Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Forsætisráðherra Rússlands g’agnrýndur fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum Ekkí líklegiir til róttækra aðgerða Nýja stjórnin í Rússlandi hefur ekki enn mótað skýra stefnu í efnahagsmálum, að mati Alexanders Malkevichs, sem telur nýja forsætisráðherrann ekki líklegan til Reuters Borís Jeltsin, fyrrverandi Rússlandsforseti, ásamt eftirmanni sínum í embættinu, Vladímír Pútín. að koma á róttækum umbótum. ÞEGAR Míkhaíl Kasíanov var skip- aður forsætisráðherra Rússlands í maí viðurkenndi hann hreinskilnis- lega að bið yrði á því að stjórnin lyki við að móta stefnu sína í efnahagsmál- um. Hann lagði hins vegar áherslu á það sem áunnist hefði á þeim ijórum mánuðum sem hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra áður en hann varð forsætisráðherra. Kasíanov sagði að iðnframleiðslan hefði aukist um rúmlega 10% á fyrsta fjórðungi ársins. Fjárfestingar á hlutabréfamarkaðnum hefðu aukist um 8% á sama tíma, verðbólgan væri 1% á mánuði og gjaldeyrisforði seðla- bankans hefði ekki verið meiri írá fjármálakreppunni í ágúst 1998. Þá hefðu „kröftugar aðgerðir stjómar- innar“ orðið til þess að meðallaun landsmanna hefðu hækkað um 25% og ráðstöfunartekjumar um 8%. Forsætisráðherrann minntist þó einnig á vandamálin og sagði að mörg þeirra yrðu ekki leyst á skömmum tíma. Hann benti til að mynda á að framleiðnin í rússneskum iðnaði er aðeins um 10-25% af framleiðninni í öflugustu iðnríkjum heims. Ekki „Pútínisti“ Tilnefning Kasíanovs í forsætisráð- herraembættið var samþykkt með 325 atkvæðum gegn 55 í dúmunni, neðri deild þingsins. Leiðtogi Bænda- flokksins, Níkolaí Kharítonov, sagði þó að ekki væri hægt að líta svo á að úrslit atkvæðagreiðslunnar væm til marks um að Kasíanov nyti mikillar virðingar í dúmunni. Þingmennimir hefðu virt val Vladímírs Pútíns og viljað sýna traust sitt á nýja forsetan- um. Kasíanov hefur sjálfur lýst sér sem „tæknilegum forsætisráðherra“, sem eigi að hrinda stefnu forsetans í fram- kvæmd. Hann er ekki einn af Pútín- istunum svokölluðu, sem forsetinn hefrn- safnað saman í Kreml og treystir mest, en flestir þeirra em frá heimaborg hans, Sankti Pétursborg, eða störíúðu með honum í sovésku leyniþjónustunni. Forðast róttækar umbætur Á síðustu sex mánuðum hefur Kas- íanov gefið vísbendingar um hvað hann hyggist gera til að ná þeim markmiðum sem Pútín setur. Flest bendir til þess að hann ætli að forðast róttækar efnahagsumbætur og Iáta nægja að grípa til takmarkaðra að- gerða, þannig að ekki verði hægt að saka stjómina um aðgerðaleysi. Ann- aðhvort verður ekkert af þeim rót- tæku umbótum, sem talað hefm- verið um, eða að forsetinn verður sjálfur að knýja þær fram á eigin ábyrgð. Kasíanov hefur einkum getið sér orð fyrir árangursríkar samningavið- ræður við erlenda lánardrottna, en nokkrir þekktir hagfræðingar í Rússlandi telja þó að hann hafi aðeins fylgt fyrirmælum viðsemjendanna. Eitt af meginmarkmiðum stjómar- innar er að stuðla að auknum erlend- um fjárfestingum. Eftir að Borís Jeltsín lét af embætti forseta um ára- mótin var stjómin bjartsýn á að er- lent fjármagn myndi streyma til landsins, en af því hefur ekki orðið. Hagfræðingar, sem hafa gagnrýnt stjómina, segja að í raun hafi enginn árangur náðst í efnahagsmálum frá því Jeltsín sagði af sér og rekja efna- hagsbatann að undanfomu einkum til verðhækkunar á rússneskum hráefn- um á heimsmarkaði. Skortir pólitísk áhrif Kasíanov hefur þó nokkur spil í erminni sem gætu hjálpað honum að ná markmiðum sínum. Hann gæti til að mynda hafið uppstokkun á stóm orkufyrirtækjunum og stuðlað að auknum hagvexti með því að nota fjármagn þeirra til að styrkja iyrii-- tæki í öðmm greinum atvinnulífsins. Forsætisráðherrann kann einnig að beita sér fyrir lögum, sem hafa verið kölluð „fjármagnssakampp- gjöf‘, til að hvetja rússneska fjár- málamenn til að flytja að minnsta kosti hluta fjármuna sinna í útlöndum aftur til Rússlands. Þá gæti stjómin breytt stefnu sinni í utanríkisvið- skiptum með því að koma á nýjum og samræmdum innflutningsgjöldum á erlendar vörar. Allar þessar aðgerðii- krefjast laga- breytinga og það er einkum undir Pútín komið hvort dúman samþykkir þær - ekki forsætisráðherranum. Kasíanov er ekki nógu mikill þunga- vigtarmaður í stjómmálunum til að geta knúið fram miklar breytingar. Reyndar virðist forsætisráðherr- ann h'tið þurfa á róttækum breyting- um að halda. Samkvæmt hagtölum stjómarinnar virðist stefna hennar hafa borið viðunandi árangur þannig að hún sér enga ástæðu til róttækra breytinga. Það er miklu auðveldara að dunda sér við að dytta að efnahagskerftnu og láta forsetann og nánustu samstarfsmenn hans um að hafa áhyggjur af því hvemig koma eigi á róttækari umbótum. Tekist á við seðlabankann Þegar Pútín myndaði stjórnina lagði hann áherslu á að tryggja að ekkert eitt stjómmálaafl hefði þar tögl og hagldir. Hann valdi því ráð- herra, sem njóta stuðnings óhkra fylkinga, og það varð til þess að stjómin er nú skipuð mönnum sem hafa óbeit hver á öðram. Þannig hefur t.a.m. borið á óvild mihi Kasíanovs og Alexejs Kúdríns, aðstoðarforsætisráðherra og fjár- málaráðherra, sem tilheyrir „Péturs- borgarklíkunni". A meðal annarra óvina forsætisráð- herrans er Viktor Gerashtsjenko seðlabankastjóri. Að sögn rússneskra íjölmiðla er Kasíanov þeirrar skoðun- ar að ríkisstjómin eigi að fara með stjóm peningamálanna en ekki seðla- bankinn. Nái hugmyndir forsætisráð- herrans fram að ganga er líklegt að stefnunni í peningamálum verði breytt, meðal annars þannig að gengi rúblunnar verði lækkað smám saman í stað þess að reynt verði að halda því stöðugu. Þessi stefna er skynsamleg frá sjónarhóh stjómarinnar. Haldist gengi rúblunnar óbreytt þarf stjórnin að hækka skatta til að ná fram markmiðum sínum í fjárlögunum. Gengislækkun kyndir hins vegar undir verðbólgu sem eykui- tekjur ríkisins. Seðlabankastjórinn hefur aftur á móti reynt að styrkja rúbluna til að stuðla að auknum fjárfestingum. Rússneskir fjölmiðlar segja að erf- itt sé að meta hvor hafi á réttu að standa, Kasíanov eða Gerashtsjenko. Ljóst er þó að forsætisráðherrann hyggst gera allt sem í valdi sínu stendur tO að hafa betur í deOunni við seðlabankann. Kasíanov lýsti því yfir þegar hann var skipaður forsætisráðherra að rúblan væri að styrkjast og stjómin teldi að frekari vöxtur hennar væri ekki af hinu góða fyrir efnahaginn. Þeir sem hafa gagnrýnt afstöðu for- sætisráðherrans og óljósa stefnu hans segjast aðeins vona að stjómin telji sér yfirleitt akk í efnahagsvexti í Rússlandi. Höfundur er ritstjóri túmirits í Sankti Pétursborg. Hvað heitir þú? - hverra manna ertu? Er ættarmót í UPPSIGUNGU? Á stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn þátttakenda í barm þeirra. í Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur Vinnústofa SÍBS Símar: 562 8501 og 562 8502 Krefjast réttlátari leikreglna G-15-FUNDUR leiStoga í Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku krafðist þess í gær, að reglumar um frjáls viðskipti yrðu gerðar réttlátari og meira tillit tekið til hagsmuna þróunarríkjanna. Á fundinum, sem er haldinn í Kairó í Egyptalandi, sagði Kris- han Kant, varaforseti Indlands, að ríku þjóðimar væra með „af- skiptasamar" kröfur um mann- réttindi, vinnuvemdarmál og höfundarrétt og settu það sem skilyrði fyrir aðstoð, að mai'kað- ir væra opnaðir. Kom það einnig fram í máli margra, að mikO skuldabyrði gerði fátæku ríkjunum ókleift að vinna bug á vandamálunum og gera nauðsynlegar umbætur í efnahagsmálum. Christiane Herzog látin CHRISTIANE Herzog, eigin- kona Romans Herzogs, fyrrver- andi forseta Þýskalands, lést í gær 63 ára að aldri. Var bana- meinið krabbamein. Christiane vai' kennari að mennt en þau Roman gengu í hjónaband 1958. Áttu þau tvo syni. Gaf hún út nokkrar matreiðslubækur og vann mikið að málefnum barna. Carlsberg selur Tívolíhlutinn CARLSBERG-braggverk- smiðjumar í Danmörku hafa selt allan sinn hlut eða 43% í Tívolí í Kaupmannahöfn. Er kaupandinn Skandinavisk Tobakskompagni, stærsta tó- baksvörafyrirtæki á Norður- löndum. Var söluverðið rúmlega þrír mOIjarðar ísl. kr. en auk þess ætlar kaupandinn að ábyrgjast nýja hlutabréfaút- gáfu upp á 1,8 milljarða króna, sem eiga að fara í frekari upp- byggingu á Tívolí. Skemmti- garðurinn var opnaður 1843 og er rúmlega átta hektarar. Á síð- asta ári sóttu hann 3,7 milljónir manna og var hann þá sá þriðji íjölsóttasti í Evrópu á eftir Disney-landi í París og skemmtigai-ðinum í Blackpool í Englandi. Chirac næstur Milosevic REFSIAÐGERÐIR Evrópu- sambandsríkjanna gagnvart Austurríki hafa haft mikil áhrif á skoðanir landsmanna á ýms- um þjóðarleiðtogum. I könnun, sem birt var sl. föstudag, kemur íram, að Jacques Chirac Frakk- landsforseti, sem hefm' verið mjög andvígur stjórnarþátttöku Frelsisflokks Jörg Haiders í Austurríki, er svo óvinsæll með- al Austurríkismanna, að aðeins Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, slær honum við hvað það varðar. Var hann efst- ur á óvinsældaskalanum með 60% en Chirac með 33%. Vin- sælastir era Jóhannes Páll páfi II, Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Bill Clin- ton, forseti Bandaríkjanna. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, er ekki vinsæll í Austurríki þar sem mörgum finnst sem hann hafi bragðist og utanrfldsráðherra Belgíu, Louis Michel, er sá þriðji óvinsælasti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.