Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur faöir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR BJÖRNSSON frá Kópaskeri, til heimilis í Hamraborg 14, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstu- daginn 16. júní. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju fimmtu- daginn 22. júní kl. 15.00. Jarðsett verður f Fossvogskirkjugarði. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, sími á skrifstofutíma 560 4100. Björn Þórhallsson, Guðný S. Sigurðardóttir, Njörður, Margrét og Gísli Friðriksbörn, Gunnar Þór Þórhallsson, Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir, Guðrún Þórhallsdóttir Ludwig, Thomas M. Ludwig, Gunnþórunn R. Þórhallsdóttir, Stefán Örn Stefánsson, Helga, Þórný og Þórhallur Barðabörn, Anna Helgadóttir, Kristveig Þórhallsdóttir, Jens L. Eriksen, Þorbergur Þórhallsson, Sigurborg Þórarinsdóttir, Guðbjörg Þórhallsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. + Ástkær sonur okkar, unnusti, bróðir og mágur, ANDRI MÁR GUÐMUNDSSON, Vesturgötu 46, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðviku- daginn 21. júní kl. 14.00. Guðmundur Már Þórisson, María Edda Sverrisdóttir, Sverrir Ormsson, Dadda Sigríður Árnadóttir, Þórir Þorsteinsson, Arndís Halla Guðmundsdóttir, Maríanna Sigurðardóttir, Sverrir Þór Guðmundsson, Guðrún Pétursdóttir, Arndís Halla Guðmundsdóttir, Hjalti Helgason. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, STEINUNN ÁRNADÓTTIR, Bergþórugötu 6B, Reykjavík, lést á Landspítalanum að morgni laugardags- ins 17. júní. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Jóhann Ásgeirsson, Karólína Hreiðarsdóttir, Guðrún Hreiðarsdóttir, Birgir Þór Birgisson, Jón Einar Jóhannsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRÐUR EIRÍKSSON hárskeri, Brekkubæ 16, lést á líknardeild Landspítaians föstudaginn 16. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsam- legast bent á líknardeild Landspítalans. Guðrún G. Björnsdóttir og börn, (Háaleitisbraut 34). + Okkar kæra HERMÍNA FRANKLÍNSDÓTTIR, frá Litla Fjarðarhorni, síðast til heimilis að Droplaugarstöðum, við Snorrabraut, lést aðfaramótt laugardagsins 17. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Jónsson. KRISTJANA BRYNJÓLFSDÓTTIR + Kristjana Brynj- ólfsdóttir (Nanny) fæddist í Reykjavík 24. nóv- ember 1923. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Skógarbæ 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Helga- dóttir, húsmóðir, f. 1897, d. 1994, og Brynjólfur Jóhann- esson, leikari og bankamaður, f. 1896, d. 1975. Systkini Kri- sfjönu eru Anna Pál- ína, f. 1927, Helga, f. 1931, maki Hrafn Tulinius, og Birgir, f. 1933, d. 2000. Kristjana stundaði nám í Versl- unarskóla Islands og útskrifaðist þaðan 1941 og stundaði skrif- stofustörf næstu tvö ár. Árið 1943 giftist hún unnusta sínum, Bjarna Björnssyni, f. 1920, syni Olafíu Bjarnadóttur, húsmóður, f. 1887, d. 1977, og Björns Sveinssonar, kaupmanns og bókhaldara, f. 1882, d. 1962. Þau voru gefin saman í New York þar sem þau buggu til loka síðari heimsstyrj- aldar, er þau fluttust til Reykja- Stundum veitast manni þau for- réttindi að fá að njóta samvista við fólk sem er þeim hæfileika búið að slá töfraljóma á allt umhverfi sitt. Með bjartsýni, hlátri og ólýsanlegri um- hyggjusemi og hlýju gerir það lífið bjartara, veturinn verður hlýrri og trú manns á eigin getu eflist. Maður einfaldlega nýtur þess að vera til og eiga góða að. Þannig persóna var tengdamóðir mín, Kristjana Brynjólfsdóttir, sem nú hefur lagt aftur augun og fengið kærkomna hvíld. í mínum augum var Kristjana, eða Nanný eins og hún alltaf var kölluð, fegurst kvenna. Útgeislun hennar, lífsgleði og reisn gaf henni ásýnd drottningar, og þegar Nanný hóf upp sinn töfrandi hlátur var nær ómögu- legt að finna manneskju ósnortna. Þannig minningu eiga eflaust flestir sem kynntust henni. En umfram allt var Nanný móðir og húsmóðir af heilum hug og gerði allt vel sem hún kom nærri. Mér varð oft hugsað til þess að í samanburði við okkur margar svokallaðar nútíma- konur, sem reynum að ná utan um það að vera útivinnandi en jafnframt mæður og húsmæður, var Nanný með forgangsröðun sína mjög klára; það mikilvægasta í hennar lífi var Baddi maður hennar, synimir og þeirra fjölskyldur, ásamt hópi ná- kominna vina. Hún hélt vel utan um hópinn sinn og lét sig allt varða, og af einstakri umhyggjusemi og umburð- arlyndi umvafði hún hópinn sinn hlýju sinni og gleði. A fallegu heimili þeirra Badda leið Nanný best þegar hún var með fullt hús af fólkinu sínu og kærum vinum og kátínan var ætíð í íyrirrúmi. Það er mikil list að kunna að njóta og það kunni Nanný. Hún naut lífsins og kunni að njóta þess sem það hafði fært henni, en ekki síður kimni hún að njóta þess að gleðjast með öðrum. Með brosi tók hún á móti mér inn í fjölskylduna, með brosi og um- hyggjusemi tók hún þátt í uppbygg- ingu heimilis okkar Brynjólfs í Hlyngerði, hinum megin við götuna á móti þeim Badda, og með brosi naut hún hamingju okkar og allra annarra í kringum sig. Mér er minnisstæð ferð þeirra hjóna með syni sína og tengdadætur til Parísar á 50 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Nanný hafði verið veik í fótum og átti erfitt um gang. Eitt sinn þegar við vorum á gangi niður Champs- Élysées sagði Nanný: „Það er nú ekki hægt annað en að fara í parís í París,“ og með þeim orðum hoppaði hún í „parís“ á gangstéttinni og hló sínum dillandi hlátri. Fótamein eða annað mein gat í hennar huga ekki skyggt á gleði þess að vera stödd á þessum stað með Badda og „hópinn sinn“. Þannig var Nanný. víkur þar sem þau hafa búið síðan. Syn- ir Kristjönu og Bjarna eru: Björn, f. 1944, kvæntur Krist- ínu Helgadóttur, þau eiga þrjú börn; Brynjólfur, f. 1946, kvæntur Kristínu Thors og eiga fjögur börn (skildu) og síð- ar Þorbjörgu K. Jónsdóttur og eiga eina dóttur; Bjarni, f. 1948, kvæntur Emilíu Ólafsdóttur og eiga þau eina dóttur frá fyrra hjónabandi Emil- íu og sameiginlega son og dóttur; Birgir, f. 1953, kvæntur Guð- björgu Sigmundsdóttur. Birgir á eina dóttur og Guðbjörg tvo syni af fyrra hjónabandi, en sameigin- lega eiga þau eina dóttur. Kristjana (Nanny) á stóran vinahóp frá æskuárum. Hún tók þátt í félagsstörfum, m.a. í Inner Wheel, félagi Rotary-kvenna og kvenfélaginu Hringnum, þar sem hún sat í stjórn í mörg ár. Utför Kristjönu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Á kveðjustundum sem þessari er hugurinn blanda af miklum söknuði en jafnframt gleði. Söknuði eftir því að fá ekki að heyra hlátur og njóta umhyggjusemi Nannýjar áfram, en einnig mikil gleði og þakklæti yfir því að hafa fengið að njóta hennar og þess sem hún gaf oklóir. Einnig hlýt- ur maður að gleðjast yfír því að nú eftir langa baráttu við veikindi sín getur Nanný fengið hvfld. Ég er þess fullviss, og veit að það var trú hennar, að hennar bíða foreldrar hennar, ný- fallinn bróðir og fleiri kærir vinir, og fljótt mun bros færast á andlit hennar og nú fá aðrir að njóta lífsgleði hennar og hláturs. Við sem eftir sitjum eigum minn- ingar sem okkur gleymast aldrei, og vonandi hefur henni tekist að skilja eftir sig geisla þess sem hún var í stórum hópi ættingja sinna og vina, því það er það sem lífsstarf hennar gekk út á. Veitum minningu hennar þá virðingu. Far þú í friði, drottningin mín. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.) Þorbjörg K. Jónsdóttir. Hún elsku amma okkar hefur feng- ið hvfldina. Þessi hvítasunnuhelgi var helgi gleði og sorgar í fjölskyldu okk- ar, laugardaginn 10. júní gengu Bjarni bróðir og Anna í hjónaband og að morgni annars í hvítasunnu kvaddi amma þennan heim. Hún amma var glæsfleg kona, allt- af svo fín og flott. Hún var líka alltaf glöð. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann á svona stundu. Við fórum oft í Hlyngerðið til afa og ömmu til að leika í gömlu föt- unum sem amma geymdi í gamalli ferðatösku. Uppáklædd fórum við svo til ömmu og fengum eitthvað að borða svo iðulega var amma þátttakandi í leik okkar og var þá þjónninn á hótel- inu sem við þóttumst gista á. Amma og afí tóku alltaf á móti okk- ur bamabömunum með bros á vör. Það var líka alltaf gaman að fara upp í sumarbústað til þeirra og em minn- ingamar þaðan margar. Fjölskyldu- hátíð var haldin á hverju sumri, farið í leiki og svo var kvöldvaka þar sem barnabömin sáu um leikrit og önnur skemmtiatriði og alltaf hló amma mest. Elsku afi, missir þinn er mikill. Þú hefur staðið við hlið ömmu í veUdnd- um hennar, eins og hetja, hugsað um hana og veitt henni alla þá ást og um- hyggju sem hún þurfti og aldrei kvartaðir þú þótt þú værir ekki heUsuhraustur sjálfur. Hver miiming dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Elsku amma, guð geymi þig og varðveiti. Við biðjum góðan guð að styrkja afa og varðveita í gegnum sorgina. ÞínaUtaf, Sigrún, Bjarni og Kristinn. Elsku amma. Það er sárt að hugsa tU þess að við hittumst ekki í bráð. En við vitum að þú ert alltaf hjá okkur þó svo við sjáum þig ekki. Þegar við hugsum um þig ert þú hlæjandi eins og svo oft áður, hvað er þá annað hægt að gera en að brosa á móti. Þú sagðir svo oft við okkur systkinin að hláturinn lengir lífið og kannski var sú skoðun áhrifamesta meðalið við þínum erfiðu véikindum. En nú er komið að leiðarlokum hjá þér. Það eru mörg ár á milli okkar syst- kinanna og þess vegna höfum við hvert og eitt sérstakar minningar um þig. Þegar Helga lærði á píanó var hún oft löt við æfingamar. Þá varst þú boðin og búin tU að koma og sitja yfir litla hljóðfæraleikaranum tíl að árangur næðist. Þú tókst að þér að keyra Helgu og Nanný í ballett og hvattir þær óspart til að æfa sig þess á mUli. Þú komst á allar ballettsýn- ingar sem þær tóku þátt í og varst stolt af stelpunum þínum. Bjami þurfti oft að flýja frá hávær- um yngri systkinum tU að geta lært. Hlyngerði var góður griðarstaður. Það skorti nefnUega ekkert hjá þér, það fór vel um aUa sem komu. Éf tek- in var pása frá lærdómnum var hún notuð í rommý eða Yatsee. Mörgum áram seinna sóttist Birgir Örn eftir sama vinnuumhverfi. Ekkert hafði breyst hjá þér, gestrisnin eins, næðið jafnmikið og spilapásumar jafn- skemmtilegar. Eins og það er nú auð- velt að fá sér brauðsneið og setja ban- ana á sem álegg, þá var þitt bananabrauð aUtaf best. Þessar minningar og margar fleiri ylja okkur um hjörtu. Við eldri systkinin eram glöð að Helenu Utlu gafst einnig tæki- færi á að kynnast þér áður en þú fórst frá okkur. Samheldni fjölskyldunnar er þér að þakka. Þú átt allan heiður af góðri vináttu okkar frændsystkinanna. Á sumrin var ykkur afa að finna uppi í sumarbústað og þangað fannst okkm- öllum afar gott að koma. Hápunktur hvers árs vora fjölskylduhátíðarnar sem þú stóðst fyrir. Þar settum við krakkamir oft upp skemmtiatriði og það vai- alveg sama hver gæðin á þeim vora, alltaf gast þú hlegið hæst. Þú lést okkur líða eins og við hefðum unnið leiksigur í hvert skipti. Amma. Þú varst yndisleg, hjarta- hlý, bamgóð og gjafmild héma hjá okkur og þú ert það enn, það vitum við. Þú kenndir okkur Faðir vorið og í þeirri sorg sem við tökumst á núna kemur bænin okkur til hjálpar. Við vitum það líka að þessi sorg sem hvflir á okkur nú mun senn hörfa og þá stendur eftir ylhýr og falleg minning um ömmu Nanný. Guð geymi þig. Bjami, Helga Birna, Kristjana, Birgir Örn og Helena Kristín. Eftir langa og erfiða sjúkdómslegu hefur Nanný fengið hvíldina. Mig langar til að minnast hennar með nokkram orðum. Hugurinn leitar fyrst og fremst meira en hálfa öld aft- ur í tímann. Ég kynntist Kristjönu Brynjólfs- dóttur, sem alltaf var kölluð Nanný, fyrir tæpum 60 áram. Það var þegar hún og frændi minn og vinur, Bjarni Bjömsson, leiddu hugi saman. Nanný bjó þá í föðurhúsum á miklu menning- arheimiU. Foreldrar hennar vora hinn þjóðkunni og virti leikari Brynj- ólfur Jóhannesson og eiginkona hans Guðný Helgadóttir. Mikil merkishjón sem vöktu athygU fyrir glæsileika. Bjami fór til New York í byijun seinni heimsstyrjaldar til starfa fyrir heildverslun Sverris Bemhöft. Ég kom til New York í október 1942. Dag nokkum hringdi Bjami til mín og bað mig um að hitta sig á litlum matstað á Manhattaneyju. Þar setti hann á fing- ur sér trúlofunarhring. Nanný og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.