Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MINNINGAR ÞURÍÐUR SKARP- -* HÉÐINSDÓTTIR + Þuríður Skarp- héðinsdóttir fæddist að Krókum í Víðidal 12. apríl 1919. Hún lést á Landspítalanum að morgni mánudags- ins 12. júní. Foreldr- ar hennar voru hjónin Þuríður Kri- stín Árnadóttir, f. 7. júní 1898, d. 14. september 1980 og •♦Skarphéðinn Skarp- héðinsson, f. 2. júní 1892, d. 2. febrúar 1978. Systkini Þu- ríðar eru Sigríður, f. 12. apríl 1919, Árni, f. 4. júní 1923, Anna, f. 17. maí 1929 og Baldur, f. 17. október 1930. Þuríður ólst upp að Krókum í Víðidal hjá foreldr- um sínum. 17. desember 1949 giftist hún eftirlifandi eigin- Það kom okkur í fjölskyldunni ekki í opna skjöldu að fá fregnir af því, þar sem við vorum stödd erlend- is, að tengdamóðir mín, Þuríður Skarphéðinsdóttir, væri látin. Þó að ljóst væri hvert stefndi voru þó vonir Ttjiundnar við að kallið kæmi ekki svona fljótt. Þuríður var fædd að Krókum í Víðidal í V-Húnavatnssýslu og bjó þar hjá foreldrum sínum þar til hún var rúmlega tvítug. Heiðarbýiið Krókar bar glöggt merki dugnaðar og eljusemi foreldra hennar, þeirra Skarphéðins og Kristínar. Byggt var upp, tún ræktuð og bærinn endur- nýjaður við erfiðar aðstæður. Mér er minnisstætt, er ég kom þangað fyrst um 1970 en þá hafði bærinn verið í eyði í nokkur ár, hve greinilegt var '*ið þar hafði verið búið af myndar- skap. Þura varð snemma elsk að skepnum og hafði sérstakt dálæti á hestum og kunni margar sögur af manni sínum, Guð- mundi Ellerti Er- lendssyni, f. 11. júlí 1920 í Reykjavík. Börn Þuríðar og Guðmundar eru tví- burasystkinin Krist- ín Guðrún lyfja- fræðingur og Skarphéðinn Krist- ján viðskiptafræð- ingur, f. í Reykjavík 27. júní 1953. Eigin- maður Kristínar er Edvard G. Guðna- son verkfræðingur f. 29. október 1953 í Reykjavík. Börn þeirra eru Berglind Hrönn, f. 2. nóvember 1982, Sólveig Dögg, f. 13. júnf 1984 og Guðni Ellert, f. 3. apríl 1987. Utför Þuríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13:30. reiðhestum á heimilinu frá þeim tíma er hún bjó fyrir norðan. Hún hélt alla tíð tryggð við Víðidalinn og frænd- garð sinn í Húnavatnssýslu og dvaldi þar lengst af í sumarleyfum ásamt fjölskyldunni. Þá var ósjaldan farið til silungsveiða enda var Þura seigur stangaveiðimaður og kom sjaldan fisklaus heim. Á stríðsárunum flutti Þuríður til Reykjavíkur og lærði þar fatasaum. Hún stundaði fatasaum í fúllu starfi um nokkurt skeið og æ síðan var mikið leitað til hennar um slíkt innan fjölskyldunnar. Þar sem aðrir sáu gömul föt, fór hún höndum um efnið og nýjar flíkur urðu til á undraverð- an hátt. Hún var einnig afskaplega lagin að prjóna og enginn hefur tölu á þeim vettlingum og sokkum sem prjónaðir hafa verið á Fornhagan- um. Það var ekki heldur verið að halda sig við gömul snið og hefð- bundin. Megnið af þessu fór í sölu í t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA MATHIESEN, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði að kvöldi 19. júní. Útförin auglýst síðar. Guðfinna Mathiesen Bevans og aðrir aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA G. HELGADÓTTIR, Þverholti 30, áður Skipholti 47, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 23. júní kl. 13.30. Svavar Svavarsson, Anna Lilja Sigurðardóttir, Hulda Maiforth, C.J. Maiforth, Ólafur Ingibjörnsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og lamgömmu, ÖNNU PÁLSDÓTTUR frá Siglufirði, Lindargötu 61. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deíldar 14G og 32A Landspítalans fyrir hlýhug og góða umönnun. Jóhann Kroger Egilson, Birgit Dam, Kristinn Páll Einarsson, Sóley Guðmundsdóttir, Elías H. Elíasson, Elísa Ásgeirsdóttir, Guðmundína Einarsdóttir, Halldóra Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. verslunum og var sérstaklega eftir- sótt af útlendingum. Nýsköpun er tískuorð í dag en það var alltaf hluti af starfinu hjá henni Þuru sem end- urbætti gömul snið og gerði nýjar vörur og var eftirspurnin slík að erf- itt varð að anna henni. Þuríður var hæglát kona, jafnlynd og nægjusöm. Hún lét fátt setja sig úr jafnvægi og átti ávallt til góð ráð þegar eftir var leitað. Barnabörnin hændust mjög að henni og þau nutu þess þegar hún sagði þeim til um ýmsa hluti eins og handavinnu og bakstur. Sama má segja um önnur börn frændfólks hennar sem sóttu mjög til hennar og Ella á Fornhag- ann. Segja má að heimili þeirra Þuru og Ella hafi lengst af verið miðstöð stórfjölskyldunnar, sérstaklega þeirra sem komu í bæinn að norðan og þurftu gistingu meðan á dvölinni stóð. I desember sl. gafst okkur öllum tilefni til að fagna en þá rann upp gullbrúðkaupsdagur þeirra Þuru og Ella. Það var öllum ljóst að þrátt fyr- ir erfið veikindi var stund milli stríða og gleðin og ánægjan skein af þeim eins og þau væru nýgift. Við áttum þá saman ánægjulega kvöldstund, eina af mörgum sem geymast í minn- ingunni. Það eru ekki mörg hjón sem voru eins samrýnd og þau Þura og Elli en það hefur mikið mætt á Ella að hugsa um hana í veikindum henn- ar á síðustu vikum og mánuðum. Þó að veikindin hafi tekið sinn toll síðustu árin var þó oftast stutt í glettnina. Við spilamennsku og spjall með góðum vinum og ættingjum undi hún sér oft og barnabörnin voru yfirleitt vai'la komin inn úr dyrunum þegar afi og amma voru beðin um að koma að spila enda var það auðsótt. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir allt það örlæti og liðsinni sem kær tengdamóðir hefur látið mér í té á liðnum árum. Blessuð sé minning hennar. Edvard G. Guðnason. Þuríður Skarphéðinsdóttii' var mér mjög kær frænka og vinkona. Það leið vart sú vika að við töluðum ekki saman í síma og heimsóknirnar í gegnum árin voru ófáar. Kynni okkar Þuru má rekja norð- ur í Miðfjörð þar sem við fæddumst og ólumst báðar upp. Mæður okkar voru systur og feður hálfbræður og því var samgangur fjölskyldna okkar ætíð mikill. Við urðum strax góðar vinkonur í sveitinni þótt tíu ár skildu okkur að. Eftir að ég flutti með for- eldram mínum að Finnmörk var ekki langt að skreppa á hesti austur að Króki þar sem Þura bjó með sínum foreldram. Þura hafði einstakt lag á hestum og kom ávallt á honum Mósa sínum. Segja má að dýrin hafi almennt heill- að okkur báðar en þó vora hestar og kisur í mestu uppáhaldi alla tíð. Ég minnist þess hve Þura studdi mig vel fyrstu vikurnar mínar fyrir sunnan. Eg fékk að fylgja henni suður í mína fyrstu ferð til Reykjavíkur sem í þá tíma var ferðalag í heilan dag. Þura vildi endilega að ég gisti fyrstu nótt- ina hjá henni í Skerjafirðinum. Hún starfaði þá hjá klæðskera við sauma- skap og vann á sama vinnustaðnum í mörg ár. Hún var einkar handlagin og alla tíð eftir að hún stofnaði fjöl- skyldu var hún að sauma og prjóna heima. Það má segja að Þura hafi einnig verið hönnuður, því eftir hana liggja margar einstakar flíkur. Ég minnist þess þegar hún saumaði og hannaði sængurpoka úr sérstöku efni. Þennan poka notaði móðir mín alltaf utan um sængurfötin þegar hún var að fara á milli okkar systkin- anna á seinni áram. Eftir að þau Elli hófu búskap og tvíburarnir, Kristín og Kristján, fæddust helgaði Þura sig heimilinu upp frá því og alla tíð síðan. Þau hjón vora einstök heim að sækja og erill húsmóður mikill því oft komu ætt- ingjar að norðan til gistingar, stund- um til lengri dvalar. Heimili þeirra hjóna með hollum anda, gefandi gestrisni og frábærri hirðusemi. Það var sérstök upplifun að eiga með þeim hjónum stund í eldhúsinu eða stofunni þar sem Þura setti aldrei bolla á borð án þess að hafa áður sett stífstraujaðan dúk. Þau bjuggu í mörg ár í Eskihlíðinni en stækkuðu síðan við sig og hafa búið síðustu ára- tugi á Fornhaganum. I gamla daga, þegar þurfti að fara í bæinn og skoða föt, var engin betri en Þura til að fá með sér. Þá voru ekki allir á bflum og var farið í strætisvagni niður á torg og labbað til Þuru sem beið með kaff- ið á könnunni. Síðan þrömmuðum við í bæinn, búð úr búð og litum á flíkur sem Þura gat mælt með að keyptar væru. Þura dvaldi alltaf fyrir norðan nokkrar vikur á hverju sumri meðan foreldrar henar lifðu. Þá var oft farið í hestaferðalög og veiðiferðir upp á Arnarvatnsheiði. Hún þekkti öll kennileiti á heiðinni og var mjög fisk- in á silunginn í vötnunum. Þetta vora miklar gleðistundir og höfum við oft rifjað upp og hlegið að ýmsum upp- átækjum okkar í þessum ferðum og ekki síst hvernig var að fást við hest- ana þarna upp frá. Síðasta heimsókn Þura hingað á Brekkugötuna var á föstudaginn langa. Ekki hefði mig granað að hún Þura mín ætti ekki eftir að koma aft- ur eða ég að hitta hana á heimili hennai'. Hún var lögð inn á spítala í vikunni eftir páska og náði sér aldrei eftir það. Ég kveð þig nú, Þura mín, og þakka þér fyrir allar ánægjustund- irnar. Kæri Elli og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi góður Guð vera þér styrkur í sökn- uðinum. Jóhanna Kristófersdóttir. í dag þegar ég kveð elskulega frænku mína er sumar úti en það er hálfgert haust í sálinni. Það er alltaf erfitt að sætta sig við tapað stríð eft- ir hetjulega baráttu en það er víst til lítils að deila við dómarann, kallið var komið. Þura frænka var kona með stórt hjarta og kærleiksríka sál, því feng- um við vel að kynnast, ég og mín fjöl- skylda. Það var æði oft sem ég fyrst sem barn, síðan sem unglingur og nú síð- ast sem fullorðin kona með fjöl- skyldu, lagði leið mína á heimili Þura og EUa á Fornhaga og erindin vora margvísleg. Má ég gista í nokkrar nætur? Getur þú nokkuð passað fyr- ir mig í kvöld? Það þarf að breyta þessum kjól, getur þú hjálpað mér? Það var sama hvert erindið var, allt- af var Þura tilbúin að leggja mér lið og hjálpa og mér er næst að halda að nei hafi ekki verið til í orðasafninu hennar. Þegar ég hugsa um Þura reikar hugurinn ósjálfrátt aftur til hausts- ins 1981, en þá flutti ég og mín fjöl- skylda heim frá Svíþjóð með yngri soninn, Ólaf, tæplega ársgamlan. Honum þurfti að koma í pössun þar sem ég fór fljótlega að vinna úti, og það var ekki auðvelt verk þá frekar en nú að finna góða konu sem var til- búin að passa svona ungt barn. Að venju fór ég til Þuru frænku til að vita hvort hvort hún gæti ekki litið til með honum þar til góð dag- mamma fyndist. Málið var auðsótt og ekki hafði strákur verið þar nema í rúma viku þegar Þura kvað uppúr með það að hann væri nú svo góður hjá sér að hún vildi bara ekki sleppa honum og svo semdi honum og Ella líka svo ljómandi vel, að best væri bara ef hún fengi að hafa hann áfram. Það reyndist auðsótt mál enda var strák- urinn fljótt orðinn það hændur að þeim hjónum að erfitt reyndist stundum fyrir stressaða mömmu í tímaþröng að fá hann með heim, það lá aldrei á að fara þaðan. Þannig æxlaðist það að heimili þeirra Þura og Ella varð hans annað heimili næstu árin og oft heyrði ég Ólaf segja þegar hann talaði um þau. „Þau eru nú eiginlega afi minn og amma.“ Þegar ég kveð frænku mína í dag vil ég þakka henni fyrir þann mikla kærleik sem hún ávallt miðlaði ríku- lega mér og fjölskyldu minni og þó að hún hefði verið búin að vinna mik- ið dagsverk hefðum við þurft að hafa hana miklu lengur meðal okkar, því það fara ekki aðrir í sporin hennar Þuru. Þó að í huga mér í dag sé sár sökn- uður er þar líka þakklæti fyrir að hafa átt Þuru frænku að og notið leiðsagnar hennar í lífinu. Megi hinn góði vilji hennar lifa áfram með okk- ur sem nú sitjum að yl minninga um þessa hjartahlýju og lítillátu konu. Elli minn, þú hefur misst mikið, megi Guð styrkja þig og blessa. Stella. Elsku Þura. Ég vil þakka þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem ég átti hjá þér og Ella á Fornhagan- um. Alltaf tókst þú vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn og sjaldan fór ég heim án þess að þú laumaðir að mér mér kleinupoka í nestið, því að þú vissir að mér þótti þú baka bestu kleinur í heimi. Aldrei mun ég gleyma sögunum sem þú sagðir mér úr sveitinni. Þú kunnir svo vel að segja frá og gæddir sögurnar svo miklu lífi að ég sá þær gerast. Eins og sagan af Stjarna sem bakkaði til baka út úr hesthúsinu til að kyssa þig góða nótt, og sagan af Blesa sem hristi mömmu af baki af því hún vildi að hann færi hraðar en honum þóknaðist, og svo mætti lengi telja. Þú varst líka svo flínk saumakona að það var sama hvað illa ég reif bux- urnar mínar, alltaf tókst þér að koma þeim saman aftur. Þegar ég kom að hitta þig á spít- alanum hafði ég orð á því að þú yrðir að fara að láta þér batna svo ég gæti komið til þín og hjálpað þér að baka kleinur, en sá bakstur verður víst að bíða um sinn. Ég sýndi þér líka stórt gat á bux- unum mínum og sagði að þú yrðir að drífa þig heim því það gæti enginn gert við buxurnar mínar nema þú og þú brostir þegar Elli spurði hvort þetta væri ekki bara í tísku í dag. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, elsku frænka, en ég á áfram allar góðu minningarnar um þig, þær munu aldrei hverfa. Ólafur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Þura frænka er látin og margar góðar minningar koma upp í hugann. Hún var reyndar kölluð Dula fyrstu árin og hefur sennilega haft gaman af, því hún var léttlynd og stutt í glettnina hjá henni þó róleg væri að eðlisfari. Jafnvel undir það síðasta gat hún gert að gamni sínu þegar hún sagðist verða farin að hlaupa eftir nokkra daga. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HELGADÓTTIR hjúkrunarkona, Reykjamörk 17, Hveragerði, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju fimmtu- daginn 22. júní kl. 14.00. Helgi Ársælsson, Steinunn Óskarsdóttir, Guðfinna Ársælsdóttir, Zdenek Smidak, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.