Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 61 ÍDAG n A ÁRA afmæli. í dag, í \/miðvikudaginn 21. júní, verður sjötug Dóro- thea Helga Hjaltadóttir, ekkja Sigurðar Margeirs- sonar skipstjóra, Suður- götu 17-19, Sandgerði. Hún tekur á móti vinum og ættingjum í Miðhúsum, Sandgerði, laugardaginn 24.júníkl. 15. BRIDS IJmsjón Guðmundur I’áll Arnarson AV láta ekkert á sér kræla í sögnum og á endanum verður suður sagnhafi í fjórum hjörtum. Útspilið er laufkóngur: Norður + K97 » DG73 ♦ K72 ♦ G52 Suður AÁ1052 VÁK954 ♦ 10964 +- Suður trompar og tekur tvisvar tromp. Þau skila sér 2-2. Hvernig er nú best að halda áfram? Samningurinn lítur vel út, en þó er hætta á ferð- um ef austur á tígulás. Þá gæti vörnin fengið þrjá slagi á tígul og einn á spaða. Það virðist eðlilegt að fara fyrst í spaðann og reyna að kría þar út slag. En hver er besta íferðin í litinn til að tryggja þrjá slagi? Margir halda að best sé að taka tvo efstu til að ráða við Dx eða Gx, en í raun er heldur betri íferð að spila smáu á níuna. Taka svo kóng og ás næst. Þetta gefur þrjá slagi í 75% til- fella. Norður A K97 v DG73 ♦ K72 ♦ G52 Vestur Austur +DG8 +643 »108 »62 ♦ D83 ♦ÁGS +KD876 +Á10943 Suður +Á1052 »ÁK954 ♦ 10964 +- Spilið kom upp á lands- liðsæfíngu í síðustu viku og vannst auðveldlega, þar eð spaðinn lá 3-3. En Aðal- steinn Jörgensen „gaf‘ sagnhafa yfirslag. Aðal- steinn var í austur, og þeg- ar makker hans, Sverrir Ármannsson, komst inn á þriðja spaðann skipti hann réttilega yfír í tíguldrottn- ingu. (Spilið hafði þróast þannig: laufkóngur út, síð- an drottning og ás í hjarta og svo spaði þrisvar.) Sagnhafí lagði tígulkóng- inn á drottninguna og Að- alsteinn drap og spilaði tígulfimmu til baka! Sem hefði væntanlega dugað ef Sverrir hefði átt D9x í staðinn fyrir D8x! SKAK IJmsjón Helgi Áss Grétarsson YNGSTI stórmeistari Hol- lendinga, Erik Van den Doel (2521), tapaði 6 fyrstu skák- um sínum á hollenska meist- aramótinu í ár og er staðan frá einni af þeim skákum. Svörtu mönnunum stýrði reynslumikh stórmeistarinn Paul Van der Sterren (2526) sem nýtti sér til fullnustu vandræðalega staðsetningu hvítu mannanna. 19...Bxf3! 20. gxf3 Hxc4! 21.Hhdl 21. Dxc4 gekk ekld upp sök- um 21...Dxd2+ og 21.d5 bauð ekki upp á betri mögu- leika en textaleikurinn sök- um 21...Hc5. 21...Hcxd4 22. Dxd4 Hxd4 23.Hxd4 a6 24.Hd7 De5 25.Hxf7 Dxb2+ 26.Kgl Dxa3 27.Hdd7 Dxf3 28.Hxg7 h5 29.Hg3 De4 og hvítur gafst upp enda er staða hans vonlaus. 22. júní verður minning- armót Guðmundai’ Arn- laugssonar haldið í Mennta- skólanum í Hamrahlíð og daginn eftir kl. 22:00 verður Jónsmessumót Hellis haldið í félagsheimilinu í Mjódd Meó morgunkaffinu Við í sóknarnefndinni ákváðum að gera kirkjuna svolítið nú- tímalegri. Þetta er í siðasta sinn sem ég fer í ódýra ferð með þér. COSPER Eins og þið sjáið þá er ég fullfær um að keyra bflinn. LJÖÐABROT Til hinna dauðu Til ykkar, sem genguð á undan mér þennan veg í eldskini hnígandi sólar, er ljóð mitt kveðið. Ég veit, að þið leituðuð sjálfir þess sama og ég, og samskonar miskunn og hamingju um var beðið. Nú vitið þið allir með vissu, hvað hefur gerzt, að það var ekki neitt, hvorki úthverfa lífsins né rétta. I blekkingum sjálfs sín maðurinn ferðast og ferst, og fyrst þegar alhr menn eru dauðir - skilja þeir þetta. Það er kynleg speki og kannski of þung fyrir menn, og það kostar mikið að öðlast þekkingu slíka. En ég, sem er lifandi maður og ungur enn, er ekki svo grænn sem þig haldið: Ég veitþað líka. Steinn Steinarr STJÖRIVUSPA eftir Frances llrake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur metnað tii þess að vera í forystu og ert átaka- maður til hvers sem hugur þinn vili. Hrútur (21. mars -19. apríl) -t* Þú eignast öflugan banda- mann, sem mun gera þér kleift að koma í höfn verk- efni, sem þú hefur lengi bar- izt fyrir að fá að klára. Njóttu sigursins. Naut (20. apríi - 20. maí) Það eru einhverjir sem geta ekki stillt sig um að reyna að gera þér lífið leitt. Líttu bara framhjá þeim, þá gefast þeir upp og þeirra er skömmin. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) AA Þú þarft á öliu þínu að halda tii þess að verja skoðanir þín- ar fyrir aðgangshörðum and- mælendum. En ef þú bara heldur ró þinni, þá fer allt vel. Krabbi (21. júní - 22. júlí) ®’3lfc Þú þarft að reyna að fella skoðanir þínar að skoðunum samstarfsmanna þinna, ef allt á ekki að fara í hund og kött. Þolinmæði þrautir vinn- ur allar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þér hættir til að halda of fast í fólk og hluti. Lærðu að gefa eftir og sleppa, því þó það sé erfitt er það undirstaða áframhaldandi kynna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <SÍL Reyndu að lífga svolítið upp á umhverfi þitt. Það þarf ekki svo mikið til; smámynd hér og annað þar. Það eru oft litlir hlutii’ sem gleðja mest. Vog xrx (23. sept. - 22. okt.) Þú ert í finu formi þessa dag- ana og átt einkar auðvelt með allt samstarf við vinnu- félaga þína. Gerðu ekkert til þess að rugla þetta jafnvægi. Sporðdreki ™ (23. okt. - 21. nóv.) HE Það reynir á, þegar mikið er um að vera bæði í einkalífi og atvinnu. Þá er að forgangs- raða hlutunum þannig að allt hafizt án óþæginda. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) (Kj) Það er sjálfsagt að sýna fólki frá framandi löndum þá kurt- eisi að leyfa því að útskýra siði sína og venjur. En það er ekki allt til eftirbreytni. Steingeit (22. des. -19. janúar) étSlr Þú ert óvenju mikið að velta framtíðinni fyrir þér núna. Það er um að gera að gefa sér góðan tíma til þess að finna út, hvert maður vill stefna. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Það getur oft reynzt erfitt að fá aðra á sitt band. Mundu bara að tala skýrt og skorin- ort svo enginn þurfi að velkj- ast í vafa um tilgang þinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta ýmsum vandamálum fyrir þér. Reyndu að komast að niður- stöðu og framkvæma hana svo tafarlaust.. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöi. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Bústaðakirkja. Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Samverustund eldri borg- ara kl. 14-16. Biblíulestur, samveru- stund, kaffiveitingar. Munið vorferð khrkjustarfs aldraðra í Borgarfjörð miðvikud. 31. maí. Brottför kl. 10. Heimkoma áætluð kl. 18. Uppl. og skráning í kii’kjunni. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænargjörðar í hádeginu. Laugameskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Neskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstai’f aldr- aðra. Opið hús í dag kl.13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu á eftir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Tekið á móti fyr- irbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Hafnatfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl.13. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús unglinga í KFÚM & K húsinu. Undii’búningur helgi- göngu á Þingvelli í fullum gangi. Akraneskirkja. Unglingakórinn. Söngæfing í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 17.30. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Ffladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30. Krakka- klúbbur, unglingafræðsla. Kennsla fyrir enskumælandi og biblíulestur. Allii’ hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan. Þökkum frábær- ar viðtökur almennings á námskeið- inu um Obinberunarbók Jóhannesar og þáttaröðinni biblían boðar, sem hafa verið undanfarna mánuði á Sjónvai’psstöðinni Omega. Dr. Stein- þór Þórðarson prestur Boðunar- kirkjunnar byrjar aftur í haust með biblíurannsókn í nýjum þáttum sem fjalla um: Líf og starf Jesú Krists. Fylgist með. KEFAS. Samverustund unglinga kl. 20.30. KVENTOFLUR ^ / Teg.: 5780 SAEF Stærðir: 37-42 Litur: Hvítur ,Verð 1.995,“ Teg.: 150100 SAEF Stærðir: 36-41 Litur: Svartur Verð 1.995,- Sendum í póstkröfu toppskó 1 Veltusui rinn Veltusundi, sími 552 1212 f-pi jNýverslunj loppskóFính JL Suðurlandsbraut 54 {I Bláa húsinu móti Subway), sími 533 3109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.