Morgunblaðið - 21.06.2000, Page 53

Morgunblaðið - 21.06.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 53 UMRÆÐAN ... og Þingholta vestan Snorrabrautar FYRIR nokkrum árum tók að bera á því að ofvöxtur var hlaup- inn í Þingholtin og þöndust þau út um sunnanvert Skóla- vörðuholtið með ógn- arhraða. í fjölmiðlum mátti sjá að þau höfðu gleypt allan Laufás- veginn og skömmu seinna sjálfa Hall- grímskirkju og þau virtust jafnvel vera komin austur fyrir Snorrabraut. Sá grun- ur vaknaði að borgar- yfirvöld ættu þarna nokkurn hlut að máli, svo hratt óx meinið og 5. nóvember 1995 var þessi grunur staðfestur þegar skrifstofa borgarstjóra auglýsti í Morgunblaðinu hverfa- fund borgarstjóra með íbúum Vest- urbæjar, Miðbæjar og Þingholta v/ Snorrabrautar. Á árunum 1986-89 kom út rit- safnið „Reykjavík sögustaður við Sund“ eftir þá Pál Líndal, sem skrifaði fyrstu þrjú bindin, en þar er að finna umsögn um flestar göt- ur í Reykjavík og fjölda skemmti- legra mynda, og Einar S. Arnalds sem skrifaði fjórða bindið en þar er að finna margvíslegan fróðleik um Reykjavík, svo sem annál Reykja- víkur frá upphafi, örnefnakort, loft- myndir og hafsjó af öðrum fróðleik um „borgina við Sundin". Þar segir m.a. þetta um Þingholtin: „Þing- holtin er nú nefnt svæðið ofan Skólastrætis, sunnan Bankastrætis og Skólavörðustígs, að mótum Klapparstígs og þaðan f suðurenda Þingholtsstrætis að Skólastræti. Upp úr miðri átjándu öld var ákveðið að þingstaður Seltjarnar- neshrepps skyldi flutt- ur frá Kópavogi til Reykjavíkur. Var þá ráðist í byggingu þing- húss nyrst í landi Stöðlakots, þar sem nú er Skólastræti 5 og 5b. Árið 1765 var reist tómthúsbýli skammt frá þinghúsinu, þar sem nú er Þingholts- stræti 3 og var það nefnt Þingholt, sem nýnefni. Þyrping torf- bæja með sama nafni reis í námunda við Þingholt og smám saman færðist nafnið Þingholt(in) yfir á þann hluta Arnarhólsholts (síðar Skóla- vörðuholts), sem var ofan Stöðla- kots og Skálholts. Seinasti hluti hverfisins reis um 1920.“ (Tilv. lýk- ur). Skipulagning borgarlandsins hófst líklega um eða eftir 1930 og af skipulagsástæðum komu þá hverfa- heitin til sögunnar, svo sem Mið- bær, Vesturbær og svæðið austan Tjarnarinnar að Snorrabraut og frá sjó að Vatnsmýrinni hlaut hverfa- heitið Austurbær. Þingholtin eru ekki hverfaheiti heldur gamalt ör- nefni sem myndast hafði um eitt svæði í Austurbænum líkt og til dæmis Skuggahverfi, Grjótaþorp, Kvosin og Skólavörðuholt sem dregur nafn sitt af gömlu Skóla- vörðunni sem á merkilega sögu. Örnefni eru staðarlýsingar sem varðveist hafa manna á milli og eiga flest sína sögu. Þau eru hluti af menningu okkar og órjúfanleg frá Ornefni Misnotkun og útþynn- ing á örnefni eins og nú á sér stað um „Þing- holtin“ veldur því, segir Sigríður Ásgeirsddttir, að tengslin rofna við upphafsstaðinn og ör- nefnið glatar sögu sinni. þeim stað sem þau eru kennd við. Misnotkun og útþynning á örnefni eins og nú á sér stað um „Þingholt- in“ veldur því að tengslin rofna við upphafsstaðinn og örnefnið glatar sögu sinni og upphaflega sagan um þingstað Seltjarnarneshrepps, sem fluttur var frá Kópavogi til Reykja- víkur, gleymist. Þetta er mikið slys og því má líkja við einskonar um- hverfisspjöll. Eins og að framan segir hafa borgaryfirvöld því miður lagt sitt lóð á vogarskálina og vegur það þungt. Til er gamall málsháttur sem er einhvern veginn svona: „Það sem höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það.“ Og blessaðir fasteignasalarnir hafa dyggilega fetað í fótsporin. En þeir eiga ekki alla skömmina og því er hér með skorað á borgaryfirvöld og fast- eignasala og ef til vill fleiri að reyna að bæta skaðann og hafa framvegis „það er sannara reynist". Höfundur er lögfræðingur og býrá Skölavörðuholti. Sigríður Ásgeirsdóttir Klapparstígur — Skúlagata Glæsileg 4ra herb. endaíbúð á 4. hæð íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, bað og 2 svefnherb. Góðar innréttingar og gólfefni. Sameiginlegt þvottahús á hæð- inni. Suðursvalir. Frábært útsýni í norður, austur og suður. Bílastæði i lokaðri bílgeymslu. Húsvörður. Frábær staðsetning við miðbæinn. F asteignasalan KJÖRBÝLI NÝBÝLAVEGUR 14 iffJSZruR ®564 1400 '* 1 < ^] jjrjtfjhjI íTR* ' * Einbýlishús við Elliðavatn Húsið stendur á 1/2 hektara landi og hefur verði þónokkuð endur- nýjað. Allt viðarklætt að utan og með stórum, nýjum sólpalli með skjólvegg. Miklir framtíðarmöguleikar. Falleg staðsetning og útsýni. ...-yiSSS'ýýffk FJARFESTING FASTEIGNASAIA ehf Sími 5C24250. Bnrgartúni 31 Opið hús Safamýri 56 Til sölu björt og falleg 97 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Bjarni og Eva María taka á móti áhuga- m\ sömum kaupaðilum sem vilja skoða í dag frá klukkan 18-22. Allar nánari upplýsingar: Sími 533 4200, arsalir@arsalir.is ♦ Arsalir- fasteignamiðiun ♦ Arsaiir- fasteignamiðl Fyrirtæki með góðri framlegð til sölu Höfum í einkasölu gott íýrirtæki í eigin húsnæði sem selur vefnaðar- og hannyrðavörur. Mikil sölu- aukning milli ára. Áætluð heildarvelta þessa árs 85 til 90 millj. Allar nánari upplýsingar: Sími 533 4200, arsalir@arsalir.is ♦ Ársaiir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun 4 ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Askalind - Kopavogur Til leigu nýtt og fallegt 270 fm húsnæði með góðum gluggum og innkeyrsludyrum. Upplagt fýrir ýmiss konar starfsemi, svo sem verslun eða heildsölu. Allar nánari upplýsingar: Sími 533 4200, arsalir@arsalir.is ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Nýtt og glæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Afhending í september./október nk„ fullbúið að utan með frágenginni lóð. 1. hæð 1.025 fm ■renr.M 2. hæð 896 fm 3. hæð 896 fm Þakhæð 300 fm. Alls 3.117 fm BYGGINGARAÐILI: BYGG. Allar nánari upplýsingar veitir:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.