Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 1 3 ____________HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fimm nemendur um hverja tölvu Fjöldi nemenda um hverja tölvu f grunnskólum Reykjavíkur 1997-1999 Sept. Des. Des. Skóli 1997 1998 1999 Nemendur/tölvur Austurbæjarskóli 24,4 11,9 14.2 Alftamýrarskóli 16,4 14,3 13,7 ÍH"" Árbæjarskóli 32,1 16,0 17,3 Artúnsskóli 11,2 5,3 6.5 ; HHHHH Borgaskóli - 19,8 20,7 ■ Breiðagerðisskóli 19,5 24,2 11,6 (■■■■ Breiðholtsskóli 23,6 13,9 14,9 ■■■■ Engjaskóli 9,6 12,0 10,0 san Fellaskóli 15,1 11,8 19,7 h Foldaskóli 38,7 18,2 14,5 Fossvogsskóli 34,4 30,9 14,2 M,■ HSHH Grandaskóli 17,1 15,8 11,3 ■ gmn Hagaskóli 29,3 15,2 22,1 ,'j Hamraskóli 23,1 21,7 «■ Háteigsskóli 20,8 7,7 WiHH— Hlíðaskóli 42,8 13,5 13,5 Hólabrekkuskóli 36,1 17,8 14,8 Húsaskóli 23,6 24,0 14,5 ■■■■ Hvassaleitisskóli 18,4 12,7 12,3 * «■■ Klébergsskóli - 14,0 ■■m Korpuskóli - - 4,5 Langholtsskóli 29,2 13,9 18,3 Laugalækjarskóli 13,1 9,8 mwaaam Laugarsnesskóli 44,5 31,9 15,7 wBUSMm masm Melaskóli 31,9 26,1 11,7 1»MM Réttarholtsskóli 15,3 7,0 9,6 Mi—KHI Rimaskóli 32,7 39,6 18,6 IIMW wm Selásskóli 24,8 21,3 12,1 imn Seljaksóli 41,5 12,2 12,9 wsmmm.wm^m Vesturbæjarskólí 30,2 21,0 6,2 MMI— Vogaskóli 25,2 20,3 21,1 ■ Olduselsskóli 19,6 10,4 ■■■■m Alls 24,0 14,9 IMMMM Reykjavík STEFNA skal að því að haustið 2004 verði því markmiði náð að fimm nem- endur verði um hverja tölvu í grunnskólum Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tillögu sem fræðsluráð fjallaði um á fundi á mánudag. Samþykkti ráðið heildarstefnumörkun tillögunnar, en hún er af- rakstur sex manna starfshóps sem sem skipaður var 1997. Nú eru á bilinu 4,5 til 22,1 nemandi um hverja tölvu eða að jafnaði 12,8. Tölvukostur skólanna hefur verið aukinn nokkuð frá árinu 1997 eins og kemur fram á meðfylgjandi töflu. Það ár var tekin sú ákvörðun í framhaldi af út- tekt á tölvubúnaði skólanna að leggja sérstaka áherslu á endurnýjun á nemendatölv- um í tölvuveram árin 1998 og 1999. Engar eiginlegar tölvustofur í nýrri aðalnámskrá sem gefin var út 1999 er lögð áhersla á að upplýsinga- og tæknimennt sé þverfagleg en ekki sérstök námsgrein. Upp- lýsingatækni á því ekki að binda við eitt námssvið eða eina námsgrein heldur á nemandinn að kynnast henni sem eðlilegum þætti í öllu námi. I tillögunni segir að mikilvægt sé að nokkur fjöldi tölva sé á skólasafni en þegar því marki er náð að einungis fimm nemendur séu um hverja tölvu og kennarar hafi náð leikni í kennslu með tölv- um ættu eiginlegar tölvustof- ur ekki að vera nauðsynlegar. Allt eins mætti hugsa sér að dreifa tölvunum í skólastofur og í miðrými og ganga. 3.000 nemendatölvur í tillögunni kemur fram að æskilegt sé að tölvubúnaður verði ekki endurnýjaður sjaldnar en á fimm ára fresti, en fimm ára líftími telst lang- ur þegar um tölvubúnað er að ræða. Kostnaður við endur- nýjun útstöðva yrði um 100 milljónir á ári eftir að því markmiði verði náð að 5 nem- endur séu um hverja tölvu. Nemendatölvur yrðu þá 3.000, en þær vora um 1.100 í lok desember 1999 að því er kemur fram I tillögunni. Tölv- ur fyrir starfsfólk yrðu hugs- anlega 1.500, en mikið er lagt upp úr að kennarar og annað starfsfólk skólanna hafi að- gang að tölvum. Stefnt er að því að árið 2003 hafi kennarar hver sína tölvu til umráða, ferðatölvu eða hefðbundna tölvu eftir atvikum. Sé gert ráð fyrir endurnýj- un á fimm ára fresti hefur það í för með sér að endurnýja þarf um 900 tölvur á ári. Gera þarf ráð fyrir örari endurnýj- un á netþjónum eða á þriggja ára fresti. Samanlagður stofnkostn- aður við kaup á nemendatölv- um, tölvum fyrir kennara og hugbúnað er samkvæmt til- lögunni tæpar 71,8 milljónir króna. árið 2000. A næsta ári er hliðstæður kostnaður áætl- aður 119,8 milljónir. Á bilinu 2000-2004 má gera ráð fyrir 548 milljónir króna fari í þessa útgjaldaliði. Markmið ársins 2000 er að tölvum verði fjölgað þannig að um 11,2 nemendur verði um hverja vél. Tölvum kenn- ara á einnig að fjölga. Hafin verður endurnýjun víðnets og netjojóna. Árið 2001 verður tölvum nemenda og kennara enn fjölgað og reiknað með að 9,5 nemendur verði um hverja tölvu, en 1,6 kennarar. Lokið verður við víðnet. Hafin verða kaup á jaðartækjum, svo sem prenturum, skönnum, skjá- vörpum og stafrænum myndavélum. í áætlun er gert ráð fyrir 600 þúsund krónum á skóla á ári til kaupa á slíkum tækjum og viðhalds á þeim. Árið 2002 hefst end- urnýjun búnaðar samkvæmt áætlun, segir í tillögunni. Sama ár verða orðnir 8 nem- endur um hverja tölvu, en 1,2 kennarar. Árið 2003 er svo gert ráð fyrir 6,5 nemendum á hverja tölvu og einum kenn- ara. Eins og fyrr segir verða 5 nemendur um hverja tölvu árið 2004 samkvæmt tillög- unni. Stuðningur við kennara, fagstjórn og tölvuumsjón Til þess að ná þeim mark- miðum sem sett hafa verið um kennslu í upplýsingatækni í skólum er ljóst að áherslu þarf að leggja á að byggja upp þekkingu innan skólanna og tryggja að viðhald á tækjum og búnaði sé til fyrirmyndar. I tillögunni segir að gera þurfi ráð fýrir því að einhver aðili innan skóla hafi umsjón með heimasíðu skólans þar sem stöðugt er lögð ríkari áhersla á upplýsingamiðlun á heimasíðum. Jafnframt sé nauðsynlegt að kennarar og annað starfsfólk geti leitað sér ráðgjafar um notkun upp- lýsingatækni innan skólans. Svonefndur fagstjóri mun verða kennurum innan hand- ar við að samþætta tölvunotk- un inn í þá námsgrein sem þeir era að kenna til að tölvu- kennsla geti orðið sem eðli- legasti þáttur í skólastarfinu. Tölvuumsjónannaður yrði einnig tiltækur samkvæmt tfilögunni. Til hans gætu leit- að kennarar, nemendur og aðrir starfsmenn. I verka- hring hans yrði að bjarga samstundis því sem úrskeiðis fer á vettvangi. Einnig sæi hann um við- hald á tæknibúnaðinum. Mikilvægt er að halda grannnámskeið í tölvunotkun fyrir almenna kennara og mun fagstjóri að einhverju leyti geta séð um símenntun kennara. Þó er gert ráð fyrir að skólar geti keypt að minnsta kosti eitt námskeið á ári inn í skólann. Hringtorg við Smárann stækkað Kópavogur NÚ standa yfir framkvæmd- ir við Smáratorg, en verið er að stækka hringtorgið og verður það tvær akreinar að henni lokinni. Hringtorg- ið er einungis tveggja ára. Ástæðu stækkunarinnar segir Þórarinn Hjaltason, bæjarverkfræðingur Kópa- vogs, vera aukin umferð. Umferð hafi og muni aukast hraðar en gert var ráð fyr- ir. Einkum kann það að vera vegna stækkunar Smára- lindar, en nú er áætlað að verslunarmiðstöðin verði 60.000 fermetrar. Upp- byggingarhraði hverfisins, segir Þórarinn, er einnig meiri en reiknað var með fyrir tveimur árum. Umferð mun enn aukast eftir opnun verslunarmiðstöðvarinnar. Fleira er í uppbyggingu í grenndinni, svo sem skrif- stofuhúsnæði og þjónustu- og verslunarhúsnæði. Fyrir tveimur árum þeg- ar hringtorgið var gert þótti ekki ástæða til að hafa það stærra þótt það hafi verið rætt, segir Þórarinn. Aukakost naðurinn sem hlýst af því að hafa ekki lagt út í stærra torgið strax er innan við eina milljón króna sem Þórarinn segir ekki þykja mikið þegar um umferðarmannvirki sé að ræða. Litla hringtorgið nýt- Morgunblaðið/Amaldur Nú standa yfir framkvæmdir við Smáratorg, en þar er ver- ið að stækka hringtorgið. ist að miklu leyti við gerð þess stóra. Stækkun torgsins hefði í raun mátt bíða í ár, segir Þórarinn, en ákveðið var að ráðast í hana nú þar sem loka þurfti Dalvegi austan við torgið á annað borð. Þar er verið að steypa slitlag og breikka veginn í þrjár akr- einar. Samhliða breytingunum við Dalveg er verið að stækka gámastöð Sorpu. Niðurstaða skipulagsstjóra um veg í Gálgahrauni Snýr fyrst o g fremst að Garðabæ BÆJARRÁÐ Garðabæjar samþykkti í gær að fela bæj- arstjóra að leita eftir því við Vegagerðina, að unnið verði frekara mat á umhverfisáhrif- um Álftanesvegar samkvæmt svonefndri leið A um Gálga- hraun í samræmi við úrskurð- arorð skipulagsstjóra ríkisins. í úrskurði skipulagsstjóra sagði að ekki væri án frekara mats á umhverfisáhrifum hægt að fallast á vegarstæði samkvæmt leið A, sem var það sem Vegagerðin helst kaus og liggur um Gálga- hraun. „Við teljum að leið A sé heppilegasti kosturinn út frá heildarsjónarmiðum og þá ekki síst umhverfissjónarmið- um“, segir Ingimundur Sigur- pálsson, bæjarstjóri Garða- bæjar í samtali við Morgunblaðið í fyrradag. Samkvæmt fundargerð bæjarráðsfundarins frá í gær samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að leita eftir því við Vegagerðina, að unnið yrði frekara mat á umhverfis- áhrifum Álftanesvegar sam- kvæmt leið A í samræmi við úrskurðarorð skipulagsstjóra ríkisins. Jafnframt samþykkti bæjarráð að heimila bæjar- stjóra að vinna að frekari und- irbúningi framkvæmda við Vífilsstaðaveg í samræmi við ákvæði laga um mat á um- hverfisáhrifum. Jón Rögnvaldsson, aðstoð- arvegamálastjóri, sagði í sam- tali við Morgunblaðið á föstu- dag að Vegagerðin væri að fara ofan í forsendur úrskurð- ar vegamálastjóra vegna fyr- irhugaðrar lagningar Álfta- nesvegar. Jón sagði að úrskurðurinn sneri í raun fyrst og fremst að Garðabæ og skipulagi Garða- bæjar fremur en Vegagerð- inni. „Við voram í raun að fara eftir staðfestu aðalskipulagi Garðabæjar. Þama er óskað eftir frekara mati á þeirri línu, sem þar er ráð fyrir gert en bent á aðrar lausnir. Við eig- um eftir að heyra í Garð- bæingum," sagði Jón og kvaðst telja að línur ættu að skýrastívikunni. Hreppsnefnd Bessastaða- hrepps fjallaði einnig um mál- ið á fundi í gærkvöldi. Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri í Bessastaðahreppi sagði í sam- tali við Morgunblaðið á föstu- dag lítið hafa um úrskm-ðinn að segja. Vegagerðin væri framkvæmdaaðili og hún hlyti að setja málið í ákveðinn far- veg að þessum úrskurði felld- um. Væntanlega yrði hann tekinn til skoðunar í fram- haldinu og unnið í samræmi við hann. Húseigandi við Vatnsenda Höfuðáhersla á lágreista byggð Vatnsendi RUT Kristinsdóttir, húseig- andi við Vatnsenda, gerir at- hugasemdir við mörg þeiira atriða sem höfð vora eftir Sig- urði Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi, í Morgunblaðinu á laugardag varðandi athuga- semdir íbúa við Vatnsenda við hugmyndir um að skipuleggja 5-6000 manna byggð á svæð- inu. Vegna skipulagsvinnunn- ar hefur fjölmörgum húseig- endum við Vatnsenda verið sagt upp lóðarleigusamning- um með eins árs fyrirvara. Haft var eftir bæjarstjór- anum að bæjaryfirvöld væra sammála íbúunum um að vilja dreifa byggð á svæðinu en þegar sé búið að skipuleggja eitt slíkt hverfi í Hvarfahverfi. Rut segir að það hafi aðallega verið landeigandinn á Vatns- enda sem stóð í þeim samn- ingaviðræðum og enn standi í Hvarfahverfi eldri hús sem samningar hafa ekki tekist um við Kópavogsbæ. Þá segir hún að staðfest sé að byggð í Hvarfahverfi sé mun dreifðari en skipulag í nýju byggðinni muni gera ráð fyrir. „Það er staðfest að það eigi að verða mjög þétt byggð og há hús með lyftum en við leggjum höfuðáherslu á að þetta verði lágreist byggð sem gróður geti náð að dylja,“ segir Rut. Fram kom hjá bæjarstjór- anum að erfitt væri að segja til um hvenær farið yrði að byggja í nýju hverfi því fyrst þyrfti að ganga frá aðalskipu- lagi bæjarins og þá svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðis- ins áður en farið yrði að deiliskipuleggja, en sá þáttur einn tæki venjulega IV2 -2 ár. „Þannig að mér telst til að samkvæmt því sem hann seg- ir verði 3-4 ár áður en farið verður að byggja. En í upp- sagnarbréfinu segir að ekki sé ólíklegt að deiliskipulag liggi fyrir á næsta ári. Það má ekki skilja fólk eftir í svona mikilli óvissu; þetta era um 15 fjöl- skyldur. Við getum ekki byggt við húsin okkar á með- an eða selt,“ segir Rut, sem segir að samkvæmt lögum megi sveitarfélag fresta um- sókn um byggingafram- kvæmdir í tvö ár en ef frest- unin valdi húseiganda tjóni sé sveitarfélag skaðabótaskylt. „Eins segir hann að það sé ekki verið að segja neinum að fara en það stendur í upp- sagnarbréfinu að einhver hús verði að víkja. Á fundi i skipu- lagsnefnd í febrúar 1999 var bókað að í hverfi ofan við Hvarfahverfi verði þétt byggð, að öllum líkindum fjöl- býlishús, og Kópavogsbær verði að öllum líkindum að kaupa upp eignir á svæðinu. Það er einmitt vegna þessa, sem okkur finnst við vera skil- in eftir í lausu lofti, að við er- um alltaf að fá mismunandi svör. Við eram að benda þeim á að um leið og þeir eru komn- ir með háar byggingar inn á svæðið er þetta engin sveit lengur.“ Þá segir hún það villandi hjá bæjarstjóranum að tala um Vatnsendalandið sem 700 hektara að stærð því þá sé hann að tala um land langt upp í Bláfjöll. 80 hektai-a svæðið, sem byggt verði á sé að mestu svæðið vestan við Elliðavatn, þar sem byggðin er fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.