Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Pórhallur Jónsson Fjölmargir hafa æft sig á Jaðarsvelli á Akureyri undanfarin kvöld, enda er miðnæturgolfmötið Arctic-open að hefjast þar á morgun. Hér er Geir Kristinn Aðalsteinsson í miðnætursólinni. Miðnætur- mót sett á sumarsól- stöðum MIÐNÆTURGOLFMÓTIÐ Arctic- open verður sett á Jaðarsvclli á Akureyri í kvöld, miðvikudags- kvöld. Er það við hæfi því í dag eru einmitt sumarsólstöður. Keppnin hefst kl. 15 á morgun, fimmtudag. Mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu og veislu- höldum á laugardagskvöld. Keppendur eru rétt um 200 tals- ins, um 130 íslendingar og þá koma um 70 kylfíngar frá alls tíu þjóð- löndum, Spáni, Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku, Englandi, Jap- an, Svíþjóð, Nýja-Sjálandi, Indlandi og Þýskalandi. „Þetta er orðið býsna þekkt mót víða um heim og keppendum fer sífellt fjölgandi," sagði Kolbeinn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Ak- ureyrar og mótsstjóri. Aldrei fleiri far- þegar en í sumar SKEMMTIFERÐASKIPIN Al- batros og Astra II lágu inni á Reykjavíkurhöfn í fyrradag og þriðja skipið, Ocean Majesty, lagð- ist að í Sundahöfn. Þar með eru skemmtiferðaskipin sem komið hafa til Reykjavíkur frá júníbyrjun orðin 8 talsins, en von er á 41 skipi til viðbótar í sumar. Þetta eru heldur fleiri skemmti- ferðaskip en á síðasta ári, en þá komu 37 slík til Reykjavíkur. Flest urðu þau árið 1995 þegar 51 skemmtiferðaskip heimsótti Reykjavík, en hins vegar hafa far- Sex starfsmenn á Skrifstofu jafnréttismála eru enn í óvissu Starfa hjá stofn- un sem ekki er til lengur SEX starfsmenn á Skrifstofu jafn- réttismála starfa nú fyrir stofnun sem ekki er lengur til samkvæmt lögum og hafa þeir ekki fengið upplýst hvernig standa eigi að lok- un skrifstofunnar. Samkvæmt lög- um sem tóku gildi 6. júní verður stofnað til Jafnréttisstofu og um leið féll umboð Jafnréttisráðs niður sem og karlanefndar jafnréttis- ráðs. Jafnframt féll niður umboð kærunefndar jafnréttismála sam- kvæmt ákvörðun Alþingis. Elsa B. Þorkelsdóttir, starfandi framkvæmdastjóri Skrifstofu jafn- réttismála, segir að félagsmála- ráðherra hafi fundað með Jafnrétt- isráði 29. maí sl. og kveðst hún fastlega búast við því að félagsmál- aráðuneytið hafi fengið tilnefning- ar frá Hæstarétti inn í nýja kærun- efnd en í dag sé engin kærunefnd starfandi. Bíða fyrirmæla ráðuneytis Skrifstofa jafnréttismála hefur verið skrifstofa Jafnréttisráðs og kærunefndar jafnréttismála. í nýju lögunum segir að framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs skuli starfa áfram eftir gildistöku laganna þar til Jafnréttisstofa og nýr forstöðu- maður hefur verið ráðinn. „Það er túlkun ráðuneytisins að starfs- menn eigi líka að vera í starfi því forstöðumaður ræður þá. Hér er- um við því öll í starfi fyrir ekkert apparat og bíðum fyrirmæla frá ráðuneytinu um hvernig eigi að standa að þessari lokun. En við göngum út frá því að við hættum hér í september vegna þess að það hefur ráðherrann sagt,“ sagði Elsa. Fjögur mál óafgreidd Fjögur mál liggja fyrir kæru- nefnd jafnréttismála og var máls- aðilum tilkynnt að bið yrði á af- greiðslu þeirra mála þar sem fyrir lægi að skipa nýja nefnd. Elsa seg- ir að menn geti allt eins átt von á því að fleiri kærur berist nefndinni, þótt hún sé ekki starfandi, vegna ýmissa mála sem upp koma. Nefndin mun taka við slíkum kær- um en engin vinna verður sett í gang við upplýsingaöflun eða viðtöl tekin. „Það var ein ósk starfsmanna til ráðheiTa að þetta gengi hratt fyrir sig. Það er dálítið dapurlegt að svona skuli staðið að málum þegar maður hefur unnið lengi í svona málaflokki en ég trúi ekki öðru en að við fáum fyrirmæli á allra næstu dögum,“ sagði Elsa. Samið um framkvæmd- ir við skóla í Reykjavík Öll til- boð yfir kostnað- aráætlun BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að taka tilboðum í fram- kvæmdir við tvo grunnskóla. Öll til- boðin eru yflr kostnaðaráætlun. Samtals er um að ræða framkvæmd- ir sem kosta um 140 milljónir, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 126 milljónir. Samið verður við GR verktaka ehf. um uppsteypu D-álmu við Árbæjar- skóla fyrir 68,7 milljónh’, sem er rétt yfir kostnaðaráætlun. Fjögur tilboð bárust og voru þau öll mjög svipuð. Borgarráð samþykkti ennfremur að taka tilboði Hábergs ehf. í utan- húsviðgerðir á barnaálmu Fella- skóla, en fyrirtækið bauð 35 milljónh’ í verkið sem er 10,6% yfir kostnaðar- áætlun. Sex tilboð bárust og voru hin tilboðin 40-67% yfír kostnaðaráætl- un. Þá samþykkti borgarráð að taka tilboði Sökkuls ehf. í breytingar inn- andyra á Fellaskóla, en tilboðið hljóðaði upp á 36 milljónir sem er 27,8% yfir kostnaðaráætlun. Þrjú til- boð bárust í verkið. Borgarráð hefur einnig samþykkt að taka tilboðum í viðhald á götum í Reykjavík fyrir samtals 118 milljón- ir. Öll tilboðin sem tekið var voru lægri en kostnaðaráætlun. Almennt voru tilboðin sem bárust þó yfir kostnaðaráætlun. Morgunblaðið/Amaldur Skemmtiferðaskipin Astra II og Albatros í Reykjavíkurhöfn. þegar skipanna aldrei verið fleiri en þau 25.000 sem búist er við í ár. Helgast það fyrst og fremst af því að skipin sem hingað koma nú eru mun stærri en þau sem komið hafa síðustu ár. Að sögn hafnarvarða í Reykja- vík er mjög vinsælt meðal farþega skemmtiferðaskipanna að fara í land í Reykjavík og þykir þátttaka þeirra í skoðunarferðum um borg- ina mjög góð miðað við aðrar borgir sem skipin heimsækja á ferðum sínum. Lætur nærri að 85- 90% farþega heimsæki borgina þegar skipin koma hér við. Flest skemmtiferðaskipanna sem til Reykjavíkur hafa komið það sem af er sumri eru þýsk, en á næstunni má búast við skipum frá fleiri löndum, s.s. Bretlandi og Frakklandi. Seinni hluta sumars verða svo bandarísk skip áberandi, en líkt og fyrri ár eru það þýsku skipin sem eru meirihluti þeirra skemmtiferðaskipa sem heimsækja Reykjavík. Hæstiréttur dæmir íslenska mdður til að afhenda spænskum föður tvo syni þeirra Flutti syni sína frá Spáni með ólög- mætum hætti HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt að spænskum fóður tveggja drengja sé heimilt að fá þá tekna úr umsjá móð- ur hér á landi og afhenta sér með beinni aðfarargerð, ef móðirin hefur ekki áður fært þá til Spánar innan tveggja mánaða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að móðirin hefði flutt syni þeirra frá Spáni og hingað til lands á ólögmætan hátt sam- kvæmt Haagsamningnum. Með dóminum er úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá 19. apríl sl. hnekkt. Forsaga málsins er sú að málsaði- lar, maðurinn, spænskur í-fkisborg- ari, og konan, íslenskur ríkisborgari, gengu í hjúskap á Spáni í apríl 1985. Voru þau búsett þar og eignuðust tvo syni. Vorið 1998 skildu þau að borði og sæng og gerðu í tengslum við það skilnaðarsamning. Þar kom fram að börn þeirra tvö skyldu vera í umsjá móðurinnar en foreldrarnir færu sameiginlega með foreldravald yfir börnunum. Þá var kveðið á um að báðum væri heimilt að skipta um heimilisfang og bæri að tilkynna hin- um slíkt með minnst 20 daga fyrir- vara. Móðirin flutti frá Spáni, ásamt bömunum, til íslands og tilkynnti lögmaður móðurinnar á Spáni þar- lendum dómstóli um flutninginn í september 1999. Faðirinn krafðist þess að fá bömin tekin úr umráðum móðurinnar og fengin sér með beinni aðfarargerð. Um lagastoð fyrir þeirri kröfu var vísað til ákvæða laga nr. 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá bama, afhendingu brottnum- inna bama o.fl. og samnings um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa, sem var gerður í Haag 1980. Málið hefur verið sótt fyrir milligöngu spænska dómsmálaráðuneytisins og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hér á landi. Spænsk stjórnvöld töldu að flutning- ur móðurinnar á börnunum frá Spáni hefði verið brot á forsjárrétti föðurins í skilningi Haagsamnings- ins og brottflutningurinn sömuleiðis samkvæmt annarri grein samnings- ins. Var talið að gagnvart föðurnum hefði móðirin flutt böm þeirra frá Spáni til íslands á ólögmætan hátt samkvæmt 3. gr. Haagsamningsins. Veijandi móðurinnar vísaði til þess að vilji drengjanna stæði til þess að dvelja hjá henni á íslandi. Þeir séu henni tengdari en föður- num, sem vegna anna í starfi sé oft og lengi fjarri heimili sínu. Umönn- un drengjanna yrði háð óvissu yrði krafa föðurins tekin til greina og gæti komið til þess að núverandi eig- inkona hans hefði með hendi uppeldi þeirra og það væri fallið til þess að valda þeim skaða. í dómi Hæstaréttar segir að ekki sé talið að móðirin hafi sýnt fram á að dvöl barnanna á Spáni gæti leitt til alvarlegrar hættu á að þau yrðu fyrir andlegum eða líkamlegum skaða og talið var að ráða mætti af álitsgerðum sérfræðinga að börnin væru ekki andvíg búsetu á Spáni en kysu sér dvalarstað hjá móður. Málið fluttu Óskar Thorarensen hrl. fyrir hönd sóknaraðila og Ragn- ar Áðalsteinsson hrl. fyrir hönd varnaraðila. Málið dæmdu hæsta- réttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.