Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 53 UMRÆÐAN ... og Þingholta vestan Snorrabrautar FYRIR nokkrum árum tók að bera á því að ofvöxtur var hlaup- inn í Þingholtin og þöndust þau út um sunnanvert Skóla- vörðuholtið með ógn- arhraða. í fjölmiðlum mátti sjá að þau höfðu gleypt allan Laufás- veginn og skömmu seinna sjálfa Hall- grímskirkju og þau virtust jafnvel vera komin austur fyrir Snorrabraut. Sá grun- ur vaknaði að borgar- yfirvöld ættu þarna nokkurn hlut að máli, svo hratt óx meinið og 5. nóvember 1995 var þessi grunur staðfestur þegar skrifstofa borgarstjóra auglýsti í Morgunblaðinu hverfa- fund borgarstjóra með íbúum Vest- urbæjar, Miðbæjar og Þingholta v/ Snorrabrautar. Á árunum 1986-89 kom út rit- safnið „Reykjavík sögustaður við Sund“ eftir þá Pál Líndal, sem skrifaði fyrstu þrjú bindin, en þar er að finna umsögn um flestar göt- ur í Reykjavík og fjölda skemmti- legra mynda, og Einar S. Arnalds sem skrifaði fjórða bindið en þar er að finna margvíslegan fróðleik um Reykjavík, svo sem annál Reykja- víkur frá upphafi, örnefnakort, loft- myndir og hafsjó af öðrum fróðleik um „borgina við Sundin". Þar segir m.a. þetta um Þingholtin: „Þing- holtin er nú nefnt svæðið ofan Skólastrætis, sunnan Bankastrætis og Skólavörðustígs, að mótum Klapparstígs og þaðan f suðurenda Þingholtsstrætis að Skólastræti. Upp úr miðri átjándu öld var ákveðið að þingstaður Seltjarnar- neshrepps skyldi flutt- ur frá Kópavogi til Reykjavíkur. Var þá ráðist í byggingu þing- húss nyrst í landi Stöðlakots, þar sem nú er Skólastræti 5 og 5b. Árið 1765 var reist tómthúsbýli skammt frá þinghúsinu, þar sem nú er Þingholts- stræti 3 og var það nefnt Þingholt, sem nýnefni. Þyrping torf- bæja með sama nafni reis í námunda við Þingholt og smám saman færðist nafnið Þingholt(in) yfir á þann hluta Arnarhólsholts (síðar Skóla- vörðuholts), sem var ofan Stöðla- kots og Skálholts. Seinasti hluti hverfisins reis um 1920.“ (Tilv. lýk- ur). Skipulagning borgarlandsins hófst líklega um eða eftir 1930 og af skipulagsástæðum komu þá hverfa- heitin til sögunnar, svo sem Mið- bær, Vesturbær og svæðið austan Tjarnarinnar að Snorrabraut og frá sjó að Vatnsmýrinni hlaut hverfa- heitið Austurbær. Þingholtin eru ekki hverfaheiti heldur gamalt ör- nefni sem myndast hafði um eitt svæði í Austurbænum líkt og til dæmis Skuggahverfi, Grjótaþorp, Kvosin og Skólavörðuholt sem dregur nafn sitt af gömlu Skóla- vörðunni sem á merkilega sögu. Örnefni eru staðarlýsingar sem varðveist hafa manna á milli og eiga flest sína sögu. Þau eru hluti af menningu okkar og órjúfanleg frá Ornefni Misnotkun og útþynn- ing á örnefni eins og nú á sér stað um „Þing- holtin“ veldur því, segir Sigríður Ásgeirsddttir, að tengslin rofna við upphafsstaðinn og ör- nefnið glatar sögu sinni. þeim stað sem þau eru kennd við. Misnotkun og útþynning á örnefni eins og nú á sér stað um „Þingholt- in“ veldur því að tengslin rofna við upphafsstaðinn og örnefnið glatar sögu sinni og upphaflega sagan um þingstað Seltjarnarneshrepps, sem fluttur var frá Kópavogi til Reykja- víkur, gleymist. Þetta er mikið slys og því má líkja við einskonar um- hverfisspjöll. Eins og að framan segir hafa borgaryfirvöld því miður lagt sitt lóð á vogarskálina og vegur það þungt. Til er gamall málsháttur sem er einhvern veginn svona: „Það sem höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það.“ Og blessaðir fasteignasalarnir hafa dyggilega fetað í fótsporin. En þeir eiga ekki alla skömmina og því er hér með skorað á borgaryfirvöld og fast- eignasala og ef til vill fleiri að reyna að bæta skaðann og hafa framvegis „það er sannara reynist". Höfundur er lögfræðingur og býrá Skölavörðuholti. Sigríður Ásgeirsdóttir Klapparstígur — Skúlagata Glæsileg 4ra herb. endaíbúð á 4. hæð íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, bað og 2 svefnherb. Góðar innréttingar og gólfefni. Sameiginlegt þvottahús á hæð- inni. Suðursvalir. Frábært útsýni í norður, austur og suður. Bílastæði i lokaðri bílgeymslu. Húsvörður. Frábær staðsetning við miðbæinn. F asteignasalan KJÖRBÝLI NÝBÝLAVEGUR 14 iffJSZruR ®564 1400 '* 1 < ^] jjrjtfjhjI íTR* ' * Einbýlishús við Elliðavatn Húsið stendur á 1/2 hektara landi og hefur verði þónokkuð endur- nýjað. Allt viðarklætt að utan og með stórum, nýjum sólpalli með skjólvegg. Miklir framtíðarmöguleikar. Falleg staðsetning og útsýni. ...-yiSSS'ýýffk FJARFESTING FASTEIGNASAIA ehf Sími 5C24250. Bnrgartúni 31 Opið hús Safamýri 56 Til sölu björt og falleg 97 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Bjarni og Eva María taka á móti áhuga- m\ sömum kaupaðilum sem vilja skoða í dag frá klukkan 18-22. Allar nánari upplýsingar: Sími 533 4200, arsalir@arsalir.is ♦ Arsalir- fasteignamiðiun ♦ Arsaiir- fasteignamiðl Fyrirtæki með góðri framlegð til sölu Höfum í einkasölu gott íýrirtæki í eigin húsnæði sem selur vefnaðar- og hannyrðavörur. Mikil sölu- aukning milli ára. Áætluð heildarvelta þessa árs 85 til 90 millj. Allar nánari upplýsingar: Sími 533 4200, arsalir@arsalir.is ♦ Ársaiir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun 4 ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Askalind - Kopavogur Til leigu nýtt og fallegt 270 fm húsnæði með góðum gluggum og innkeyrsludyrum. Upplagt fýrir ýmiss konar starfsemi, svo sem verslun eða heildsölu. Allar nánari upplýsingar: Sími 533 4200, arsalir@arsalir.is ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Nýtt og glæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Afhending í september./október nk„ fullbúið að utan með frágenginni lóð. 1. hæð 1.025 fm ■renr.M 2. hæð 896 fm 3. hæð 896 fm Þakhæð 300 fm. Alls 3.117 fm BYGGINGARAÐILI: BYGG. Allar nánari upplýsingar veitir:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.