Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐ JUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 61 ARNIHJORTUR RÓSASON + Árni Hjörtur Rósason fæddist í Reykjavík 16. júlí 1959. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 6. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans eru Rósi Jason Árnason, f. 30.1. 1934 og Hrafnhildur Guðrún Ólafsdóttir, f. 3.5. 1937. Systkini Árna eru: 1) Ólafur Ás- geir Rósason, f. 18.11. 1955. Kona hans er Sesselja Dröfn Tómasdóttir, f. 3.7. 1959, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. 2) Friðveig Elísabet, f. 15.3. 1958. Sambýlismaður hennar er Guðmundur Skag- fjörð Pálsson og eiga þau tvo syni. 3) Geirþrúður María, f. 30.12. 1963. Maður hennar er Ægir Svansson og eiga þau fjögur börn. 4) Friðrik Jón Guð- leifur, f. 30.11. 1968, d. 15.8. 1990. Árni fæddist og ólst upp í Vestur- bænum og gekk í Melaskóla og Haga- skóla. Hann byrjaði að læra flökun hjá Isbirninum og var það hans starf þangað til hann fékk alvarlegan sjúkdóm árið 1987 og gekk ekki heill til skógar eftir það. I tvö ár bjó Árni með Kristínu Ólafíu Sigurðardóttur, f. 15.2. 1948, d. 13.11. 1998. Árni var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 18. apríl. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. Mig langar með nokkrum línum að minnast bróður míns Ai-na Hjartar Rósasonar. Við vorum af- ar samrýnd og það voru ekki nema 16 mánuðir á milli okkar og vorum við eins og tvíburar. Árni lærði flökun hjá Isbirninum og var það hans aðalstarf á ýmsum stöðum meðan hann gat unnið. I tvö ár bjó Arni með Kristínu Ola- fíu Sigurðardóttur en hún lést þann 13. nóvember 1998 og varð það mikið áfall fyrir hann að missa hana. Árni átti fallegt bros og létta lund. Hann var afskaplega barn- góður og mikill dýravinur. Hann var mikill vinur drengjanna minna, sérstaklega Bemma, þess eldri, og höfðu þeir daglegt samband. Hann var hjálpsamur sínu fólki ef hann gat og vildi öllum vel. Ég trúi varla að þú sért farinn í burtu frá okkur, Árni minn. Þegar ég sá þig síðast, það var þremur dögum fyrir andlát þitt, datt mér ekki í hug að það yrði í síðasta skipti sem við sæjumst í þessu lífi. Við vorum alltaf vön að tala saman í síma daglega. Árni minn, ég sakna þín sárt og hefði viljað eiga lengri tíma með þér hérna. En það er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir, og hinum megin hlýtur að vera betri staður fyrir þig. Við ólumst upp á Nesveginum og lékum okkur mikið saman. Oftast var gaman en stund- um erfitt eins og gengur og gerist. Aðstæður höguðu því þannig. Árni, þú varst alltaf hjá okkur á jólunum og öðrum hátíðum og það verður tómlegt að vera án þín. Áft- ur þarf fjölskylda mín að horfast í augu við lát náins ættingja, því áð- ur höfum við misst yngri bróður okkar, Friðrik, fyrir tíu árum síð- an. Það er okkur huggun að nú hafa bræðurnir hist á ný. Með þeirri von og trú í hjarta að þú hafir hlotið betri vist kveð ég þig, Árni minn. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín systir, Friðveig. Eg man fyrst eftir þér þegar ég hitti þig í stigaganginum á heimili mínu og þú sagðir að þú værir frændi minn. Ég kom af fjöllum því ég bjóst ekki við að hitta frænda minn óvart í stigagangin- um, en þegar ég fór að kynnast þér, Árni minn, þá varst þú mesta ljúfmenni sem ég hef kynnst. Þú vildir allt fyrir alla gera, ef þú hafðir tök á því. Við vorum mjög slegin þegar sambýliskona þín dó skyndilega, hún Kristín, en hún er hjá þér núna og bróðir þinn, hann Frikki. Þú verður alltaf í huga okkar, elsku Árni. Við vottum fjölskyldu þinni inni- lega samúð. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Ykkar vinir, Sólveig, Vigfús, Birgitta og Theodór. Handrit afmælis- og minningar- greina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg til- mæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SIGURÐUR SIGURJÓNSSON + Sigurður Sigur- jónsson fæddist í Eystri-Pétursey í Mýrdal 17. desember 1949. Hann lést á heimili sínu í Eystri- Pétursey 8. júní síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Skeið- flatarkirkju 16. júní. Þið ljómið heið og breið ogblá, mín björtu austur-fjöll! Þar kveiktu ljósin bros á brá í bernsku álfa-höll. Það birtir alltaf yfir mér, er æsku guða-vé í anda við mitt hljómspil hér ég há og fögur sé. (Guðm. Guðm.) Það er vel við hæfi að þetta fyrsta erindi í ljóðinu Austurfjöll sé um- gjörðin um þessi minningarorð. Við Siggi áttum austurfjöllin, nánar til- tekið mýrdælska fjallahringinn Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- gi'einum fylgi á sérblaði upp- lýsingai' um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í fonnálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. + HANNE KIRKEBY Roskilde, Danmörku, lést af slysförum föstudaginn 16. júní. Familien Kirkeby. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi MAGNÚS JÓNSSON, Eyrarvegi 6, Akureyri, lést á heimili sínu að morgni 17. júní. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 22. júní kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlega láti líknarfélög njóta þess. Sigríður Loftsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Teitur Jónsson, Jón Magnússon, Selma Tómasdóttir, Haukur Magnússon, Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Sigurður H. Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, OTTÓ A. MICHELSEN, Miðleiti 5, Reykjavík, sem lést á hvítasunnudag 11. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 21. júní kl. 15.00. Gyða Jónsdóttir, Óttar Ottósson, Kjartan Ottósson, Helga R. Ottósdóttir, Stefán S. Guðjónsson, Geirlaug Ottósdóttir, Grímur Guðmundsson, Theodór Ottósson, Árný Elfasdóttir og barnabörn. sem uppeldisstað. Ég sit með gamla ljósmynd af þremur drengjum, það eru drengirnir hennar Steinu föðursystur minnar. Nú eru tveir þeirra fallnir frá, Örn sá elsti sem lést árið 1996 og nú Siggi sá yngsti. Sigurður eða Siggi eins og hann var alltaf kallaður fæddist árið 1949 í Pétursey í Mýr- dal, og ég man ekki svo eftir mér að hann væri ekki einhvers staðar nálægur. Hann var röskum fjórum árum eldri en ég, glaðlyndur, þrekvaxinn snáði en alltaf fremur hljóðlátur. Fyrstu minningarnar eru tengdar heimsóknum hans með fjölskyld- unni í Pétursey til ömmu okkar á Hvoli eða við fórum til Steinu. Ein lifir þó sterkt í minningunni. Steina situr hjá ömmu með Sigga í kjölt- unni og lætur hann lesa fyrir hana, svo að amma heyri hvað Siggi litli er orðinn vel læs. En Siggi stækk- aði og er allt í einu fermdur og kom- inn með bílpróf. Oft voru hann og bræður hans, Örn og Eyfi, kallaðir til ef einhverju vandaverki þurfti að sinna, svo sem smalamennsku, vélaviðgerðum o.fl. Þá var ekki sjaldan sem hann komst í að sel- flytja okkur systkinin í gagnfræða- skóla á unglingsárum og eftir að við þurftum að fá far til Reykjavíkur. Leið hans lá í atvinnu í Reykjavík og mín í menntun og atvinnu þar. Við Siggi spjölluðum sitthvað í þessum ferðum. Þótt allajafna væri hann fámáll duldist mér ekki hversu ljúft honum var að rifja upp liðna tíma, þá einkum spaugileg at- vik, er gerðust þegar hann var barn og unglingur heima í Pétursey. Flestum fríum og stórhátíðum eyddi Siggi austur í Pétursey, en hafði þó einnig ferðast um erlendis. Eftir áramótin tók Siggi að kenna sér þess meins sem varð honum að aldurtila, ekki varð við neitt ráðið. Aðeins á hálfu ári er hann allur. Farðu vel, vinur og frændi, og ég veit að Steina föður- systir, Sigurjón og aðrir ástvinir taka vel á móti þreytta drengnum sínum á eilífðarlandinu. Arnþrúður. + Minningarathöfn um hjónin LOUISU MATTHÍASDÓTTUR (1917-2000) og LELAND BELL (1922-1991), verður haldin í Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 23. júní kl. 13.30. Temma Bell, Úlla I. Kjarval, Nína Sóley I. Kjarval, Ingimundur S. Kjarval, Melkorka I. Kjarval, Vala I. Kjarval. + Útför sonar okkar og bróður, SIGURÐAR ÞENGILS HJALTESTED, Hjarðarhaga 50, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 9. júní sl., fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, þriðjudaginn 20. júní, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á SKB Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og Barnaspítala Hringsins. Sigríður Guðsteinsdóttir, Geir Harðarson, Sigurður Kr. Hjaltested, Þórunn Ósk Rafnsdóttir, Rósa Birgitta, Guðsteinn Þór, Nína Björk, ívar Rósinkrans og Lína Rós. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA STEINDÓRSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 16. júní. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 23. júní kl. 13.30. Þórhildur Valdemarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Ágúst Bjarnason, Anna Soffía Þorsteinsdóttir, Sturla Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát bróður míns, SIGURÐAR KARLS ÞORLEIFSSONAR, Austurvegi 50, Selfossi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Ljós- heima, Selfossi. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Þorleifsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.