Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BRYNJAR BRAGI STEFÁNSSON + Brynjar Bragi Stcfánsson fædd- ist í Reykjavík 13. júlí 1975. Hann lcst á heimili sínu í Reykja- vík 4. júní síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Árbæjar- kirkju 15. júní. Elsku Binni minn. Það er erfitt að kveðja. „jfcað sem eftir situr eru dýrmætar minningar sem aldrei gleymast. Allar þær gleðistundir sem aldrei verður með orðum lýst sitja eftir í hjarta mínu, þú með prakkaralega brosið þitt og glitrandi augun, alltaf til í að setjast niður og spjalla yfir kaffibolla eða kíkja á kaffihús. Það var gott að tala við þig og skemmtilegt að hlusta á frásagnir þínar á öllum mögulegum hlutum og atburðum. Þú varst svo sannarlega vinur vina þinna og fjöl- skylda þín átti allan hug þinn og hjarta. Það er svo margs að minnast; útilegan á Laugarvatn, sumarbú- staðarferðin á Apavatn og allar heim- sóknirnar til þín þar sem við gátum "^setið tvö til klukkan fimm á morgn- ana og talað um alla heima og geima og gleymt okkur alveg! Þessar stundir eru ógleymanlegar og ein- stakar í mínum huga. Þú gast alltaf fundið tíma þó að þú ynnir mikið og ættir marga vini og fjölskyldu. Öllu þessu gast þú sinnt og ræktað af mik- illi kostgæfni. En núna er þinn tími kominn á annan stað þar sem bíða þín önnur mikilvæg verkefni og þakka ég fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér. Guð blessi þig Binni minn ogvarðveiti. Núleggégaugunaftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ,virstmigaðþértaka, méryfirláttuvaka þinn engiþ svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Fjölskyldu og vinum Brynjars Braga votta ég mína dýpstu samúð og bið algóðan Guð að styrkja þau í þessum mikla missi. Þín vinkona, Guðbjörg (Gugga). Þegar ég heyrði að hann Binni hafði fallið frá var sem allt stöðvaðist, Hyrstu viðbrögð mín voru vantrú á því að hann væri farinn. Svo í vantrú minni síaðist það inn að þessi indæli, lífsglaði, upptekni drengur væri Frágangur afmælis- ogminning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi- Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. fallinn. Þá ásóttu mig minningar um þennan rauðbirkna orkubolta sem hann hafði að geyma. Þegar ég kynntist Binna fyrst á Staðar- felli í Dölum likaði mér strax vel við hann, geislandi af ákefð og staðfestu. Minnist ég allra kvöldstundanna sem við sátum og þömbuð- um kaffi, samtalanna sem við áttum og stóru draumanna sem flestir rættust í tímanna rás þó svo að aðrir og stærri fylgdu í kjölfarið. Alltaf hafði hann tíma til að hjálpa öðram eða bara að spjalla um líðandi stund, oftar en ekki var það í kring um matartíma sem Binni mætti í heimsókn og var alltaf jafnundrandi ef það var matmálstími og með sinni stöku snilld var hann ávallt reiðu- búinn að hjálpa til við að klára af- ganga. Aldrei átti hann til að tala illa um annað fólk og sá ávallt það besta í fari allra. Ég veit að hún dóttir mín kemur til með að sakna Binna og þeirra stunda sem þau áttu saman yfir bókalestri. Með miklum söknuði kveð ég þig elsku Binni og þakka þér fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta með þér. Mig langar að koma samúðar- kveðju til fjölskyldu Binna og bið guð að styrkja þau í sorg sinni. Hallgrímur Ólafsson. Elsku Binni. Ekki datt okkur í hug að við væram að kveða þig í síðasta sinn á laugardagskvöldið þegar þú fórst út úr bílnum. Það stóð mikið til og við hlökkuðum öll til að vera aftur saman. Veturinn var búinn að vera langur, við vorum langt í burtu. Þó að síminn virkaði ágætlega var það aldrei eins og að vera með þér. Við biðum eftir nýjasta meðlim fjölskyldunnar og hlökkuðum til að eyða fleiri góðum stundum saman. Þú varst svo stór hluti af lífi okkar, elsku Binni. Við söknum þín sárt og vildum gefa svo mikið til að hafa þig hjá okkur áfram. Við vildum óska þess að geta snúið tímanum við til að allar stundimar kæmu aftur. Það geram við með minningunni um þig og alla tímana sem við áttum saman. Með þessum orðum kveðjum við okkar besta vin. Með söknuð í hjarta og mikilli sorg, við vitum þó að þú ert á betri stað. Takk fyrir allar stundimar sem við áttum saman og íyrir að vekja vonina í hjörtum okkar þegar á móti blés. Sjáumst síðar elsku Binni okkar. Far vel kæri vinur. Elsku Bylgja, Gummi, Ásdís Elva ogÁsta Lára, Guð veri með ykkur öllum á þess- ari sorgarstundu. Valdimar, Höbbý og Melkorka Mist. Það er með söknuði sem ég sest niður og skrifa þessi orð, einn góður félagi er fallinn í valinn. Það var reið- arslag þegar við heyrðum fréttimar, að samstarfsfélagi okkar hann Binni væri látinn. Það sló þögn á hópinn þegar þessi frétt barst eins eldur í sinu um verkstæðið þar sem hann hafði unnið síðastliðin fjögur ár. En það sem stendur eftir er minn- ingin um Binna eða „Monsterinn" eins og hann kallaðist meðal okkar. Þegar hann byijaði átti þetta aðeins að vera sumarstarf hjá honum en fljótlega eftir að hann byrjaði ákvað hann að skrifa undir nemasamning við fyrirtækið svo að sumarstarfið lengdist aðeins og svo fór að lokum að hann var búinn að vinna hér í fjög- ur ár með hléum. Hann var alltaf að spá og spekulera þannig að oft end- aði það með því að hann fór að vinna á tveimur stöðum í einu. Eitt sinn fékk hann frí til þess að hann gæti skellt sér á sjóinn. Fór hann þá á loðnuvertíð sem vélstjóri. En þrátt fyrir að hann væri kannski búinn að vinna alla helgina langt fram á nótt þá mætti hann á mánudagsmorgni alveg eldhress og skælbrosandi alveg eins og hann hefði verið sofandi alla helgina. Það var alveg sama á hverju gekk alltaf hélt hann ró sinni þó að það gengi illa í einhverju verkinu. Aldrei brást það að hann mætti snemma til vinnu, léttur í lund og ávallt með góða skapið í farteskinu. Einnig var hann fljótur að rétta fé- lögunum hjálparhönd ef þeir þurftu þess með. Hann var alltaf duglegur til vinnu og þurfti aldrei að skipta sér mikið af honum enda var hann Ijóm- andi verkmaður. Hans verður sárt saknað. Við viljum votta fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Samstarfsfélagar á Vélaverkst. Hjalta. Elsku Brynjar, tómleiki og sökn- uður fyllir okkar hjörtu er við hugs- um til þess að þú sért farinn frá okk- ur. Hvers vegna? Aðeins Guð og þú geymið svarið við spurningunni sem við sem eftir eram fáum aldrei svar við í þessu lífi. Hversu erfitt sem það er þá reynum við að skilja og sætta okkur við fráfall þitt, elsku vinur. Þú varst nýbúinn að festa kaup á fínni íbúð í Breiðholtinu og varst svo ánægður með hana og hafðir yndi af að fá gesti til þín. Það var alveg sama hvenær við komum, alltaf var allt svo hreint, snyrtilegt og alltaf fullar skál- ar af snakki og sælgæti á boðstóln- um. Þú hafðir stór framtíðaráform og ætlaðir að fara utan að læra bifhjóla- virkjun og þú varst búinn að reikna allt dæmið til enda og vildir fara út í haust. Við eigum eftir að sakna þín og þeirra stunda sem við áttum saman hvort sem það var heima hjá þér, heima hjá okkur, uppí á fjöllum með jeppana fasta eða þá ófáu tíma sem við eyddum á American Style! Við gætum rifjað upp endalausar minn- ingar um góða tíma öll þessi ár sem við fengum með þér alveg til síðasta dagsins í lífi þínu. Síðasta minning okkar um þig er þegar þú veifaðir okkur á sunnu- dagsmorgninum og sagðir; „Sjáumst á morgun". En örfáum tímum seinna þennan dag varst þú dáinn. Núna ertu einn af englum alheimsins, kæri vinur. Takk fyrir öll árin sem við fengum með þér. Minningin um góð- an og traustan vin mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Megi Guð og englar hans geyma þig, elsku Binni. Elsku Bylgja, Gummi, Ásdís, Ásta litla og aðrir ástvinir, Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg ykkar. Útrétthönd, faðmlag á erfiðum degi, lífið lyftir sínum refsivendi. Ég verð ávallt á þínum vegi. Aldrei slitna okkarvinabönd, alltaf þinn vinur þótt ég deyi. (Höf.óku.) Þínirviniraðeilífu, Gunnar Ingi og Freyja. Elsku Brynjar minn. Ég get ekki lýst því þegar móðir mín hringdi í mig mánudaginn 5. júní til að segja mér að þú værir dáinn, ég algjörlega lamaðist og grét. En svo ég fór að hugsa um hvað þú varst vanur að segja við mig þegar mér leið illa: „Hrönn mín, hvað er þetta? Það hafa það margir verra.“ Alítaf tókst þér að láta allt líta betur út, en nú þegar að þú ert farinn veit ég ekki hver á að segja mér að þetta muni allt fara vel. Elsku Brynjar minn. Þú varst mín fyrsta ást og tíminn sem að við áttum saman var yndislegur. Ég rifja upp svo margt sem við áttum saman og bytjaði það allt saman í Skorradal, og hvað Valdi var ánægður hvað við náðum vel saman. Svo þegar ég hitti þig þriðjudeginum eftir þessa ferð, þá var ég inni í bílskúr að gera við bíl- inn minn, þú leist inn í skúr og sagðir hæ hæ, ég roðnaði upp fyrir haus og ekki bætti það að ég var drallug upp fyrir haus, en þú tókst mér bara eins og ég er. Én 9. nóvember gerðist það og við byrjuðum saman. Þegar við voram búin að vera saman í tvær vik- ur sagðirðu mér að um kvöldið ætlað- irðu að kynna mig fyrir Bylgju móð- ur þinni, ég var svo stressuð að ég varð að fara að kaupa mér skó við buxumar mínar. En svo keyrðum við upp í Brautarás til að hitta hana móð- ur þína. Enn þá skil ég ekki hvað ég var stressuð því hún Bylgja er ein af bestu manneskjum sem að ég hef kynnst og hvað hún tók mér alveg strax vel. Svo auðvitað Ásdís og Ásta Lára, þær vora þitt yndi, enda alveg yndislegar eins og þú og öll þín fjöl- skylda. Jólin voru alveg yndisleg, þú vildir koma í miðnæturmessu með mér, en fyrst varð ég að koma heim til þín á aðfangadagskvöld til að hitta hana ömmu þína, var hún einnig yndisleg. En svo varð messan að hefð og hafðu engar áhyggjur, hefðin mun ekki hætta. Þú og Ásdís komuð alltaf til mín um klukkan 22.30 á aðfanga- dagskvöld. Þú varst alltaf svo sætur í kirkjunni að reyna að halda þér vak- andi, enþað var svo mikil ró yfir þér. Og við Ásdís pikkuðum í þig en það bar ekki mikinn árangur. Fyrstu jól- in okkar þegar við byrjuðum á því að fara í jólaboð til ömmu þinnar kom- umst við að því að hún mamma þín þekkti ömmu mína og einnig var hún mamma þín gömul vinkona hennar Ingu frænku. Einnig komumst við að því að Guðmundur lék sér með pabba og bræðram hans þegar þeir vora yngri. Ekki nóg með það, hún systir mín var leikskólakennarinn hennar Ástu Lára. Var ég þá viss um að við mundum alltaf vera saman. En þó að við hættum saman slitnaði vinskap- urinn aldrei á milli okkar. Alltaf á ég eftir að minnast þess þegar að við sátum í eldhúsinu heima hjá Valda og spjölluðum þú, ég, Valdi og Höbbý og alhr hinir, en ég veit að næst þegar ég kem þangað mun eitthvað vanta við eldhúsborðið og mun einhvem vanta til að drekka úr hinum fræga Taz-bolla, en það huggar mig mikið að ég veit að þú munt vera á meðal okkar. Þegar að ég ákvað að fara í flug- virkjanám studdir þú mig alla leið. Þegar ég var farin út í nám töluðum við alltaf reglulega saman og um allt. Þegar ég flutti til Denver, komst þú í heimsókn. Þótti okkur stelpunum það fyndnast af öllu að við átum hvergi heima þegar þú komst í heim- sókn, en daginn eftir að þú komst fundum við íbúð og fluttum. Auðvitað varðst þú að hjálpa okkur og passaðir þú alltaf að ég væri ekki að bera of þungt. En þú lést þér ekki leiðast, við fóram með þig í verslanamiðstöðina til að kaupa verkfæri og þú hélst á þessu út um allt. Svo ákvaðst þú að skreppa til Las Vegas, eins og þú sagðir, skreppa, þó að það væri u.þ.b. 12 klst. akstur, en þér fannst gaman að keyra og stundum of mikið held ég. En ég hafði svo miklar áhyggjur af þér, við vorum ekki komnar með síma og rötuðum varla um héma, en auðvitað skilaðirðu þér tU baka dag- inn eftir, skælbrosandi eins og venju- lega. Þegar ég kvaddi þig á flugvellin- um, hvarflaði ekki að mér að þetta væri síðasta skiptið sem að ég fengi að sjá þig, kyssa þig og knúsa. Elsku Brynjar, ég veit að þú ert á góðum stað hjá afa þínum og ömmu. Veit ég að þú verður alltaf hjá okkur tU að vaka yfir okkur og vernda. Ég veit að við munum hittast aftur en það verður ekki strax. Ég vil þakka þér fyrir yndislegan tíma sem við átt- um saman og sakna ég þín meira en nokkur orð fá lýst. Brynjar, ég elska þig og mun alltaf gera. Þú átt yndis- lega fjölskyldu. Bylgja, Guðmunda, Ásdís og Ásta Lára, ég samhryggist ykkur mjög og vildi að ég gæti verið með ykkur á svona erfiðum stundum. Sofðu nú Brynjar minn, þú ert stóra ástin mín og ég mun alltaf sakna þín. Hrönn Eiríksdóttir. Ég fékk þær hræðilegu fréttir nú þriðjudaginn 6. júní að mjög góður vinur okkar væri dáinn. Þetta fékk ipjög á mig og ég var svo dofin eftir þessar fréttir. Mér hefði aldrei dottið í hug að þú ættir ekki eftir að sjá litlu dóttur okkar Bjöms, við vorum búin að hlakka svo til að geta sýnt þér hana. Hún fæddist núna 1. maí og er rosalega falleg lítil stúlka. Kannski þú getir séð hana þaðan sem þú ert. Þetta er svo skrítið með lífið að allt í einu er einum mjög góðum félaga manns svipt burt og við hin stöndum eftir og spyijum: ,Af hveiju?“ Við voram eitthvað svo upptekin í vetur í skólanum og svo var von á litlu kríli og nóg að gera við að undirbúa komu þess. Við héldum að þó svo við vær- um svona upptekin í vetur þá mynd- um við geta bætt okkur upp tíma- leysið og hitt þig og alla aðra vini okkar núna þegar skólanum er lokið og sú stutta komin í heiminn. En þá ert þú ekki hér lengur og eftir sitjum við og ásökum okkur fyrir að hafa ekki haft meira samband við þig og aðra vini okkar. En það þýðir víst ekki að spá í það, þú ert farinn og við getum aðeins minnst allra góðu stundanna sem við áttum saman í Vélskólanum og síðar utan hans. Mig langar að segja þér Binni hvað hún heitir hún litla dóttir mín og Björns, hún var skírð Björg Jónína, fallegt nafn er það ekki bara? Jæja, elsku besti vinur okkar, það er komið að kveðjustund hjá okkur, við munum alltaf hugsa svo blítt til þín og minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman. Vertu sæll elsku Binni. Við viljum votta fjöl- skyldu þinni okkar dýpstu samúð, þið hafið misst yndislegan dreng. Þórunn og Björn. Nú er horfinn allt of fljótt úr þess- um heimi Brynjar Bragi góðvinur okkar. Binni, eins og hann var jafnan kallaður, var alltaf svo hress og glað- ur í bragði og geislaði hreinlega af orku sem beið þess að bijótast út við fyrsta tækifæri. Þessi geysilega lífs- orka losnaði út í ýmsum myndum. í starfi var hann á við tvo til þrjá menn og veigraði sér ekki við að vinna tvöfaldan vinnudag á fullum afköst- um. í lyftingunum var það ótrúlegt keppnisskapið sem ekki var nóg fyrir hann einan heldur smitaði út frá sér og fyrr en varði voram við líka famir að hvetja hver annan jafn ákaft. Hann var sá besti æfingafélagi sem hægt var að fá og aldrei skorti skapið. Binni var höfðingi heim að sækja og hafði gaman af að fá fólk í heim- sókn. Honum fannst mjög gott að borða góðan mat og vildi að aðrir nytu þess með honum. Því var oftar en ekki eitthvað vel orkuríkt á borð- um þegar við komum í heimsókn til hans í Spóahólana. Við minnumst þess sérstaklega þegar hann tók sig til og bakaði vöfflur í engu smá magni þegar hann vissi að við voram á leið- inni til hans. Þama braust fram hús- móðirin í vélsmiðnum á óvæntan hátt. Vélar og tól vora hans líf og yndi og ótrúlegt hvað hann var laginn. Stundum var sem hann færi þó að- eins fram úr sjálfum sér og vora það þá ófáir bílamir sem biðu yfirhaln- ingar úti á plani. Við nutum góðs af þeirri aðstöðu sem hann hafði komið sér upp í skúmum og aldrei neitaði hann að lána verkfæri eða að aðstoða okkur þegar tækifæri gafst til. Einn- ig hafði hann einstaklega gaman af því að taka okkur á rúnt og hræða úr okkur líftóruna með akstri jafnt inn- an sem utan vega. Þá naut hann sín þegar hann fékk loks að þenja græj- urnar, sama hvort það var Lödujepp- inn eða BMW-inn. Hann var sannur vinur vina sinna og átti fjölmarga vini og kunningja. Það má segja að kunningjahópurinn hafi skipst nokkuð upp og vissum við ekki af öllum þeim vinum sem hann átti. Þegar við hittumst heima hjá Bylgju móður hans varð okkur fyrst Ijóst hversu stór og fjölbreyttur vina- hópur hans Binna var. Það má segja að hann hafi ræktað vinskap við alla þá sem til hans leituðu og gaf hann sér alltaf tíma til að hitta gamla kunningja. Það var sama hvað á gekk, alltaf tókst Binna að draga fram brosið og líta á björtu hliðamar á málunum. Hann hafði alltaf lausn á reiðum höndum. Binna er ekki hægt að minnast í þessum örfáu orðum. Hjá okkur lifir minning hans sem hrausts, hjálpfuss og ávallt brosandi æringja sem smit- aði alla þá sem nálægt komu. Við vottum Bylgju móður hans, Stefáni föður hans, fjölskyldum þeirra, ættingjum og vinum dýpstu samúð okkar. Minningin um góðan dreng lifir. Axel, Magnús, Ólafur og Röbert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.