Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Um ný lönd og nýj an sið ✓ / I stofnun Arna Magnússonar er sérstök sýning í sumar í tilefni tveggja merkis- -----------7------------------------------------- atburða í Islandssögunni - Vínlandsfundar- ins og kristnitökunnar. Inga María Leifs- dóttir fór og skoðaði sýninguna þar sem þessir atburðir eru skoðaðir í sérstöku ljósi og ræddi við Guðrúnu Nordal, einn af skipuleggjendum sýningarinnar. í ÁRNASTOFNUN eru geymdar gersemar þjóðarinnar, handritin. Þessir gripir eru grunnur að sjálfsvitund íslendinga sem þjóðar og tengja okkur við sögu landsins sem er okkur svo kær á áþreifan- legan hátt. Þar eru geymdir gripir sem hetjur fyrri tíma fóru höndum um. Að standa frammi fyrir þess- um bókum kemst næst því að standa við hlið höfundanna sjálfra. En auk þess eru þessar bækur merkilegar heimildir, oft einu heimildirnar sem til eru um ákveðna atburði. Þau handrit sem eru til sýnis á sýningunni á Árna- stofnun í sumar eru þess eðlis. Þar er að finna meginheimildirnar sem til eru um hina merku atburði: Vínlandsfundinn og kristnitöku á Islandi. Handritin og uinhverfi þeirra Þema sýningarinnar í sumar er Vínlandsfundurinn og kristnitakan í tilefni af því að þúsund ár eru lið- in frá þessum atburðum. Sýningin, sem ber yfirskriftina Ný lönd og nýr siður, er staðsett í tveimur söl; um í Árnagarði við Suðurgötu. I suðursalnum eru átta handrit til sýnis að þessu sinni, ásamt nokkiy um gripum frá Þjóðminjasafninu. í norðursalnum eru ýmsar skýringa- myndir, stækkaðar síður úr hand- ritum og myndlýsingar, ásamt ít- arlegum upplýsingum. „A sumrin fáum við meira pláss í húsinu og þá setjum við upp sérstakar sýn- ingar,“ segir Guðrún Nordal í sam- tali við blaðamann. „Þetta er fjórða árið sem við höfum sýning- una með útskýringum af því tagi sem nú eru. Þannig verður safnið opnara og aðgengilegra fyrir gesti. Við höfum einu sinni áður fengið gripi frá Þjóðminjasafninu í Róðukross úr Þjóðminjasafni. tengslum við sýningar og mér þyk- ir það mjög skemmtilegur við- auki.“ í tilefni landafundanna og kristnitökunnar hafa margs konar sýningar og hátíðahöld verið skipulögð. Má þar nefna sýninguna á Smithsonian-safninu í Wash- ington sem opnaði í vor, kristni- tökuhátíðina á Þingvöllum í sumar og sýningu í hinu nýopnaða Þjóð- menningarhúsi. „Það er athyglisvert til þess að hugsa að án handritanna hér og vitneskjunnar sem þau geyma, væri ekki grundvöllur fyrir neinni annarri sýningu um þessi efni“ segir Guðrán jafnframt. „Hér reynum við að sýna handritin, sem er auðvitað okkar hlutverk, en einnig að sýna umhverfið og menn- inguna sem þau eru sprottin úr.“ Morgunblaðið/Ásdís Af sýningunni í Ámastofnun. Guðrún Nordal, einn af skipuleggjendum sýningarinnar. Handritin á sýningunni geyma verk sem upphaflega eru skrifuð á tímabilinu frá því um miðja 12. öld til síðari hluta 14. aldar. Islend- ingabók Ara fróða er elsta söguleg heimild sem til er um skrif á Is- landi, en er jafnframt elsta og traustasta heimild sem segir skil- merkilega frá kristnitökunni og landnámi á Grænlandi og þar er einnig minnst á ferðir til Vínlands. Tengsl landafundanna og kristni Á sýningunni er Flateyjarbók í brennidepli. I henni er meðal ann- ars Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta, en saga Olafs konungs tengist mjög kristnitöku á Islandi og landafundunum. „Ólafi er lýst sem kristniboðskonungi. Á valda- tíma sínum kristnaði hann Island, Noreg, Færeyjar, Orkneyjar, Hjaltland og Grænland. í Eiríks sögu rauða, sem meðal annars er geymd í Skálholtsbók, er Leifi lýst sem trúboða í nafni Ólafs konungs og leiddar að því líkur að tilgang- urinn með ferð hans til Grænlands hafi verið að breiða út kristna trú, þegar hann hraktist til Vínlands,“ segir Guðrán. „Þannig tengjast þessi tvö efni, landafundirnir urðu hugsanlega í kjölfarið á kristniboði Ólafs Tryggvasonar." Flateyjarbók er stærst allra ís- lenskra skinnbóka, upphaflega 202 blöð að lengd. Væri hún prentuð í bók af venjulegri stærð væri hún um það bil 2.360 blaðsíður að lengd. „Ástæðan fyrir þessu er að ritararnir notuðu heilmikið af styttingum á orðin til að nýta plássið og skrifuðu auk þess mjög skipulega," útskýrir Guðrún. „Til þess að búa þessa bók til þurfti skinn af að minnsta kosti 101 kálfi, svo að þetta var ansi dýrt fýrir- tæki. Það var eins gott að nýta plássið vel.“ í glerborði eru sýnd tæki sem skrifararnir notuðu við vinnu sína. Þar er meðal annars útskýrt hvernig blekið i bækurnar var gert úr berjum og eftirlíking af fornri skrifblokk úr vaxi er einnig til sýn- is. Á einn vegginn er strengt skinn af kálfi. Á skrokkinn er teiknað blað af stærðinni A3, en það er einmitt stærðin sem Flateyjarbók er brotin í. „Skinnhandritin eru úr kálfaskinni," heldur Guðrán áfram. „Eins og menn vita týndist oft úr þeim gegn um aldirnar, þar sem efnið í þeim var nýtilegt til margra hluta. En Flateyjarbók er alveg heil og vantar ekki eina síðu í hana.“ Á veggjum sýningarinnar hanga einnig stækkaðar myndir af bóklýsingum og myndum úr hand- ritum. „Með kristninni kom lærð, evrópsk menning til íslands. Við viljum vekja athygli á henni, því henni fylgdi auðvitað fyrst og fremst stafrófið sem gerði kleift að skrifa þessar bækur sem hér eru til sýnis. En bóklýsingarnar sýna líka glöggt þá menningu sem bæk- urnar eru sprottnar úr og eru hluti af,“ segir Guðrún um bóklýsing- arnar. „I raun er enginn vafi á því að þessar bækur eru í heildina listaverk. Bæði eru þær mynd- skreyttar í mörgum litum, en eru líka listilega vel skrifaðar og upp- settar.“ Sýningin er opin í sumar alla daga frá kl. 13 til 17. Ellen slær ígegn TÖNLIST Veitingahúsið Jenný við Bláa Inuiö EYÞÓR GUNNARSSON OG HLJÓMSVEIT Michael Campagna tenórsaxófón, Eyþór Gunnarsson rafpíanó, Þórður Högnason bassa og Einar Valur Scheving trommur. Söngkonur: Ellen Kristjánsdóttir og Lynn Helding. Föstudagskvöidið 16. júníkl. 22. EYÞÓR Gunnarsson hefur staðið við stjórnvölinn á djassskútu Jennýar og Birg- is þau sex kvöld sem boðið var upp á djass á veitingahúsinu í sambandi við menningar- daga í Grindavík. Á lokaslúttinu sl. föstu- dagskvöld var ítalsk/bandaríski saxófón- leikarinn Michael Campagna gestur kvöldsins ásamt söngkonunum Ellen Krist- jánsdóttur og Lynn Helding, en hún er bandarísk messósópransöngkona sem hing- að var komin til að syngja tónskáldatónlist. Það má segja að upphafslagið, But not for me, sem leikið var upp úr tíu hafi verið hálf máttleysislegt en þegar Ellen söng djömpópusinn My lean man um hálfeitt leytið var sveiflan glóandi. Michael Campagna er kornungur saxó- fónleikari, sem stundað hefur nám við sama skóla og Einar Valur í Miami. Hann býr þó ekki yfir sömu spilareynslu og trommarinn og var ansi hikandi fram að hléi. Enn hefur hann ómótaðan stfl, en þegar leið á kvöld sýndi hann að það má vænta góðs frá hans hendi í framtíðinni. Alone together og Body and soul fylgdu í fótspor upphafslagsins og svo kom Ellen og söng Carole King slagar- ann You make me feel like a natural wom- an. Hún fór léttilega með þann ópus og næst á dagskránni var einn af þessum ör- fáu blúsum er Billie Holliday söng: Fine and mellow. Ellen er á stundum dálítið kisuleg í söng sínum og tókst ekki vel upp með Billie blúsinn í byrjun, en eftir ólgandi píanósóló Eyþórs Gunnarssonar gaf hún í og hreif áheyrendur með kröftugum söng sem oftar mætti heyrast þegar hún er í djasspilsinu. Svo söng hún My heart be- longs to daddy með latneskri sveiflu og Þórður renndi sér fagurlega eftir strengj- unum í sóló sínum. Næst kom bandaríska messósópransöng- konan Lynn Helding og söng Summertime eftir George Gershwin og Over the rainbow eftir Harold Arlen. Hún var dálítið tæp í tóninum, en tríóið hjálpaði upp á með sveifluna. Svo fluttu þau Eyþór lag Gersh- wins, Someone to watch over me, og hefði það að ósekju mátt vera óflutt. Það var ekki mikil djassstemmning á sviðinu þegar hér var komið sögu en þá upphóf Eyþór Au privave Parkers og allt fór í gang, enda jafnast þessi ópus á við gömlu djammkýlárana einsog Lesters leaps in og Jumpin at The Woodside. Campagna var sem annar maður og tríóið blómstraði. Sóló Eyþórs var frábær þar sem þéttir hljómar og dillandi einleikslínur skiptust á. Campagna greip gráfið á lofti og óx ásmeg- in eftir því sem á sólóinn leið fóðraður sterkum krefjandi hljómum Eyþórs og þéttleika bassans og trommunnar. On green Dolphine Streets fylgdi í kjölfarið og kunnu áheyrendur að meta blokkhljóma Eyþórs. Milt Buckner vissi hvað hann var að gera þegar hann keyrði þá inn í djass- inn. Svo kom Ellen og óskalag: Einhvers staðar, einhvern tímann aftur eftir Magnús Eiríks og í kjölfarið Tenderly. Og hún söng það af heitri tilfinningu með allar áherslur á réttum stöðum eins og sannur djass- söngvari. When I think of angels og Georg- ia on my mind söng hún áðuren Eyþór upp- hóf Gamla Nóa Bellmans sem umbreyttist í St. Thomas Sonny Rollins og kveikti svo sannarlega í mannskapnum sem neitaði að fara fyrr en Ellen syngi eitt lag enn. Sannarlega skemmtilegt kvöld þó list- rænn árangur hafi verið dálítið út og suður. Hitt er svo annað að aldrei verður of oft skorað á Ellen að halda alvöru djasstón- leika. Hún er fremsti djasssöngvari okkar um þessar mundir - við fáum bara aldrei að heyra hana í réttu umhverfi. Menningar- borg, Listahátíð, Jazzhátíð: Hvað dvelur Orminn langa? Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.