Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Landsvirkjun kynnti mat á umhverfisáhrifum á Egilsstöðum Mikilvægl að athuga- semdir berist snemma . Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Um eitt hundrað gestir sóttu fund Landsvirkjunar um Kárahnúkavirkjun á Egilsstöðum. Egilsstöðum - Landsvirkjun boðaði til almenns fundar í Valaskjálf á Egilsstöðum og kynnti tillögu að áætlun um mat á umhverfísáhrif- um Kárahnúkavirkjunar. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun- ar, kynnti aðdraganda matsins en alls voru sjö frummælendur á mæl- endaskrá. Friðrik sagði fyrirætlun Landsvirkjunar að vinna matsáætl- unina með opnum hætti enda mæl- ir sú löggjöf, sem nýsamþykkt er, svo fyrir um. Kárahnúkar í stað Fljótsdals Friðrik sagði mikilvægt að fá ábendingar og athugasemdir á fyrri stigum umfjöllunarinnar þannig að hægt væri að taka þau mál fyrir sem gætu valdið deilum áður en endanleg niðurstaða um framkvæmd væri fengin. Hann sagði vera breytingar frá fyrri fyr- irhuguðum framkvæmdum en nú væri miðað að því að virkja við Kárahnúka í stað Fljótsdals eins og fyrirhugað var. Yrði vatni veitt í gegnum göng niður í Fljótsdal. Hann telur miklar líkur á því að 360 þús. tonna álver verði að veru- leika á Reyðarfirði og að Hydro Aluminium sé tilbúið að fjárfesta í allt að 40% í heildarálveri. Hvað undirbúningsvinnuna varðaði, sagði Friðrik að kostnaður við hana væri verulegur en fjárfestar þurfa að leggja 300-400 milljónir króna í undirbúning og Lands- virkjun um einn milljarð. Er undirbúningskostnaður réttlætanlegur? Friðrik velti upp þeirri spurn- ingu hvort slíkur kostnaður væri réttlætanlegur og sagði jafnframt að lögum samkvæmt ætti Lands- virkjun að útvega rafmagn og því bæri Landsvirkjun skylda til að kanna alla kosti áður en að fram- kvæmd kæmi og þá fyrst væri hægt að gera samning við þann sem kaupa mundi orkuna. Friðrik taldi áætlun um Eyjabakka ekki vera úr sögunni, sá kostur væri enn fyrir hendi en lægi vissulega niðri á meðan hinn væri skoðaður. Elín Smáradóttir frá Skipulags- stofnun kynnti ný lög um mat á umhverfisáhrifum og Ragnheiður Olafsdóttir hjá Landsvirkjun fjall- aði um kynningu og samráð. Hún ítrekaði að málið yrði unnið á op- inn hátt og leitað yrði álits um- sagnaraðila, hagsmunaaðila og al- mennings. Hún benti á að Landsvirkjun hefur þegar opnað heimasíðu um Kárahnúka og ósk- aði þegar eftir athugasemdum. Sigurður Arnalds hjá Hönnun kynnti skipurit og fjallaði um virkjun og skipulag matsvinnu og Gísii Gíslason hjá Landmótun ræddi um skipulagsmál. Sigurður Þórðarson hjá VST kom inn á tæknilegar rannsóknir. Áhrifasvæði þau stærstu sem menn hafa hingað til glímt við Kristinn H. Skarphéðinsson frá Náttúrufræðistofnun var síðasti frummælandinn og fjallaði hann um náttúrufarsrannsóknir. Krist- inn benti á einstakt svæði í kring- um Snæfell en það hefði í gegnum árin verið sumarhagar hreindýra. Kristinn sagði fyiárhugaðar virkj- unarframkvæmdir við Kárahnúka vera það umfangsmiklar og áhrifa- svæði vegna þeirra þau stærstu sem menn hefðu hingað til glímt við en það væri allt frá jökli til ósa. Hann sagði að allt að 30 ferkíló- metrar gróins lands færu undir veitu með þessum framkvæmdum og breytingar á vatnsföllum yrðu miklar þar sem margar ár myndu rýrna og fossar þverra og menn veltu fyrir sér breytingum í Lagar- fljóti, t.d. varðandi hitastig. Fundargestir komu með fyrir- spurnir til frummælenda en Hjör- leifur Guttormsson gagnrýndi áætlunina og sagði það mistök að samþætta ekki álver og virkjun, þannig að ekki væru ljós öll svör þess aðila sem kaupa á orkuna áð- ur en farið væri í framkvæmdir með orkuveituna sjálfa. Fundurinn var vel sóttur en alls voru rúmlega eitt hundrað gestir á fundinum. Egilsstaðir Aldrei fleiri konur hlaupið Egilsstöðum - Metþátttaka var í kvennahlaupi ISI á Egilsstöðum- þrátt fyrir votviðrið, sem var á sunnudaginn. Yfir eitt hundrað konur voru skráðar til þátttöku og voru farnar tvær vegalengdir, 2,5 km og 5 km. Veður var stillt en vætusamt og konurnar, sem tóku þátt í hinu árlega kvennahlaupi, létu það ekki á sig fá. Þær Auður Vala Gunnarsdóttir og Lillý Viðarsdóttir sáu um upp- hitun fyrir þátttakendurna fyrir hlaupið og teygjur þegar hlaupinu lauk til þess að tryggja að engum yrði meint af hreyfingunni þótt ein- hverjir þátttakendur kynnu að vera í minni þjálfun en aðrir. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Morgunblaðið/Sigurgeir Sjóstanga- veiðimót Sjóve vel heppnað Vestmannaeyjum - Um hvítasunnu- helgina fór fram hið áriega Hvíta- sunnumót Sjóstangveiðfélags Vest- mannaeyja, Sjóve. Fjölmargar sveitir tóku þátt að þessu sinni og var heild- arveiðin 10,7 tonn sem er mjög gott. Úrslit voru eftirfarandi: Aflahæsti karlmaðurinn var Pétur Sigurðsson, Sjóak, með 257,8 kg og aflahæsti Vestmanneyingurinn Óiafur Tryggvason með 348,4 kg. Aflahæsta sveit karla var sveit Ól- afs Tryggvasonar en hana skipuðu auk hans, Amþór Sigurðsson, Auð- unn Stefnisson og Bogi Sigurðsson. Aflahæsta sveit kvenna með 895 kg var sveit Sigfríðar Valdimarsdóttur Sjóak en auk hennar skipuðu sveitina Guðlaug Karlsdóttir, Hafdís Gísla- dóttir og Guðrún Halldórsdóttir. Aflahæsti báturinn var Sævaldur VE með_ 905,5 kg, skipstjórinn er Kjartan ívarsson. Fjöldinn allur af verðlaunum er veittur m.a. fyrir flesta ííska, stærstu fiska af hverri tegund og áfram mætti telja. Mótið tókst vel og fór fram í ágætu veðri. ------^-4-*---- Stökkbretti í notkun í Hveragerði Hveragerði - Nýtt stökkbretti hefur verið opnað við Sundlaugina í Laugaskarði, Hveragerði. Vígslan á stökkbrettinu rak endahnútinn á Vorsmelli Grunnskólans en þá víkur hefðbundið skólastarf fyrir öðru sem oft tengist útiveru og vorverkum. Fjölmörg börn voru mætt í sund- laugina til að taka þátt í vígslunni en það voru þeir Þorsteinn Hjartarson, aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Hveragerði, Gísli Páll Pálsson, for- seti bæjarstjórnar og Hálfdán Krist- jánsson, bæjarstjóri, sem fyrstir reyndu brettið með tilþrifum. Vöktu þeir kátínu yngri kynslóðarinnar sem síðan lét ekki sitt eftir liggja og lét það ekki aftra sér þó biðröðin að brettinu lengdist stöðugt. ------*-+-*---- Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Nýtt hús Hvalamiðstöðvarinnar. Hvalavikan stendur yfir Húsavík - Nú stendur yfír árleg hvalavika og hófst með því að opnuð var málverkasýning í Hvalamiðstöð- inni, þar sýnir japanska listakonan Namiyo Kubo málverk sín. Listakonan, sem þekkt er fyrir útilistaverk sín, kom hingað fyrir tveim árum og hreifst mjög af því sem verið var að gera hér í ferðamál- um og þá sérstaklega Hvalamiðstöð- inni. Hún kom því frá Bandaríkjun- um þar sem hún starfar gagngert til að halda sýningu og mála fyrir Ás- björn Björgvinsson í Hvalamiðstöð- inni. Ákveðið hefur verið að Hvalamið- stöðin flytji í gamla sláturhúsið á Húsavík sem áður var í eigu KÞ og er Namiyo ásamt þrem aðstoðarkon- um sínum að mála mynd á stafn hússins og breytir þar með ásýnd sem verið hefur óbreytt um áratugi. Hestamaður slasast Hrunamannahreppi - Hestamaður slasaðist alvariega við bæinn Kot- laugar hér í sveit síðdegis á laugar- dag þegar hann datt af baki er hest- ur hans rauk stjómlaust og stökk yfir ristarhlið. Lenti maðurinn á höfðinu. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahús Reykjavíkur og reyndist vera með brákaða höfuðkúpu og mar á heila. Samkvæmt upplýsingum frá fjöl- skyldu er maðurinn á góðum bata- vegi. Maðurinn var ekki með hjálm, sem hefði sennilega getað bjargað miklu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.