Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Meiri eftir- spurn eftir vinnuafli vegnajarð- skjálftans BÚAST má við enn meiri aukningu í eftirspurn eftir vinnuafli í byggingar- starfsemi en ella í kjölfar eyðilegg- ingar af völdum jarðskjálftans 17. júní síðastliðinn. Þessa aukna eftir- spum bætist ofan á niðurstöður Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði vorið 2000 þar sem gert er ráð fyrir aukinni eftir- spum eftir vinnuafli næstu mánuði. Könnunin var gerð í byrjun maí og felur því ekki í sér tvær stærðir sem skipta máli í þessu sambandi, þ.e.a.s. samdrætti í aflaheimildum og afleið- ingum jarðskjálftans. Helstu niðurstöður könnunar Vinnumálastofnunar em þær að auk- in eftirspurn verði eftir vinnuafli í flestum atvinnugreinum, einkum þó byggingariðnaði og iðnaði af ýmsu tagi. Eftirspurnin verði mest á höfuð- borgarsvæðinu og þeim landsvæðum sem næst því liggja auk Norðurlands eystra. Reiknað er með skorti á vinnuafli í byggingarstarfsemi víða um land í sumar og haust og einnig í einhverjum mæli í iðnaði og heil- brigðis- og félagsþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu og í fiskvinnslu, sam- göngum og flutningum á landsbyggðinni. í skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að atvinnuleysi nú sé að- eins um 1,5% á landinu öllu og hafi það verið um eða innan við 2% í um eitt ár. Úr atvinnuleysi dragi jafnan yfir sumarmánuðina og því megi reikna með að atvinnuleysi verði nokkru lægra í sumar og fram á haust en aukist á ný þegar fram kem- ur á vetur. Einnig kemur fram að langtímaatvinnuleysi er meira á höf- uðborgarsvæðinu en á landsbyggð- inni og einnig meira meðal kvenna en karla. Þá segir í skýrslunni að staða fiestra atvinnugreina sé talin nokkuð traust. Gildi það einkum um bygging- ariðnað og verslunarstarfsemi en síð- ur um landbúnað, hótel- og veitingar- ekstur og iðnaðarstarfsemi af ýmsu tagi. Kai'l Sigurðsson hjá Vinnumála- stofnun segir að erfitt sé að meta áhrif afleiðinga jarðskjálftanna á eft- irspurn eftir vinnuafli en þó sé Ijóst að þau auka þensluna í byggingariðn- aði og vöntun á iðnaðarmönnum. Vigur átti þrjá fulltrúa á Alþingi ÞAÐ var ein af meginniðurstöðum málþings um Vestfirði og stjórnmál, sem haldið var á ísafirði á sunnudag, að goðsögnin um vestfirska stjórn- málamenn væri sönn, þeir hefðu sannarlega látið að sér kveða í ís- lenskri stjómmálasögu. Fram kom meðal annars að þingmenn tengdir Vestfjörðum hefðu setið næstlengstí embætti ráðherra/forsætisráðherra, eða 23,5 ár, en aðeins Reykjavík get- ur státað af betri árangri að þessu leyti til. Á sögusýningu sem haldin var í tengslum við málþingið gat að líta upplýsingar um alla þá 98 þing- menn sem segja má að tengist Vest- fjörðum með einum eða öðrum hætti. Sumir staðir á Vestfjörðum eiga glæstari sögu en aðrir í þessu sam- hengi og má nefna að frá eyjunni Vigur í ísafjarðardjúpi hafa komið þrír þróttmiklir þingmenn. Ber þar fyrst að nefna séra Sigurð Stefánsson sem var lengi bandamað- ur Skúla Thoroddsen og einn af helstu framámönnum Vestfirðinga á þingi um og upp úr aldamótunum 1900, sat á þingi 1886-1900, 1902, 1904-1915 og 1917-1923. Bamabörn Sigurðar, þau Sigurður Bjamason og Sigurlaug Bjarnadóttir, sátu einn- ig lengi á þingi; Sigurður, sem var ritstjóri Morgunblaðsins 1947-1969, sat á þingi fyrir Vestfirðinga 1942- 1959 og 1963-1970 og Sigurlaug syst- ir hans sat á þingi 1974-1978. Stærsta kraftakeppni sumarsins haldin um þjóðhátíðarhelgina Gunnar Þór Guð- jónsson ^terkasti maður Islands Gunnar Þór Guðjónsson, sterkasti maður íslands, einbeittur á svip fyrir drumbalyftuna, næstsíðustu keppnisgrein mótsins. GUNNAR Þór Guðjónsson bar sig- ur úr býtum í keppninni sterkasti maður Islands, sem haldin var í Reykjavík um helgina. Var keppt í níu keppnisgreinum víða um borg- ina, m.a. í Laugardal, við höfnina og í Nauthólsvík þar sem Dr. Douglas Edmunds, alþjóðlegur eft- irlitsdómari keppninnar, hafði á orði að hefði ríkt sannkölluð hita- beltisstemmning. Ekkert hefði vantað nema þá helst pálmatrén. Átta keppendur luku keppni í níu greinum á þremur dögum og eins og áður sagði stóð Gunnar Þór uppi sem sigurvegari með 58,5 stig. í öðru sæti varð Torfi J. Ólafsson með 55,5 stig og þriðji varð Auðunn Jónsson með 49,5 stig. Einn af mönnum keppninnar var hins veg- ar Magnús Magnússon, sem átti stórglæsilega endurkomu eftir fimm ára hlé frá keppni. Bar liann sigur úr býtum í tveim keppnis- greinum og lauk keppni með 36 stig. Sá sterkasti til Suður-Afríku Að sögn Hjalta „Úrsusar" Árna- sonar, eins aðstandenda keppninn- ar, eru kraftakeppni og hálanda- leikar fyrirhuguð víða um land í allt sumar en keppnin um helgina var án efa sú mikilvægasta því sigur- vegarinn úr henni fær sæmdarheit- ið „Sterkasti maður Islands“ og fer sem fulltrúi Islands f keppnina Sterkasti maður heims í Suður- Afríku síðar á árinu. Auk þess fara tveir efstu menn úr keppninni í Evrópukeppni tveggja manna liða í Finnlandi og einnig í heimsmeist- arakeppni slíkra liða í Kína. Þeir Gunnar og Torfi eiga því eftir að verða fulltrúar íslands víða um heim í þessari íþróttagrein, sem Iflalti segir að njóti sívaxandi vin- sælda, ekki síst sem sjónvarpsefni, um allan heim. ísland er lítið stórveldi Að sögn Hjalta hafa krafta- keppnir af þessu tagi tekið mikilli framþróun frá því að fyrsta keppn- in hér á landi var haldin árið 1985, en þeirrar keppni minnast sjálfsagt margir vegna frægra dansspora Jóns Páls Sigmarssonar með Húsa- fellshelluna og þess þegar Hjalti sjálfur handleggsbraut andstæðing sinn í keppni í sjómanni. Nú eru menn hins vegar hættir að líta á þetta sem hliðargrein frá kraftlyft- ingum og vaxtarrækt og segir Hjalti að heil kynslóð manna sé að koma upp, sem leggi kraftakeppn- ina fyrir sig sem aðalgrein. f kraftakeppnum þurfa menn að hafa til að bera mun meiri fjölbreytni en t.d. í kraftlyftingum þar sem styrk- ur og sprengikraftur eru í fyrir- rúmi. Kraftakeppnin er mun meira sambland af styrk, snerpu, lipurð og ekki síst úthaldi enda þrautirnar sem leysa þarf jafnan mjög fjöl- breyttar. Þessi þróun hefur orðið samhliða því, að greinin nýtur nú meiri við- urkenningar en áður á al- þjóðavettvangi sem og sívaxandi vinsælda almennings um allan heim. í keppninni Sterkasti maður heims er ísland eitt af stórveldun- um, því frá upphafi þeirrar keppni hefur ísland ávallt átt keppanda í úrslitum og samtals hafa þeir Jón Páll Sigmarsson og Magnús Ver Magnússon landað titlinum átta sinnum. Þetta er betri árangur en t.d. Bandaríkjamenn hafa náð til þessa og má því með sanni segja að Island sé „litli risinn“ í alþjóðlegum kraftakeppnum. II' Ms'v Jk P® - jm x jLpkrúi . :flg “ 'S“Ú,,r Í1 £• Jl, r /•B.' fl [ J® 1 SL W jrf’ ^T&mrmn ; I I pjjj[ ll||f [ i . pl||L|||§k 1 1 , A | L/ ii_ J- fe 11? í | 1 / ÆÍÉt J1 '-'iraP I.H / Í J r ri SmL cJ fjjggHP fl|hflSr 1 \ " Áhrif vegna nýrra gatna- móta við Mjódd metin Skólaslit Iðn- skólans í Reykjavík IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var slitið 19. maí í Hallgrímskirkju. Tæplega 2.000 nemendur stund- uðu nám við skólann í vetur, 221 lauk námi nú í vor og alls út- skrifuðust 322 á kennsluárinu. Af þeim sem útskrifuðust af vorönn voru flestir í meistaranámi, raf- eindavirkjun, hársnyrtiiðn og tölvufræðibraut. í heild var skipting út- skriftarnema sem hér segir: Bókband 2, hársnyrtiiðn 18, hús- gagnasmíði, 5, húasmiðja 12, hönnunarbraut 13, kjólasaumur 7, klæðskurður 8, veggfóðrun 3, kjötiðn 1, máiaraiðn 9, meistaran- ám 35, prentun 5, prentsmíði 14, rafeindavirkjun 26, rafvirkjun 16, símsmiði 1, skósmíði 1, starfsnám 8, tæknibraut 9, tölvufræðibraut 18, tækniteiknun 9, vélsmíði 1. Ágúst B. Karlsson skólameist- ari sleit skólanum og minntist starfsmanna sem létu af störfum á skólaárinu, þar á meðal Ingvars Ásmundssonar, fyrrverandi skóla- meistara, sem óskaði eftir lausn frá störfum vegna veikinda. HAFIN er athugun Skipulagsstofn- unar á umhverfisáhrifum lagningar tvennra mislægra gatnamóta á mót- um Reykjanesbrautar, Nýbýlavegar og Breiðholtsbrautar annars vegar og Reykjanesbrautar, Smiðjuvegar og Stekkjarbakka hins vegar. Vegagerðin stendur að fram- kvæmdinni í samvinnu við Reykja- víkurborg og Kópavogsbæ. Línu- hönnun hf. vann mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar. Áætlað er að framkvæmdir hefjist við fyrsta áfanga seinni hluta ársins 2000, sem ljúki árið 2001 og vinna við annan áfanga hefjist 2003 og ljúki vorið 2005. Þriðji áfangi hefur ekki verið tímasettur. Tilgangur framkvæmdanna er samkvæmt frummatsskýrslu að bæta úr erfiðu ástandi umferðar á Reykjanesbraut við Mjódd. I frétt frá Skipulagsstofnun segir um umhverfisáhrif: „Hljóðstig er nú þegar á fjórum stöðum yfir viðmið- unarmörkum mengunarvamareglu- gerðar, þ.e. að Árskógum 6 og 8, Þangabakka 8-10, Bleikagróf við Reykjanesbraut og við Smiðjuveg 13-23. Samkvæmt matsskýrslu mun hljóðstig lækka lítillega við bygg- ingu gatnamótana við Arskóga 6 og við nyrstu húsin við Smiðjuveg og verður hljóðstig við þau innan við- miðunarmarka. Alls staðar annars staðar mun hljóðstig standa í stað eða hækka, en viðmiðunarmörk eru 65 dB. Framkvæmdin ætti, sam- kvæmt frummatsskýslu, að hafa sáralítil áhrif á magn yfirborðsvatns sem berst í Elliðaár og Kópavogs- læk. Fyrirhuguð gatnamót Reykj- anesbrautar, Smiðjuvegar og Stekkjarbakka liggja að hluta til inni á vatnsvemdarsvæði Elliðaár- dals. Elliðaárdalurinn í heild sinni er á náttúruminjaskrá. Styrkur CO, NO2, svifryks, blýs og brennisteins- díoxíðs frá umferð eftir framkvæmd mun verða vel undir þeim mörkum sem sett em í mengunarvarnareglu- gerð. Gert er ráð fyrir að eldsneytis- notkun hvers bíls minnki við fram- kvæmdir um 33%, kolefnissambönd um 19,2% og NO2 um 5,1% á hvern bíl. Á einum stað raskar fram- kvæmd trjági'óðri (Birkihlíð við Dal- veg), annars er að mestu leyti um manngengt umhvei'fi að ræða á framkvæmdarsvæði. Varðandi hljóðstig telur fram- kvæmdaaðili samkvæmt fmm- matsskýrslu mögulegt að hækka hljóðveggi og einangra glugga bet- ur. Yfú'borðsvatni af vegi verður samkvæmt fmmmatsskýrlu safnað og veitt um sérstakar tjamir, sem stemma stigu við að mengandi efni berist með afrennslisvatni í vestari kvísl Elliðaánna og Kópavogslæk. Samkvæmt frummatsskýrslu verð- ur framkvæmdatími styttur eins og kostur er til að lágmarka óþægindi sem íbúar og vegfarendur verða fyr- ir vegna framkvæmdanna. Flutning- ur efnis og umferð vinnuvéla verður takmörkuð við fyrir fram ákveðnar leiðir segir í fréttatilkynningunni. Frummatsskýrslan liggur frammi til kynningar frá 9. júní til 14. júlí á eftirtöldum stöðum: Bæjarskrifstof- um Kópavogs, hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur og á Borgarbókasafni í Gerðubergi. Einnig er hægt að nálg- ast skýrsluna í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykja- vík. Almenningi gefast fimm vikur til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir sem ber- ist Skipulagsstofnun eigi síðar en 14. júlí 2000. Leitað var umsagna Reykjavíkur- borgar, Kópavogsbæjar og Náttúru- verndar ríkisins og einnig hjá Holl- ustuvernd ríkisins og Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur og Kópavogs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.