Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 2
2 ÞRIÐ JUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðist á eldri hjón í Gdansk RÁÐIST var á eldri hjón í borginni Gdansk í Póllandi síðastliðið fimmtudagskvöld, þeim veittir áverkar og stolið af þeim lausafé og vegabréfum. Farið var með hjónin á sjúkrahús í borginni. Maðurinn hlaut áverka á öxl og konan áverka á auga. Manninum stóð til boða að gangast undir aðgerð vegna axlar- meiðslanna á sjúkrahúsi í Gdansk en hann ákvað sjálfur að láta fram- kvæma hana á íslandi. Hjónin, sem fædd eru 1925 og 1926, til heimilis í Kópavogi, voru í skipulagðri ferð í Póllandi með fleiri ferðafélögum. Þau gistu á hóteli í Gdansk. Að kvöldi fimmtudags fóru þau í gönguferð í nágrenni hótelsins og voru rænd þar í hliðargötu og þeim veittir áverkar. Árásarmenn- irnir höfðu aðeins 1.500 sloty upp úr krafsinu, sem er jafnvirði nálægt 330 ÍSK auk vegabréfa hjónanna. Stanislaw Laskowski, aðalræðis- maður íslands í Gdansk, hafði sam- band við hjónin daginn eftir árásina og gaf út bráðabirgðavegabréf þeim til handa. Laskowski sagði í samtali við Morgunblaðið að þau hefðu ver- ið við góða heilsu. Til stóð að hópur- inn færi til íslands sl. sunnudag en á leiðinni út að fiugvélinni fékk maðurinn aðsvif og var fluttur á ný á sjúkrahús þar sem hann var hafð- ur til eftirlits og skoðunar í einn sól- arhring. Hann hélt síðan af stað til Islands í gær. Morgunblaðið /Arnaldur Halldór Hansen heiðraður MARGT var um manninn á Sönghátíð til heiðurs Halldóri Hansen barnalækni sem haldin var í Saln- um í gærkvöldi. Fjölmargir listamenn, innlendir og erlendir, stigu þar á svið og fluttu fjölbreytta efnis- skrá. Halldór hefur um langt árabil verið kunnur af áhuga sínum og þekkingu á sönglistinni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd lauk hátíð- inni með því að söngvararnir afhentu Halldóri, allir sem einn, rósir sem þeir höfðu hlotið að launum fyr- ir frammistöðuna. ■ Halldór er/36 Skemmdir á Alþingishúsinu Kvarnaðist úr iofti og veggjum ALÞINGISHÚSIÐ fékk að finna fyrir jarðskjálftanum á þjóðhátíðardaginn eins og aðrar byggingar, en smávægi- legra skemmda varð vart þar innan dyra þegar skjálftinn reið yfir. Að sögn Friðriks Ólafsson- ar, skrifstofustjóra Alþingis, kvarnaðist úr lofti og veggj- um þegar húsið fór á hreyf- ingu í skjálftanum, en að hans áliti var vart hægt að segja að um verulegar skemmdir væri að ræða. Þó sagði hann að þörf væri á viðgerðum á stöku stað í húsinu þar sem sprungur hefðu komið í ljós. Útveggir Alþingishússins eru hlaðnir en aðrir hlutar þess eru úr timbri og má því álykta að töluverður sveigjan- leiki sé í húsinu. Engu að síð- ur kastar það tæpast rýrð á nærri 120 ára gamalt hús þótt sparsla þurfi í örfáar sprung- ur eftir kipp eins og þjóðhá- tíðarskjálftann, enda segir Friðrik að Alþingishúsið sé afar traust bygging og vel búið til að standa af sér stærri skjálfta en þennan. Áhersla á samráð á fundi Reyðaráls Morgunblaðið/Ásdís Frá fundi Reyðaráls á Reyðarfirði í gærkvöldi. Frá vinstri: Bjarni Reyn- holdt, framkvæmdastjóri Reyðaráls, Eyjólfur Árni Rafnsson, verkfræð- ingur hjá Hönnun, Elín Smáradóttir, lögfra:ðingur Skipulagsstofnunar, og Geir A. Gunnlaugsson sljórnarformaður Reyðaráls. MARKMIÐ Reyðaráls er að reisa arðbæra álverksmiðju við Reyðar- fjörð með bestu fáanlegu tækni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Geirs A. Gunnlaugssonar, stjórnarformanns Reyðaráls, á fundi sem fyrirtækið boðaði til á Reyðarfirði í gær. Hann sagði að Reyðarál legði áherslu á að um- hverfismál yrðu til fyrirmyndar og að röskun á umhverfi yrði í lág- marki. Fundurinn var fyrsti liðurinn í samvinnu Reyðaráls við þá sem að málinu koma. Geir sagði að Reyðar- ál áætlaði að leggja tillögu um hvemig staðið yrði að mati á um- hverfisáhrifum álvers fyrir Skipu- lagsstofnun 30. júní nk. og að um- hverfismat yrði svo lagt fyrir í janúar á næsta ári. Úrskurður Skipulagsstofnunar þarf þá, sam- kvæmt lögum, að liggja fyrir eigi síðar en í apríl það ár og gert er ráð fyrir að ákvörðun um hvort ráðist verður í framkvæmdir eða ekki liggi fyrir 1. febrúar 2002. Aðspurður sagði Geir að framkvæmdaraðilar myndu ekki fara af stað með 240.000 tonna álver við Reyðarfjörð nema það væri arðbært en að þeir hafi vilja til að það verði stækkað upp í 360.000 þúsund tonn, því það væri verulega hagkvæmari kostur. Einn- ig höfðu framsögu Elín Smáradóttir lögfræðingur Skipulagsstofnunar og Eyjólfur Arni Rafnsson verkfræð- ingur hjá Hönnun hf. Elín greindi frá nýjum lögum um mat á umhverf- isáhrifum sem Alþingi samþykkti sl. vor, ferli málsins og þeim tímamörk- um sem snúa að Skipulagsstofnun og fleiri aðilum. Eyjólfur Árni fjall- aði um drög að tillögu að matsáætl- un á umhverfisáhrifum álversins sem nú liggur fyrir. Verkfræðistof- an Hönnun hefur unnið þá áætlun auk VST og Hönnunar og ráðgjafar. Hann sagði að þeir sem að skýrsl- unni ynnu væru ekki að byrja á byrj- uninni heldur byggju þeir að þeirri vinnu sem fram hefði farið á síðasta ári og þeim athugasemdum sem skipulagsstjóri hefði gert við hana. Lögbannsbeiðni hafnað í Sleipnisdeilu Verkfallið gæti dregist LÖGBANNSBEIÐNI Vestfjarða- leiðar Jóhannesar Erlendssonar ehf. við verkfallsaðgerðum Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis var í gær hafnað af sýslumanninum í Reykja- vík. Úrskurði vegna lögbannsbeiðni Guðmundar Tyrfingssonar ehf. var hins vegar frestað til kl. 11 í dag vegna mótmæla sem lögð voru fram við jjeirri beiðni. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagði Sleipnismenn ánægða með úrskurð sýslumanns. „Við sætt- um okkur við úrskurð sýslumanns sama hver hann er, hvort sem hann er jákvæður eða neikvæður," sagði Óskar og neitaði að tjá sig um lög- bannskröfu Guðmundar Tyrfingsson- ar ehf., en sagði greinargerð Sleipnis um hana lúta að félagsaðild einstakra manna. „Það var lögð fram ítarleg greinargerð í málinu frá lögmanni,“ sagði Óskar og kvað lögbannsbeiðni Guðmundar Tyrfingssonai- hliðstæða lögbannsbeiðni Vestfjarðaleiðar. „Þannig að það væri óeðlilegt ef sá úrskurður væri öðruvísi." Jóhannes Erlendsson, eigandi Vestfjarðaleiðar Jóhannesar Er- lendssonar ehf., sagði í gær ekki Ijóst hvort íyrirtækið myndi grípa til frek- ari aðgerða. Að sögn Jóhannesar hafa verkfallsaðgerðir Sleipnismanna ekki haft áhrif á ferðir fyrirtækisins. Sagði hann aðeins tvo af bílstjóium Vest- fjarðaleiða félagsmenn í Sleipni. Verkfallsaðgerðirnar hefðu hins veg- ar áhrif á bæði mannaráðningar og framtíðaráætlanir fyrirtækisins. Að sögn Óskars hafa engar viðræð- ur farið fram hjá ríkissáttasemjara vegna verkfalls Sleipnis frá því á föstudag og sagði hann stöðuna óbreytta því ekki yrði ftmdað fyrr en 16.30 í dag. Óskar sagði verkfallsdeil- una að sínu mati nú verða fastari með hverjum deginum ogbyggju Sleipnis- menn sig undir að verkfallið drægist enn um sinn. „Nú fórum við að fá styrk frá Norræna flutningamanna- sambandinu á 15. degi þannig að þetta fer að léttast," sagði Óskar, en verkfallið hófst 8. júní. Hann sagði fé- lögum í Sleipni hafa verið ljóst í upp- hafi að verkfallið gæti dregist. „Við höfum þurft að einbeita okkur að því að veijast lögbannsumsóknum. Áð- gerðir sem komu okkur að óvörum og hafa að mínu mati orðið til þess að deilan hefur lengst.“ Sérblöð f dag -i’J BÍDÍIil A ÞRIÐJUDOGUM Heimili Með Morg- unblaðlnu i dag er dreift blaði frá Landnámi ehf., „Vík- ingahátíð í Hafnarfirði". lAsOutlJi Makedóníumaður til Valsmanna / B1 Tyrkir komust í átta liða úrslit á EM / B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.