Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 47^
>
Það var alltaf notalegt að koma á
Fomhagann til Þuru og Ella. Þá var
alltaf fyrst farið í eldhússkápana og
athugað hvort ekki væri þar að finna
súkkulaðihjúpaða döðluköku sem
var algört uppáhald okkar systkin-
anna. Maturinn hennar Þuru var líka
alltaf miklu betri en heima. Það var
líka gott að skjótast til hennar milli
tíma í háskólanum því hún sá alltaf
til þess að enginn færi svangur frá
henni.
Þura saumaði öll föt á okkur fram
eftir aldri enda góð saumakona. Hún
kenndi okkur fljótt að leika ekki að
títuprjónunum hennar með því að
leyfa okkur að finna hvernig það
væri að fá títuprjón í handarbakið.
Það var alltaf skemmtilegt að fá að
sofa hjá Þuru og Ella í flatsæng á
gólfinu, heyra sögurnar hennar af
dýrunum í sveitinni og fá „nammi“
sem hún átti alltaf í veskinu. Hún var
okkur sem önnur móðir og hafði alla
tíð áhuga á að vita hvað við tókum
okkur fyrir hendur. Stundunum með
henni gleymum við aldrei.
Blessuð sé minning hennar.
Við sendum Ella, Didda, Kristínu
og fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Rannveig og Óli.
Að morgni 12. júní bárust mér þau
tíðindi að Þuríður frænka mín hafi
farið í ferðina sem á eftir að liggja
fyrir okkur öllum. Ég vil minnast
frænku minnar nokkrum orðum, eða
Þura eins og hún var kölluð af sínu
frændfólki. Það var gaman að ná
frænku á spjall og setjast inn í litlu
fínu stofuna hennar og heyra hana
rifja upp bemskuminningar sínar.
Ég man hvað ég var hissa þegar hún
sagði mér að hún hefði verið tólf ára
þegar hún sneið fyrstu buxurnar og
saumaði á föður sinn. Móðir hennar
hafði á orði að hún myndi gera þær
ónýtar. En frænka spretti upp göml-
um buxum og sneið nýjar og allt
gekk vel. Þura var um tvítugt þegar
hún lærði karlmannafatasaum hjá
Gunnari Sæmundssyni klæðskera.
Frænku fannst alitaf gaman að
sauma enda kom það henni vel þegar
hún átti tvíburana sína. Frænka var
mikill dýravinur og hefði því orðið
mikil búkona hefði hún búið í sveit.
Hesturinn var frænku ætíð kær.
Útreiðar var sú íþrótt sem maður
stundaði í þá daga þegar við vorum
ungar. Hún minntist oft á Mósa sinn
og hafði alltaf mynd af honum uppi
við. Hún hafði gott lag á hrossum og
talaði við þau með blíðri röddu. Hún
sagði mér að þegar hún hefði farið
með hesta yfir keldur þá stappaði
hún fyrir þá með fótunum áður.
Hestamir voru þá fljótir að elta hana
alveg sama hve keldumar vora
slæmar. Hún sagði mér frá því þegar
hún fór fyrst suður og kom svo aftur
heim í jólafrí. Köttminn heyrði mál-
róm hennar úr forstofunni og sperrti
strax eyran og fór heldur betur að
leggja við hlustimar. Köttminn
þekkti þá strax málróminn, kom
fram og vildi ekki frá henni víkja.
Margar sögumar sagði hún mér frá
dýranum sínum.
Alltaf var góður andi á heimili
þeirra hjóna og svo gott að koma til
þeirra.
Frænka mín, þakka þér alla þá
góðvild sem þú hefur sýnt mér. Ég
vona að húnvetnskt sólarlag hafi lýst
þér til himinsins heim. Ég sendi
Guðmundi Ellert, börnunum þeirra
og öðram ástvinum innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Þar sem hljómar ótal óma,
óskagestir ljóðin þylja,
fljúga svanir fjallasýn,
þar sem angan ungra blóma
örvar gleði, starf og vhja,
þar er sveitin, sveitin mín.
(Arinbjöm Amason.)
Þín frænka,
Arný Kristófersdóttir.
Þegar ég kom suður til Reykjavík-
ur í byrjun sjöunda áratugarins
tengdist ég fljótlega íbúðinni í stiga-
ganginum á annarri hæð til hægri að
Fomhaga 11. Fóstursystir föður
míns, hún Kristbjörg Þorbergsdótt-
ir, bjó þar og ég var tíður gestur hjá
henni. Stundum voram við nokkrir
frændur þarna og gerðum allt vit-
laust í blokkinni um það leytið sem
börnin fóra að sofa. Þá áttum við það
til að hringja á öllum dyrasímum og
létum okkur þá hverfa. Mæðurnar
undu þessu illa og börnin hrukku
upp af blundinum.
I íbúðinni á móti henni frænku
minni bjó gamall sýslumaður utan af
landi. Okkur strákum þótti hann
nokkuð strangur og voguðum okkur
ekki að abbast upp á hann.
Svo liðu nokkur ár. Hún Krist-
björg gekk yfir móðuna miklu og ég
flutti burt úr Reykjavík en kom
þangað aftur og bjó þá um árabil á
Fomhaganum og var til heimilis hjá
systur minni og mági. í íbúðina beint
á móti var flutt nýtt fólk, hjónin Guð-
mundur Erlendsson og Þuríður
Skarphéðinsdóttir, sem verður jarð-
sett í dag, 21. júní. Þuríður og Guð-
mundur vora afar dagfarsprútt fólk
og það fór lítið fyrir þeim. Við heils-
uðumst á fömum vegi en samgangur
var ekki teljandi.
Enn liðu árin og ég bjó enn á
Fornhaganum og nú við breyttar að-
stæður. Ég hafði gift mig og nú
bjuggum við þrjú í íbúðinni beint á
móti Guðmundi og Þuríði. Svo fór að
við eignuðumst kettling. Honum var
vel tekið í blokkinni og eftir að kött-
urinn kom á Fornhagann fór ég að
kynnast henni Þuríði fyrir alvöra.
Hún vék sér að mér með sínu hæg-
láta fasi og spurði hvernig hún
„kiesa“ hefði það. Hún hafði dulítið
skrið á i-hljóðinu. Svo fór ég að veita
því athygli að þær Þuríður og kisa
vora orðnar vinkonur.
Því miður varð þessi köttur ekki
langlífur. Hann fór út eitt sinn að
kvöldi til, fór að elta bréf og gætti
ekki að sér og varð fyrir bíl. Það
syrgðu hann margir í stigagangin-
um. Fljótlega kom annar kettlingur
á svæðið, hún Skotta. Þuríður hændi
Skottu að sér og þær urðu perluvin-
konur. Ég man einu sinni eftir því að
það var opið inn til okkar og einnig
var opið upp á gátt hjá Þuríði og
Guðmundi. Skotta litla var inni í
stofu hjá okkur að hamast og svo
birtist Þuríður inni í ganginum hjá
sér og sagði: „Komdu.“ Kötturinn
rauk beint til hennar og kom ekki
aftur fyrr en hann hafði þegið góm-
sætar veitingar.
Það virtist vera sammerkt þeim
hjónunum að vera góð við menn og
málleysingja. Einu sinni kom Guð-
mundur heim úr vinnu á jeppanum
sínum og var eitthvað að dytta að
bflnum. Skotta kom til hans, fór inn í
bfl og sofnaði. Þuríður kallaði á Guð-
mund í kvöldmatinn og í miðri máltíð
stóð Guðmundur upp og sagðist ætla
að gæta að henni Skottu, hún svæfi
útií jeppa.
Þegar Þuríður varð sjötug hér um
árið ákváðum við að reyna að halda
kisu frá henni svo að hún gæti nú
haldið upp á afmælið sitt í friði. Að
kvöldi afmælisdagsins var ég með
Skottu í fanginu og mæti Þuríði og
óska henni til hamingju með daginn.
Hún þakkaði mér fyrir og strauk
kisu og sagði: „Hún var nú sú fyrsta
sem kom til mín í morgun."
Svona sögur af Þuríði og sam-
skiptum hennar við málleysingja
gætu margir sagt. En Þuríður var
einstök manneskja og reyndist öllum
vel sem hún kynntist.
Um nokkurra vikna skeið hafði
hún ekki gengið heil til skógar. En
nú hefur hún fengið hvfldina og von-
andi mæta henni allir ferfættu vin-
imir hennar sem hún var svo góð við.
Kannski hann Stjarni, hesturinn
hennar, reki henni rembingskoss og
hver veit nema hún Skotta litla hitti
hana. Það er mannbætandi og lær-
dómsríkt að hafa fengið að kynnast
manneskju eins og Þuríði Skarphéð-
insdóttur.
Blessuð sé minning hennar.
Gísli Helgason.
DÓRA
GUÐJÓNSDÓTTIR
+ Dóra Guðjóns-
ddttir fæddist í
Reykjavík 6. júní
1935. Hún lést á
Landspítalanum 24.
maí síðastliðinn og
fdr útför hennar
fram frá Seljakirkju
6. júní.
Hún hvarf inn í eilífð-
ina á sama tíma og við
flugum af landi brott og
var til grafar borin áður
en við komum heim. Að
geta ekki fylgt henni
var erfitt en minning
hennar lifir með okkur og við sökn-
um hennar.
Það skiptir meira máli hvemig
menn taka örlögum sínum en hver
þau era. Hún Dóra Guðjóns vinkona
mín tók örlögum sínum hverja stund
með þrautseigju og festu en það þýð-
ir ekki að hún hafi alltaf verið sátt við
það sem lífið bauð henni.
„Get, ætla, skal“ gætu hafa verið
einkunnarorð hennar allt hennar líf.
Hún sagðist heita Dóra Guðjóns
Guðjónsdóttir þegar við kynntumst
árið 1963 á Borgarbflastöðinni þar
sem við unnum við símavörslu. Hún
sagði að fóstri sinn hefði líka heitið
Guðjón. Mér varð ljóst að þar fór ein-
staklega greiðvikin og
hjartahlý kona, hjá
henni átti ég athvarf ef
ég komst ekki heim af
næturvakt upp í Selás.
Eftir því sem árin liðu
kom enn betur fram
hennar sérstaki pers-
ónuleiki, það var bara
tfl ein Dóra Guðjóns.
Dóra var dugleg að
hringja og betra var að
vera ekki upptekin þá,
því það gat teygst vera-
lega úr þeim samtölum.
Hún vildi fylgjast með
lífi þeirra, sem henni
þótti vænt um og tryggð hennar var
einstök. Það var sérstakt fyrir hana
hve orðvör hún var um vini sína, þó
hafði hún mjög ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og lá ekki á
því ef svo bar undir.
Lovísa einkadóttir hennar gaf
henni tvö barnabörn og tók Dóra
strax ábyrgð á uppeldi þeirra, önnur
eins böm vora ekki til. Gleði og stolt
ömmunnar, umhyggja hennar um
velferð þeirra og þroska átti sér eng-
in takmörk. Þegar ég varð amma
skildi ég hana betur og sagði henni
það. Þá hló hún. Þegar Einar kom
inn í líf hennar gekk hann Lovísu í
fóður stað, bömin hennar eiga hann
fyrir afa sem stendur með þeim nú.
Ég sakna Dóra, enginn hringdi eins
oft og hún bæði til að segja mér þeg-
ar Dóra Björk og Guðjóni Emi gekk
vel í því sem þau vora að gera eða til
að fá fréttir af mér og mínum. 4. júlí
1999 var hún við hlið mér í afmælis-
veislu Amar míns, mjöðmin var samt
eitthvað að angra hana meira en
venjulega. Hún hefði aldrei verið
kvartsár og færi ekki að væla nú. 7.
júlí var annar fóturinn orðinn þannig
að hún fór til læknis, 13. júlí fékk hún
úrskurðinn. Baráttan var hörð og
erfið, Dóra mín ætlaði ekki að gefa
eftir, hún hafði allt sitt líf barist tfl
sigurs, nú átti hún við ofurefli að etja
en hún tapaði með reisn.
I lokaátökunum sagðist hún vera
umkringd svo góðu fólki, mér finnst
hún hafa átt það skilið. Þegar við
kvöddumst sagðist hún skyldu láta
mig vita þegar hún væri komin yfir,
hún stóð við það.
Synir mínir, Páll og fjölskylda
hans í Danmörku, Þór í Bandaríkjun-
um og við Öm þökkum Dóra vináttu
og tryggð. Fjölskyldu Dóra sendum
við innilegar samúðarkveðjur, þeirra
er missirinn mestur. Biðjum við þeim
Guðs blessunar nú og alltaf.
Far þú í friði,
friðurGuðsþigblessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Hulda Guðmundsddttir.
KRISTJANA
BR YNJÓLFSDÓTTIIt
+ Kristjana Brynj-
dlfsddttir
(Nanný) fæddist í
Reykjavík 24. ndv-
ember 1923. Hún lést
á hjúkrunarheimil-
inu Skdgarbæ 12.
júní síðastliðinn og
fdr útför hennar
fram frá Ddmkirkj-
unni 20. júnf.
Elsku amma mín.
Þegar ég loka augun-
um sé ég fyrir mér
Hlyngerðið þar sem þið
afi áttuð heima. Þegar
ég kem inn tekur þú á móti mér með
geislandi brosi og hlýju. Þú byrjar að
hlæja og faðmar mig að þér, um mig
fer sælutilfinning.
Þú hvattir mig alltaf áfram í öllu
sem ég tók mér fyrir
hendur, lést mig aldrei
gefast upp. Þú varst
alltaf til staðar fyrir
mig og aðra fjölskyld-
umeðlimi. Góðsemi þín
átti sér engin takmörk.
Sumarbústaðurinn
var sælureitur ykkar
afa og sem strákur vildi
ég hvergi annars stað-
ar vera. Á fjölskylduhá-
tíðunum í sumarþjjtþ
staðnum varst þú
hrókur alls fagnaðar.
Þú hélst fjölskyldunni
saman.
Þú verður alltaf mitt leiðarljós í
lífinu.
Ég sakna þín meira en orð fá lýst.
Þinn
Brynjdlfur Bjarnason.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Móðir okkar og tengdamóðir,
HULDA BJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
frá Víðivöllum Fnjóskadal,
andaðist að heimili sínu 19. júní. Jarðaförin auglýst síðar.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
börn og tengdabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR,
Garðbraut 19,
Garði,
verður jarðsungin frá Útskálakirkju föstudaginn
23. júníkl. 14.00.
Sveinn Ragnar Björnsson, Loftveig Sigurgeirsdóttir,
Guðrún Erla Björnsdóttir, Júlíus Jónsson.
barnabörn og barnabarnabörn.
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafótki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
tSverrir
lEinarsscn
lútfararstjóri,
ls Msítni 896 8242
Baldur
Sverrir HKjjjpMj Frcderiksen
Olsen K Æ útfararstjóri,
útfararstjóri. nmS Æfsinu 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
T
íl