Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 27
ERLENT
Óöld á Mólúkkaeyjum
akarta. AP.
KRISTNIR menn sökuðu í gær
múslímska árásarmenn um að hafa
á mánudag banað fjölda þorpsbúa á
Mólúkkaeyjum í Austur-Indónesíu.
Að sögn vitna voru allt að 135
manns myrtir, þar af 127 kristnir
og átta múslímar. Eru þetta ein-
hverjar mestu blóðsúthellingar er
orðið hafa í óöld þeirri er geisað
hefir um langa hríð milli trúarhópa
á eyjunum.
Lögi'eglumenn sögðu að 108
kristnir og átta múslímar hefðu
fallið í árás er gerð hafi verið á
þorpið Dúma, þar sem búa kristnir
menn, á Halmahera-eyju.
Sögðu lögreglumennirnir að
árásarmennirnir hefðu verið búnir
hervopnum, en þorpsbúar hafí bar-
izt við þá með heimagerðum vopn-
um eða lagt á ílótta inn í frumskóg-
inn. OiTustan hafi staðið í u.þ.b.
eina klukkustund. Opinber fréttast-
ofa Indónesíu, Antara, sagði að 70
manns hefðu særzt. Einnig greindi
fréttastofan frá því, að eldur hafí
verið lagður að 292 heimilum og
einni kirkju.
Langvinn átök
Atök milli trúarhópa hafa staðið
með hléum á Mólúkkaeyjum í eitt
og hálft ár og hafa yfir 2.500 manns
fallið í þeim átökum. Haft var eftir
hðsforingja í indónesíska hernum
að her- og sérsveitarmenn hafi
gengið í milli hópanna er börðust á
mánudaginn, en í gær var ástandið
á eynni engu að síður viðkvæmt.
Hadi, prestur í nágrannabænum
Tobelo, sagði að um eitt þúsund
manns byggju í Dúma, en undan-
farnar vikur hefðu alls verið þar um
tvö þúsund manns vegna þess að
margir hefðu flúið þangað úr sveit-
unum í nági'enninu vegna átaka.
Mólúkkaeyjar voru áður hollenzk
nýlenda og kölluðust þá Kryddeyj-
ar. Ibúar Indónesíu eru um 210
milljónir og eru 90% þeirra múslím-
ar.
Reuters
Múslímskir íbúar frá Mólúkkaeyjum efndu til mótmæla í Jakarta í gær
og boðuðu sumir þeirra, t.d. þessi maður, „heilagt stríð“ gegn kristnum.
Þingkosningar í Japan
Búist við sigri
Frjálslynda lýð-
ræðisflokksins
Reuters
Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans.
Ttíkýó. AFP.
FRJÁLSLYNDI lýð-
ræðisflokkurinn, stærsti
stjórnarflokkur Japans,
er talinn líklegur til að
fara með sigur af hólmi í
þingkosningum sem
fram fara í landinu á
sunnudag, þrátt fyrir að
vinsældir Yoshiro Mori,
forsætisráðherra Jap-
ans, hafi dvínað veru-
lega.
Margir stjórnmála-
fræðingar höfðu áður
spáð flokknum falli í
kjölfar þess að vinsældir
stjórnar Moris mælast
nú innan við 20% skv.
flestum skoðanakönnun-
um. Kannanir sem gerð-
ar vora á vegum Asahi
Shimbun og Manichi
Shimbun nú í vikunni
fyrir kosningar benda
hins vegar til þess að
flokkurinn kunni að fara
með sigur af hólmi þó hann tapi ein-
hverjum þingsætum.
„Þrátt fyi’ir að fyrri kosningaspár
hafi bent til annars er útlit fyrir að
Frjálslyndi ' lýðræðisflokkurinn
verði sigurvegari þessara kosninga
og nái öruggum meirihluta," sagði í
greinargerð Manichi Shimbun. As-
ahi Shimbun taldi könnun sína þó
óáreiðanlega þar sem um helming-
ur aðspurðra var enn óákveðinn og
niðurstöður kosninganna því sagðar
geta orðið mjög frábrugðnar niður-
stöðum könnunarinnar.
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
hefur setið í ríkisstjórn Japans frá
myndun flokksins 1955, fyrir utan
tíu mánuði árið 1993.
LLINGSEN
Grandagarði 2 | Reykjavík | sími 580 8500
J I
kr. 3.980
Þessir skór fást í
stæröunum 36-41
-skódagar-
Einnig höfum viö nokkrar geröir
af skóm í yfirstæröum 46-51
ÍEKKERT
Nú ber vel
í veiðil
Maxon AAX-2450
Tilboð: IHfuToH
Listaverð: 19.980,-
Léttkaup Símans
3.980,- út
og 1.000 kr. á mán. í ár
EkkertStofngjald
í júní og júlí er ekkert stofngjald í
NMT farsímakerfinu.
NMT - langdræga farsímakerfið
Utbreiðsla
NM T farsímakerfisins
Fáðu nánari upplýsingar um NMT í
gjaldfrjálsu númeri f 800 7000] eða á netinu
www.siminn.is