Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 31 LISTIR Vinahót við hæfi höfðingja Morgunblaðið /Arnaldur Hætt er við að margt hafi setið eftir í minni heiðursgestsins, sem naut vinahóta við hæfi sannra höfðingja, segir m.a. í dómnum. TONLIST S a 1 u r i n n EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sönghátíð til heiðurs Halldóri Han- sen. Söngvarar: Elly Ameling, Garðar Cortes, Sólrún Bragadóttir, Finnur Bjarnason, Margareta Hav- erinen, Bergþór Pálsson, Lorraine Nubar, Simon Chaussé, Violet Chang, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Þóra Einarsdóttir, Björn Jónsson, Olivera Miljakovic. Pfanóleikarar: Dalton Baldwin, Gerrit Schuil og Jónas Ingimundarson. Skólakór Kársness u. stj. Þórunnar Björns- dóttur. Kynnir: Gunnar Eyjólfsson. Mánudaginn 19.júnikl. 20. MANNVINURINN, söngkerinn og bai-nalæknirinn Halldór Hansen var heiðraður með sérstökum tón- leikum í Salnum á mánudagskvöld að tilhlutan hins heimskunna ljóða- söngspíanóleikara Daltons Baldwin, sem verið hefur góðvinur Halldórs um 40 ára skeið. Hvert sæti var skip- að í Tónlistarhúsi Kópavogs, og þurfti að grípa til aukastóla, þegar rúm tylft íslenzkra og erlendra ein- söngvara steig á svið til skiptis, allt vinir og góðkunningjar heiðursgests- ins, og fluttu honum og á 4. hundrað öðrum hlustendum nokkur lög hver, margir hverjir að viðbættu stuttu þakklætisávarpi. Fremst í flokki og fyrst í röðinni var hin heimskunna hollenzka drottning ljóðasöngsins, Elly Ameling, sem söng með Baldwin Im Abendrot eftir Schubert og La Raine de coeur eftir Poulenc, en með Gerrit Schuil við slaghörpuna Selig- keit Schuberts af ljúfri og lág- stemmdri snilld. Eftir ávarp Sveins Jónssonar fyrir hönd Tónlistarfé- lagsins í Reykjavík gekk Skólakór Kársness syngjandi inn salinn með Vorvísu Atla Heimis Sveinssonar á vörum og söng síðan við undirleik Jónasar Ingimundarsonai' Fylgd Sigursveins D. Kristinssonar og Ut um græna grundu eftir Skúla Hall- dórsson undir stjórn Þórunnar Björnssonar; létt og hreint, eins og einkennir flest hjá þessum ágæta ungmennakór. Garðar Cortes vakti mikla hrifn- ingu með hlýrri og kíminni meðferð sinni á söngvum úr Bangsímon-ljóða- flokki A.A. Milnes við undirleik J.I., þó að byði ekki upp á mikil söngleg tækifæri í sjáfu sér og textinn dytti stundum svoh'tið niður í styrk. Sólrún Bragadóttir söng, sömuleiðis við undirl. J.I., Söng Sólveigar (Grieg) og greifynjaaríuna Dove sono úr Brúðkaupi Figaros af tignarlegri reisn, enda þótt að virtist meðvituð radd-dekking hennar drægi óhjá- kvæmilega úr textaskilum og verkaði dálítið eins og tónjafnari, þannig að hver hending hafði tilhneigingu til að verða annarri lík. Hinn stórefnilegi ungi tenór og fyrrverandi barýton Finnur Bjarnason söng með aðstoð D.B. An Silvia (Schubert) og Stille Tránen (Schumann) af músíkalskri einlægni, en mætti að vitund undh-- ritaðs e.t.v. fara að huga aðeins að fókusmálum og þéttun raddarinnar, sem virtist heldur laus í sér að svo komnu, enda hugsanlega ekki enn rétt staðsett. Margareta Haverinen söng með D.B. tvo heimsíræga söngva eftir Sibelius, Fhckan kom ifrán sin elsklings möte og Var det en dröm? af seiðmagnaðri snilld, þar sem dimm og hljómmikil mezzo-rödd hennar túlkaði textann með mikilli tilfinningu, sem einnig var upp á ten- ingi í kyrrlátari og undirieikslausri barnagælu frá Kiijálalandi, er hún söng við mikla hrifningu salargesta. Bergþór Pálsson virtist, ef nokkuð, fremur birta barýton sinn en dekkja, enda heyrðist hvert orð af textanum. Hann söng með J.I. snöfurlega Víði- söng Sveinbjöms Sveinbjömssonar og hið þakkláta fimmhta túlkunar- stykki Sigfúsar Halldórssonar, I dag, með fjölbreyttum en þó hófstilltum tilþrifum. Síðust fyrir hlé kom svo Lorraine Nubar og söng með aðstoð D.B. How fair the spot (Rachmanin- off) og Le Colibri (Chausson) með að- dáunarverðum þokka og vel stilltri raddbeitingu þrátt fyrir langan starfsaldur, sem líkt og með t.d. Oli- vem Miljakovic í tónleikalok benti til pottþéttrar undirstöðutækni allt frá því snemma á ferlinum. Hinn fransk-kanadíski Simon Chaussé söng fyrst eftir hlé, sömu- leiðis með D.B. við píanóið, En Sourdine (Fauré) og Les Feuilles mortes (Kosma; betur þekkt sem Autumn Leaves, enda sungið á ensku) með fallega þýðum barýton og látlausri og nærri því hlédrægri tjáningu. Kínverski sópraninn Violet Chang heillaði marga með óþving- aðri og ljúfri framkomu og söng hinn náttúrulýríska Vetrardraum um Jing-Lingborg eftir Shen Bing Gu- ang og þjóðlag frá Yun Nan, „Wad- ing in a Mountain Strearn", við mikla hrifningu, sem sízt dró úr þegar hún tók nokkur létt dansspor í „Flower Bird Song“. D.B lék af innlifun í aust- rænum stíl og tókst m.a. að framkalla eins ósvikna eftirmynd af kínversk- um „chin“-síterleik og hægt er á vestrænan flygil. Ólöf Kolbrún Harðardóttir fór þokkafullt með Svanasöng á heiði (Kaldalóns) með aðstoð J.I. og upp- skar ljómandi undirtektir fyrir kraft- mikla túlkun á lagi Jóns Þórarinsson- ar, Jeg elsker dig. Næst á blaði átti að vera Sigrún Hjálmtýsdóttir, en féll niður vegna veikinda. Jónas Ingi- mundarson sat áfram við slaghörp- una þegar Þóra Einarsdóttir og Björn Jónsson sungu Kirsubeija- dúettinn úr Amico Fritz eftir Mascagni af ástúð og yndisþokka, og vakti ekki sízt þétt og áferðarþýð tenórrödd Björns athygli undirrit- aðs, sem ekki mundi eftir að hafa heyrt söngvarann fyrr. Hefði maður ekki vitað betur gæti maður eitt augnablik látið ginnast til að halda að upphafstónar Sylvu úr Czardasfurs- tynju Kálmáns þar á eftir rynnu úr barka Sieglinde Kahmanns á vel- mektardögum, en það reyndist hins vegar Olivera Miljakovic sem bar ábyrgð á þeim ki’aftmikla gjallandi söng, sem hreif marga upp úr skón- um með blóðheitu ungversku accel- erando poco a poco. Miljakovic leiddi síðan samsöng í fyrsta lagi af þremur með Dalton Baldwin við flygilinn, þar sem allir þrettán söngvarar voru komnir á sviðið og sungu til dýrðar hverri af þremur uppáhaldsheims- borgum Halldórs. Fyrst Vínarvals- inn kunna, Wien, du Stadt meiner Traume eftir Rudolf Sieczynsky, síð- an hinn dáða Parísarvals Poulencs, Les Chemins de l’Amour, og loks - frá Jórvík hinni nýju - The Best of ti- me úr „La Cage aux Folles“ eftir Jerzy Herman; allt af miklu fjöri, enda salurinn löngu kominn á suðu- punkt. Hætt er við að margt hafi seU ið eftir í minni almennra áheyrenda eftir þessa litríku tónleika - hvað þá í minni heiðursgestsins, sem naut þar vinahóta við hæfi sannra höfðingja. Ríkarður Ö. Pálsson Hvergi betra verð Kr.3.995,- Hudson úðabmsi 7.5 lítra. ^994, Álstigi 5.2 metra. Claber úðari 3ja arma 945. Skráðu þig $) í vefklúbbinn www.husa.is HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.