Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 41
.
-
til að hjálpa þeim máttvana,
en oft reynist það versta,
en breytist í það besta eftir liðna tíð.
Það eru margb' hungraðir
ogGuðveitafþví,
enþvímáekkigleyma
að Guð veitir okkur lífsbjörg
afnáðsbuii
þótt það virðist lítið.
(AndriMárGuðm.)
Jæja, elsku Andri minn, ég kveð
þig í síðasta sinn og Guð gefi okkur
öllum styrk til að halda áfram.
Þín systir,
Amdís Halla.
Elsku hjartans ástin mín. Hvemig
er þetta hægt, að taka þig svona frá
okkur og ófæddu bami þínu. Þessu er
öllu kippt frá okkur á einu augnabliki.
Og þetta er svo óréttlátt. Við sem vor-
um svo óendanlega ástfangin og ham-
ingjusöm, og lífið og framtíðin blasti
viðokkur.
Ég sit héma niðri í herbergi og er
að hlusta á öll lögin okkar og skoða
myndir af okkur og minningamar
streyma fram, þessar yndislegu
minningar, þú varst svo yndislegur
og fallegur, elsku Andri minn. Þú
varst stóri sólargeislinn í lífi hans
Stefáns míns, og þú tókst honum eins
og þínu eigin bami. Þið náðuð svo vel
saman og þú varst alltaf svo góður við
hann, eins og við öll önnur böm. Þú
varst svo mikill bamakarl og það löð-
uðust allir að þér, ástin mín. Þú varst
hrókur alls fagnaðar og það litu allir
upp til þín.
Þetta er svo sárt, elsku Andri
minn. Af bveiju varst þú tekinn írá
okkur? Mótorhjól vora líf þitt og yndi
og áttu hug þinn allan, og í sumar lést
þú stóra drauminn þinn rætast þegar
þú keyptir þér nýtt mótorhjól. Ástin
mín, þú varst svo stoltur og ánægður
með hjólið og gallann í stfl, og vildir
að ég kæmi með þér á hjólinu í sumar,
en það kom ekki annað til greina en
að kaupa góðan galla og hjálm handa
mér því öryggið var númer eitt, tvö
og þrjú hjá þér. En þegar við vissum
að það var lítill sólargeisli á leiðinni
hættum við við að ég kæmi með þér í
sumar því þú vildir ekki stofna öryggi
mínu og ófæddu bami okkar í hættu.
Svona varst þú, elsku hjartans
Andri minn. Þú sagðir alltaf að þú
myndir deyja á hjóli, og sú varð raun-
in, en ég hefði viljað hafa þig miklu
lengur hjá mér. Og við gátum ekki án
hvors annars verið. Manstu hvemig
við fléttuðum okkur saman í rúminu á
kvöldin, við urðum alltaf að snertast
þegar við sváfum, og manstu staðinn
okkar undir Esjunni, við voram nú
meiri villingamir. Ég held að Sæmi
og Peta eigi alltaf eftir að brosa og
hugsa til okkar þegar þau keyra þar
framhjá. Og ástin mín, öll sms-in sem
við sendum hvort til annars, þau vora
svo yndisleg, og þú skrifaðir alltaf,
„Þinn Andri að eilífu“.
Þú varst og verður alltaf stóra ást-
in í lífi mínu og þú kenndfr mér svo
margt. Ég á svo erfitt með að sleppa
þér, elskan mín, en ég ætla að vera
sterk fyrir okkar elskulega Stefán
Má og ófædda barnið okkar. Ég verð
að reyna að horfa fram á við og ég
veit að seinna meir eigum við öll eftir
að hittast aftur.
Elsku Andri minn, nú kveð ég þig
með miklum trega, og ég veit að þú
vakir yfir mér, Stefáni Má og ófæddu
bami okkar. Bless ástin mín.
Þín að eilífu,
Maríanna.
Elsku Andri okkar. Við getum
hvorki trúað né sætt okkur við að þú
sért farinn frá okkur. Hvemig geta
hlutirnir átt að enda svona snöggt.
Það var svo margt sem við ætluð-
um að gera í sumar öll fjögur saman.
Þetta örlagaríka kvöld lágum við
saman uppi í rámi þegar síminn
hringir og okkur er sagt að þú hafir
lent í alvarlegu slysi. Við stóðum upp,
litum hvort á annað með stóran hnút í
maganum, hlupum út í bíl og keyrð-
um af stað með þá hugsun um hvað
biði okkar. Þegar við vorum nýlögð af
stað barst okkur hcræðilegasta hring-
ing sem við höfum fengið, okkur var
sagt að þú værir dáinn.
Okkar svar við þessari frétt var að
þetta væri ekki satt, þú sem varst svo
stór og sterkur í nýja gallanum þín-
um með nýja hjálminn þinn. Okkur
fannst þetta allt gera þig svo öraggan
eins og þú værir í glerkúlu, en gler-
kúlan brotnaði og þú líka. Við keyrð-
um rakleitt heim til þín að fá það stað-
-fest að þetta væri satt og Andri, Guð
hvað það var sárt og skrítið að heyra
það. Élsku Andri, það er svo margt
sem hægt er að skrifa um þig og öll
þín uppátæki. Þú stóðst alltaf uppúr
og gast alltaf látið alla veltast um af
hlátri. Eins og Akureyrarferðin okk-
ar, þú gast blaðrað endalaust á leið-
inni um veiðiferðimar sem átti að
fara og það endaði með því að við
stoppuðum í Staðarskála þar sem
Peta keypti handa þér svona lítinn
hring með fullt af fiskum sem snérast
og þú áttir að reyna að veiða þá. Þetta
fannst þér rosalega sniðugt. Um
kvöldið fórum við út að borða og þá
sannaðist enn og aftur að þú varst
óstöðvandi mathákur. Meðan við lág-
um og engdumst þá kláraðir þú af öll-
um disknum og fékkst þér svo kaffi
og koníak á eftir.
En það sem stendur uppúr í dag er
þegar við keyrðum með þig suður að
ná í stóra drauminn þinn. Þegar við
náðum í þig fyrir utan heima hjá þér
beiðstu við hliðið eins og lítill skóla-
strákur með bakpokann þinn, fullur
tilhlökkunar en fannst samt við búin
að vera full lengi á leiðinni. Þú gast
ekld beðið, þú hlakkaðir svo mikið til,
þú gast ekki setið kyrr alla leiðina
suður og hvað þú talaðir mikið á leið-
inni, þú varst óstöðvandi og hvað þér
fannst leiðinlegt að fá ekki nýju stíg-
vélin þín, þú skammaðist þín svo að
þurfa að labba inn í nýja gallanum í
gömlu stígvélunum en þetta var
stundin sem þú varst búinn að bíða
eftir alla ævi, að eignast nýtt hjól,
nógu stórt og flott beint úr kassanum.
Þú varst alla tíð búinn að vera að
skoða blöð og önnur hjól til að ákveða
hvernig þitt draumahjól átti að vera.
Þegar þú hringdir og baðst okkur að
hitta þig svo þú gætir sýnt okkur nýja
hjólið, var eins og þú værir að sýna
okkur bamið þitt, þú varst svo stoltur
að þú brostir allan hringinn. En þú
gast samt ekki stoppað lengi því nú
þurftir þú að prófa nýja gripinn.
Þetta var þín ætlun allt þitt líf þó svo
að allir hefðu reynt að fá þig ofan af
þessu og kaupa frekar bfl, en þér var
ekki haggað frekar en fyrri daginn,
en innst inni vissir þú alveg út í hvað
þú varst að fara, þú vissir það allt þitt
líf.
Fyrir stuttu fékkstu svo annan
draum staðfestan, þú varst að verða
pabbi. Þið ákváðuð að bíða aðeins
með að segja frá þessu en við sem
þekkjum þig getum rétt ímyndað
okkur hvað það hefur verið erfitt að
þegja yfir þessu. Þú hefðir helst viljað
standa upp á hæsta tindi og segja öll-
um heiminum fréttfrnar. Þú varst svo
mikil barnagæla að bömin þau hrein-
lega soguðust að þér.
Við tölum mikið um það núna hvað
okkur langaði mikið að sjá á þér svip-
inn þegar þú hefðir sagt okkur frétt-
imar. Það hefði verið ómetanlegt og
þú veist að við eigum eftir að hugsa
um það betur en allt annað. Þú varst
búinn að standa sem klettur við hlið-
ina á okkur í gegnum alla okkar erfið-
leika og þú gast alltaf sest niður með
okkur og látið okkur h'ða betur með
smábrönduram og djóki.
Dagamir að Vesturgötu 46 era
búnir að vera mjög erfiðir, en jafn-
framt okkur mjög dýrmætir. En þú
varst svo heppinn að eiga yndislega
fjölskyldu og unnustu. Við lofum þér
því, Andri, að við skulum reyna að
standa okkur eins vel og við getum og
hugsa um og hjálpa Maríönnu og
þinni fjölskyldu eins vel og við mögu-
lega getmn og helst aðeins meira með
þinni hjálp. Síðustu daga hafa vaknað
margar spumingar en því miður er
fátt um svör. Guð hlýtur að hafa ætl-
að þér eitthvað mjög stórt og merki-
legt fyrst hann tekur þig svona
snöggt frá okkur. En Andri, þú gafst
okkur svo mikið og þú gafst okkur
hvort annað og fyrir það verðum við
þér ævinlega þakklát.
Elsku Andri, vonandi hður þér vel
þar sem þú ert núna.
Elsku Mæja, Gummi, Maríanna,
Sverrir, Amdís og fjölskyldur og allir
þeir sem eiga um sárt að binda. Guð
veri með ykkur og styrki á þessum
erfiðu tímum. Við vottum ykkur okk-
ar innilegustu samúð.
Elsku Andri, takk fyrir að gefa
okkur allan þennan tíma og allar
þessar minningar, við elskum þig og
munum aldrei gleyma þér.
Þínir bestu vinir að eilífu,
Sæmundur og Petronella.
Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur,
og æðrast ei, þótt straumur Iífs sé þungur,
en set þér snemma háleitt mark og mið,
haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni
og stýrðu síðan beint í Jesú nafni
áhiminshlið.
(M. Joch.)
Elsku Andri okkar. Það er ekki
hægt að lýsa með orðum þeirri sorg
sem greip mig þegar hann Sævar
sonur minn og vinur þinn kom heim
að kvöldi þriðjudags 13. júní og sagði
mér að þú hefðir lent í slysi, hann
vildi ekki tráa því að eitthvað hefði
komið fyrir þig, sem hann elskaði eins
og bróður sinn. Ég sagði við hann:
„Það er ekki víst að þetta sé neitt al-
varlegt, við skulum fá það staðfest.“
Þá sagði hann við mig: „Lofarðu því
mamma að það sé allt í lagi með
hann?“ Ég vildi að ég hefði getað
stjómað þessu augnabliki, þá værir
þú ennþá hjá okkur elsku vinur minn.
Það era forréttindi að fá að þekkja
ykkur öll sem voruð í vinahópnum
hans Stefnis míns. Allt yndislegt fólk,
fá að fylgjast með ykkur þroskast og
takast á við lífið með mismunandi
hætti. Allt virtist ganga þér í haginn.
Allar stundfrnar sem þið komuð sam-
an heima hjá mér og sátuð í eldhúsinu
og rædduð málin við mig og Sigmar,
þú meira að segja drakkst kaffi með
sykri. Andri minn, alltaf varstu svo
góður og ljúfur, þolinmæðin sem þú
hafðir alltaf gagnvart honum Sævari
vini þínum var einstök, alltaf hékk
hann utan í þér. Núna síðustu mánuð-
ina hitti hann þig í þreksalnum í Jað-
arsbakkalaug. Þú ert hetjan okkar
allra, þú sem ætlaðir að koma til mín í
kaffi með hana Maríönnu. Fyrir
nokkram dögum sá ég þig á reiðhjóli,
þú brostir þínu fallega brosi til mín og
veistu að ég hugsaði: Vertu bara á
svona hjóli, elsku Andri. Ég er viss
um að þú vissir hvað ég hugsaði, þú
veist hvaða skoðun ég hafði á hinu
hjólinu. Þú varst hamingjusamur
með allt þitt, þú sagðir mér það sjálf-
ur fyrir stuttu. En elsku vinur minn,
þér hefur verið ætlað annað hlutverk
á æðri stöðum. Þú skilur eftfr mikið
og stórt tóm af söknuði en góðar
minningar um yndislegan dreng, sem
var mér og okkur kær eins og besti
sonur og bróðir, munu lifa alla tíð.
Elsku Mæja, Gummi, Maríanna og
Stefán Már, Sverrir, Guðrán, Amdís,
Hjalti og litlu frændsystkinin og íris
Dögg.
Megi góður guð styrkja ykkur og
hjálpa í þessari miklu sorg. Munið fal-
lega brosið hans og góðu lundina.
Hulda, Sævar Þór, Siggi
Már og Maggý.
Elsku Andri okkar. Aldrei hefði
okkur dottið í hug að við ættum eftir
að sitja héma saman vinimir og
skrifa minningai’orð um einn okkar.
Þriðjudagskvöldið 13. júní rennur
okkur aldrei úr minni, þegar við feng-
um fréttimar um að þú værir horfinn
fráokkur.
En slysin gera ekki boð á undan
sér og við sem héldum að við ættum
bjarta framtíð fyrir okkur sem stór
og samheldinn vinarhópur og ættum
eftir að upplifa svo margt saman.
En fyrst maður eins og þú varst
tekinn frá okkur í blóma lífsins hlýtur
að bíða þín eitthvað mun mikilvægara
hlutverk annars staðar, því það er
ekki hægt að finna aðra eins persónu
eins og þig. Hvar sem þú komst var
þér vel tekið því þú varst fordómalaus
og geislaðfr af góðmennsku og
hjartahlýju.
Þegar við kynntumst þér sem litlir
guttar munum við eftir því að her-
bergið þitt var allt skreytt mótor-
hjólamyndum og þú á reiðhjóli út um
allan bæ með myndavélina um háls-
inn, takandi myndir af mótorhjólum
og beiðst eftir Akraborginni niðri við
höfn til að sjá hvort það kæmu ein-
hver mótorhjól með henni.
Ekki er nú heldur hægt að gleyma
öllum þeim ferðum sem við fóram
saman um helgar og vörðum degin-
um í að fara á bíla- og hjólasýningar,
út að borða og f bíó og einnig allar
aðrar ferðir sem við vinimir fóram.
En alltaf áttu hjólin hug þinn allan og
ógerlegt verður að fylla skarð þitt í
þessum ferðum, jafnt sem það sem er
í hjarta okkar, en vitandi það að það
verða fleiri ferðir hjá okkur vinunum
verður þú með okkur bæði í hug og
hjarta.
Alltaf í hverri ferð vildu allir fá að
vera með þér í bíl því þú varst ætíð
hrókur alls fagnaðar og gast komið
okkur til að emja úr hlátri að fíflalát-
unum í þér.
Einnig varstu efnilegur veiðimað-
ur og ferðaðist víða til að komast í
góðar ár og vötn til að renna fýrir fisk
og meira að segja reyndirðu að draga
okkur vinina með þér í þessar ferðir,
sem gekk misvel, því að við höfðum
ekki þessa þolinmæði að geta setið
klukkutímum saman og beðið eftir
þeim stóra. Einnig var sama hver
okkar það var sem kom með þér; eng-
inn veiddi neitt nema þú, og það er
gott dæmi um hve þú varst laginn við
allt sem þú tókst þér fyrir hendur.
Haustið 1998 hófstu nám við Borg-
arholtsskóla við að læra bifvélavirkj-
un og í því sem öllu öðra stóðstu þig
vel og einkunnimar vora eftir því og
ótrálegt hvemig þú gast sameinað
vinnu, nám, áhugamál, fjölskyldu og
okkur vinina og sinnt þessu öllu eins
og þér var einum lagið.
Élsku vinur, nú eram við í stóram
dráttum búnir að rifja upp góðar
minningar sem við eigum um þig, en
hvorki töluð né rituð orð komast ná-
lægt því hve mikið þú varst elskaður
og dáður af okkur vinum þínum jafnt
sem öðram í lífi þínu, við munum
geyma góðar minningar um þig sem
verma munu hjarta okkar alla ævi.
Elsku Gummi, Mæja, Maríanna og
fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk.
Ykkarvinir,
Birgir, Guðmundur Þór,
Jakob, Sigurður, Stefhir
og unnustur.
Það var sunnudaginn 11. júní sem
Bifhjólasamtök Suðurlands, öðru
nafni „Postulamir“, fóra í hópkeyrslu'
upp á Akranes, við höfðum heyrt af
því að margir áhugamenn og mótor-
hjólaeigendur væra á Akranesi og
ákváðum að fara og hitta nokkra. En
af því að þetta var næstmesta ferða-
helgi íslendinga vora ekki nema tveir
mótorhjólamenn sem hittu okkur og
annar þeirra var Andri. Andri kom
okkur þannig fyrir sjónir að hann var
mjög práður, hress og kátur strákur
og með óbilandi mótorhjóladellu eins
og við öll hin. Andri var fljótur að
stinga upp á því að við færum á kaffi-
húsið til að spjalla meira saman því að
það rigndi töluvert þennan dag. Á
kaffihúsinu var spjallað um allt sem
viðkom félagsskap og mótorhjóluni
vel á annan tíma. Félagsandinn hjá
Andra var eins og hjá sönnum vini,
þegar við vorum að fara að leggja í
hann til baka spurði Andri hvort þeir
ættu ekki að fylgja okkur í það
minnsta upp að Hvalfjarðargöngum.
Þegar þangað var komið í ausandi
rigningu var Andri mikið kátur með
þetta framtak okkar að koma og hitta
þá og spurði hvort þeir ættu ekki að
fylgja okkur að minnsta kosti á Ing-
ólfstorg í Reykjavík! Þetta segir
meira en mörg orð og það er ekki víst
að allir skilji svona félagsanda meðal
mótorhjólamanna nema þá mótor-
hjólamennimir sjálfir. Þó að við hefð-
um ekki þekkt Andra fyrir þennan
dag fannst okkur við hafa þekkt hann
alla tíð, svo sterkur var persónuleiki
hans og félagsáhugi. Við skiptumst á
símanúmeram til að endurtaka þenn-
an dag og næst ætluðu þeir á Akra-
nesi að koma tO okkar og halda við og
bæta kynni okkar.
En þetta örlagaríka þriðjudags-
kvöld, tveimur dögum eftir kynni
okkar, getur maður ekki annað en
velt því fyrir sér hver sé tilgangurinn
með því að svona ungum og áhuga-
sömum mönnum er kippt burt úr
hringiðu lífsins, helst vill maður tráa
því að þar bíði þeirra önr.ur verkefni
og annað „þroskastig" kannski. Við
viljum halda í þá trá að verkefni þitt
fyrir handan verði það að þú verðir
hamingjusamur ríðandi á flottum
himnafáki og fylgii’ okkur mótor-
hjólamönnum af sama áhuga og sömu
ást og þú gerðir í lifanda lífi og að þú
verðir okkar vemdarengill. Þú verð-
ur eilífur í mínum huga.
Innilegar samúðarkveðjur til að-
standenda, Andri var góður strákur.
Hvíl í friði félagi.
Halldór (Postuli no. 5).
Elsku Andri okkar. Ekki granaði
okkur að kynni okkar ættu eftir að
vera svona stutt. En kallið er komið
og við sem eftir sitjum verðum að
sætta okkur við það. Minningamar
sem við eigum um þig era allar góðar
og munu ávallt verða í huga okkar. Þú
varst gæddur þeim eiginleika að allt-
af var stutt í brosið og hláturinn, með
þessu komstu öllum sem í kringum
þig vora í gott skap.
Það er ótrálegt til þess að hugsa,
að ekki sé komið ár síðan við hittumst
úti á Benidorm. Eftir samverana þa«k.
jukust samskipti okkar til muna við
þig og Bigga og áttum við margar
skemmtilegar stundir saman.
Kallið er komið,
kominernústundin,
vinaskilnaðar riðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininnsinnlátna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guði þerri tregatárin strið.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hann dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Við viljum votta fjölskyldu Andra,
vinum og öðram aðstandendum okk-
ar innilegustu samúð. Með saknaðar-
kveðju, þínar vinkonur,
íris Ösp og Ólöf l.ilja.
4
Elsku Andri, hinn 10. janúar þegar
þú skutlaðir mér út á flugvöll óraði
mig ekki fyrir því að það væri í síð-
asta skipti sem ég sæi þig. Það var
alltaf planið hjá okkur að þú kæmir út
á völl í lok júlí til þess að sækja mig.
En hinn 14. júní var ég vakinn með
þeim hræðilegu fregnum að þú sért
látinn. Ég neitaði að tráa því, en get
þó alltaf huggað mig við það að við
áttum yndisleg sex ár saman og nóg
er af minningunum. Eins og allar
utanlandsferðimar okkar, sér-
staklega er þó Portúgalferðin ofar-
lega í huga mér. Við ætluðum að vera
voða hetjur, fara til Portúgals að
vinna yfir sumarið en guggnuðum á
því og eyddum þess í stað fjóram vik-^
um í afslöppun í sól og sumaryl, okk-
ur leið alltaf best saman í sólinni og
hitanum.
Ég á svo margar góðar minningar
um yndislegan ungan mann sem var
fullur af lífsgleði og góðmennskan
uppmáluð við alla. Manni finnst orðin
fátækleg sem eiga að lýsa öllu því
góða sem fannst í fari þínu. Sorginni
yfir því að hafa þig ekki lengur hér
verður ekki lýst.
„Guð gefi mér æðraleysi til að
sætta mig við það, sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því, sem ég
get breytt og vit til að greina þar á
milli.“
Elsku Maja, Gummi, Amdís,
Sverrir, Hjalti, Guðrán og Maríanna, „
þið sem hafið misst svo mikið. Megiv-
minningin um Andra Má ylja ykkur
öllum. Eg votta ykkur og öðram að-
standendum samúð á þessum mikla
sorgartíma.
Iris.
Elskulegur drengur er látinn.
Hann kom fyrst á heimili mitt með
dóttur minni í desember 1993 og þau
áttu saman sex yndisleg ár. Hann var
alltaf tilbúinn að hjálpa tengdó og
keyra hana ef á þurfti að halda. Hann
var alltaf jafn hrifinn ef hann sá fal-
legan bíl eða snjósleða. Samt var
draumurinn að eignast fullkomið
mótorhjól sem rættist í apríl.
Elsku Maja, Gummi, Amdís,
Sverrir, Guðrán, Hjalti og Maríanna,
ég sendi ykkur og öðram aðstand-
endum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðrún ívarsdóttir. •í-