Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 37 Sannkölluð kvartettaveisla TQ]\LIST Salurinn KAMMERTÓNLIST Flutt var íslensk kammertónlist. Flytjendur voru: Sigrún Eðvalds- dóttir, Júliana Elín Kjartansdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Richard Talkofsky. Föstudaginn 16. júnf. SAGA strengjakvartettsins á ís- landi sýnir í raun ákveðna tregðu, sem bæði á skýringar í því hversu eríltt hefur verið að halda úti leik- andi strengjakvartett og að það hef- ur í raun tekið mjög langan tíma að ala upp góðan hóp hlustenda. I strengjakvartett er fengist við þá tegund tónlistar, sem altekur hlust- unina, bæði hvað varðar styrk og sér- staklega þó fyrir þá staðreynd, að tónmál slíkra verka er ofast inn- hverfara og flóknara er margt það sem samið hefur verið fýrir aðra hljóðfæraskipan. Á þessu sviði hefur Kammermúsíkklúbburinn unnið merkilegt starf í að ala upp góðan hóp hlustenda. Þá ber að geta þess að íslensk tónsköpun undanfarinna ára hefur notið þess hve íslenskir hljóð- færaleikarar hafa verið fúsir og jafn- vel sóst eftir að flytja íslensk kamm- erverk, svo að nú er þar um nokkuð auðugan „garð að gresja“, svo sem heyra mátti í tónleikaröð Tónskálda- félags íslands, er náði hámarki í lokatónleikum nefndrar raðar í Saln- um sl. föstudagskvöld, sem í heild var sannkölluð kvartettaveisla. Tónleikamh- hófust á strengja- kvartett eftir Jónas Tómasson, sem hann nefnir Ballett III. Verkið er samið ’81 og er í einum þætti, sem þó afmarkast hvað formskipan og hraða varðar í þrjá kafla. Þetta er skemmti- legt verk, vel unnið og átakameira en margt það sem Jónas hefur samið. Þarna mátti heyra tónöl stefbrot, skemmtilega samtvinnuð í tematísk- um leik. Strengjakvartett nr. II eftir John Speight er þaulhugsuð tónsmíð, þar sem tónmálið er oftast ofið um orgelpunkt, nótuna e, sem byrjaði í 1. fíðlu og færðist síðan á milli hljóð- færa. Má segja að verkið í heild sé röð tilbrigða, eins konar „passakalía" yílr einn tón, vel unnið verk og ekki auðvelt í hlustun. Líklega er Helgi Pálsson okkar fyrsti kvai’tettmaður, því strengjakvartett nr. 2 er vel sex- tíu ára gamalt verk, samið ’40, og þar mátti heyra tilraun hans til að nota tónhendingar úr íslenskum þjóðlög- um en að öðru leyti er kvartett þessi ótrúlega vel gerður. Net til að veiða vindinn nefnist strengjakvartett eft- ir Gunnar Reyni Sveinsson, sem er músikantískt skemmtilega unninn, í fjórum þáttum, sá fyrsti fyrir ein- leiksfiðlu, annar dúó fyrir fiðlur og tveir seinni kaflarnir fyrir fullskipað- an strengjakvartett. Sex lög fyrir strengjakvartett eftir Karólínu Eiríksdóttur eru frá þeim tíma (’83) er Karólína tamdi sér sér- lega sparsemi í samfléttun tónhug- mynda, þar sem tónhugmyndin sjálf var oft sett fram einrödduð og þá gjaman skipt á milli hljóðfæra svo að heildartónskipan verksins var í ætt við „minimal" tónhstarstefnuna. Lokaverkið vai’ E1 Greco-strengja- kvartettinn eftir Jón Leifs og þótt hann sé nær eingöngu byggður á samskipan þríhljóma, oftast í grunn- stöðu, er gera tónferlið á köflum mjög þverstætt og homótt, var þetta verk í raun mesta nútímaverkið á þessum tónleikum, frumlegast, sér- stæðast og án samsvörunar við tísk- ur og tónfræðikenningar tuttugustu aldarinnar. Strengjakvartett undir fomstu Sigrúnar Eðvaldsdóttur flutti öll verkin sérlega vel og náðu flytjendur oft að magna upp sterka stemmn- ingu þar sem lögð var áhersla á sér- lega skýra tónhendingamótun, eins og t.d. í verkunum eftir Karóhnu, Jónas og Jón Leifs, sem var sérstak- lega magnaður í öðram þættinum sem er túlkun á mynd E1 Grecos af Jesú er hann rak kaupmennina út úr musterinu. Hægi þátturinn í verki Jónasar, nokkur „tilbrigðanna" hjá John Speight og tveir lokaþættimir í kvartett Jóns Leifs era sérkennilega stemmningsrík músík, sem var mjög áhrifamikil í meðferð flytjenda. Þessi hópur strengjaleikara, Sigrún, Júl- íana, Helga og Richard, hefur náð góðum tökum á samspili og mætti sem best láta meira að sér kveða og jafnvel finna sér nafn. Hljómleik- arnir í heild vora mjög skemmtilegir og ekki síst fyrir afburðagóðan flutn- ing hjá strengjakvartett Sigrúnar Eðvaldsdóttur. Jón Ásgeirsson y^M-2000 Þridjudagur 20. júní ÍSAFJÖRÐUR Menningarveisla „íslóð Hannesar Hafstein sýslu- manns“ er heiti ágöngu- ogsjóferð sem hefst þarsem Bessastaðabær- inn stóð ogminnismerkið um slysið á Dýrafirði 1899 stendur nú. Lagt verður af stað kl. 14:00. Þá verður „ Gamla málmsteypan “ á Þingeyri op- in almenningi. Menningarveislan sem stendur til 26. júní er jafnframt hluti afsam- starfsverkefni Menningarborgarinnar og sveitarfélaga. vesturferdir@vesturferdir.is. LISTASAFN REYKJAVÍKUR, HAFNARHÚSINU Kl. 20. Gleymdir staðir. Arkitektaakademia eryfirskrift fyrir- iestra og sýningar sem haldin verða í tengslum við verkefnið Gleymdir staðir. í kvöld fiyturJan OlavJens- sen, arkitekt í Osló og kennari við AHO, erindisem hann nefnirRisk, intention and accident. Fyririestrarn- ir eru öllum opnir og fara fram á ensku. Aðgangur er ókeypis. INGÓLFSTORG. KL. 18. Sumaríþróttavika ÍBR- Menning er lífsstíll. Hjólabrettakvöld Farin verður göngu- og sjóferð á slóðir Hannesar Hafstein, sýslu- manns á ísafirði. á Ingólfstorgi í samvinnu við Bretta- félag Reykjavíkur. Ramparverða settir upp og tónlistin mun duna fram eftirkvöldi. Sumaríþróttavikan er haldin í sam- starfi við Íþróttahátíð ÍSÍog fjöl- marga aðra skipuleggjendur og stendur til 24. júní. www.ibr.is. www.reykjavik2000.is wap.olis.is Sálumessa með sveiflu og selurinn á Fróðá TONLIST Eldborg WILLIAM HARPER William Harper kynnir verk sín: Requem og Marlíðendur. Flutt af Kúr iettneska ríkis- útvarpsins, Kammersveit baltnesku fílharmóníunnar, Drengjakór Rígu og söngkonunni Maggi-Meg Reed. Sljórnandi Guðmundur Emilsson. Jóhann Iljálmarsson las Ijóð sitt Marlíðendur. 17. Fimmtudaginn 16.júníkl. 17. í UPPHAFI kynningar á verkum bandaríska tónskáldsins Wilhams Harpers lýsti Guðmundur Emilsson, menningarfulltrúi Grindavíkur, því yfir að stefnt væri að því að gera Grindavík og Svartsengi að Aþenu norðursins og er þessi fyrsta menn- ingarhátíð svæðisins viðleitni í þá átt. Sálumessa Harpers er í átta þátt- um og var skrifuð eftir pöntun frá fjölskyldu í Chicago, og því hafði hún hlutverki að gegna fyrir framliðna sál eins og oft er með slík verk. Harper byggir hana alfarið á gregor- íönskum munkasöng - kirkjutónteg- undimar era notaðar og engin lag- lína heyrist sem ekki hefði getað verið sungin af munkum miðalda. Aftur á móti er allur söngur og hljóð- færaleikur sálumessunnar kröftugri en gengur, því Harper byggir þar á útfararsiðum indverskum þegar les- ið er úr Bók hinna dauðu yfir látnum munkum þarlendis. Lesa verður hratt og hátt og snjallt svo hinn látni munkur heyri áður en hann heldur til lands hinna látnu. Þótt gergoríanskur söngur ráði ríkjum í sálumessu Harpers er yfir- Jersey-, krep- og flónels- rúmfatasett Póstsendum iiði» Skólavördustíg 21a, Reykjavík, sírai 551 4050. SLATTUORF ÞÓR HF Raykjovfk - Akurayrl Reykjavfk: Ármúla 11 - Sfml 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sfml 461-1070 bragð tónlistarinnar ólíkt munka- söng kaþólskra - einnig átti tónlistin lítið skylt við túlkun breska miðald- arsönghópsins, The Hilliard Singers, og norska djasssaxófónleikarans Jan Garbareks á gregoríönskum tónum. Helst að flautusóló í messunni hafi leitt hugann að hlutverki Garbareks með Hilliard, en tónmyndun þar var ekki á hinum klassískustu nótum frekai’ en einsöngur Maggie Meg- Reed. Á stundum minntu einsöngs- línur hennar á gyðinglega tónlist, sér í lagi í kjölfars geggjaðs sekkjapípu- blásturs í verkinu, en að sjálfsögðu sótti munkasöngur miðalda sitthvað til gyðingasöngs. Það er erfitt að lýsa söngstíl Maggie - einhvers stað- ar milli klassíkur, kabaretts og djass - en fimagóð er hún. Sterkur ryþmi einkenndi verkið og bullaði allt og sauð í Dies irae, en klezmerískur keimur var af Kyrie þættinum. Þetta var allóhefðbundin sálu- messa þótt tónlistin væri aðgengileg, melódísk og ryþmísk og tónskáldið fjarri framúrstefnustíl þeim sem fjarlægt hefur mörg tónskáld og spunameistara almennum hlust- anda. Nú á tímum virðist afturhvarf til hins þekkta vera á dagskrá. Ljóðið Marlíðendur eftir Jóhann Hjálmarsson er hluti verkefnisins Námur sem Guðmundur Emilsson hefur staðið að þar sem tón-, orð- og myndlistarmenn túlka atburði úr ís- landssögunni. Jóhann byggir kvæði sitt á Eyrbyggju og eigin upplifun og koma Fróðárundur mjög við sögu. „ Fróðá sýnist friðsæl/ þótt hún virðist afskekkt/ þegar ég sá hana barn að aldri/ út um glugga rútunnar./ Eftir lestur bókarinnar er Fróðá öðravísi/ og benregnið skelfir mig/ Selshöfuð þekki ég nú/ og veit að selurinn verð- ur aldrei lostinn/ og mun sífellt skekja höfuðið/ og litast um. Svo seg- Tölvur og tækni á Netinu vg>mbl.is _E!TTH\SA£> NÝTT ir í kvæðinu og það varð William Harper kveikja að tónverkinu sam- nefnda: Marlíðendur. Harper notar jöfnum höndum lín- ur úr ljóði Jóhanns á ensku, línur sem hann sjálfur hefur samið upp úr Eyrbyggju og eigið tilbúið tungu- mál. Einsog Sálumessan er þetta mjög ryþmískt verk. Drengjakórinn í Rígu söng stórkostlega og einn áhrifamesti þáttur verksins var ein- söngur eins drengjanna, hægur og ljóðrænn - nær harmþranginn - þar sem hann segist hafa séð selshaus koma upp úr gólfinu og kom manni þá sveinninn Kjartan í hug er lamdi selinn á Fróðá með sleggju og einsog segir í Eyrbyggju: „....barði þar til að selurinn gekk svo niður, að hann lamdi saman gólfið fyrir ofan höfuð honum“. I kjölfar einsöngsins minnti strengjasveitin á kafla á stórsveit í djassi með kröftug riff í forgranni og slagverksveitin svingaði næstum. Ekki kom á óvart, er ég ræddi við tónskáldið á eftir, að hann hefur mik- ið dálæti á stórsveitardjassi. William Harper afsannaði þá firra á þessari tónskáldakynningu að öll nútímatónlist sé erfið og torskilin. Tónlist hans var aðgengileg, melód- ísk og ryþmísk og fyrst og fremst skemmtileg áheyrnar - í það minnsta fyrir þann sem hér ritar og hljóp í skarðið. Vernharður Linnet Eyrnalokkagöt Nú einnig 100 gerðir af eyrnalokkum 3 sUerðir kK árgreiðslustofan apparstig (stmi ssi 3010) lQlft ^ Handlaugartæki Grohe-vatn og vellíðan Grohe handlaugartækin eru með keramic blöndunarhylki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.