helgina 23. til 25. júní. Þetta er í sjötta skipti sem þessi hátíð er haldin. Núna er hátíðin haldin í Heiðarskóla í Leirársveit, sem er um tíu mínútna akstur þegar komið er upp úr Hvalfjarðargöngum. Margrét Kristmannsdóttir á sæti í undirbúningsnefnd Sólstöðuhópsins. Hún var spurð um nánari tilhögun hátíðarinnar. „Hátíðin byggist upp á námskeiðum. Sumarhátíð- in er í rauninni fyrir alla, bæði fjölskyldufólk og ein- staklinga, en mikið er samt lagt upp úr góðu barnaefni á hátíðinni og við gleymum heldur ekki unglingunum, sérstök námskeið eru fyrir þá, svo sem um heimasíðu- gerð, veggjakrot, leiklist, leikhús- og samkvæmisförðun og síðast en ekki síst óvissunámskeið sem heit- ir Út í bláinn og hefur verið vinsæl- asta námskeiðið fram að þessu.“ - Hvemig námskeið eru fyrir þá fnllorðnu? „Við erum með námskeið sem eru í anda hátíðarinnar og bera yf- irskrift eins og; lífsgleði njóttu, Uf í sátt við umhverfið, streita og slök- un, að láta draumana rætast, gjafir náttúrunnar og aukin vellíðan með notkun blómadropa. Síðan erum við með námskeið sem geta flokk- ast sem verkleg námskeið líka. Þar má telja námskeið í grunnatriðum grænmetisfæðis, námskeið í ræðu- tækni, í afró eða afrískum dansi, einnig verður sérstakt námskeið í trumbuslætti þai- sem bongótr- ommumar verða nýttar. Við verð- um líka með listasmiðju fyrir full- orðna og loks má nefna námskeið sem heitir Hér gekk Egill og verð- ur farið í rútu um sögustaði Egils- sögu.“ - Hvert er markmiðið með öll- um þessum námskeiðum? „Sólstöðuhópurinn á sér þann einfalda tilgang að stuðla að feg- urra mannlífi. Við teljum að það sé öllum hollt í þessu nútímasamfé- lagi, þar sem hraðinn ræður svo miklu, að staldra aðeins við og huga að því hvort við forgangsröð- um hlutunum rétt.“ - Hvað eru margir félagar í Sól- stöðuhópnum? „Við erum með póstlista sem tel- ur nokkur hundruð manns, en þetta er ekki formlegur félags- skapur og því í raun öllum opinn.“ -Eru hátíðir Sólstöðuhópsins vel sóttar? „Þær hafa verið mjög vel sóttar hingað til, venjulega hafa verið um og yfir 200 manns á þeim. Þær voru haldnar á Laugalandi í Holt- um en nú ætlum við að breyta til og færa okkur nær höfuðborgar- svæðinu og höfum fengið inni í Heiðarskóla í Leirársveit eins og fyrr koma fram. Þar er mjög góð aðstaða. Við höfum all- an skólann lyrir okkur þar sem námskeiðin verða haldin og öll sam- eiginleg dagskrá. Mjög góð tjaldaðstaða er fyr- ir utan og þurfa þátttakendur að hafa með sér tjald. Sameiginlegur matur er á laugardagskvöld en að öðru leyti þurfa þátttakendur að koma með mat sinn með sér.“ - Hvað ætiið þið að gera börn- unum til skemmtunar? „Á meðan fullorðna fólkið getur sótt hin ýmsu námskeið erum við með mjög góða bamadagskrá. Bömin geta sótt það við köllum ► Margrét Kristmannsdóttir fæddist í Reykajvík 24. febrúar 1962. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóia íslands 1982 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1982. MB-námi lauk hún frá Stetson University 1991. Hún er nú framkvæmdastjóri Pfaff hf. Margrét er gift Siguijóni Al- freðssyni innkaupafulltrúa og eiga þau tvö börn. Áður átti Sig- uijón eina dóttur. smiðjur. Þar má neíha t.d. leik- smiðju, föndursmiðju, íþrótta- smiðju, tónsmiðju og víkinga- smiðju. Þetta er byggt þannig upp að mjög reyndir leiðbeinendur sjá um bamadagskrána og mikið lagt upp úr að bömin séu virkir þátt- takendur.“ - Hvað kostar þátttaka í hátíð- inni? „Þátttökugjald fyrir fullorðna er 5000 krónur og innifalið í því er tjaldstæði, þátttaka í öllum nám- skeiðum, sameiginlegri dagskrá, aðgangur að sundlaug sem er þarna á staðnum og matur á laug- ardagskvöld. Verð fyrir böm frá fjögurra ára aldri er 500 krónur. Únglingar greiða 2000 krónur. Nánari upplýsingar um Sólstöðu- hópinn og starfsemi hans er hægt að fá á netfanginu mk pfaff.is eða í síma 552-3056.“ - Eru þessar hátíðir frábrugðn- aröðrum útihátíðum? „Já, þetta er fjölskylduskemmt- un án vímuefna, en fyrst og fremst er þetta sumarhátíð þar sem við viljum hvetja fólk til að rækta til- finningar sínar, samband sitt við sína nánustu í leik, starfi og fræðslu." - Hver stofnaði Sólstöðuhóp- inn? „Sólstöðuhópurinn var stofnað- ur af systkinunum Sigurði, And- rési og Ásu Helgu leikkonu, böm- um Ragnars Sigurðssonar læknis. Með í stofnun Sólstöðuhópsins var einnig Inga Stefáns- dóttir sálfræðingur. Hugmyndin varð til þegar þessi hópur ætl- aði á útihátíð með börn sín, en fannst ekki það sem í boði var vera fysilegur kost- ur fyrir fjölskyldufólk. Þá kviknaði sú hugmynd að halda sína eigin há- tíð þar sem lögð væri áhersla á mannbætandi dagskrá og áherslu á þau gildi sem stuðla að fegurra mannlífi. Gildi eins og nánd, sam- eining, ást, virðing og friður verða í heiðri höfð. Við viljum auka gild- ismat á gleðinni, samstöðunni og samheldninni." Viljum stuðia að fegurra mannlífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.