Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Akralind 1, 200 Kópavogi, sími 564 3000 Reuters Rússneski Qölmiðlakóngurinn Vladímír Gúsínskí (t.v.) í höfuðstöðvum fjölmiðlasamsteypu sinnar í Moskvu eftir að hann var leystur úr haldi á föstudag. Með honum er Jevgení Kíseljov, er stjórnar pólitískum um- ræðuþætti NTV-sjónvarpsins, sem er í eigu Gúsínskís. Rússneskir stjórnmálaskýrendur segja að handtöku Gusínskís megi rekja til baráttu Pútíns við hags- munahópa sem voru mjög áhrifa- miklir á valdatíma Borís Jeltsíns, forvera hans í forsetaembættinu. A meðal þessara afla eru héraðsstjór- ar, sem eru alltof valdamiklir að mati Pútíns, fjármálamenn sem réðu miklu á bak við tjöldin í Kreml, fjölmiðlar þeirra og stjórnendur stóru orkufyrii-tækjanna. Stjórn- málaskýrendurnir segja að bíði Pút- ín ósigur í þessari baráttu sé ljóst að hann geti ekki losað sig við valda- klíkuna í Kreml sem tryggði honum forsætisráðherraembættið í ágúst og síðan forsetaembættið um ára- mótin þegar Jeltsín sagði af sér. Gúsínskí sagði að gagnrýni blaða- manna út um allan heim, rússneskra kaupsýslumanna, leiðtoga gyðinga og Bandaríkjastjórnar hefði orðið til þess að hann var leystur úr haldi. „Ég stend í þakkarskuld við allt það fólk sem studdi mig,“ sagði hann. Gúsínskí segir Pútín fliuga fleiri handtökur Plastlagnakerfi fyrir þrýstiloft París, New York. AFP, Reuters. RÚSSNESKI fj ölmiðlakóngurinn og auðjöfurinn Vladímíi- Gúsínskí, sem var leystur úr haldi á föstudag eftir að hafa verið ákærður fyrir fjárdrátt, fullyrti í gær að Vladímír Pútín forseti kynni að láta handtaka fleiri frammámenn í viðskiptalífinu. „Ég hef fengið áreiðanlegar upp- lýsingar um að ráðamennimir í Kreml séu að íhuga fleiri handtök- ur,“ sagði Gúsínskí í viðtali við vikur- itið Newsweek. Hann bætti við að á meðal þeirra sem kynnu að verða handteknir væru Vagit Alekperov, sem rekur stærsta olíufyrirtæki Rússlands, LUKoil, og stjórnendur næst- stærsta olíufyrirtækisins, Yukos, sem er undir stjóm Míkhaíls Khodorkovskís. Alekperov og Khodorkovskí vora á meðal 17 frammámanna í við- skiptalífinu sem skrifuðu ríkissak- sóknara Rússlands opið bréf til að mótmæla handtöku Gúsínskís. Fjölmiðlakóngui-inn var ákærður á föstudag íyrir að hafa dregið sér andvirði 760 milljóna króna í tengsl- um við kaup sín á ríkissjónvarpsstöð í Sankti Pétursborg árið 1997. Hann var leystur úr haldi gegn því skilyrði að hann færi ekki úr landi og kveðst saklaus af sakargiftunum. Margir litu á handtökuna sem merki um að Pútín, sem var njósnari KGB áður en hann komst til met- orða í stjórnmálunum, hygðist skerða prentfrelsið í landinu. Fjöl- miðlar Gúsínskís era einu rússnesku fjölmiðlamir sem hafa gagnrýnt hernaðaraðgerðir Rússa í Tsjetsjníu og rannsóknir á ásökunum um spill- ingu 1 rússnesku leyniþjónustunni FSB, sem var áður undir stjórn Pút- íns. „Ráðamennirnir í Kreml vilja fá alræðisvald í landinu og ætla ekki að sætta sig við neinar gagnrýnisradd- ir,“ sagði Gúsínskí. „Stöðva þarf þessi öfl, annars endum við öll í But- yrka,“ bætti hann við og skírskotaði til fangelsins í Moskvu þar sem hon- um var haldið í nokkra daga. Gúsínskí kvaðst telja að Pútín hefði vitað af handtökunni fyrirfram. Forsetinn hefur þó sagt að hann hafi á engan hátt skipt sér af rannsókn saksóknaranna á málinu og sagt að þeir hafi farið offari með þvi að handtaka Gúsínskí. Málið varpaði skugga á ferð forsetans til Spánar og Þýskalands í vikunni sem leið. -44 ^ % .) ÞAÐ LIGGUR í LOFTINU Auðvelt í uppsetningu Gerum verðtilboð Einnig plastkúlulokar með Rotor URKLÆÐNING TrausC íslensk múrefni síSan 1972 Kynntu þér ELGO múrklæðningu áður en þú ákveður annað ELGO múrklæðning er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar. — Á verði við allra hæfi tar á nýtt og eldra húsm Varist eftirlíkingar Leitið tilboða! I I steinprýði Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 Reykjavík Sími 567 2777 — Fax 567 2718 Heiðarskóli Reykjanesbæ 4.400 fm ELGO MÚRKLÆÐINIINGIN hefur verið undir eftirliti RB síðastliðin 9 ár og hefur farið í gegnum ýmsar prófanir, svo sem IMORDEST IMT Build 66, og staðist þær allar. ELGO MÚRKLÆÐIMIIMGIIM var tekin út af Birni Marteinssyni, verkfræðingi hjá RB, ÁIM ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá RB. Bashar al-Assad tekur við í Sýrlandi Darnaskus. Reuters. MÁLARAR í Damaskus, höfuð- borg Sýrlands, festa mynd Bash- ars al-Assads, væntanlegs leiðtoga landsins, á striga í gær. Stjórnar- flokkurinn í landinu, Baath, kaus Bashar einróma foringja sinn í gær, og er það frekara skref á leið Bashars, sem er 34 ára augn- læknir, í forsetastólinn. Faðir Bashars og fyrrverandi forseti, Hafez al-Assad, lést fyrir viku. Bashar hefur þegar verið út- nefndur yfirmaður hcrsins og til- nefndur til forseta. Flokksþing Baath-flokksins var í gær fram- lengt, en slíkt hefur ekki gerst í 15 ár, og lýkur þinginu í dag. Kos- ið verður í miðstjórn áður en þinginu lýkur, og segja frétta- skýrendur að samsetning hennar muni gefa vísbendingar um hversu mikil völd Bashar hafi. Súrefiiisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.