Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ 66 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 I tilefni aö útgáfu nýjustu smáskífu Selmu, Respect yourself, býður mbl.is upp á laufléttan spurninga- leik. Kíktu á heimasíðu Selmu, www.selma.is, og svaraðu nokkrum spurningum á mbl.is, þar sem hægt er að vinna: • Smáskífuna Respect m: yourself með Selmu résÍDecéál • Smáskífuna Hitgirl ^ J á| með Selmu ^ÍmA ™ • 100 miða á tónleika í Háskólabíói með Selmu 24. júní kl. 14 • Árituð póstkort með Selmu Auk þess fá nokkrir heppnir þátttak- endur skemmtilegan vinning: Hádegisverð fyrir tvo MEÐ SELMU á veitinga staðnum Apótekið. Selma er einn okkar vinsæiasti tónlistarmað- ur og á næstunni mun hún feta sín fyrstu spor í útgáfumáium erlendis. Útgáfa nýjustu smá- skífu Selmu, Respect yourself, er væntanleg 28. júní næstkomandi. Skráðu þig strax á mbl.is! FÓLK í FRÉTTUM Yel heppnuð brettakeppni Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hjólabrettakapparnir sýndu fín tilþrif á tónlistarhátíðinni góðu. Hjólabrettarennsli er vinsæl íþrótt, flókin og erfíð. Ingvi Matthfas Árnason fylgdist með hjólabrettakeppni á Tónlistarhátíð Reykja- víkur. HJÓLABRETTI hafa verið afar vinsæl á íslandi síðastliði ár, íþrótt- in er frekar ung og byrjuðu menn ekki að iðka hjólabrettarennsli hér að ráði fyrr en fyrir um tveim ára- tugum. Mun styttra er þó síðan heimurinn viðurkenndi að þarna væri á ferðinni ein sú flóknasta og erfiðasta íþrótt sem til er og ekki bara leikföng fyrir yngri kynslóð- irnar. Allt frá upphafí hefur íþróttin verið afar tengd tónlist og á flestum tónleikum eða hátíðum sem haldnar eru þessa dagana virðist alltaf einhvað vera tengt hjólabrettum eða snjóbrettum enda hóparnir sem stunda báðar íþróttirnar ansi stórir. Á tónlistarhátíðinni sem haldin var í Laugardalnum síðustu helgi stóð Brettabúð Reykjavíkur fyrir Hjólabrettakeppni fyrir bæði yngri og eldri brettamenn og heppnaðist afar vel báða dagana. Reyndar þurfti að flytja alla keppnina niður á Eyjarslóð á sunnudaginn vegna rigningar en þar er hjólabretta „park“ rekið af ITR staðsett. Á undan keppninni sýndu at- vinnumennirnir John Rattray, Paul Shier og Colin Kennedy íslending- um hvað maður þarf að vera góður til að verða atvinnumaður á hjóla- bretti í dag og sannaði að Bretar eru afar stutt á eftir Bandaríkja- mönnum í íþróttinni. í fyrsta sæti yngri flokks varð Ómar, í öðru Hlynur og í þriðja Doddi. Keppnin var ekki mjög löng sökum minni þátttöku en búist var við. Á sunnudaginn var keppni eldri flokks haldin og var öllu meiri kraft- ur í henni. Egill, sem álitinn var sig- ustranglegastur eftir síðustu keppn- ir, þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Hadda sem var að koma úr tveggja mánaða pásu eftir meiðsli eða eitt- hvað svoleiðis. Úrslitin urðu þessi: 1. Haddi, 2. Egill, 3. Arnar Steinn. Dj Össi sá um að þeyta skífur fyrir mannskapinn á sunnudag og hlaut fólk bestu skemmtun af. Mun meira er um skemmtanir af þessu tagi í brettaíþróttageiranum en í öðrum íþróttum og allt frá byrj- un hafa Týndi hlekkurinn, Smash, sem reyndar er hætt að nenna að gera nokkurn skapaðan hlut, og Brettabúð Reykjavíkur verið virkar í alls konar uppákomum fyrir iðk- endur brettarennslis. Ættu önnur íþróttafélög að taka brettadeild ITR sér til fyrirmyndar og reyna að gera eitthvað skemmtilegt öðru hvoru. 21 Mami'nhlaMÉSao: Torfæra fyrir tjallann Á DÖGUNUM var haldin torfæru- keppni að fslenskum sið í Swindon á Bretlandseyjum. Skemmst er frá því að segja að tjallinn var hreint agndofa yfir því sem fyrir augu bar enda hefur hæfni hinna djörfu ís- lensku ökuþóra og ekki síst hin óárennilegu tryllitæki þeirra vakið mikla athygli um heini allan. Á mót- inu í Swindon bar Gunnar Egilsson frá Selfossi þó höfuð og herðar yfir aðra ökuþóra er hann spólaði sig til sigurs á Erninum ógurlega og var hann hylltur ákaft af fimm þúsund áhorfendum þegar Þorsteinn Páls- son, sendiherra í Lundúnum, veitti honum verðlaunabikar að launum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.